Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 ✝ Ólafía Guðrún Ás-geirsdóttir, Kjarr- hólma 30, Kópavogi, fæddist á Krossnesi við Norðurfjörð, Strandasýslu 8. sept. 1918. Hún andaðist á líknardeild Landspít- alans Landakoti 30. jan. sl. Foreldrar hennar voru hjónin Ásgeir Guðmundsson frá Ófeigsfirði, bóndi á Krossnesi, f. 30.9. 1891,d. 6.3. 1971, og Valgerður Jónsdóttir, f. 4.9. 1894 í Tröllatungu í Stein- grímsfirði, d. 27.9. 1945. Systkini Ólafíu voru: 1) Sigrún Ás- geirsdóttir f. 15.10. 1915, d.17.1. 1994. Sambýlismaður hennar var Gísli Sigurðsson, f. 13.7. 1895, d. 7.7. 1982. Þau voru barnlaus. 2) Ásgeir Ásgeirsson, f. 25. 6. 1920, d. 14.6. 1975, maki Gróa Sigurjónsdóttir, f. 8.12. 1924, og áttu þau þrjú börn, a) Valgerður, maki Ómar Ingi Ólafsson. Synir þeirra: 1) Alexander, maki Hólmfríður Sigurðardóttir, barn Al- exanders Emelía. 2) Arnar Geir, maki Fríða Ísbjörg Kjartansdóttir, barn Saga. b) Áslaug Dís gift Stein- gerðist matráðskona á Farsótt- arhúsinu, en seinustu 18 ár starfs- ævinnar var hún matráðskona á Hvítabandinu við Skólavörðustíg. Alls vann hún í 23 ár hjá Reykjavík- urborg. Ólafía giftist 7.9. 1983 Pétri Stef- ánssyni, f. 9.2.1925, d.12.5. 2004. Foreldrar Péturs voru hjónin Stef- án Árnason, bóndi á Ásunn- arstöðum í Breiðdal, f. 6.3. 1867, d. 7.12. 1932, og Kristborg Kristjáns- dóttir frá Kirkjubóli á Stöðvarfirði, f. 16.9. 1899,d. 31.12. 1932. For- eldrar Péturs létust með þriggja vikna millibili og ólst Pétur því upp hjá hálfbróður sínum Lúðvík R. Kemp og konu hans Elísabetu á Ill- ugastöðum í Laxárdal. Þegar þau Ólafía og Pétur giftust keyptu þau íbúð í Kjarrhólma 30 í Kópavogi. Ólafía bjó áfram í Kjarr- hólmanum eftir lát Péturs en síð- ustu árin hrakaði heilsu hennar mjög. Í apríl 2008 fór hún á Sam- býlið í Gullsmára 11 og bjó þar við gott atlæti þar til hún var flutt á Landspítalann skömmu fyrir jól. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en bræðrabörn Ólafíu áttu stórt rúm í huga hennar og þegar barnabörnin bættust í hópinn fengu þau þar sitt pláss líka. Útför Ólafíu G. Ásgeirsdóttur fer fram frá Digraneskirkju í dag kl. 13. þóri Einarssyni, börn: Guðjón og Elísa Gróa. c) Ásgeir Már, sam- býliskona Vera Rún Erlingsdóttir. Börn Ásgeirs Más eru Arn- ór og Hulda Björk. 3) Snorri, f. 15.7. 1926, d. 4.5. 1989, maki Krist- jana Heiðberg Guð- mundsdóttir, f. 20.1. 1932, og áttu þau tvo syni: a) Björgvin Gylfi Snorrason, maki Guð- finna Alda Skagfjörð. Dætur þeirra eru Kar- en Lilja og Eva Björk. b)Ásgeir Val- ur, maki Hildur Gunnarsdóttir, þau eiga þrjár dætur: Þorbjörgu, Dag- nýju og Önnu Lilju. Ólafía ólst upp á Krossnesi, en ár- ið 1943 flutti fjölskyldan til Akra- ness og vann Ólafía þar ýmis störf. Hún flutti til Reykjavíkur árið 1946 þar sem hún hóf störf við saumaskap og fékk þar réttindi sem kjólameist- ari. Ólafía fór til Danmerkur árið 1951 og vann þar um tíma á sauma- stofu, en eftir að hún kom heim setti hún á stofn saumastofu í Austur- stræti 3. Árið 1965 varð hún að hætta störfum við saumaskap og Í dag kveðjum við elskulega mágkonu mína og frænku okkar hana Löllu. Hún var yndisleg kona sem gaf okkur öllum svo margt með góðvild sinni og hlýju. Með sínu góða hjarta