Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Góður vinur er fall-
inn frá. Það er alltaf
erfitt þegar dauðinn
ber að garði, en þetta
er hluti af lífinu og við
þurfum að geta tekist á
við það eins og öðru óvæntu sem á
lífsleiðinni verður. Við Sæmundur er-
um búnir að þekkjast frá barnæsku,
en sterk vinatengsl mynduðust á ung-
lingsárum og var þá eins og gengur
og gerist með unga menn farið á
dansleiki um helgar, en Sæmundur
var glæsilegur á velli, augnayndi í
augum kvenna og dansherra mikill.
Þetta var skemmtilegur og minnis-
stæður tími og þar að auki ferðuð-
umst við mikið á allar útihátíðir sem
þá var boðið uppá á sumrin. Sæmund-
ur lærði húsasmíði og tók síðan meist-
araskóla í húsasmíði í framhaldi.
Hann var mjög góður fagmaður og
byggði ófáar íbúðir í Reykjavík. Ég
var svo lánsamur að fá hann til að
byggja íbúðarhús okkar hjóna á
Seljabraut. Þetta var raðhús upp á
þrjár hæðir, en þá var vaninn að
menn byggðu sjálfir sitt hús með að-
stoð frá fagmönnum. Sæmundur tók
að sér verkið og var ótrúlega góður og
nákvæmur fagmaður og stóð við allt
sem hann sagði. Hann stjórnaði verk-
inu frá upphafi og notaði mig sem
handlangara. Alla samninga sá hann
um, en þetta verk tók tvö ár og var
unnið á kvöldin og um helgar, allir
sem að verkinu komu voru í sinni
föstu vinnu. Á þessum tíma lærði ég
hversu góður fagmaður og heilsteypt-
ur vinur Sæmundur í raun var.
Fljótlega upp úr 1980 fór Sæmund-
Sæmundur
Sigursteinsson
✝ Sæmundur Sig-ursteinsson fædd-
ist 5. nóvember 1944.
Hann lést á heimili
sínu 15. desember síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Grinda-
víkurkirkju 27. des-
ember.
ur í matreiðslunám og
fékk réttindi sem
skipskokkur. Hann fór
af og til sem kokkur á
togurum og líkaði það
vel, enda var Sigur-
steinn faðir hans sjó-
maður og þannig var
Sæmundi í blóð borið
að stunda sjóinn. Sam-
bandið milli mín og
Sæmundar minnkaði
með árunum, en við
vorum þó alltaf í sam-
bandi, þannig að við
fengum fréttir af hvor
öðrum eins og gengur og gerist. Sæ-
mundur hringdi í mig nokkrum dög-
um fyrir andlátið, þar talaði hann
mikið um ástandið í þjóðfélaginu og
aðstæður sem hann var kominn í og
hversu erfitt lífið er þegar maður
upplifir að allar eignir manns eru
frystar frá hendi bankans, hann gæti
ekki einu sinni borgað sína reikninga
þó nóg væri inni á bankabók sem
bankinn hafði fryst. Þetta er ein af
þessum óvæntu uppákomum sem við
getum lent í á lífsleiðinni og getur ver-
ið miserfitt fyrir fólk að takast á við.
Sæmundur, kæri vinur, við kveðjum
þig í hinsta sinn, en í minningunni
munt þú alltaf lifa. Guð geymi þig.
Kristján G. Kristjánsson
og fjölskylda.
Látinn er um aldur fram kær
skólafélagi. Leiðir okkar lágu saman
fyrir rúmum fimmtíu árum á skóla-
setrinu Reykholti í Borgarfirði.
Reykholt var einn af héraðsskólum
landsins og komu nemendur hvaðan-
æva af landinu og dvöldu þar vetr-
arlangt á heimavist. Skólinn var því
eins og stórt heimili. Nemendur
deildu saman herbergjum yfirleitt
fjórir saman en á einstaka herbergj-
um allt upp í sex. Það reyndi því á að-
lögunarhæfnina og tillitssemina. Við
Sæmundur vorum bekkjarfélagar í
tvo vetur. Tókust með okkur ágætis
kynni og vinátta. Hann var hress, líf-
legur og hæfilega stríðinn en hafði
þægilega nærveru og sóttust því
margir eftir félagsskap hans.
Við Sæmundur hittumst mest á
förnum vegi eftir að skólanum lauk en
ætíð fagnaðarfundir þegar það gerð-
ist. Við vissum þó hvaða stefnu hann
hafði markað sér í lífinu og hvaða
starfsvettvang hann valið sér. Hann
stofnaði ekki fjölskyldu og var eina
barn foreldra sinna. Hann var fé-
lagslyndur og kunni vel við sig í marg-
menni. Hann kom gjarnan þangað
sem hann vissi af kunningjum. Nefna
má staði þar sem ég hitti hann oft svo
sem Múlakaffi, Umferðarmiðstöðina
og sundlaugarnar. Hann var sjálf-
stæðismaður og hafði gaman af að
taka þar þátt í starfi og fór gjarnan í
haustferðir sem flokkurinn stóð fyrir.
