Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Þetta helst ...
● RAGNAR H. Hall, lögmaður Baugs,
tilkynnti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær að stjórn félagsins hefði aft-
urkallað beiðni um greiðslustöðvun
fjórtán félaga. Einungis er farið fram á
greiðslustöðvun Baugs Group.
Dómari tók sér frest til að kveða upp
úrskurð í því máli. Gert er ráð fyrir að
niðurstaða liggi fyrir í dag.
Sl. föstudag fór dómarinn fram á
nýrri gögn um fjárhagsstöðu Baugs en
frá í september á síðasta ári. Voru þau
lögð fyrir í gær. bjorgvin@mbl.is
Bíða eftir úrskurði
● BRESKA sportvörufyrirtækið JJB
Sports hefur ákveðið að setja versl-
anakeðjur sínar tvær, Qubefootwear og
Original Shoe Company, í greiðslu-
stöðvun. Exista var, ásamt fyrrv. for-
stjóra JJB Sports, Chris Ronnie,
stærsti hluthafi félagsins með rúm
27%. Kaupþing í Bretlandi gerði hins
vegar veðkall í bréfin og tók þau yfir um
miðjan janúarmánuð.
Exista keypti hlutinn í JJB Sports ár-
ið 2006 á genginu 275 pens á hlut, eða
um 190 milljónir punda. Í gær var
gengi bréfa félagsins hins vegar komið í
12,25 pens á hlut eftir 4% lækkun innan
dags. bjarni@mbl.is
Verslanir JJB Sports
í greiðslustöðvun
● „UNDANFARNA
daga hefur borið á
þeim misskilningi
að fyrirtæki okkar,
Aurum ehf.,
Bankastræti 4, sé
ruglað saman við
Aurum Holding í
eigu Baugs í Lond-
on. Við viljum
koma því á fram-
færi að engin
eignatengsl eru á milli Baugs og Aurum
ehf., Bankastræti 4. Aurum ehf. er ís-
lenskt fyrirtæki og var stofnað fyrir 10
árum af Karli Jóhanni Jóhannssyni og
Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur
skartgripahönnuði og er 100% í eigu
þeirra,“ segir í tilkynningu.
Verslunin Aurum hefur
engin tengsl við Baug
Guðbjörg K.
Ingvarsdóttir
N1 HEFUR eignast allt hlutafé í
Kynnisferðum eftir að hlutafé í síð-
arnefnda félaginu var aukið um 150
milljónir króna.
Hermann Guðmundsson, forstjóri
N1, segir í samtali við Morgunblaðið
að hlutafjáraukningunni hafi verið
ætlað að tryggja Kynnisferðum
nægilegt rekstrarfé fram á sumar.
„Við núverandi efnahagsaðstæður
hefur mörgum fyrirtækjum reynst
erfitt að fá fyrirgreiðslu hjá bönk-
unum og eru Kynnisferðir engin und-
antekning þar.“ Átti N1 fyrir um
þriðjungshlut í Kynnisferðum, en
keypti allt nýja hlutféð sem gefið var
út nýlega. Við það eignaðist N1 100%
hlut í Kynnisferðum. „Við lítum svo á
að við höfum bjargað tugum starfa,“
segir Hermann. bjarni@mbl.is
N1 eignast
Kynnisferðir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
SKILANEFND Glitnis mun leggja
Moderna, sænsku dótturfélagi Mile-
stone, til aukið rekstarfé, Sjóvá verð-
ur fært undan Moderna og núver-
andi eigendur félagsins munu starfa
áfram við rekstur þess en missa alla
eign sína ef yfirstandandi samnings-
viðræður ganga eftir, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Viðræður um þessa niðurstöðu
hafa verið í gangi milli sænska fjár-
málaeftirlitsins (FI) og skilanefndar
Glitnis að undanförnu og er vonast
til þess að FI gefi lokasvar um það
hvort af verður í dag.
Verði samkomulagið að veruleika
þá mun skilanefnd Glitnis eiga
möguleika á því að endurheimta ein-
hverja tugi milljarða króna sem
hefðu verið tapaðir ef Moderna hefði
verið sett í þrot. Heimildir Morgun-
blaðsins herma að erlendir kröfuhaf-
ar gamla Glitnis hafi samþykkt
þessa leið og gefið skilanefndinni
heimild til þess að leggja fjármagn
inn í Moderna til að reyna að há-
marka virði eigna sinna.
Milestone mun verða haldið í
rekstri í Svíþjóð en tryggingafélagið
Sjóvá verður tekið undan Moderna,
dótturfélagi Milestone. Heimildir
Morgunblaðsins herma að mikil
áhersla hafi verið lögð á að tryggja
stöðu Sjóvár, enda félagið eitt
stærsta tryggingafélag Íslands.