hafði hún mikil áhrif á okkur fjölskylduna, áhrif sem við munum ávallt búa að. Minningar okkar um Löllu eru margar en upp úr stendur hennar glaða og góða lund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Blessuð sé minning hennar Löllu okkar. Gróa og fjölskylda. Þegar árin færast yfir er það óhjákvæmilegt að samferðamenn okkar hverfi á braut, einn af öðr- um. Minningarnar leita á hugann er við kveðjum vini okkar og við söknum þess að geta ekki lengur rifjað þær upp með þeim. Nú er ég sendi Ólafíu mágkonu minni mína hinstu kveðju minnist ég margra góðra samverustunda í meira en hálfa öld. Ég kynntist Löllu, eins og ættingjar og vinir nefndu hana ætíð, þegar ég giftist bróður hennar, Snorra, en Lalla og systkini hennar, Sigrún, Ásgeir og Snorri, eru nú öll farin yfir móðuna miklu. Árið 1943 flutti fjölskyldan frá Krossnesi til Akraness, en 1946 fór Lalla til Reykjavíkur og fékk hún vinnu sem nemi á saumastofu. Þar kynntist hún Steinunni Stef- ánsdóttur og myndaðist þar vin- átta sem hefir staðið óslitið síðan. Þær keyptu saman íbúð á Braga- götu 31 og bjuggu þar ásamt Stef- áni syni Steinunnar í nokkur ár og tók Lalla miklu ástfóstri við hann. Árið 1947 hóf Lalla störf á sauma- stofunni Gullfossi og lauk prófi sem kjólameistari. Árið 1951 fór hún til Danmerkur og vann þar á saumastofu um tíma. Þegar heim kom opnaði hún saumastofu í Austurstræti 3 og starfaði þar við góðan orðstír til ársins 1965 er hún varð að hætta saumaskap af heilsufarsástæðum. Gerðist hún matráðskona á Farsóttarheim- ilinu, en 18 síðustu starfsárin var hún matráðskona á Hvítabandinu. Alls vann hún í 23 ár hjá Reykja- víkurborg. Lalla var sérlega lifandi og fróðleiksfús kona. Hún lærði bæði ensku og dönsku í gegnum út- varpið og sótti ýmis námskeið. Hún stundaði leikfimi, synti mikið og 86 ára fór hún seinast á skíðum í Fossvogsdal. Lalla hafði unun af söng, var í kórum og spilaði á gít- ar. Hún var uppáhaldsfrænka unga fólksins í fjölskyldunni, létt og glöð í lund. Þótti gaman að dansa og fór á Skvettuböll allt fram að níræðu. Hún var ætt- rækin og fór á ættarmót í Ófeigs- firði svo lengi sem heilsan leyfði. Hinn 7. sept. 1983 giftist Lalla Pétri Stefánssyni og keyptu þau íbúð í Kjarrhólma 30 í Kópavogi. Hjónaband þeirra varð farsælt. Pétur unni Löllu af heilum hug og bar mikla umhyggju fyrir henni og hin létta lund hennar og ljúfa viðmót gerði honum glatt í geði. Þau áttu alltaf góða bíla og ferð- uðust mikið meðan heilsan leyfði. Það var mikill missir fyrir Löllu þegar maður hennar lést fyrir tæpum fimm árum. Hún bjó áfram í Kjarrhólmanum með góðri hjálp, en heilsu hennar hrakaði ört. Fjölskyldan aðstoðaði hana eftir megni. Má þar sérstaklega nefna bróðurson hennar Ásgeir Val og konu hans Hildi og dætur þeirra sem sýndu henni sértaka hlýju og aðstoð. Einnig var Val- gerður bróðurdóttir hennar henni mikill styrkur. Í apríl á síðasta ári gat Lalla ekki verið lengur ein og fór þá á Sambýlið í Gullsmára 11 í Kópa- vogi þar sem hún naut mjög góðr- ar aðhlynningar, hlýju og vin- semdar. En heilsan fór versnandi og andaðist hún á líknardeild Landspítalans á Landakoti 30. janúar sl. Ég kveð Löllu mágkonu mína með söknuði og þakka henni margar góðar