Þar hitti ég hann seinast í október
þegar farið var að Skógum.
Þegar fólk hefur lagt að baki skóla-
göngu tekur gjarna við stofnun fjöl-
skyldu og uppeldi barna sem tekur þá
upp þann tíma sem fólk hefur yfir að
ráða. Þegar barnauppeldið er að baki
gefst meiri tími til að rifja upp og
rækta vináttusamböndin frá æskuár-
unum. Það höfum við Reykhyltingar
frá þessum tíma gert undanfarin ár.
Sæmundur hefur tekið þátt í þessu af
fullum krafti og alltaf mætt og tekið
þátt í félagsskapnum.
Um þessa jólahátíð hefur hugurinn
gjarna leitað til vinar míns Sæmund-
ar og samvista okkar fyrr og síðar.
Þetta varð til þess að til varð lítið ljóð
sem ég læt verða lokakveðju með
þessum minningarorðum.
Gengur með festu að Gull ljómna hliðinu
garpurinn Sæmi frá jarðneska sviðinu.
Liðsmaður gerist í ljósengla skaranum
lífið það missti af guðshimna faranum.
Söknum nú vinar og sameinum hugi hér,
syrgjum öll drenginn sem frá okkur horfinn er.
Lágt grátum þann sem að leystist frá
þrautunum
líf heldur áfram á himnesku brautunum.
Fyrir hönd skólafélaganna frá
Reykholti sendi ég samúðarkveðjur
til allra aðstandenda Sæmundar Sig-
ursteinssonar.
Snorri Bjarnason.
Dagbjört Hanna
Jónsdóttir eða Hanna
frænka er gengin á vit
feðranna eftir stutta
sjúkralegu. Sjúkra-
lega Hönnu var svo stutt að ég náði
ekki að koma heim frá Þýskalandi
áður en hún dó.
Hanna var alin upp í Elliðaey á
Breiðafirði og eyjafólkið er hraust
fólk. Hún var ekki mikið á sjúkra-
húsum um ævina. Fimm sinnum
skrapp hún inn á spítala að eignast
barn.
Hanna frænka var ekki bara ein-
hver venjuleg frænka mín. Mamma
og Hanna voru systkinabörn í báðar
ættir og ólust fyrstu ár ævinnar sam-
an upp í Elliðaey. Svo var Hanna
mamma hennar Rannveigar, bestu
vinkonu minnar frá því að ég man
eftir mér. Þegar við Rannveig vorum
stelpur var ég mikið heima hjá henni
á Silfurgötunni. Þegar mamma var
að vinna átti ég alltaf athvarf að fara
heim með Rannveigu og ef mamma
hennar var líka að vinna þá var
Kristín amma Rannveigar heima og
gaf okkur að drekka þegar við kom-
um inn úr kuldanum.
Þó Hanna ynni alla tíð utan heim-
ilis, lengst af í Kaupfélaginu og í
bankanum að því er mig minnir, þá
var hún mikil og góð húsmóðir. Það
Dagbjört Hanna
Jónsdóttir
✝ Dagbjört HannaJónsdóttir fæddist
Stykkishólmi 24.
ágúst 1934. Hún lést á
sjúkrahúsinu í Stykk-
ishólmi 19. desember
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Stykkishólmskirkju
29. desember.
var alltaf svo fínt að
koma á heimilið og hún
eldaði mjög góðan mat
og bakaði eftir íslensk-
um og dönskum upp-
skriftum, en í Dan-
mörku hafði hún
dvalið sem ung stúlka.
Kannski var það
ekki síst Hanna sem
hafði þau áhrif á mig
að ég þyrfti að kynnast
heiminum áður en ég
settist endanlega að á
Íslandi. Hún hvatti og
studdi Rannveigu í að
fara til Danmerkur, í lýðháskóla í
Svíþjóð og til Englands á unglingsár-
unum. Þá ákvað ég að fara eftir stúd-
entspróf til útlanda, sem ég gerði og
ílengdist og er þar enn.
Hanna var sterk kona og hún skil-
ur eftir sig stórt skarð en ég er þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynnast
henni og hún var örugglega ein af
mínum fyrirmyndum í uppvextinum.
