Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 36

Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 Margrét Jónsdóttir ✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist á Þóroddsstöðum í Ölf- usi hinn 19. mars 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi miðvikudaginn 28. janúar síðastliðinn. Margrét var jarðsungin frá Kópa- vogskirkju 9. febrúar sl. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Laufey Soffía Jónsdóttir ✝ Laufey SoffíaJónsdóttir fæddist á Borg- arfirði eystri 12. desember 1920. Hún lést á dval- arheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðs- firði 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bakkagerð- iskirkju 6. febrúar. Meira: mbl.is/minningar Jón Stefánsson ✝ Jón Stefánssonfæddist á Ak- ureyri 7. júní 1937. Hann lést á heimili sínu í Skessugili 30. janúar síðastliðinn. Útför Jóns fór fram frá Akureyrarkirkju 10. febrúar sl. Meira: mbl.is/minningar Ellen Sighvatsson ✝ Ellen HenrietteSighvatsson fæddist 11. febrúar 1909 í Ølstykke á Sjálandi í Dan- mörku. Hún lést á Droplaugarstöðum 26. júní 2001. For- eldrar hennar voru hjónin Anna og Jens Peter Mortensen, bóndi og hreppstjóri. Ellen var jarðsungin frá Dómkirkj- unni 5. júlí 2001. Meira: mbl.is/minningar Aldarminning á mbl.is Valur Kristjánsson ✝ Ebenezer ValurKristjánsson fæddist á Blómst- urvöllum við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 25. janúar 1921. Hann lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 1. febrúar síð- astliðinn. Útför Vals fór fram frá Digra- neskirkju 9. febrúar sl. Meira: mbl.is/minningar Óttar Bjarkan Bjarnason ✝ Óttar BjarkanBjarnason fædd- ist á Siglufirði 29. september 1955. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 31. janúar síðastlið- inn. Útför Óttars fór fram frá Hjallakirkju 6. febrúar sl. Meira: mbl.is/minningar Leiði hug að léttum svörum, lít til baka; sumra ævir alltof snemma enda taka. Þó við spyrjum, þoka svörin þrautseig hylur, vegi lífsins allt til enda enginn skilur. Vekja bros, í vörn og sókn þá virkja bestu, íþróttamanns auð af reynslu eftir léstu. Margir hafa í hljóði geymda harma sína, heyri ég óma handan tímans hlátra þína. Næmri kímni, fráleik, fimi, ég fann þig skarta, bak við öll þín bros við greindum barnsins hjarta. Ég þann tilgang okkar einan ei fæ hrakið, brosa, fagna, aðeins eiga andartakið. Eftir því sem lengra líður ljúfust kynning sorgir mildar svo hún verður sæl þín minning. Sigurður Kristjánsson. Lífið er oft undarleg gáta. Stund- um torskilin, stundum með öllu óskiljanleg. Hvernig sem á það er lit- ið verður ekki skilið hvaða réttlæti felst í því að heimilisfaðir í blóma lífsins, aðeins 41 árs, er numinn á brott úr þessari jarðvist. Þetta er þungur dómur og óásættanlegur. Sverrir Heiðar, mágur minn, hef- ur undanfarið eitt og hálft ár barist af ótrúlegu þreki og óbilandi bjart- sýni við erfiðan sjúkdóm. Við höfum fylgst með Sverri takast á við veik- indin af æðruleysi og trú á að honum myndi takast að vinna bug á mein- inu. En því miður varð hann að játa sig sigraðan nú í ársbyrjun. Sverrir fæddist í Skógum í Hörgd- árdal, en flutti barnungur til Hafn- arfjarðar. Undangengna tvo áratugi eða svo hefur hann búið á Hvann- eyri, til að byrja með lærði hann þar búvísindi og frá 1991 starfaði hann við stjórnun og kennslu hjá Land- búnaðarháskólanum, síðast var hann brautarstjóri búfræðibrautar skól- ans. Engin tilviljun að Sverrir var valinn til stjórnunarstarfa við Land- búnaðarháskólann. Hann átti ein- staklega gott með að vinna með fólki, var í senn ákveðinn og með ein- stakan húmor. Átti auðvelt með að koma fyrir sig orði og var því oft fenginn til þess að stjórna veislum