Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Allt sem gerist og
hendir okkur
hefur merkingu
en hún er oft
ekki auðráðin.
Einnig í lífsins bók eru
á hverju blaði
tvær síður.
Önnur, sú efri, er skráð af okkur
mönnum
með ætlun okkar
óskum og
vonum,
en hina fyllir forsjónin,
og það sem hún færir
hefur sjaldnast verið markmið okkar.
Elsku Gaui.
Þakka þér fyrir að vera bróðir
minn og vinur.
Þakka þér fyrir alla hjálpina.
Þakka þér fyrir alla gleðina.
Þakka þér fyrir allar stundirnar.
Minning þín lifir í hjarta mínu,
hlátri og tárum.
Elsku Þórdís, Hjörtur Leó og
Harpa Hlíf, guð og góðar minn-
ingar styrki ykkur í allri sorginni
og lífinu framundan. Mamma,
pabbi, Gylfi bróðir, Linda, Oliver,
Hafþór Elí, Anna Björg mín, Sig-
urjón, Ívar Haukur og Unnur Dóra
mín, ljúfar og góðar minningar í
hjarta okkar um ljúfan og góðan
dreng fylgi okkur áfram inn í lífið.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Bergur Tómas.
Elsku Gaui.
Mikið rosalega eru síðustu dagar
búnir að vera erfiðir en einnig er-
um við búin að eiga yndislegar
stundir heima hjá ykkur, innan um
fjölskyldu þína og vini og fundið
þar einstakan kærleik og vináttu.
Guðjón Ægir
Sigurjónsson
✝ Guðjón Ægir Sig-urjónsson fæddist
á Selfossi 4. janúar
1971. Hann lést í um-
ferðarslysi 5. janúar
síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Sel-
fosskirkju 16. janúar.
Hver hefði getað trú-
að því að þú yrðir
hrifsaður svona
snögglega í burtu frá
okkur, þú þessi
hrausti, líflegi, yndis-
legi maður? Þú varst
einstaklega vel gerð-
ur og naust lífsins til
hins ýtrasta og náðir
svo vel að hrífa fólk
með þér, hvort sem
það voru börn eða
fullorðnir. Þú náðir
svo vel að sinna öllu,
hvort sem það var
fjölskylda þín, fallega heimilið ykk-
ar, vinirnir eða áhugamálin, sem
voru ófá, þar sem fótboltinn og
hlaupin áttu stóran hluta.
Á svona stundum eru minning-
arnar svo dýrmætar og við eigum
mikið af þeim, allt frá árinu 1998
þegar Myrruævintýrið hófst, þá
vorum við svo heppin að kynnast
ykkur Þórdísi, Hirti Leó og Hörpu
Hlíf. Mjög fljótt myndaðist djúp og
kær vinátta milli okkar allra. Á
þeim tíma sem liðinn er hefur
margt verið brallað, nánast dagleg
samskipti í Myrru, öll matarboðin,
ferðalögin, fjallgöngurnar, fjór-
hjólaferðirnar, utanlandsferðirnar,
þar af ógleymanleg ferð á U2-tón-
leika í New York, humarhlaupin,
þrekmeistaraferðirnar norður,
sumarbústaðarferðir og svo margt
fleira. Flest meira og minna skipu-
lagt af þér.
Þú lést ekki duga að tala um
hlutina heldur framkvæmdir þá og
alltaf var gleðin í fyrirrúmi enda
sagðir þú alltaf að það væri bara
ein umferð og við yrðum að njóta
hennar. Það gerðir þú svo sann-
arlega kæri vinur, með elskulega
vinkonu okkar Þórdísi og börnin
þín Hjört og Hörpu þér við hlið.
Þið voruð einstaklega samhent fjöl-
skylda. Allt það sem þið hafið gert
saman er ómetanlegt og svo miklu
meira en flestir ná að gera á miklu
lengri tíma, þær minningar geta
þau yljað sér við.
Yndislegi kæri vinur Gaui. Nú er
komið að erfiðri og ótímabærri
kveðjustund. Söknuðurinn í hjarta
okkar er svo sár, við munum alltaf
geyma þig í huga okkar og hjarta
og gera allt sem við getum til að
hjálpa Þórdísi og krökkunum.