Elsku Rannveig, Guðrún, Guð-
mundur, Selma, Lea og Sigurður
Amlin, ég votta ykkur samúð mína
og megi almættið gefa ykkur styrk
til að takast á við þennan mikla missi.
Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir.
Í dimmasta skammdeginu kvaddi
kær frænka mín þetta jarðlíf og hélt
á vit nýrra heima, eftir að hafa barist
við illvígan sjúkdóm sem engu eirir
og læknavísindin ráða ekki við nema
takmarkað. Upp í hugann koma
minningar úr barnæsku okkar
systra og Hönnu. Árið 1935 var ör-
lagadagur í lífi systranna í Elliðaey
Auðar og Hönnu. Faðir þeirra fórst
þá í hræðilegu sjóslysi við annan
mann sem einnig átti tvær ungar
dætur. Þennan dag, 14. desember,
gerði aftakaveður um allt land. Þá
urðu mörg börn föðurlaus. Auður var
þá fimm ára en Hanna á öðru ári. Það
hafa því verið sorgarjól þetta árið í
Elliðaey. En lífið heldur áfram.
Kristín flutti með dætur sínar til
Stykkishólms næsta sumar og þá í
nýbyggt hús við Skólastíg sem hún
nefndi Vinaminni, en þá voru ekki
komin númer á húsin eins og nú er.
Auðvitað sáum við eftir þeim, en það
var bót í máli að Hanna fékk að koma
í heimsókn á sumrin.
Okkur fannst hún vera orðin mikil
kaupstaðardama komin í falleg föt,
sem mamma hennar saumaði á hana,
en hún var mikil saumakona og vann
við sauma, og sá þannig fyrir dætr-
um sínum. Í minningunni var alltaf
sólskin, fuglarnir komnir, ritan farin
að lita björgin, æðarfuglinn sestur
upp, lundinn út um allan sjó og svo að
sjálfsögðu krían, sumarið var komið,
og þá kom Hanna frænka í heim-
sókn.
Við lékum okkur alla daga, komum
okkur upp búi um alla eyju, engin
tilbúin leikföng, allt heimafengið úr
fjörunni, eða leggir og kjálkar, allt
tiltækt sem hentaði okkar búskap-
arsýsli. Þá má ekki gleyma sílaveið-
um, veiðarfærin voru beygður títu-
prjónn og snæri. Ef ekki viðraði til
útileikja lögðum við undir okkur efri
hæðina í húsinu og lékum leikrit sem
samin voru á staðnum. Að kvöldi
settist amma okkar við rúmstokkinn
og fór með bænirnar með okkur. Síð-
an krossaði hún fyrir útihurðina, þá
vorum við örugg, ekkert illt gat kom-
ið fyrir.
Við Elliðaeyjarsystur þökkum
Hönnu samfylgdina, og óskum henni
góðrar heimkomu, þar sem tekið
verður á móti henni af ástvinum.
Sigga og börnunum þeirra vottum
við innilega samúð, og biðjum góðan
Guð að styrkja og vernda þau í sorg-
inni.
Unnur Lára.
Elsku litli frændi.
Við kveðjum þig,
Anton Breki okkar, eft-
ir stutta en góða stund
með okkur. Aldrei fáum
við svör. „Af hverju svo
fljótt?“ Því biðjum við Guð að geyma
þig og líta eftir þér. Styrkur okkar
mun vera hjá foreldrum þínum og
fjölskyldu.
Guð blessi þig
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
María, Þorsteinn
og Guðrún Jóna.
Elsku litli fallegi drengurinn okkar.
Vegir Drottins eru órannsakanlegir.
Allt frá því að við fyrst fengum að
vita af tilvist þinni færðir þú okkur
mikla gleði og hamingju.
Sú staðreynd að fjölgun yrði í þess-
um gamla og sterka vinahópi okkar
var stórkostleg. Tvö kríli voru á leið-
inni, þú og vinkona okkar.
Allar þær fallegu minningar sem
við eigum um þær stundir sem við
fengum að njóta með þér eru okkur
dýrmætar.
Minningin um brosmildan góðan
dreng sem bræddi hjörtu okkar. Þér
munum við aldrei gleyma.
Það að hafa fengið að fylgjast með
þér vaxa og dafna, þó í þennan stutta
tíma, er okkur ómetanlegt.
Elsku Anton Breki, við vitum að þú
ert á góðum stað og að þín bíður stórt
og mikilvægt hlutverk. Við þökkum
fyrir þann tíma sem við fengum með
þér hér og trúum að við hittumst á ný
annars staðar, á öðrum tíma.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku Ester og Siffi okkar. Hugur
okkar og hjarta er með ykkur og fjöl-
skyldum ykkar.
