Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 Fjölmargar minn- ingar hafa streymt um hugann síðan amma Lóa kvaddi þessa jarð- vist aðfaranótt 12. jan- úar. Ég kvaddi hana í síðasta sinn fimmtudaginn 8. janúar. Það er svo skrýtið að þegar að stundinni kom þá vissi ég ekki hvað ég ætti að segja. Það eina sem ég gat sagt var „hæ amma, þetta er Haukur“. Hún tók í höndina á mér og lagði á vanga sinn og sagði „Haukur, elsku ömmustrák- urinn minn“ og lengra var það ekki. Ég á eftir að muna þessa stund meðan ég lifi. Flestar minningarnar eru frá því við bjuggum saman á Ölduslóðinni. Amma var mjög flink í eldhúsinu og leyfði okkur systkinunum oft að hjálpa sér við baksturinn. Ég kynntist fyrstu handtökunum í bakstri hjá henni þar sem við stóðum saman við gamla, gula eldhúsborðið og hnoðuð- um smákökur eða kleinur af miklum móð. Þar sem við bjuggum í sama húsi þá var samgangurinn mikill og lítill greinarmunur gerður á hennar og okkar heimili enda opið á milli og við gátum valsað um eins og okkur sýndist. Amma var mjög orðheppin og slengdi oft fram skemmtilegum setn- ingum sem eru sem greyptar í hug- ann og verða notaðar um ókomna tíð við ýmis tækifæri. Hún hafði mjög gaman af að segja sögur af því sem gerðist í gamladaga og hvernig lífið gekk fyrir sig þegar hún var barn og nýflutt til Hafnarfjarðar. Þóttt hún hafi flutt mjög ung í Fjörðinn og orðið mjög gömul þá var hún alltaf Seltirn- ingur og leiðrétti mann ef manni varð á að kalla hana Hafnfirðing. Ég man þegar við gengum saman niður í Laujabúð til að kaupa í matinn og þegar hún fylgdi mér í skólann í fyrsta sinn svo ég rataði leiðina og þegar ég beið í fanginu á henni við stofugluggann eftir að mamma kæmi heim úr vinnunni. Ég man þegar hún hlýddi mér yfir margföldunartöfluna og ég var svo hissa að hún þyrfti ekk- ert blað til að þylja allar tölurnar upp. Þegar ég varð níu ára sagði amma mér að þetta væri í síðasta sinn sem aldur minn væri skrifaður með einum tölustaf, þetta er eitt af því sem situr eftir í huganum og þegar hún varð Ólafía Karlsdóttir ✝ Ólafía Karlsdóttirfæddist í Bakka- koti á Seltjarnarnesi 2. ágúst 1909. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 20. janúar. níutíu og níu ára í fyrrasumar þá hnippti ég í hana og sagði að þetta væri í síðasta sinn sem aldur hennar væri skrifaður með tveimur stöfum, næst yrðu þeir þrír, við verð- um víst að halda upp á það án hennar. Amma hafði mjög gaman af börnum og ef hún vissi af einhverjum af litlu gríslingunum okkar systkinanna í kringum sig þá skimaði hún í kringum sig og reyndi að plata þau til að koma og setjast hjá sér, á af- mælinu hennar náði ég fallegri mynd af henni með Natalíu í fanginu og nú sit ég með þessa mynd á borðinu fyrir framan mig og minnist ömmu meðan ég skrifa þessa grein. Í lok nóvember hittist öll fjölskyldan heima hjá mömmu og pabba í mat, það var í síð- asta sinn sem ég talaði almennilega við ömmu. Þá er bara moldviðrið framundan. Haukur Magnússon. Ég hélt alltaf að þegar að því kæmi að amma Lóa myndi deyja færi öll til- veran á hliðina. Fjölskyldan myndi leysast upp í óbærilegri sorg og heim- urinn yrði aldrei samur. Nú þegar ég stend á þessum tímamótum þar sem ég verð að kveðja ástkæra ömmu mína eru tilfinningarnar fyrst og fremst ljúfsár söknuður og friður í sálinni vitandi það að hún mun hafa verið hvíldinni fegin. Enda hefði varla verið hægt að biðja um lengri tíma með ömmu þar sem enginn verður ei- lífur, þótt hún hafi verið nærri því, á sínu hundraðasta aldursári. Amma mín var mér sérstaklega kær. Ég átti því láni að fagna að alast upp í návist hennar þar sem við fjöl- skyldan bjuggum í sama húsi og hún. Mikill samgangur var á milli litlu fjöl- skyldunnar á neðri hæðinni og ömmu sem alltaf var til staðar. Hún var til staðar þegar maður