stundir um liðin ár. Kristjana H. Guðmundsdóttir. Ólafía Ásgeirsdóttir eða Lalla frænka eins og við systurnar köll- uðum hana var okkur mjög góð og var hún eins og amma okkar á margan hátt. Síðasta hálfa árið var henni mjög erfitt en nú er hún komin á betri stað. Stundum fór hún með okkur í eltingaleik í stof- unni og fannst okkur það rosalega gaman. Fórum við oft með henni út á róló þar sem hún rólaði sér og renndi þótt hún væri komin hátt á níræðisaldur. Við skiljum ekki enn þann dag í dag hvernig hún fór að þessu. Mamma var oft mjög skelkuð en Lalla virtist ekki hafa neinar áhyggjur og skemmti sér jafnvel meira en við systurn- ar. Síðan dró hún oft upp gítarinn og söng af hjartans lyst. Hún kunni margar gamlar vísur og raulaði þær oft fyrir munni sér og þótt við könnuðumst ekki við þær fannst okkur gaman að hlusta á hana. Hún var alltaf tilbúin með heitt súkkulaði með rjóma þegar við komum í heimsókn og fiski- bollurnar hennar voru ómótstæði- legar. Nú líður henni betur í hús- inu hjá Pétri sem hann ætlaði að smíða fyrir þau. Megi hún hvíla í friði. Þorbjörg, Dagný og Anna Lilja Ásgeirsdætur. Í dag verður borin til grafar mikil eftirlætisfrænka okkar, Ólafía Ásgeirsdóttir, eða Lalla eins og hún var kölluð. Þau voru fjögur systkinin, Sigrún, Lalla, Ásgeir og að lokum faðir okkar, Snorri. Með henni er horfinn síð- asti hlekkur okkar bræðra við æskuár föður okkar. Lalla lifði tímana tvenna. Hún ólst upp á Krossnesi í Árneshreppi á Strönd- um. Við ræddum oft þessa tíma og minntist hún æsku sinnar með Ólafía G. Ásgeirsdóttir ✝ Elísabet Skafta-dóttir fæddist á Suður-Fossi í Mýrdal 5. desember 1921. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 3. febrúar sl. Foreldrar Elísabet- ar voru Guðbjörg Nikulásdóttir, f. í Ása- hreppi í Rang- árvallasýslu 17.2. 1878, d. 10.9. 1949, og Skafti Gíslason f. á Norður-Götum í Mýr- dal 2.1. 1874, d. 17.6. 1924. Elísabet var yngst af 14 systkinum en þar af voru þrjár hálfsystur sem Skafti átti með seinni eiginkonu sinni Guð- björgu Nikulásdóttur en hann missti fyrri konu sína, Margréti Jónsdóttur, árið 1912, stuttu eftir að hún fæddi tvíbura, og var þá fimm yngstu börn- um Skafta og Margrétar komið í fóst- til hendinni við öll algeng sveita- störf. Hún var við nám í Héraðsskól- anum að Laugarvatni 1939-1941. Elísabet starfaði sem stofustúlka á Hvanneyri í nokkur ár. Einnig var hún í kaupavinnu tvö sumur hjá Jónasi bónda í Stardal og Kristrúnu konu hans, ennfremur var hún í kaupavinnu á Skriðuklaustri hjá Gunnari Gunnarssyni skáldi og Franziscu konu hans. Á Hvanneyri kynntist Elísabet eiginmanni sínum og hófu þau bú- skap í Reykjavík 1949. Árið 1953 fluttu Elísabet og Vil- hjálmur í Birkihvamm 6 í Kópavogi en það hús byggðu þau og stóð heimili þeirra þar upp frá því. Vilhjálmur lést 1995 og bjó El- ísabet þar ein þar til hún fór á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi í apríl 2008 þar sem hún lést. Elísabet var heimavinnandi húsmóðir en eftir að börnin uxu úr grasi starfaði hún við ræstingar hjá Byko í nokkur ár. Útför Elísabetar verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ur. Eftirlifandi hálf- systir er Margrét Skaftadóttir Schev- ing, f. 29.7. 