Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 29

Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 gleði og hlýju. Hún talaði um gönguferðir um fjöruna og um það þegar hún reri til fiskjar með pabba sínum á lítilli kænu. Hún var alla tíð fyrst og fremst Strandamaður og æskuslóðirnar voru henni ávallt kærar og áttu dýrmætan stað í hjarta hennar. Sumarið 2005 fór hún í ferð norður á Strandir. Sennilega gerði hún sér grein fyrir að þetta væri síðasta ferðin á æskuslóð- irnar. Maður sá að þarna var hún komin heim. Hún kom að Kross- nesi og fékk þar frábærar mót- tökur. Deildi hún þarna með okk- ur ýmsum minningum frá gömlum tíma. Í Ófeigsfirði tóku Pétur, Magga og Ella afar vel á móti henni og hún gekk þarna um gamlar götur. Og síðasta kvöldið skartaði Ófeigsfjörður hinu feg- ursta sólsetri henni til heiðurs. Þegar ekið var út úr Árneshreppi söng hún fullum hálsi lagið „Blessuð sértu sveitin mín“, og kvaddi hún þannig sveitina sína. Hún gerðist kjólameistari í Reykjavík og þótti mjög fær. Þótt hún væri hætt að sauma hafði hún næmt auga fyrir efnum og sniði. Hún var mjög fær í matseld. Það var ekki til í hennar orðabók að fólk kæmi í heimsókn og fengi engar veitingar. Ef maður hitti hana í bænum fyrir tilviljun var alltaf fyrsta spurningin: „Má ég ekki bjóða þér í tertu á Skálanum og kannski súkkulaði með rjóma?“ Lalla bjó um nokkuð langt skeið á Bragagötu. Þar var oft á ferð- inni mikill eðalmaður. Þegar hald- in voru boð fékk hann stundum far heim en oftar sagðist hann ætla að vera lengur. Þessi góði maður hét Pétur Stefánsson. Þeg- ar Lalla var 64 ára ákváðu þau að kaupa saman íbúð í Kópavogi. Við vorum boðin í 65 ára afmæli Löllu og þarna var hún eins og tán- ingur, hálffeimin og skartaði þess- um glitrandi giftingarhring. Er þetta lengsta tilhugalíf sem okkur er kunnugt um. Hún hafði mikið dálæti á börnum og börn hændust mjög að henni. Það átti svo sann- arlega við um börn okkar bræðra sem nú sakna sárt sinnar eftirlæt- isfrænku. Lalla var afar skemmtileg og lífsglöð kona. Hún spilaði á gítar og hafði gaman af söng. Hún tók fram á síðustu ár þátt í kórstarfi. Oft spilaði hún fyrir krakkana á gítar og söng með þeim. Henni tókst að varðveita barnið í sjálfri sér og fór oft með krökkunum út í garð og rólaði sér með þeim eða fór í rennibrautina. Allir náttúr- lega með lífið í lúkunum enda hún með beinþynningu á háu stigi. Síðustu árin tók heilsan að gefa sig. Hún missti Pétur árið 2004 og smám saman hrakaði heilsunni. Hún hélt þó upp á níræðisafmælið með glæsibrag og þá dansaði hún sinn síðasta dans við óma harm- ónikkutóna sem var mjög í hennar anda. Við sem þekktum Löllu eig- um um hana góðar minningar og við kveðjum hana með einlægum söknuði. Ásgeir Valur, Björgvin Gylfi og fjölskyldur. Ófeigsfjörður á Ströndum, þar leit Ólafía dagsins ljós. Sagt er um Strandamenn að þeir séu göldróttir en það var einmitt það fyrsta sem undirritaðri datt í hug að spyrja Löllu, en hún gaf okkur starfsstúlkum á Sambýlinu Gull- smára fullt leyfi til að nota jöfnum höndum fullt nafn eða e.t.v. nafnið sem lét betur í munni. Hún hafði vissulega heyrt að margir teldu svo vera, að Strandamenn væru rammgöldróttir, en sá eiginleiki hefði farið fram hjá henni, sagðist glaðsinna, létt á fæti, söngvin, og ég bætti við bjartsýn að hætti Strandamanna sem létu ekki deig- an síga, sjálf hefði ég átt vinkonu sem einmitt hefði verið jafnaldra hennar, fædd 1918, og er betur var að gáð unnu þær á sömu stöð- um í Reykjavík á sínum tíma. Ólafia mundi nú ekki alveg eftir því, því minnið væri farið að gefa sig. Ég hafði nefnilega heyrt að ungu stúlkurnar á þeirra sokka- bandsárum hefðu ekki talið það stórmál að róa á milli staða til að sækja dansleiki, dansa og tralla fram undir morgun og róa svo aft- ur heim er dansleiknum