kom heim í há- deginu og fékk kakósúpu eða epla- graut, hún léði manni eyra þegar maður þurfti að létta á sálinni og átti alltaf til hlý orð. Þegar fjölskyldan á neðri hæðinni var orðin of stór fyrir íbúðina fékk ég herbergi hjá ömmu. Við vorum ágætar saman þar sem amma var fljót að hlaupa til aðstoðar ef myrkfælnin gerði vart við sig um miðja nótt og sömuleiðis ýtti ég við henni ef hana dreymdi illa. Þannig sýndi hún alltaf umhyggju sína og al- veg fram á síðustu ár ævi sinnar hringdi hún í mig ef hún hélt að mér liði ekki nógu vel. Amma var gædd gríðarlegri kímni- gáfu og kunni að koma fyrir sig orði. Af henni lærði ég að tvinna blótsyrði og beita dönskuslettum. Hún var ein- staklega kjarnyrt og reyndi ég eftir fremsta megni að leggja á minnið flottustu tilsvör hennar en því miður hafa þau sum skolast til. Amma var endalaus uppspretta frásagna enda einstaklega minnug og hafði gaman af að segja frá. Sögur af löngu látnum forfeðrum sem og fólki sem stendur mér nær í tíma voru alltaf jafn vel framreiddar og áhugaverðar. Hún var alltaf með ljóðmæli á hraðbergi og því dramatískari sem þau voru því meira dálæti hafði hún á þeim. Amma mín kenndi mér ótal margt og við átt- um fjölda góðra stunda saman. Ég var alltaf svo montin af því að eiga svona góða, skemmtilega og fróða ömmu. Ég mun sakna þess að geta ekki slegið á þráðinn til hennar til að fá álit hennar á framgangi stjórnmála hér á landi, ég mun sakna góðu ráð- legginganna og þess að heyra hana segja svo hlýlega Auðurin mín. Innilegar þakkir fyrir allt elsku amma mín og njóttu þess að vera með vængi á himnum. Þín Auður. Amma, ég mun sakna þín. Þegar ég fer að rifja upp allar þær góðu minn- ingar sem ég á um þig er mér þakk- læti efst í huga. Það er ýmislegt sem rifjast upp fyrir mér nú þegar þú hef- ur kvatt mig í hinsta sinn. Hversu marga ólsen ólsen ætli við höfum spil- að? Hvað ætli ég hafi borðað mörg læri hjá þér á sunnudegi? Þau eru ófá, enda varst þú ótrúlega dugleg við að bjóða okkur í sunnudagsmat og alltaf hafðir þú tíma fyrir einn ólsen í við- bót. Allur tíminn sem þú hafðir til að hlusta á mig og allir dagarnir sem þú hafðir til að passa mig eru mér ómet- anlegir. Rétt eins og tíminn sem þú fékkst með langömmubörnum þínum var þér mikils virði. Það var auðséð og heyrt á þér þar sem sérstakur tónn kom í röddina þegar þú spurðir frétta af stelpunum, líka þegar þú baðst fyr- ir kveðju til þeirra í hinsta sinn. Það er undarleg tilfinning að hugsa til þess að ég fái ekki að heyra rödd þína hljóma aftur. En svona er lífið og ég veit að nú er þreytan horfin úr þér og sjón og heyrn komin aftur, þú sagðir mér að það væri það sem þú saknaðir mest. Það er erfitt að kveðja þig amma, en ég veit að þú ert komin á betri stað þar sem guð vakir yfir þér. Amma, ég mun sakna þín. Árni Magnússon. Móðursystir mín elskuleg, Ólafía Karlsdóttir, er látin á hundraðasta aldursári. Þá er Guðrún, sem orðin er 101 árs, ein eftir af systkinunum átta, sem fæddust um og eftir aldamótin 1900. Síðast heimsótti ég Lóu í desem- ber, við skáluðum í jólasérríinu og spjölluðum. Þá sagði hún mér að hún væri búin að vera hálflasin, nú fengi hún vonandi bráðum að fara og sagði mér draum því til staðfestingar. Lóa var bæði draumspök og skyggn og vel gefin kona. Hún var líka falleg og hafði reisn og þokka sem hún hélt til hinstu stundar. Við Lóa vorum ekki bara frænkur, við vorum miklar vinkonur. Hún hélt algerlega óskertu minni og fylgdist af áhuga með því sem hún heyrði og hélt því til haga. Hún hafði sterkar og ákveðnar skoðanir um menn og mál- efni. En hún sagði mér líka ótal margt frá því í gamla daga, sumt bæði fróð- legt og skemmtilegt en líka margt sorglegt og erfitt. Hún var búin að lifa í heila öld og upplifa svo ótrúlegar framfarir en líka þrengingar að