Við trúum því að við eigum eftir
að hittast aftur og kveðjum þig
með orðunum sem við sögðum svo
oft eftir ferðirnar okkar: Þú ert
frábær ferðafélagi, takk fyrir allt.
Elsku Þórdís, Hjörtur og Harpa.
Megi góður Guð hjálpa ykkur í
gegnum sorgina. Við verðum alltaf
til staðar fyrir ykkur. Minning
Gauja mun alltaf lifa með okkur.
Ykkar vinir,
Rögnvaldur, Eydís,
Aníta og Rakel.
Við kveðjum góðan vin og skóla-
félaga, Guðjón Ægi Sigurjónsson.
Góður drengur er fallinn frá í
blóma lífsins. Eftir standa fjöl-
skylda, stór vinahópur og raunar
allt samfélagið á Selfossi harmi
slegið. Árgangur 1971 á Selfossi er
stór hópur, sem hefur haldið saman
þótt fólk hafi farið hvað í sína átt-
ina eftir að skyldunámi lauk. Guð-
jón var mikilvægur hlekkur í þess-
um hópi: hláturmildur og glaðvær
félagi og traustur vinur. Frá yngri
árum minnumst við Guðjóns sem
afburðanámsmanns: íþróttastráks
sem var jafnvígur í öllum greinum.
Honum reyndist líka næsta auðvelt
að ná settum markmiðum í lífinu og
– það á látlausan og yfirvegaðan
hátt. Sem lögfræðingur var Guðjón
bæði snjall og útsjónarsamur. Klár
og yfirvegaður en um leið fullur af
lífi og gáska og með glampa í aug-
um. Nærvera hans var hlý og nota-
leg.
Síðast þegar við héldum ár-
gangsmót var Guðjón hrókur alls
fagnaðar. Honum fannst greinilega
gaman að hitta gömlu skólasystk-
inin sín, enda sýndi hann það og
tjáði. Hann fékk verðlaun fyrir að
vera með skemmtilegustu innleggin
á heimasíðu sem við settum upp af
þessu tilefni. Þetta var ógleyman-
leg kvöldstund og verður okkur öll-
um dýrmæt í minningunni. Guðjón
er sá fjórði úr okkar hópi sem fell-
ur frá af slysförum: áður eru látnir
þeir Eiður Sævarsson, Benedikt
Reynir Ásgeirsson og Guðmundur
Árnason. Missirinn er mikill en þó
mestur fjölskyldu hans, þeirra Þór-
dísar, Hjartar Leós og Hörpu Hlíf-
ar. Pálína og Sigurjón sjá á eftir
yndislegum syni. Við biðjum fyrir
allri hans stóru og góðu fjölskyldu.
Gömlu skólasystkinin þakka sam-
fylgdina. Megi minning Guðjóns
Ægis lýsa um alla framtíð.
Oft virðast undarleg örlögin,
og mörg svo ósanngjörn atvikin
á leið um lífsins braut
ef lögð er ókleif þraut.
Eitt atvik ávallt í huga býr
sem aldrei dofnar né burtu flýr.
Dæmd voru vorsins blóm
vægðarlausum dóm.
Í gáska enginn að endinum spyr
óvægin sorgin oft knýr þá á dyr,
augu hrópa, enginn segir þó neitt
því orð fá engu breytt.
Öll skulum trúa og treysta því
sá tími komi að enn á ný
við getum glöð í lund
átt góðan endurfund.
Þá fái sérhver er sorgina bar
svarið við því, til hvers hún var.
(Oss) veitist veröld blíð
sem varir alla tíð.
(Ólafur (Labbi) Þórarinsson)
Fyrir hönd árgangs 1971
á Selfossi,
Steindór, Grímur,
Guðmundur Á., Ingibjörg
G., Guðfinna, Laufey.
Elsku Gaui minn.
Mig langar í örfáum fátæklegum
orðum að fá að þakka þér fyrir
þennan alltof stutta tíma sem við
áttum saman. Maður situr hljóður
og máttvana og fær ekki skilið.