Ykkar vinkonur,
Bryndís, Guðný, Helga Guð-
rún, Margrét Hrönn, Ólafía
Kristín og Svanhvít Laxdal.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Nú kveð ég elsku yndislega fallega
frænda minn og bið engla alheimsins
að umvefja hann. Elsku Ester, Siffi
og fjölskylda, megi almættið styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Aðalheiður Jörgensen
Elsku litli kútur, rosalega söknum
við þín mikið. Ég man það eins og það
hafi gerst í gær þegar við mamma þín
sögðum hvor annarri frá því að við
værum óléttar. Við vorum svo spennt-
ar alla meðgönguna og leiddum hvor
aðra í gegnum þetta tímabil alveg frá
byrjun til enda. Við eyddum svoleiðis
klukkutímunum saman í að tala um
litlu gullin okkar og hvað við værum
spenntar að fá að sjá þau og hvernig
þau myndu líta út og hvernig skap-
gerð þau ættu eftir að bera og svo
Anton Breki
Sigurþórsson
✝ Anton Breki Sig-urþórsson fæddist
á Landspítalanum í
Reykjavík 9. desember
2007. Hann lést föstu-
daginn 23. janúar síð-
astliðinn og var jarð-
sunginn frá Kefla-
víkurkirkju 30. janúar.
framvegis. Við áttum
svo oft samtöl þar sem
við báðum til Guðs að
við yrðum það heppn-
ar að fá að upplifa
þessa yndislegu til-
finningu að eignast
barnið okkar. Svo
fæddist Anton Breki
9. desember og ég var
svo spennt að koma og
sjá hann og fá að halda
á honum. Okkur
Kidda fannst hann svo
lítill og sætur, fengum
að halda á honum og
knúsa hann og gátum ekki beðið eftir
að litla prinsessan okkar kæmi í heim-
inn. Svo kemur litla vinkonan 15. des-
ember og mikið vorum við þakklátar
fyrir að fá þessi fallegu heilbrigðu
börn. Okkur fannst við svo lánsamar
og þökkuðum svo oft fyrir hvað allt
gekk vel hjá okkur. Aldrei grunaði
mig nokkurn tímann að þú yrðir tek-
inn svona snemma frá okkur. Svo stór
og sterkur og hraustur og ákveðinn
lítill gaur. Þú og Katrín áttuð að vera
vinir um ókomna tíð. Þið voruð svo
samferða í öllu og við mamma þín allt-
af svo spenntar að sjá hve vel þið
döfnuðuð. Ég er þakklát fyrir þær
yndislegu samverustundir sem við
áttum saman. Katrín Zíta gleymir
aldrei litla vini sínum sem er núna
engill á himninum og vakir yfir okkur.
Við elskum þig að eilífu, elsku litli vin-
ur okkar.
Ingibjörg, Kristinn og Katrín Zíta.
Elsku litli frændi.
Við söknum þín svo mikið því við
elskuðum þig svo mikið. Við grátum
dag og nótt yfir því að þú sért farinn.
Þú fékkst lítinn tíma til að skoða
heiminn en þú fékkst þó að sjá þennan
fallega heim í eitt ár. Við munum allt-
af geyma minningarnar um afmælið
þitt og þegar við pössuðum þig. Þú
varst fallegi litli frændi okkar, elsku
Anton Breki.
Óteljandi kossar frá okkur.
Dagur Andri og Sólveig Halla.
Elsku Anton Breki.
Það er erfitt að koma orðum á blað
um alla þá gleði sem þú gafst okkur á
þinni stuttu ævi. Þú fæddist í þennan
heim fyrir rúmu ári og auðvitað voru
allir vissir um það að þú myndir eiga
bjarta ævi framundan. Því er svo erf-
itt að skilja það hvers vegna svona lít-
ill og heilbrigður drengur er tekinn
frá okkur og við skilin eftir með brost-
in hjörtu. Þú áttir stórkostlega for-
eldra sem gáfu þér alla þá ást sem þau
áttu. Í þeirri miklu sorg sem við
glímum við núna skulum við passa
upp á þau, styrkja og veita þeim alla
þá ást og umhyggju sem við getum.
Við vitum að þinn ástkæri langafi
(Ingimundur) tekur á móti þér með
sinn hlýja faðm, því að hann missti af
því að njóta þín á jörðu niðri.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Með kveðju og þúsund kossum.
Lóa Björk og Einar Þór.
Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.
(Þýð. Kristján frá Djúpalæk.)
Þetta litla lag sungum við svo
oft saman eftir yndislegar sam-
verustundir í ungbarnasundinu.
Þetta lag mun ávallt vera í
hjarta mínu til þín, vinur minn.
Þín
Katrín Zíta.
HINSTA KVEÐJA