Fyrri eigendur tapa sínu
Fyrri eigendur og stjórnendur
Milestone munu ekki eiga möguleika
á að eignast hlut í Milestone eins og
upphaflega stóð til en munu samt
sem áður starfa áfram með því sem
nokkurskonar starfsmenn skila-
nefndar gamla Glitnis.
Því verður flókin endurskipulagn-
ing á starfsemi að veruleika en með
nokkrum veigamiklum breytingum.
Upphaflega stóð til að lánveitendur
Milestone myndu breyta 53 prósent-
um af kröfum sínum aftur í lán en að
47 prósent þeirra myndu breytast í
rétt til hlutabréfakaupa. Þegar til-
lögurnar voru upphaflega lagðar
fram námu skuldir Milestone 115
milljörðum króna en eignir félagsins
voru metnar á 60 milljarða króna.
Samkvæmt þeim áttu núverandi
eigendur Milestone, bræðurnir Karl
og Steingrímur Wernerssynir, að
geta eignast aftur 13 prósenta hlut í
félaginu ef eignir þess myndu tvö-
faldast í verði og fá auk þess kaup-
rétt á allt að 27 prósentum til við-
bótar. Nú er ljóst að af því verður
ekki og að bræðurnir hafa misst alla
eign sína í Milestone.
Fluttu eignirnar til Svíþjóðar
Milestone seldi allar íslenskar
eignir sínar Moderna í Svíþjóð í jan-
úar 2008, en það félag er að fullu í
eigu Milestone. Á meðal íslenskra
fyrirtækja sem um ræðir eru Sjóvá,
Askar Capital og Avant.
Þar með var öll meginstarfsemi
Milestone komin til Svíþjóðar. FI
þarf að samþykkja að aðilar geti far-
ið með ráðandi eignarhluti í skráðum
og eftirlitsskyldum félögum þar í
landi. Stjórnendur Milestone hafa
þegar hlotið slíkt samþykki en
hvorki nýi né gamli Glitnir getur far-
ið beint með slíkan eignarhlut.
Bræðurnir missa Milestone
en reksturinn heldur áfram
Skilanefnd Glitnis mun leggja Moderna til aukið fé Sjóvá fært heim til Íslands
Í HNOTSKURN
»Flókin endurskipulagningá starfsemi Milestone hef-
ur staðið yfir í nokkra mánuði.
»Allt útlit var fyrir að afhenni yrði ekki eftir að
sænska fjármálaeftirlitið
hafnaði útfærslu hennar.
»Nú hefur verið lögð frambreytt tillaga sem felur
meðal annars í sér að nýtt
rekstrarfé verður lagt inn.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
HREIN eign íslenskra lífeyrissjóða
var 181 milljarði króna lægri um ára-
mót en hún var í lok septembermán-
aðar og hafði því lækkað um tíu pró-
sent frá því bankahrunið átti sér stað
á Íslandi. Þetta kemur fram í efna-
hagsyfirliti sem Seðlabanki Íslands
birti í gær.
Hrein eign íslenskra lífeyrissjóða
var 1.658 milljarðar króna í lok síð-
asta árs en í september síðastliðnum
voru eignir þeirra 1.839 milljarðar
króna. Virði eigna sjóðanna dregst
saman um 48 milljarða króna á milli
nóvember og desembermánaðar.
Samkvæmt tilkynningu á vef Seðla-
bankans ríkir enn nokkur óvissa um
endanlegt mat á eignum lífeyrissjóð-
anna.
Mikið tap á innlendum bréfum
Hlutabréfaeign sjóðanna hefur
dregist mikið saman á þessu tímabili.
Hún var um 229 milljarðar króna í lok
september en stóð í um 106 milljörð-
um króna í lok árs 2008. Þorra þeirrar
rýrnunar má rekja til taps á innlend-
um hlutabréfum en sjóðirnir áttu slík
bréf fyrir 141 milljarð króna í sept-
ember en heildarandvirði þeirra var
um 30 milljarðar króna um áramót.
Tap á erlendum hlutabréfum nemur
um ellefu milljörðum króna á um-
ræddu tímabili. Þá hefur eign þeirra í
erlendum hlutabréfasjóðum dregist
saman um 29 milljarða króna.
Þá áttu lífeyrissjóðirnir 808 millj-
arða króna í verðbréfum með breyti-
legum tekjum fyrir hrunið en sú eign
þeirra í slíkum bréfum var metin á
um 601 milljarð króna í árslok.