Myndirnar og minningarnar þjóta
hjá og allar eru þær svo hlýjar og
góðar. Það voru forréttindi að fá að
kynnast þér og verða þér samferða
um stund og víst er að lífið verður
ekki það sama án þín.
Góður guð geymi þig, Gaui minn.
Hröð er förin
örskömm dvöl
á áningarstað.
Verum því hljóð,
hver snerting
er kveðja
í hinsta sinni.
(Birgir Sigurðsson.)
Elsku hjartans Þórdís mín,
Hjörtur Leó og Harpa Hlíf, Pálína
mín og Sigurjón, elsku Beggi minn
og Gylfi og allir ástvinir, guð styrki
okkur öll í sorginni.
Anna Björg.
Ég er harmi slegin, öll orð virð-
ast svo máttlítil til að lýsa samhygð
minni við fráfall Guðjóns eða Gauja
eins og hann var kallaður af vinum
sínum. Ég kynntist Þórdísi eigin-
konu Gauja árið 1991, þegar við
byrjuðum að læra saman snyrti-
fræði við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. Mjög fljótlega tókst
með okkur góður og einlægur vin-
skapur sem varir enn. Gauja kynnt-
ist ég svo í kjölfarið. Það sem mig
langar til að segja er, að ég sá
strax hve samband þeirra var sér-
stakt. Ástin á milli þeirra, virðingin
og vináttan var einstök. Þau voru
ætluð hvort öðru í blíðu og stríðu.
Ávextir þessarar ástar eru tvö
yndisleg börn, Hjörtur Leó og
Harpa Hlíf. Það er enginn tilviljun
hversu vinmörg þau eru. Allir sem
þekktu Gauja vita hvaða mannkost-
um hann bjó yfir, enda var hann
var stoð og stytta fjölskyldu sinnar
og vina. Gaui var maður sem alltaf
gaf sér tíma til að hlusta á aðra og
tilbúinn til að hjálpa. Hann var
mjög farsæll í starfi sínu enda bjó
hann yfir mikilli þekkingu og hæfi-
leika í mannlegum samskiptum.
Árið 2001 þurfti ég að leita mikið
til Gauja vegna lögfræðiaðstoðar.
Þetta tímabil var eitt það erfiðasta
sem ég hef þurft að glíma við í
mínu lífi. Það var sama hvenær ég
hringdi eða kom á heimili þeirra,
alltaf var hlustað, tekið á móti mér
og ég umvafin kærleik og hlýju.
Þau hjónin veittu mér ómetanlega
hjálp á þessum tíma. Ég hef einnig
verið þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast fjölskyldum þeirra beggja
og verð ég að segja að kærleik-
urinn sem þar ríkir á milli er mikill
dyggð. Á erfiðri stundu sem þess-
ari, sameinast þau öll og veita
hvert öðru stuðning og styrk, það
er eitthvað sem er ómetanlegt í
fjölskyldum. Þau eru einnig umvaf-
in af góðum vinum, sem vaka og
sofa yfir velferð þeirra.
Elsku Þórdís, Hjörtur Leó,
Harpa Hlíf, Dísa, Þórður, Árni,
Pálína, Sigurjón, bræður og vinir,
missir ykkar er ólýsanlegur. Mikill
maður hefur kvatt þetta líf, skarð
hans verður aldrei fyllt. Ég vil
Elsku Ragna, þegar
ég kveð þig í hinsta
sinn og lít til baka þá
kemur fyrst upp í
huga minn þakklæti. Þakklæti fyrir
allt sem þú lagðir af mörkum til
barnanna minna, þeirra Árna Beck
og Guðrúnar Bjargar. En ég þakka
líka fyrir vináttuna sem þú sýndir
mér í gegnum árin. Þegar börnin
mín voru ung og við bjuggum á
Laugaveginum þá eyddu þau mörg-
um stundum hjá þér og skipti þá
ekki máli hvort við foreldrarnir
værum heima eða ekki. Þau voru
alltaf velkomin til þín og þú passaðir
upp á þau og kenndir þeim eins og
þau væru þín eigin.
