Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 18
18 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
S
vartur á leik. Her hans er fámennur,
kóngur og peð, andspænis margfalt
fleiri hvítum köppum. Blaðamaður
Morgunblaðsins situr andspænis
ungum liðsmanni Skákfélags Ak-
ureyrar. Sá fyrrnefndi hefur svart.
„Hvað heldurðu að sé best fyrir mig að gera
núna?“ spyr fórnarlambið.
„Ég held það sé best þú gefir skákina!“ svar-
ar Jón Kristinn Þorgeirsson hreinskilinn en
hann stýrir hvítu mönnunum.
„Vilt þú ekki taka við?“ spyr gesturinn nær-
staddan Íslandsmeistara í skólaskák frá því í
fyrra, Mikael Jóhann Karlsson, 13 ára, en
svarið er einfalt:
„Nei, takk. Ekki í þessari stöðu!“
Jón Kristinn er 10 ára, nýbakaður Íslands-
meistari í yngri flokki í skólaskák.
Blaðamaðurinn fer að ráðum hans.
Jón Kristinn snaraðist rétt áðan inn úr dyr-
unum, nýkominn af sundmóti þar sem hann
vann medalíu.
Þetta var fyrir helgi. Jón Kristinn, sem byrj-
aði að æfa í haust hjá Skákfélagi Akureyrar, er
nú kominn til Færeyja þar sem hann tekur
ásamt fleiri Íslendingum þátt í Norð-
urlandamótinu í skólaskák. Hann hefur aldrei
fyrr farið til útlanda og kveðst hlakka mikið til.
Hlutirnir gerast hratt hjá þessum unga
skákmanni. Hann byrjaði að tefla fyrir tveim-
ur eða þremur árum, aðallega við pabba sinn,
en hóf æfingar í haust sem fyrr segir.
Jón Kristinn svarar því játandi þegar spurt
er hvort pabbinn sé góður og aftur er svarið já
þegar blaðamaður forvitnast um það hvort
hann sé nokkuð farinn að vinna pabbann.
Jáinu fylgir breitt bros að þessu sinni.
Að tillögu gestsins setjast þeir að tafli, Jón
Kristinn og Mikael Jóhann. Gestinum fer bet-
ur að horfa á en tefla sjálfur.
Herirnir tveir, sá hvíti og hinn svarti, takast
grimmilega á og hratt eftir að Jón Kristinn og
Mikael Jóhann setjast. Menn falla unnvörpum
í valinn. Gylfi Þórhallsson, formaður Skák-
félagsins, og Ulker Gasanove fylgjast spennt
með. Hún er 17 ára og var í fyrra valin í lands-
lið stúlkna. Sannarlega er efniviðurinn fyrir
hendi á Akureyri.
Ulker fæddist og ólst upp í Bakú, höfuðborg
Azerbaijan, en þar kom Garrí Kasparov, fyrr-
verandi heimsmeistari, einnig í heiminn. Hún
segist ung hafa lært mannganginn, síðan lagt
skákmennina til hliðar þar til fyrir nokkrum
árum að hún tók upp þráðinn. Og stefnir nú
auðvitað á landslið fullorðinna.
Mikael lærði skák af föður sínum eins og
Jón Kristinn en þegar spurt er hvort þeir tefli
enn, feðgarnir, stendur á svari.
Þorir pabbi þinn kannski ekki að tefla við
þig lengur?
„Þorir og ekki þorir,“ svarar hann.
Taflfélag Akureyrar var stofnað 1901 og var
starfandi í nokkur ár en Skákfélag Akureyrar
1919 eins og áður kom fram. Ari Guðmundsson
var fyrsti formaðurinn og síðar fyrsti forseti
Skáksambands Íslands, sem stofnað var að
undirlagi Akureyringa. Gylfi og Áskell Örn
Kárason, varaformaður, segja Skákfélag Ak-
ureyrar hafa verið stofnað af „betri borgurum“
bæjarins og unglingar ekki vel séðir á æfing-
um. Það átti þó heldur betur eftir að breytast.
Mörgum þótti keppnisgjöldin líka of há og
um 1930 var stofnað Skákfélag alþýðu í höf-
uðstað Norðurlands, en það rann inn í Skák-
félag Akureyrar 1938.