lauk. Þarna rifjaðist upp löngu liðinn tími og þá var ekki alveg laust við að hún myndi eftir þeirri er ég spurði um. Lalla dvaldi á sambýlinu frá því í sumar en var vissulega alltaf á leið heim, eðlilega, en okkur samdist nú þannig að best væri að bíða fram yfir 90 ára afmælið, sá dagur rann upp bjartur og fagur, sambýliskonur hennar allar sem ein trommuðu með mig sem for- ystukind, ef þannig má að orði kveða, í afmælisveislu. Þar naut afmælisbarnið þess að hitta vini og ættingja og söng eins og henni vær einni lagið, því hún eins og áður er sagt hafði yndi af söng, var fyrrum meðlimur í kór Strandamanna, hún steig dans við Ásgeir Val, bróðurson sinn, í veislunni. Ólafía tók iðulega sporið ef dill- andi takt var að heyra frá hljóm- tækinu, yngra fólk mátt hafa sig alla við til að hafa í við þessa sporléttu konu sem hefði verið góð í bæði rokki og tvisti, svo fim var hún. Afmælið yfirstaðið með glans og tími til kominn að fara heim, enn taldi ég vissara að Lalla hugsaði nú rækilega þann kost að vera fram yfir jól! Ólafía sá þar við mér ef svo má segja og lagðist inn á sjúkrahús rétt um aðventuna og átti ekki aftur leið til okkar í Gullsmárann, vissulega má segja að hún hafi lagt af stað heimleiðis á vængjum söngsins, í faðm þeirra er á undan eru gengnir og umvefja hana í handanheimi almættisins þar sem alltaf er pláss fyrir einn til við- bótar í englakórinn. Það var ánægjulegt að hafa Löllu í hópi heimiliskvenna í sam- býlinu Gullsmára. Blessuð sé minning Ólafíu Ás- geirsdóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir. vikunum sjálfum. Aldrei gleymast grunnskólaárin mín þegar ég kom í pössun eftir hádegi úr skólanum og fékk þá heitan „landmat“ eða „sjáv- armat“ (mikil ósköp var gott að fá fisk, kartöflur og rúgbrauð) og aldr- ei vantaði eitthvað gott með kaffinu, en þar voru auðvitað kleinurnar í uppáhaldi. Hvorki fyrr né síðar hef ég bragðað betri kleinur en hjá þér amma mín, og get ég fátt betra ímyndað mér en nýsteiktar klein- urnar þínar, enn heitar, með ískaldri mjólk; þvílík nautn! Ekki heldur hefur nokkrum tekist að samsvara flatkökunum þínum. Því- lík himnasending sem það var að fá þær ásamt hangikjötsbréfi sendar til Þýskalands er ég dvaldi þar, hreinlega ómissandi hluti af jólun- um, líkt og partarnir, vanilluhring- irnir og piparkökukarlarnir og -kell- ingarnar. Svona hversdags áttirðu svo alltaf eitthvert góðgæti, s.s. lummur, skúffuköku, eplaköku, hjónabandssælu, eða nammi inni í skáp. Já, þú klikkaðir ekki á kræs- ingunum. Svo var alltaf gott að leggja sig inni í stofu eftir máltíðirnar, hvort sem það var lambalæri á sunnudegi, hangikjöt á jólunum eða einfaldlega eitthvert smáræði þegar ég rölti til þín eftir æfingu. Og talandi um rölt. Manstu þegar við gengum um sólkskinsbaðaða Hvammana þegar ég var lítill og rannsökuðum „músaholurnar“ í stóru garðsteinunum? Ekki má heldur gleyma þegar við skruppum í Hvammsval eftir mjólkurpotti eða einhverju öðru lítilræði, og það klikkaði ekki að ég fengi eitthvert smáræði í slíkri ferð, sem var þá yf- irleitt askja af strumpanammi, þótt ég muni líka eftir einstaka körfu- boltamyndapakka. Já, þú varst dugleg að labba amma mín, enda þrammaðirðu flest sem þú þurftir á meðan fæturnir leyfðu, eins og þegar mamma dreif þig um allt Penarth þegar þú heim- sóttir okkur þangað. Það er því sorglegt að hugsa til þess að smám saman síðustu ár fór fótaferðum þínum að förla, sem og bakstrinum, en með þetta tvennt í huga var augljóst að eitthvað var ekki eins og það ætti að vera. Landspítali, Landakot og loks Sunnuhlíð urðu örlögin og er skrýt- ið að hugsa til þess að ég muni ekki heimsækja þig á Sunnuhlíð á næst- unni, en þar kvaddir þú á afar fal- legan hátt og friðurinn sem umlukti þig var engu líkur. Ég er sann- færður um að sál þín hafi svifið með