Árni Beck og Guðrún Björg
bjuggu með móður sinni og stjúpa í
Kaupmannahöfn í nokkur ár en
komu reglulega í heimsókn til mín.
Þá var farið á Laugaveginn eins oft
og hægt var og alltaf var það jafn
gaman. Þegar þau svo fluttu heim
þá bjuggu þau hjá þér einn vetur.
Sú góða reynsla mun fylgja þeim
alla ævi.
Ragnheiður
Benediktsdóttir
✝ Ragnheiður Bene-diktsdóttir fædd-
ist á Erpsstöðum í
Dalasýslu 1. júlí 1917.
Hún lést á taugalækn-
ingadeild Landspít-
alans í Fossvogi 11.
janúar síðastliðinn og
fór útför hennar fram
frá Bústaðakirkju 20.
janúar.
Eftir að við Marta
hófum sambúð vorum
við aufúsugestir hjá
þér og góð vinátta
myndaðist milli ykkar
Mörtu. Minningarnar
úr 90 ára afmælinu
þínu eru ofarlega í
huga mér og þá sér-
staklega hversu
ánægð þú varst með
að hafa allt fólkið þitt
hjá þér.
Ég efast um að það
finnist barnlaus kona
sem á jafnmörg
„ömmubörn“ og þú. Þrjár kynslóðir
kalla þig ömmu og það er réttnefni.
Þessi fátæklegu orð ná ekki að
lýsa þeirri virðingu og væntum-
þykju sem ég bar til þín. Þín er sárt
saknað af mörgum. Hvíl í friði.
Gunnar Jóhannsson.
Nú hefur hún Ragna okkar fengið
hvíldina 91 árs að aldri.
Það er margs að minnast þegar
hugsað er til Rögnu sem alla tíð hef-
ur verið í okkar lífi, þótt hún væri
ekki á nokkurn hátt skyld okkur.
Hún var alltaf hluti af fjölskyldunni
og var í senn mamma, amma og vin-
kona okkar. Alltaf var gott að leita
til hennar og dvelja hjá henni á
Laugaveginum. Ég man fyrst eftir
mér á Laugaveginum með Rögnu
3-4 ára gömul. Við bjuggum á ann-
arri hæð og afi og amma á 3. hæð
ásamt Rögnu. Á þeim árum vann
Ragna sem saumakona hjá Fötum
hf. í bakhúsinu. Þegar ég var fimm
ára fór ég á saumastofuna til henn-
ar og fannst mikið til koma að sjá
allar saumavélarnar og ekki síður
stóra hnífinn sem notaður var til að
sníða fötin.
Ragna hafði mjög gaman af því
að spila og hún kenndi okkur
manna, marías o.fl.
Á unglingsárunum, þegar við vor-
um flutt í Breiðholtið, var nær dag-
lega komið við hjá Rögnu. T.d. þeg-
ar það var frí í Kvennó eða beðið
eftir að komast í Tónlistarskólann
og á lúðrasveitaræfingu. Alltaf fékk
maður inni hjá Rögnu. Ragna var af
þeirri kynslóð sem vildi ekki að fólk
sem kom í heimsókn færi heim með
tóman maga. Kaffiborðið var alltaf
drekkhlaðið kökum og góðgæti og
ef krakkarnir vildu ekki köku var
alltaf til ís í frystinum handa þeim.
Þegar við Eiríkur hófum okkar
búskap í íbúð Níelsar afa á Lauga-
veginum bjó Ragna hinum megin
við ganginn. Alltaf var Ragna tilbú-
in að líta eftir drengjunum og þeir
sóttu mikið til hennar, spiluðu við
hana og hún las fyrir þá. Það var
ósjaldan sem Óskar fór til Rögnu
eftir kvöldmat til að segja góða nótt
og sofnaði í fangi hennar, eða á
morgnana, þá spurði Ragna hann
hvort hann væri búinn að borða
morgunmat en hann sagði nei, því
hann vissi að þá fengi hann „Cocoa
puffs“ eða „hunangscheerios“.
Eftir að við fluttum í Grafarvog-
inn voru krakkarnir dugleg að fara
með strætó til Rögnu. Þetta voru
heilmikil ferðalög fyrir unga krakk-
ana sem héldu heimsóknum sínum
áfram alla tíð.