við sem eftir lifum og yngri erum, barm- andi okkur vegna kreppunnar, förum hjá okkur. Fyrst man ég eftir Lóu frænku í Suðurgötunni í Hafnarfirðinum þegar ég kom með mömmu þangað í heim- sókn lítil stelpa. Fjölskylda mín bjó á Akureyri og það var ekki oft lagt í því- líkar langferðir. Þess vegna var það hið mesta ævintýri að fá að koma suð- ur og kynnast öllum systkinum mömmu og þeirra fólki. Amma mín, Sigríður, bjó hjá Lóu en þær höfðu haldið heimili saman frá því afi dó, þá var Lóa tæpra 16 ára. Hún sá svo um ömmu í 25 ár alveg þangað til hún dó árið 1959 og fékk hún bestu umönnun sem hægt var að hugsa sér. Lóa giftist Hauki Jónssyni tré- smíðameistara árið 1934. Þau byggðu sér reisulegt hús við Hringbraut 63 og þar fæddist sólargeislinn þeirra Sigrún eftir margra ára hjónaband. Samband þeirra var einstaklega hlýtt og kærleiksríkt. Lóa frænka var mikil myndar hús- móðir, eins og þær systur allar og tók alltaf höfðinglega á móti gestum. Hún var líka flink saumakona, lærði ung að sauma hjá Karólínu, elstu systurinni, sem var útlærður meistari frá kóngs- ins Kaupmannahöfn. Þær fóru reynd- ar utan systurnar til að „forframast“ og komu heim reynslunni ríkari. Allar nema Lóa. Hún var hjá ömmu, og átti ekki heimangengt. Hún komst nú samt til útlanda, þá orðin 72 ára. Hún heimsótti Þorbjörgu systur sína sem var gift í Bretlandi og dvaldi hjá henni 2 vikur. Endurtók svo leikinn og fór út til hennar tvisvar eftir þetta. Fjöl- skyldan flutti af Hringbrautinni á Ölduslóð 48 árið 1967. Sigrún fór í skóla, varð kennari og giftist hún Magnúsi sínum. Þau hafa búið á Öldu- slóðinni allan sinn búskap og stækk- uðu húsið, enda urðu ömmubörnin þrjú. Mikið var Lóa stolt af þeim enda mikið efnisfólk, öll gift og búin að hasla sér völl í lífinu. Nú eru lang- ömmubörnin hennar orðin fjögur og eitt á leiðinni. Við töluðum stundum um fram- haldslífið og Guð. Hann var vinur Lóu. Mig langar að kveðja Lóu mína með þessu versi Hallgríms Péturs- sonar: Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. Guð blessi minningu Lóu frænku. Sigrúnu og fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki. Sigríður Guðmundsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Það lá eftirvænting í loftinu. Það var sunnudagur og við systurnar sát- um með hatta í Hafnarfjarðarstrætó. Við vorum tíu og sjö ára, nýfluttar frá Vestmannaeyjum. Tilgangurinn var að heimsækja ömmu Sigríði sem bjó hjá móðursyst- ur okkar Lóu, sem kvödd er hér í dag. Í þá daga var alltaf tími til að heim- sækja ættingja og sunnudagarnir voru okkar dagar með ömmu. Þau Lóa og Haukur tóku okkur alltaf opn- um örmum og það var engu líkara en að lenda í ævintýri að fá að taka upp kartöflur og fara í berjamó með þeim. Já, Hafnarfjörður var á þessum tíma langt uppi í sveit! Lóa móðursystir var vön mikilli vinnu og hún sótti egg og mjólk út á Jófríðarstaði. Haukur var listasmiður og auk þess að smíða húsið þeirra smíðaði hann alltaf leikföng handa okkur systrum á jólunum. Skoppara- kringlurnar hans verða ógleymanleg- ar. Okkur hefur alltaf fundist það hafa verið mesta gæfa Lóu frænku að hafa eignast hana Sigrúnu, dóttur sína, þegar hún var um fertugt. Sigrún reyndist þeim Hauki góð og trygg dóttir alla tíð. Lóa hafði einstakt minni og það var alltaf hægt að leita til hennar þegar manni fannst vanta upplýsingar frá einhverju sem gerðist í „gamla daga“. Skömmu áður en Lóa lést sagði hún við Siggu að hún bæði Guð á hverju kvöldi að koma að sækja sig. Henni varð að ósk sinni aðfaranótt 12. janúar, orðin södd lífdaga. Elsku móðursystur okkar kveðjum við með miklu þakklæti fyrir allt það góða sem hún gaf okkur í lífinu; ást og umhyggju. Elskulegri dóttur hennar, Sigrúnu, og fjölskyldu hennar send- um við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð um styrk þeim til handa. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Hvíldu í friði, elsku Lóa okkar, þínar systurdætur Sigríður Hrefna og Ólöf Sylvía Magnúsdætur (Sigga og Olla.) Við andlát Ólafíu móðursystur minnar er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa notið kærleika og umhyggju þessarar einstöku frænku alla tíð. Lóa gegndi stóru hlutverki í lífi mínu og minningarnar leita á hugann. Þegar foreldrar okkar systkina fóru í ferðalög vorum við hjá Lóu og Hauki í Hafnarfirði. Sigríður amma okkar bjó hjá þeim og Karólína móðursystir sem hafði misst manninn sinn í stríð- inu bjó í sama húsi. Það væsti svo sannarlega ekki um okkur. Lóa og Haukur voru einstaklega barngóð og dekruðu við okkur í hví- vetna. Við systurnar vorum teknar með í kálgarðinn, í berjamó að ógleymdum jólatrésskemmtununum í Oddfellow. Haukur, sem var lista- smiður, smíðaði handa okkur leikföng sem enn eru notuð. Lóa bakaði handa okkur pönnukökur og lék á gítar og söng og las sögur. Hún hafði líka leik- arahæfileika, lék fyrir okkur Litla og Stóra og við hlógum okkur máttlaus- ar. Lóa hafði tekið þátt í leiksýning- um í Hafnarfirði þar sem ótvíræðir hæfileikar hennar komu í ljós en hús- móðurhlutverkið var látið sitja í fyr- irrúmi svo að ekki varð úr að hún héldi frekar út á þá braut. Svo eignuðust Lóa og Haukur stúlkuna sína, Sigrúnu, og sama ár eignuðumst við systurnar bróður. Alltaf vorum við jafn velkomin og allt- af var jafn glatt á hjalla. Heimilið var miðstöð stórfjölskyld- unnar vegna þess að amma var þar en Lóa var líka einstaklega frændrækin. Hún fylgdist með öllum í fjölskyld- unni og var með ólíkindum hversu minnug hún var á afmælisdaga og at- burði. Systkin hennar fóru öll á yngri ár- um til annarra landa til lengri eða skemmri dvalar. Fyrsta ferð Lóu var hins vegar þegar hún heimsótti Þor- björgu systur sína í Englandi þá orðin sjötug. Hún naut þess og fór fleiri ferðir þangað. Lóa ferðaðist ávallt mikið um land- ið sitt, sem hún elskaði, og hreifst stöðugt af þeim undrum sem landið býr yfir. Þær Sigrún bjuggu í sama húsi þangað til Lóa fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði. Var hún því í daglegu samneyti við Sigrúnu, tengdasoninn Magnús og börnin þeirra þrjú sem öll eru gift og eiga börn. Lóa uppskar eins og hún sáði, yndislegri fjölskyldu er ekki hægt að hugsa sér Verst þótti henni að missa sjónina sem hún missti endanlega fyrir um þremur árum. Hún hafði alltaf verið sérlega sjálfstæð en þrátt fyrir blinduna var hún ótrúlega sjálf- bjarga. Hún þurfti þó eðlilega á meiri aðstoð að halda við daglegar athafnir og fannst það miður. Háan aldur bar hún með reisn og alltaf var stutt í kímnina og hláturinn. Hún fylgdist með fréttum, lagði mat á þær og hafði ákveðnar skoðanir án þess að þær væru ósveigjanlegar. Alltaf tókst henni að vekja mann til umhugsunar um eitthvað. Greind og ímyndunarafl Lóu birtist ekki síst í draumum hennar sem sum- ir gætu verið efni í kvikmyndir. Hún efaðist ekki um að til væri framhaldslíf, hafði fengið vísbending- ar um það og var viss um að það sem tæki við væri gott. Við Ingimundur og börn okkar vottum Sigrúnu, Magnúsi og fjöl- skyldu þeirra innilega samúð. Blessuð sé minning Ólafíu frænku minnar. Sigríður Arnbjarnardóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR GUNNARSSON, áður Selvogsgrunni 6, Sóltúni 13, Reykjavík, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 3. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Gunnar Hauksson, Jóhanna Geirsdóttir, Sigurður Hauksson, Hrefna Steinsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Einar Sveinn Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Valgerður Ólafsdóttir, Ásgeir Þormóðsson, Guðmundur Ólafsson, Fjóla Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.