eða flytja ræður á mannamótum. Knattspyrna og knattspyrnuþjálf- un var eitt af okkar sameiginlegu áhugamálum. Sverrir hafði UEFA-B þjálfaragráðu frá KSÍ og þjálfaði um árabil unga knattspyrnu- menn í Borgarnesi og á Hvanneyri. Hann hafði mikið yndi af því að vinna með krökkunum og milli þeirra og Sverris ríkti traust sam- band virðingar og vináttu. Nokkuð sem þarf að vera til staðar til þess að árangur náist. Yndislegt var að sjá hversu vel hann fylgdist með litlu systrabörnunum sínum norðan heiða í leik og námi og hversu góð fyr- irmynd hann var þeim. Við ræddum mikið um fótbolta og skutum léttum skotum hvor á annan ef enska bolt- ann bar á góma. Hann þessi massívi Sverrir Heiðar Júlíusson ✝ Sverrir HeiðarJúlíusson fæddist á Skógum í Hörg- árdal 1. maí 1967. Hann lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans 12. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 21. janúar. Liverpool-maður og ég hliðhollur Arsenal. Við höfðum oft rætt það að fara ásamt strákunum okkar á leik þessara tveggja stórliða á meðan kven- peningurinn í fjöl- skyldunni þræddi verslunargötur. Því miður náðum við ekki að láta þennan draum okkar rætast. Auk knattspyrnunnar hafði Sverrir einlægan áhuga á veiðiskap og var jafnframt mikill útivistarmaður. Komið er að leiðarlokum. Erfiðum leiðarlokum. Það er sárara en orð fá lýst að sjá á eftir góðum og traustum vini. Höggvið er stórt skarð í fjöl- skylduna, sem verður ekki fyllt. Missir Emmu, Álfheiðar og Birgis Þórs er mestur. Allar góðar vættir styrki þau í þeirra miklu sorg. Takk fyrir allt, kæri vinur. Pétur Ólafsson. Dökkbrún leðurskólataska, svona frá leðurverkstæði höfuðborgarinn- ar – með gylltum lásum og tveimur hólfum framan á. Einhvern veginn er þessi blessuð taska órjúfandi hluti myndarinnar sem birtist af Sverri Heiðari þegar ég í huganum renni yfir rúmlega tuttugu ára samferð okkar á Hvanneyri. Grannholda spaugari með þýska frasa á vörum, söngvinn og fé- lagslyndur, nemandi minn við upp- haf kennsluferils. Búvísindadeildarneminn Sverrir, kemur við annan mann með blóm og hamingjuóskir í tilefni giftingar okk- ar hjóna. Fáum árum síðar mætir hann – enn með töskuna góðu, við erum að undirbúa kennslu – hann ætlar að leysa mig af svo sem einn vetur. „Fann ég á fjalli fallega steina …“ Dætur okkar að dunda sér saman, söngla vísu sem oft var farið með. Síðar verður heimili Sverris og Emmu eitt af fáum sem Lotta gistir á leikskólaaldri – góðlátlegt grín gert að því hversu óþjálfaðir foreldr- ar hennar eru í útbúnaði „gisti- barns“ – en það gerir ekki svo mikið, nóg er til af nauðsynjum á borð við smábarnatannbursta og slíkt á heimili þeirra. Við sitjum yfir stundaskrárgerð og fleiri skipulagsmálum bænda- deildarinnar á Hvanneyri, nú hefur einhverra hluta vegna blár kulda- galli bæst við í minninguna og bol- urinn góði með SÍS-merkinu sem við vorum sammála um að hentaði að- eins einn eigandi – samstarfsmaður okkar til margra ára. Einhvern veturinn þvælumst við oft saman til Reykjavíkur, nemum þar kennslufræði og spjöllum margt á ferðum okkar. Leggjum á ráðin um 1. des. innlegg kennara – ættum við að flytja atriði úr Dýrunum í Hálsa- skógi, bangsamamma baðar bangsa- drenginn – prófum hvernig þetta hljómar, ekki sem verst. En skemmtanir skólans taka breyting- um í tímans rás … Það gerir líka samstarf okkar, hvort sinnir sínu, kappkostað að gera eins vel og unnt er. Sverrir víkkar út uppeldisstarf sitt og bætir við ungu íþróttafólki. Virkjar veiðieðli sitt með ungum og öldnum. Þá skilur kötturinn minn hann betur en ég! Síðustu árin tökumst við saman á hendur móttöku yngstu bekkja grunnskólans – hann spjallar um fugla enda fróður um hverra þeirra megi vænta