Ragna fylgdist alltaf vel með öll-
um og spurði frétta þegar við kom-
um til hennar. Þá hafði hún alltaf
nýjustu fréttir af öðrum í fjölskyld-
unni.
Það var gott að fá að eiga þig að
Ragna mín og við þökkum þér fyrir
allar góðu samverustundirnar í
gegnum tíðina. Ekki síst þá síðustu
á heimili þínu sem við áttum saman
á Þorláksmessu. Þú sagðir að ekki
væri Þorláksmessa nema fólk liti
inn hjá þér og þessi Þorláksmessa
var ekkert frábrugðin að því leyti.
Drekkhlaðið kaffiborð fyrir alla sem
vildu kíkja í kaffi langt fram eftir
kvöldi. Mikið varstu glöð að fá sköt-
una sem við komum með til þín, því
ekki vildirðu missa af skötulyktinni í
húsið þótt þú treystir þér ekki út.
Við kveðjum þig, Ragna mín, með
söknuði og þakklæti í huga.
Guð þig leiði sérhvert sinn
sólarvegi alla.
Verndarengill varstu minn
vissir mína galla.
Hvar sem ég um foldu fer
finn ég návist þína.
Aldrei skal úr minni mér
mamma ég þér týna.
(Jón Sigfinnsson)
Guðlaug Ásgeirsdóttir
og fjölskylda.
Elsku Ragna mín, mig langar að
minnast þín hér með nokkrum orð-
um. Ég þakka þér hlýhug þinn og
hjartagæsku til mín og minnar fjöl-
skyldu alla tíð. Þú varst börnum
mínum einstök. Þegar þau þurftu að
fá pössun vissum við að þeim leidd-
ist ekki að hafa hana Rögnu sína hjá
sér þar og þú myndir sjá til þess að
þeim liði vel að öllu leyti. Einnig
fóru þau oft til þín meðan við bjugg-
um fyrir ofan þig á Laugaveginum
og seinna meir komu þau til þín úr
Mosó. Alltaf þegar við foreldrarninr
komum heim var búið að snyrta til í
eldhúsinu og annars staðar.
Í aðdraganda síðustu jóla spurðir
þú hvort hún Heiðdís okkar kæmi
nú ekki til með að vera með okkur.
Ég veit það Ragna mín að þú vildir
að hún væri heima með okkur og
þér en hún var að klára nám sitt og
sagðist koma í janúar í staðinn.
Þegar svo áfallið kom á milli jóla og
nýárs vonuðumst við til að þú næðir
bata til að hitta engilinn þinn sem
var skírð í höfuðið á þér og ömmu
hennar en kallið var of sterkt. Ég
veit að hún vildi svo gjarnan vera
með þér en ekki er við allt ráðið.
Kæra Ragna ég veit að nú svign-
ar veisluborð þitt annars staðar
undan veitingum handa þeim vinum
þínum sem farnir eru og þeir njóta
ljóssins þíns sem við nutum meðan
þú varst hér með okkur. Það var
alltaf svo gaman að koma til þín og
glaðværðin og jákvæðnin skein ætíð
af þér. Þín er sárt saknað af mér og
minni fjölskyldu þar sem þú hafðir
bólstað í hjarta okkar allra.
Það var svo gefandi að fá að að-
stoða þig síðustu árin við að sinna
þínum erindagjörðum. Ég veit að þú
varst ekki eins hrifin þar sem þú
vildir sinna þessum erindum ein og
óstudd, vera frjáls.
Ég óska þess að þér líði nú vel á
nýja staðnum og ég veit að þú munt
fylgjast með okkur áfram, bara frá
öðrum stað.
Ég mun minnst þín þegar ég kem
á Laugaveginn til að drekka kaffi og
með því, líkt og ég gerði síðasta
daginn þinn og tjáði þér þegar ég
leit til þín á laugardaginn var upp á
spítala, og þú bara brostir eins og
þér einni var lagið. Megi ljós þitt
skína um alla eilífð kæra Ragna.
Erlendur Magnús Magnússon.