1912. Eiginmaður El- ísabetar var Vil- hjálmur Þ. Valdimars- son, f. í Sunnudal í Vopnafirði 4.7. 1913, d. 11.10. 1995. Börn Elísabetar og Vil- hjálms eru 1) Björgvin Skafti, f. 22.9. 1952, maki Margrét Jóns- dóttir, f. 15.11. 1956. Synir þeirra eru: Óskírður Björgvinsson, f. 15.8. 1983, d. 16.8. 1983, Gunnar Baldvin, f. 2.4. 1986, og Björgvin Birkir, f. 17.7. 1990. 2) Valdís Þórunn, f. 10.2. 1956, maki Sæmundur Ingvason, f. 22.6. 1956. Sonur þeirra er Ingvi Þór, f. 11.4. 1989. Elísabet ólst upp á Suður-Fossi í Mýrdal og fór ung að árum að taka Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Þegar maður lítur til baka til bernsku- og æskuáranna í Kópavogi og gerir samanburð á því lífi sem var og er í dag, þá skilur maður bet- ur innihald upphafsorðanna. Und- anfarin ár hefur maður horft upp á megnið af þeirri kynslóð, sem hóf landnám í Kópavoginum í kringum 1950 og hefur búið þar síðan, hverfa á braut. Líklega hefur engin kyn- slóð lifað aðrar eins breytingar á jafn stuttum tíma og sú sem nú er að kveðja. Fyrstu minningar móður minnar, sem hún sagði mér, eru frá því hún var þriggja ára. Þá stóðu systurnar Ella, Hilda og hún í bæj- ardyrunum á torfbænum á Suður- Fossi, klukkan sex á aðfangadags- kvöld, og horfðu í barnslegri gleði á jólin koma. Þremur árum síðar var bæjarlækurinn virkjaður og allt í einu var komið rafmagnsljós í bæ- inn og útihúsin. Beðið var með óþreyju eftir barnablaðinu Æskunni og svo kom útvarpið til sögunar og þá opnaðist nýr heimur. Ísland var hernumið 1940 og þá má segja að allt hafi breyst á einni nóttu. Þegar talað var um ábyrgð minntist hún oft á föðurbróður sinn Jón á Götum, sem var formaður á áraskipi í fjöru- tíu vertíðir og hlekktist aldrei á, og taldi hún hann afbragð annarra manna. Foreldar mínir og ég fluttum í Birkihvamminn 1953. Pabbi byrjaði fljótlega að vinna við múrverk og vann að mestu leyti í göngufæri frá heimilinu og á hann líklega handtök í flestum húsunum í hverfinu. Það má segja að allt hafi verið í föstum skorðum, æskuárin góð og mamma heimavinnandi. Pabbi kom oftast heim í hádeginu, soðning á borðum alla virka daga, hann las blaðið, lagði sig í korter, drakk síðan kaffi og aftur í vinnuna. Í kringum jólin var alltaf farið á danskar jólamynd- ir í Hafnarfjarðarbíó, einnig var verslun töluvert sótt til Hafnar- fjarðar og voru t.d. alltaf keypt á mig stígvél þar, enda voru stígvél ómissandi skófatnaður í Kópavog- inum á þessum árum. Góðir ná- grannar í áratugi: Jóhanna og Arn- þór í Birkihvammi 4, Kjartan og Kristjana á 8 og Sólmundur og Rannveig á 10. Mamma var mikil blóma- og ræktunarkona og var hún mikið í garðinum, en á þessum árum voru matjurtagarðar við flest húsin. Henni var lítt að skapi að trana sér fram og má segja að líf hennar hafi snúist um heimilið, börnin og síðan barnabörnin. Er við bjuggjum í Englandi komu mamma og pabbi í heimsókn til okkar árið 1990 og var það í fyrsta sinn sem pabbi kom til útlanda, þá 77 ára. Það var mikið gæfuspor fyrir Kópavogsbúa þegar Sunnuhlíðarsamtökin voru stofnuð 1979 og fjársöfnun fór í gang meðal bæjarbúa til að byggja Sunnuhlíð. Þar hafa margir átt skjól síðustu æviárin. Mamma dvaldi á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð frá apríl 2008 og eru starfsfólki færðar innilegar þakkir fyrir frábæra umönnun. Ég kveð þig móðir mín með vísukorni frá þér sem kom upp úr kleinupokanum sem þú sendir mér til Englands þegar ég varð fertugur. Sonur minn kæri ég sendi þér kleinur þær segja ekki mikið en eiga nú samt að flytja þér afmælisóskir og kveðjur um ókomna daga blessist þér allt. Þinn sonur, Björgvin Skafti Vilhjálmsson. Þrátt fyrir að endalokin hafi legið í loftinu um tíma var það mikið áfall þegar fréttin um að amma Beta hefði kvatt þennan heim barst mér til eyrna. Sennilega hef ég ekki enn áttað mig á því hvað hefur horfið úr lífi mínu við andlát ömmu, en ég veit það hins vegar að ég var hepp- inn að hafa átt hana fyrir ömmu. Samskipti okkar voru alltaf mikil og góð og aldrei bar neinn skugga þar á. Amma var dugmikil og gestrisin með afbrigðum. Hún var afbragðs bakari og það var regla fremur en undantekning að heitt bakkelsi biði manns þegar leiðin lá í Birki- hvamminn, fallegt heimili sem hún og afi reistu fyrir um hálfri öld. Birkihvammurinn var staður þar sem var alltaf notalegt og þægilegt að heimsækja og alltaf var manni tekið jafn hlýlega. Heimili ömmu var staður þar sem maður var ávallt velkominn og margar ljúfar minn- ingar tengjast þeim stundum sem ég átti þar með ömmu. Amma var ávallt áhugasöm um hagi okkar frændanna og fylgdist grannt með því hvað við tókum okk- ur fyrir hendur hverju sinni. Hún hafði væntingar til okkar og vildi að við stæðum okkur í skóla og tóm- stundum. Fyrstu spurningarnar sem amma spurði þegar við hitt- umst voru oftast um skólann, hvort hin og þessi einkunn væri komin í hús, hvernig þetta og hitt próf hefði gengið og hvort ég stæði mig ekki í hinum og þessum fögum. Þessi brennandi áhugi á okkar högum var til staðar alveg framundir það síð- asta. Síðasta skiptið sem við amma töl- uðum saman er mér sérstaklega minnisstætt. Stundum ömmu í vöku var þá farið að fækka og heilsan var orðin verri en þrátt fyrir það spurði hún mig fregna af helsta áhugamáli mínu og vildi fá að vita hvernig gengi og hvernig ég hefði staðið mig. Þetta sýndi kannski best hversu vel hún vildi okkur, barna- börnum sínum, og hversu stolt hún var að sjá okkur vaxa úr grasi vit- andi það að hún átti drjúgan þátt í að gera okkur að mönnum. Amma, ég kveð þig sem stolt barnabarn og þakka þér fyrir það sem þú gerðir fyrir mig meðan þú lifðir. Ég kveð þig með söknuði og vona að góður Guð hugsi jafnvel um þig og þú hugsaðir ávallt um mig. Ingvi Þór Sæmundsson. Elsku Beta amma. Það eru undarlegar tilfinningar sem hafa bærst innra með mér frá því að ég kvaddi þig á Sunnuhlíð í síðustu viku. Ég veit ekki hvort ég á að syrgja eða gleðjast, því ég veit að nú líður þér vel, og er það vissulega gleðiefni, en ég veit líka að við mun- um ekki sjást framar, og það hrygg- ir mig. Á slíkri kveðjustund rifjast ým- islegt upp fyrir mér. Ég held að það sé óhætt að segja að þó nokkuð af mínum uppvexti hér á Íslandi hafi verið í Birki- hvamminum. Svo langt sem ég man þá sé ég mig í Birkihvamminum og myndirnar af mér litlum þar hafa orðið að hálfgerðum minningum, jafnvel þótt ég muni ekki eftir at- Elísabet Skaftadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.