Morgunblaðið - 11.02.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BÚIST er við að samningaviðræð-
urnar um myndun ríkisstjórnar eftir
þingkosningarnar í Ísrael í gær verði
erfiðar og taki nokkrar vikur. Eftir
að úrslit kosninganna verða birt
formlega í næstu viku ráðgast forseti
landsins, Shimon Peres, við leiðtoga
flokkanna og felur síðan einum
þeirra að mynda nýja ríkisstjórn inn-
an 28 daga. Forseti Ísraels hefur
alltaf veitt leiðtoga stærsta flokksins
umboð til stjórnarmyndunar en lög-
in heimila þó að leiðtogi smærri
flokks fái umboðið teljist hann lík-
legri til að geta myndað meirihluta-
stjórn.
Netanyahu í betri stöðu
Flestir stjórnmálaskýrendur í Ísr-
ael telja að Benjamin Netanyahu,
leiðtogi hægriflokksins Likud, sé í
betri aðstöðu en Tzipi Livni, utanrík-
isráðherra og leiðtogi Kadima, til að
mynda ríkisstjórn þar sem hægri-
flokkunum var spáð meirihluta á
þingi.
Yossi Verter, stjórnmálaskýrandi
dagblaðsins Ha’aretz, telur líklegast
að Netanyahu myndi stjórn með
flokki harðlínumannsins Avigdors
Liebermans. „Það yrði mjög erfitt
fyrir Livni að mynda ríkisstjórn,
jafnvel þótt Kadima yrði stærsti
flokkurinn, vegna þess að stjórnin
þarf stuðning hægriflokks og hægri-
menn slíta alltaf stjórnarsamstarf-
inu ef einhver árangur næst í við-
ræðum við Palestínumenn eða
Sýrlendinga.“
Netanyahu hefur þó sagt að hann
vilji stjórnarsamstarf við Kadima og
Verkamannaflokkinn. Slík stjórn
myndi auðvelda Netanyahu að eiga
gott samstarf við stjórn Baracks
Obama Bandaríkjaforseta sem hefur
lagt áherslu á að hann hyggist beita
sér fyrir friðarsamkomulagi í Mið-
Austurlöndum.
Í HNOTSKURN
» Miðflokknum Kadima varspáð 29-30 þingsætum af
120 en hægriflokknum Likud
27-28 sætum.
» Flokkur harðlínumanns-ins Avigdors Liebermans
varð þriðji stærsti flokkurinn,
með 14-15 sæti.
» Verkamannaflokkurinnfékk 13 sæti og hefur fylgi
hans aldrei verið minna.
Ekki víst að Livni fái umboðið
NEMAR í Al-Motamayzat-framhaldsskólanum fyrir stúlkur í Bagdad á leið í kennslustund. Sveitarstjórnarkosn-
ingar, sem nýverið fóru fram í Írak, þóttu takast mjög vel og var nær ekkert ofbeldi í tengslum við þær. En þótt
ástandið hafi batnað mikið í landinu síðustu mánuði er bannað í skólum Bagdad að minnast á viðkvæm mál eins og
Saddam Hussein, George W. Bush eða blóðug átök trúflokka. Þeirra er hvergi getið í kennslubókunum.
Bjallan hringir í Bagdad
Reuters
ÁSTRALSKIR lögreglumenn loka
vegi að brunnum húsum í úthverfi
borgarinnar Healsville, um 60 km
norðaustan við milljónaborgina
Melbourne, í gær. Gerð var ítarleg
leit á svæðinu að vísbendingum sem
leitt gætu til handtöku meintra
brennuvarga sem talið er að hafi
sums staðar valdið skógareldunum
miklu. Talið er líklegt að um 200
manns hafi látið lífið af völdum
hamfaranna síðustu daga.
Reuters
Brennuvarga leitað
Hvenær verður pakkinn tilbúinn?
Barack Obama vonast til að búið
verði að samræma samþykktir full-
trúadeildar og öldungadeildar fyrir
næsta mánudag.
Obama stefnir að því að undirrita að-
gerðapakkann þá, en 16. febrúar er
Forsetadagurinn í Bandaríkjunum.
Hví eru repúblikanar ósáttir?
Repúblikanar á þinginu segja að
verði tillagan að lögum muni halli rík-
issjóðs aukast verulega. Demókratar
í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eru
þó tregir til að fallast á breyting-
artillögur repúblikana þar sem mest-
ur niðurskurður útgjalda yrði á sviði
menntamála.
Hvert er viðhorf almennings?
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun á
vegum Gallup eru 67% Bandaríkja-
manna hlynntir tillögum Obama um
örvun efnahagslífsins.
S&S
ÍRANAR vilja
ræða við Banda-
ríkjamenn svo
fremi sem við-
ræðurnar byggj-
ast á „gagn-
kvæmri
virðingu“, segir
forseti Írans,
Mahmoud Ah-
madinejads.