Afmælisbarn gærdagsins bryddaði upp á
ýmsum nýjungum fyrstu áratugina, m.a. síma-
skák sem var mjög vinsæl. Þá var gjarnan teflt
frá kvöldi og fram eftir nóttu, að sögn Gylfa og
Áskels. Það var ódýrara að hringja á milli
landshluta á nóttunni en mótherjarnir voru í
Reykjavík og víðar.
Síðustu 30 ár hafa Akureyringar og Aust-
firðingar tekið þátt í landskeppni við Fær-
eyinga fyrir Íslands hönd, en hún fer fram
annað hvert ár, Akureyringar hafa tvívegis
haldið alþjóðlegt mót, skákmeistaramót Ak-
ureyrar hefur verið haldið árlega síðan 1938 og
í næsta mánuði verður haldinn á Akureyri síð-
ari hluti Íslandsmóts skákfélaga í Brekku-
skóla, svo eitthvað sé nefnt. Þar verða kepp-
endur hátt í 400 með varamönnum.
Nóg er því um að vera hjá akureyrskum
skákmönnum. Áhuginn er mikill og í afmæl-
ishófi síðdegis í gær gerði Sigrún Björk Jak-
obsdóttir bæjarstjóri að sínum lokaorðum
klausu úr skýrslu frá 1920 sem Hálfdán Hall-
dórsson ritaði, en þar segir: „... og það sem
mestu varðar, – áhugi félagsmanna er með
engum ellimörkum, heldur vel vakandi og
horfir hátt fram á leið. Spáir það góðu um
framtíð félagsins.“ Þetta sagði bæjarstjóri
einnig eiga vel við í dag.
Víst er að áhugi ungu kynslóðarinnar er
mikill.
„Þeir gætu eflaust teflt allan sólarhringinn.
Það þarf stundum að reka þá heim þegar æf-
ingarnar eru búnar!“ sagði Gylfi formaður um
þá Jón Kristin og Mikael Jóhann.
Níutíu ára og enn í fullu fjöri
Haldið var upp á 90 ára af-
mæli Skákfélags Akureyrar í
gær en félagið var stofnað 10.
febrúar 1919. Skákin er vin-
sæl sem fyrr, ekki síst á meðal
yngri kynslóðarinnar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skák og ... Mikael Jóhann Karlsson, til vinstri, og Jón Kristinn Þorgeirsson hafa báðir orðið Íslandsmeistarar í skólaskák. Gylfi Þórhallsson er
formaður Skákfélags Akureyrar og Ulker Gasanova, sem einnig fylgist með, var í fyrra valin í stúlknalandslið Íslands í skák.
Símaskák var vinsæl fyrstu ára-
tugina og þá var gjarnan teflt frá
kvöldi og fram eftir nóttu
Þegar dagarnir lengjast og sól
hækkar á lofti léttast sporin hjá
fólki. Ekki síst hjá þeim sem svo
mikið eiga undir sól og regni eins og
bændunum. Þetta á meðal annars
við um kornræktina og þá sem
rækta matjurtir. Hvorttveggja er
vaxandi þáttur í þeim öfluga land-
búnaði og atvinnulífi sem hér er.
Mjólkurframleiðsla og garðyrkja
vega langmest í atvinnulífinu í þess-
um byggðum. Einnig er ferðaþjón-
ustan vaxandi, iðnaður og sauð-
fjárrækt styrkja afkomuna einnig
töluvert.
Útiræktað grænmeti er enn verið að
senda á markað og mun það endast
þar til um miðjan mars en hér er átt
við hvítkál, rauðkál og gulrætur.
Neytendur hafa kunnað vel að meta
íslenskt grænmeti enda laust við öll
spilliefni. Þá má spyrja: Er ekki rétt
að auka framleiðsluna þannig að við
Íslendingar ræktum mest af þessum
hollu matvælum sjálf?
Nóg framboð er af vinnufúsum
höndum. Eins má segja um korn-
ræktina. Nú er landssamband bak-
arameistara að auglýsa brauð bakað
úr íslensku korni. Frábært hjá þeim
samtökum. Auðvitað eiga Íslend-
ingar að vera sjálfum sér nógir um
sem flestar tegundir matvæla. Nóg
er til af frjósömu landi þótt mikið sé
búið að taka undir frístundahús og
skógrækt. Fæðuöryggi okkar þarf
að vera tryggt.