Ljóst er að sjóðirnir hafa í auknum
mæli lagt fé sitt í sjóði og bankainn-
stæður eftir bankahrunið því að upp-
hæð slíkra fjárbindinga í árslok var
154 milljarðar króna en hafði verið 85
milljarðar króna fyrir hrun.
181 milljarðs lækkun
Hrein eign lífeyrissjóðanna rýrnaði um 181 milljarð
frá hruni Óvissa um endanlegt mat á eignum sjóðanna
0< ?
:
5 EF
?
G ; & ; E G ;D
$ & ;D
$ G ;D
E
& ;D
E
"
<
A
99 $ =
$ $; $
!
!
"
"
"!
#!"
Mikilvægasta
verkefni stjórn-
valda í Bretlandi,
Evrópu og reynd-
ar um allan heim
um þessar mund-
ir er að auka á ný
útlán fjármála-
fyrirtækja. Þetta
er mat Alistair
Darling, fjármálaráðherra Bret-
lands.
Hann sagði þetta eftir fund fjár-
málaráðherra Evrópusambandsins í
Brussel samkvæmt frétt BBC.
Hann sagði jafnframt mjög mik-
ilvægt að komið yrði í veg fyrir að
ríki Evrópu færu hvert um sig að
huga að því að vernda eigið atvinnu-
líf með víðtækum verndaraðgerðum.
Reyndar var það niðurstaða fundar
fjármálaráðherranna að vara við
slíku. Sagði Darling að Evrópuríkin
þyrftu meira á nágrönnum sínum að
halda nú en nokkru sinni fyrr, til að
takast á við fjármálakreppuna í
heiminum. gretar@mbl.is
Segir að
auka þurfi
útlánin
Alistair Darling
1(H 1(H
I
I
1(H %'H
I
I
6 J!
#;
I
I
%30&
6"H
I
I
1(H&
1(H'
I
I
● KÍNVERJAR hafa í fyrsta skipti farið
fram úr Bandaríkjamönnum sem mestu
bílakaupendur í heimi. Samkvæmt op-
inberum tölum frá Kína voru seldir um
735 þúsund bílar í Kína í janúarmánuði
síðastliðnum. Samsvarandi tölur frá
Bandaríkjunum segja að þar hafi verið
seldir um 657 þúsund bílar.
Segir í frétt BBC að í þessum tölum
hafi áhrif að alla jafna dragi úr sölu bíla
í Bandaríkjunum eftir jólin. Því spái sér-
fræðingar því að Bandaríkjamenn taki
forystuna þegar litið verður á árið í
heild. gretar@mbl.is
Kínverjar fram úr
Bandaríkjamönnum
EIMSKIP hefur gengið frá kaupum á
íslenska flutningsfyrirtækinu Iceex-
press, sem er með aðsetur á JFK-
flugvelli í New York og Norfolk í
Virginíu og starfar við frakt-
flugflutninga til og frá Íslandi.
Fyrirtækið hefur verið aðalþjón-
ustuaðili TVG-Zimsen, flutningsmiðl-
unarfyrirtækis Eimskips, í gegnum
tíðina og rekur m.a. vörubíla í Banda-
ríkjunum. „Við erum að renna saman
þessum fyrirtækjum og erum að fara
inn í flugið að nýju,“ segir Gylfi Sig-
fússon, forstjóri Eimskips. Hann seg-
ir kaupverðið trúnaðarmál en það sé
í raun greitt upp með hagræðingunni
sem felst í yfirtöku félagsins. Við
kaup Eimskips á Iceexpress var
stöðugildum hjá síðarnefnda félaginu
fækkað um sex.
Gylfi segir að Eimskip hafi verið að
skoða Iceexpress í lengri tíma og ver-
ið boðið að kaupa félagið í maí á síð-
asta ári. Verðið sem greitt sé nú sé
20% lægra en verðmat sem gefið var
út í fyrra af Saga Capital.
Iceexpress er í eigu bræðranna
Lárusar og Jóns Ísfeld og meðal við-
skiptavina félagsins eru fjölmörg ís-
lensk fyrirtæki, þ. á m Marel. Iceex-
press átti rekstrarleyfið fyrir
ShopUSA gagnvart Íslandi, en það
fylgir ekki með í kaupunum.
thorbjorn@mbl.is
Eimskip kaupir
Iceexpress
Morgunblaðið/Ómar
Eimskip Gylfi Sigfússon segir að kaupverðið sem greitt var fyrir Iceexpress
greiðist með hagræðingunni sem felst í kaupunum á ársgrundvelli.