Morgunblaðið - 11.02.2009, Side 19

Morgunblaðið - 11.02.2009, Side 19
smáauglýsingar mbl.is Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 Sem foreldrar viljum við gera allt sem viðgetum til þess að tryggja öryggi og vel-líðan barna okkar. Að vera foreldri fel-ur í sér margháttað hlutverk og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Tækninni fleygir fram og það er ekki auðvelt að fylgjast með öll- um nýjungunum. Eftir sem áður þurfum við að fylgjast með og kenna börnum okkar (eða biðja þau að kenna okkur!). Stundum virðist sem fólk sýni ákveðið hömluleysi í framkomu á netinu og þá gjarnan undir dulnefni.  Í fyrsta lagi verður að átta sig á því hægt er að rekja úr hvaða tölvu skrif koma.  Í öðru lagi að á netinu berum við sömu ábyrgð og í annars konar samskiptum við fólk. Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert, og er það einmitt eitt af heil- ræðum SAFT, sem er vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og ung- linga á netinu og tengdum miðlum. Meiðandi skrif og alvarlegar afleiðingar Einelti er alvarlegt mál, og meiðandi skrif og áreitni á netinu geta haft alvarlegar og langvar- andi afleiðingar. Afleiðingar eineltis geta verið lélegt sjálfstraust, depurð, þunglyndi og skömm. Stöldrum því við þegar stríðni ber á góma og sláum hana ekki út af borðinu sem strákapör eða saklaust grín. Ef einelti er látið óátalið getur það undið upp á sig og orðið mjög alvarlegt. Þegar börnin eru lítil kennum við þeim al- mennar kurteisisreglur svo sem að benda ekki á fólk í búðum og koma með ónærgætnar at- hugasemdir eða ræða opinskátt náin fjöl- skyldumál við ókunnuga. Þegar þau verða eldri og fara að nota netið má segja að við þurfum að uppfæra þessa þekkingu. Við skulum ekki ætla börnum að átta sig endilega á því að það sem birt er á netinu verði ekki tekið til baka eða að hver sem er geti séð það sem þau skrifi á til dæmis leikjasíðum og spjallborðum. Við þurfum að ræða við þau hvað er leyfilegt að gera á net- inu og vera með þeim að vafra á netinu. Ef barnið okkar hefur skrifað meiðandi at- hugasemdir um aðra getum við sest niður með því og rætt um það hvernig því sjálfu myndi líða ef skrifað væri svona um það sjálft. Börn eru oft fljót að bregðast við en orð særa, bæði skrifuð og sögð, og áhrif þeirra aldrei alveg af- máð þótt beðist sé afsökunar. Auk þess að efla með þeim samhygð og virð- ingu getum við dregið úr líkum þess að börnin okkar stríði eða leggi aðra í einelti á netinu með ýmsum aðferðum. Það getur virst flókið að fylgjast með og leiða börn okkar í gegnum þann frumskóg sem netið er en á vefsíðu SAFT (www.saft.is) má finna hagnýtar og aðgengileg- ar upplýsingar handa foreldrum. Gleymum ekki öllu því góða sem netið hefur upp á að bjóða sem við getum notið með börnum okkar um leið og við brýnum fyrir þeim umferðarreglurnar þarna jafnt sem annars staðar. hollráð um heilsuna Framkoma barna á netinu Morgunblaðið/ÞÖK Jenný Ingudóttir, MPH, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-ar: „Þessi vísa er að sjálfsögðu ekki samin af neinu sérstöku tilefni; þetta er bara spuni. Sjái lesendur tengingu við ákveðna menn eða at- burði er þar eingöngu um hug- arburð að ræða.“ Og auðvitað fylgir vísa: Hommar ganga í híalíni og drögtum og hrífast síst af yngismeyjum nöktum, en kostuleg er kynhneigð þessa perra sem kápu stal af dómsmálaráðherra. Hjálmar Freysteinsson fylgdist einnig með því, þegar Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra hafði með sér á brott úr Stjórnarráðinu kápu Rögnu Árnadóttur dóms- málaráðherra. Og telur að það hefði getað verið verra: Össur dæma ekki skal eða duldar hvatir hans, úr því karlinn ekki stal undirfötum ráðherrans. Loks leggur Hreiðar Karlsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri á Húsavík, orð í belg: Að hann skorti föt og fé flesta í augun stingur. Ætla mætti að Össur sé orðinn klæðskiptingur. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af kápu og ráðherra www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 Rýmumlagerinnfyrirnýrrihjólasendingu P IP A R • S ÍA • 90 20 7 FJÖLÞJÁLFAR fráaðeins kr.49.900 HLAUPABÖND fráaðeins kr.149.900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.