Atvinnuleysi er nú orðið allnokkurt í
uppsveitum Árnessýslu eins og víð-
ast annars staðar. Næg verkefni
hafa verið í vetur í límtrésverksmiðj-
unni á Flúðum fyrir 15 manns og
nokkur verkefni framundan. Það
sama má segja um Yleiningu í Reyk-
holti þar sem framleiddar eru
einangrunarplötur til húsaklæðn-
inga en þessar verksmiðjur eru oft-
ast tengdar sömu verkefnunum.
Laxveiði í Stóru-Laxá verður með
breyttu sniði í sumar frá því sem
verið hefur. Nú hefst veiði ekki fyrr
en 1. júlí í stað 20. júní. Þá verður
veiði ekki leyfð á svæði IV, efsta
svæðinu, eftir 1. september. Ekki er
lengur leyfð veiði í hinu fagra og
stórbrotna Laxárgljúfri enda er það
varasamt og erfitt yfirferðar. Lax-
inn á þar að hafa sitt griðland og
finnst mörgum tími til kominn. Þá
má enginn veiða meira en tvo laxa í
september á svæðum I-1I og III og
skylda er að sleppa öllum laxi sem er
yfir 70 sm. Ekki verður leyfð veiði í
klak eftir 1. október en allnokkur
klakveiði hefur verið stunduð í ánni í
október um langt árabil. Allt er
þetta gert með meiri friðun í huga
og þar með von um meiri laxgengd í
ána. Þá verður veiðieftirlit hert frá
því sem verið hefur.
Unnið er við lokafrágang reiðhallar
sem hestamannafélögin Smári og
Logi eru að byggja á Flúðum. Ætl-
unin er að taka hana í notkun bráð-
lega. Nánast öll vinna við bygg-
inguna hefur verið unnin í
sjálfboðavinnu af félagsmönnum af
miklum áhuga og elju. Ekki er vafi á
að reiðhöllin mun nýtast vel, svo sem
við að auka færni og þekkingu unga
fólksins á hestamennsku, eða sem
fjölnota menningarhús líkt og svo
víða er.
Tuttugu ára draumur margra
áhugamanna um bættar samgöngur
í uppsveitum Árnessýslu verður að
veruleika, en ákveðið hefur verið að
ný brú verði byggð yfir Hvítá hjá
Bræðratungu á þessu ári. Með
brúnni tengjast þorpin Flúðir og
Reykholt, sem eru tvö af þéttbýlustu
svæðunum í héraðinu, og mun það
eflaust bæta mannlíf, verslun og
ferðaþjónustu hér til framtíðar.
Lengi hafa verið hugmyndir um brú
á þessum stað og margir orðnir
langeygir eftir byggingu hennar.
Það var svo fyrir framgöngu dug-
mikilla þingmanna Sunnlendinga að
tókst að koma brúnni inn á fjárlög
þessa árs og víst er að margir eiga
eftir að fagna þegar framkvæmdir
hefjast við byggingu þessa mann-
virkis.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Skák Haldið var í Flúðaskóla skákmót til minningar um Halldór Gestsson
húsvörð sem lést í fyrra. Hann var duglegur að kenna nemendum skák.
Næstir á myndinni eru Jón Gunnar og Bjarki.
FLÚÐIR
Eftir Sigurð Sigmundsson
úr bæjarlífinu
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og
Gylfi Þórhallsson, formaður Skákfélags
Akureyrar, gengu í gær frá yfirlýsingu
um samstarf undir heitinu Æskan að
tafli. Félagið mun sjá um skákþjálfun
barna og unglinga og bæjarfélagið út-
vegar nauðsynlega aðstöðu og rekstr-
arstyrk. KEA kemur einnig að verkefninu
með fjárstyrk og vona forráðamenn
Skákfélagsins að fleiri bætist í hópinn á
afmælisárinu.
Skákfélagið mun leggja áherslu á að
grunnskólanemendur á Akureyri fái að
kynnast skáklistinni og gefist kostur á
að þjálfa hæfileika sína á skáksviðinu.
Félagið mun leggja áherslu á þjálfun fyr-
ir jafnt skemmra sem lengra komna og
auðvelda þeim iðkendum sem skara
fram úr að reyna sig við jafnaldra sína
annars staðar á landinu. Markmiðið er
að Akureyringar eigi áfram Íslands-
meistara í barna- og unglingaflokkum og
eigi sigurstranglega keppendur á Ís-
landsmóti grunnskólasveita.
Akureyrsk
æska að tafli