norðurljósunum, sem prýddu him- ininn þetta kalda og fallega þriðju- dagskvöld. Hvíldu í friði elsku Beta amma mín og skilaðu kveðju til afa frá mér. Þinn Gunnar Baldvin. Þá er einn síðasti frumbygginn í Birkihvamminum allur. Elísabet og Vilhjálmur ,Villi og Beta eins og þau voru alltaf kölluð voru nágrannar okkar í Birki- hvamminum frá 1956 er pabbi og mamma byggðu húsið við hlið þeirra, númer 8, en þau voru á núm- er 6. Þetta voru fyrstu húsin í götunni og þetta fólk varð vinafólk, hjálp- aðist að og börnin léku sér saman. Samskiptin voru alltaf góð og samvinna á milli, eins og góðum grönnum sæmir, enda gæðafólk. Villi hjálpaði við múrverk, hann múraði og hlóð mörg hús hér í brekkunni. Það er margs að minn- ast í samskiptum við þessa góðu granna. Ég vil þakka Elisabetu fyr- ir hennar hlýju og sérstaklega fyrir góðvild og vináttu við pabba eftir að mamma dó. Við systkinin í Birki- hvammi 8 sendum Björgvini og Val- dísi og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einar Kjartansson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUNNLAUGUR KARLSSON, Gulli á Voninni, fv. útgerðarmaður, Sólvallagötu 47, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 5. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 12. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Guðmunda Sumarliðadóttir, Jósebína Gunnlaugsdóttir, Sigtryggur Maríusson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Kristjana Sigurðardóttir, Hafdís Gunnlaugsdóttir, Róbert Svavarsson, Karl Hólm Gunnlaugsson, Sigurveig Þorsteinsdóttir, Sævar Gunnlaugsson, Selma Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA MARGRÉT BJÖRGÓLFSDÓTTIR, Sörlaskjóli 94, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Grund, sem lést miðvikudaginn 4. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 12. febrúar kl. 13.00. Hulda Filippusdóttir, Ingirós Filippusdóttir, Sveinn Filippusson, Steinunn Erla Marinósdóttir, María Björg Filippusdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Jóhann Filippus Filippusson, Anna Emilía Nikulásdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, REGÍNA RÓSMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 88, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 7. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13.00. Baldvin Ágústsson, Betzý Ívarsdóttir, Arnór L. Pálsson, Eyrún A. Ívarsdóttir, Hörður Ó. Guðjónsson, Guðni Ólason, Þuríður S. Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ÞORSTEINN BJÖRGVIN JÚLÍUSSON, Lækjartúni 6, Akureyri, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 3. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 12. febrúar kl. 13.30. Sigríður Lára Árnadóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Pétursson, Árni Þorsteinsson, Violetta Heiðbrá Hauksdóttir, barnabörn og systkini hins látna. ✝ Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og barnsmóðir, SIRREY MARÍA AXELSDÓTTIR, Álftahólum 8, Reykjavík, lést fimmtudaginn 5. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 16. febrúar kl. 13.00. Kolbeinn Elí Pétursson, Aron Örn Gunnarsson, Kolbrún Bryndís Björnsdóttir, Björn Ingi Valgarðsson, Jón Grétar Axelsson, Einar Gunnar Axelsson, Guðný Karólína Axelsdóttir, Pétur Hannesson, Gunnar Örn Haraldsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HELGASON, Skildinganesi 52, Reykjavík, lést sunnudaginn 8. febrúar. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Ólöf Sigurðardóttir H. Preston, L. Ware Preston, Edda Lína Helgason Sigurðardóttir, Robert J. Jackson, Helgi H. Sigurðsson, Karólína B. Porter, Sigurður Einar Sigurðsson, Ingibjörg V. Kaldalóns, Cora, Haley, Wes, Sigurður Jakob, Unnur, Kristján Víkingur, Saga, Margrét Stella, Einar Tindur, Stefán Snær, Jake og Harry.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.