Hann ávarpaði í
gær þjóðina í sjónvarpi í tilefni af 30
ára afmæli íslömsku byltingarinnar.
Forsetinn tók fram að Banda-
ríkjamenn yrðu að breyta afstöðu
sinni í grundvallaratriðum og varan-
lega. Ríkin tvö slitu stjórnmálasam-
bandi 1979 í kjölfar þess að íranskir
byltingarverðir tóku bandaríska
sendiráðsstarfsmenn í gíslingu. Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseti vill
beinar viðræður við fulltrúa klerka-
stjórnarinnar. „Núna er rétti tíminn
fyrir Írana að senda frá sér skilaboð
um að þeir vilji breyta öðruvísi en
hingað til,“ sagði hann á mánudag.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum væru að
reyna að finna leiðir til að bæta sam-
skiptin.
Ahmadinejad hefur m.a. sagt:
„Þurrka verður Ísrael af landakort-
inu!“ og voru þessi ummæli ítrekuð á
útifundum í Teheran í gær. Flestir
túlka þau sem hótun um að eyða Ísr-
ael í hernaði. En hægt er að túlka orð
forsetans á mildari hátt sem and-
stöðu við ríkið Ísrael. Íranskir leið-
togar hafa oft kallað Bandaríkin
„Hinn Stóra Satan“. Bush sagði eitt
sinn að Íran væri hluti af „öxulveldi
hins illa“ ásamt Írak, sem þá var
undir stjórn Saddams Husseins, og
Norður-Kóreu. kjon@mbl.is
Vilja ræða við
Bandaríkjamenn
En Ahmadinejad setur skilyrði
Mahmoud
Ahmadinejad
„ÉG held að heimurinn yrði betri ef
við kæmum á Kvörtunardegi og
Fyrirgefningardegi,“ segir banda-
ríski rithöfundurinn Tom Perotta
sem gæti verið með lausnina á
þeirri afsökunartregðu sem þjakar
margt nútímasamfélagið.
„Á Kvörtunardaginn gætum við
kvartað við náungann vegna ein-
hvers sem okkur þykir hann hafa
gert á okkar hlut,“ segir Perotta.
Þá tæki við þriggja mánaða biðtími
uns Fyrirgefningardagurinn rynni
upp en þá yrði þeim sem kvartað
var við gefið tækifæri til að bregð-
ast við, hvort sem út úr því kæmi af-
sökun eða ekki. jmv@mbl.is
Allt fyrir
afsökunina
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÉG get ekki fullyrt að allir liðir
áætlunarinnar gangi upp nákvæm-
lega eins og vonir standa til. En ég
get sagt ykkur með fullri vissu að
endalausar tafir eða lömun í Wash-
ington verða til þess að auka á
kreppuna. Ég get sagt ykkur að að-
gerðaleysi kemur ekki til greina,“
sagði Barack Obama á fyrsta blaða-
mannafundi sínum sem forseti
Bandaríkjanna á mánudagskvöld.
Obama þótti óvenju hvassyrtur á
fundinum þar sem hann beindi fyrst
og fremst sjónum að rúmlega 800
milljarða dollara aðgerðapakka rík-
isstjórnarinnar sem hefur mætt
mikilli andstöðu repúblikana í báð-
um deildum þingsins.
Gagnrýnir andstæðingana
Obama beindi orðum sínum til
repúblikana er hann sagði: „Spurn-
ingin sem ég held að brenni á banda-
rísku þjóðinni er: „Viljið þið að
stjórnvöld aðhafist ekkert eða viljið
þið að hún aðhafist eitthvað?“ og ef
þið viljið að þau aðhafist, þá getum
við talað saman.“
Aðgerðapakkinn var samþykktur
í öldungadeildarþinginu í gær með
stuðningi fárra repúblikana. Næstu
daga munu demókratar svo vinna að
því að samhæfa útgáfur aðgerðanna
sem voru samþykktar af öld-
ungadeildinni annarsvegar og full-
trúadeildinni hins vegar.
Fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, Timothy F. Geithner tilkynnti
í gær breytingar og endurbætur á
aðgerðum yfirvalda til að koma
bankastofnunum landsins til að-
stoðar. Geithner sagði að samkvæmt
nýju áætluninni yrði reynt að veita
allt að tvær billjónir Bandaríkjadala
úr ríkissjóði, frá óháðum fjárfestum
og úr sjóðum seðlabankans.
Geithner sagði að auka yrði tiltrú
almennings á stjórnvöldum og fjár-
málastofnunum, því yrði krafist
meira gegnsæis og aðhalds hjá
stofnunum sem nytu stuðningsins.
Aðgerðaleysi útilokað
Obama forseti harðorður í garð repúblikana á þingi
Bankahjálp gæti náð alls 2.000 milljörðum dollara
Reuters
Íbygginn Barack Obama hlýðir
spurningar fréttamanna.