hingað að vori. Brúna taskan enn með í för. Víða gætir fræðslu Sverris og margir hafa notið þeirrar visku sem hann hafði að miðla og bar með sér að hluta í brúnu töskunni. Þegar vorar og brandendur mæta á svæðið, koma örugglega upp í hug- ann myndir af brúnni tösku á ferð milli húsa í hægri hendi eigandans og góðlátlegar skærur um hvor sé rétthærri hér um slóðir frjáls á þeim tíma, köttur eða skógarþröstur. Ólátagarðsbúar þakka Sverri Heiðari samferðina, votta fjölskyldu hans samúð og vita að eftir lifa minn- ingar sem styrkja á erfiðum tímum og munu geymast í hugum sam- ferðamannanna, hvers og eins með sínum hætti. Edda, Guðlaugur, Aðalheiður Karlotta. Sverrir Heiðar var náttúrubarn, sagði gjarnan sögur úr eyfirskri sveit þar sem hann átti unaðsstundir hjá afa sínum og ömmu mörg æsku- sumur. Hann var næmur á umhverfi sitt, heyrði og sá fugla áður en við hin höfðum veitt þeim athygli og hann einhvern veginn vissi hvar bleikjan beið í hyl eða hvar grös voru stödd í þroska. Hann lét sig líka varða fólkið í kringum sig, ræktaði fjölskyldu, vini, samstarfsmenn, nemendur og nágranna þannig að hann virtist ætíð umlukinn af þéttum vef fólks, sem laðaðist að honum til samveru, vináttu eða til að sækja til hans stuðning eða leiðsögn. Sverrir var þannig happ fyrir sitt samfélag og fyrir sitt fólk. Lagði ein- att gott til hlutanna hvort sem það var fólgið í því að kenna nemendum sínum, stjórna búfræðibraut við Landbúnaðarháskólann, þjálfa börn og unglinga í knattspyrnu, leggja lið íbúasamtökum á Hvanneyri eða vinna að náttúruverndar- og um- hverfismálum. Við kveðjum gamlan nemanda, samstarfsmann, nágranna og vin til tveggja áratuga sem svo miskunn- arlaust er frá okkur tekinn á besta aldri. Fjölskyldunni vottum við okk- ar dýpstu samúð. Björn Þorsteinsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir. Elskulegur vinur okkar, Sverrir Heiðar Júlíusson, lést þann 12. jan- úar sl. Elsku Sverrir Heiðar, okkur lang- ar að senda þér nokkur orð um sam- verustundirnar á þeim 18 árum sem við erum búin að þekkjast. Fyrstu kynni okkar voru þegar þú varst í búvísindadeildinni og ég í bóksölunni hjá Bændaskólanum á Hvanneyri. Fljótlega tókst með okk- ur góð vinátta, sem efldist með ár- unum. Þú varst alltaf glettinn, já- kvæður og raunsær. Og ef það var eitthvað að hjá mér eða öðrum sagð- ir þú ætíð: „Hvað, þetta er ekkert mál.“ Þegar Emma kom á Hvanneyri með litlu Álfheiði varst þú svo stolt- ur af litlu prinsessunni þinni. Og síð- ar fékkst þú litla prinsinn, hann Birgi Þór, sem þú varst ekki minna stoltur af. Mér fallast hendur að koma í orð það sem mig langar að segja um okkar samvistir við þig og þína fjölskyldu í gegnum árin. Það er svo margs að minnast. T.d. kanínu- matarboðin, sumarbústaðaferðirnar, spilamennskan og allskonar skemmtanir. Þið Emma hafið verið mér svo góð og börnunum mínum, sem nú eru uppkomin í dag og saman hafið þið orðið vinir og félagar í leik og starfi. Elsku Sverrir, takk fyrir þær dýr- mætu og góðu stundir, sem þú gafst okkur. Erfiðri baráttu þinni við ill- vígan sjúkdóm er nú lokið. Guð gefi að nú líði þér vel. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. ( Þórunn Sig.) Elsku Emma, Álfheiður, Birgir Þór, Anna Soffía og aðrir aðstaðend- ur. Guð gefi ykkur styrk og þraut- seigju til að takast á við söknuðinn og sorgina. Þórunn Árnadóttir og fjölskylda. Hann gekk léttstígur vestur göt- una okkar mót kvöldsólinni með boltapokann á bakinu. Var að fara á fótboltaæfingu með krökkunum. Hafði líka umburðarlyndi gagnvart þeim sem ekki héldu með Liverpool. Kom yfir til okkar með nýveiddan lax úr Andakílsá eða sendi mig heim með hann grafinn eftir einhverja samræðustundina þar í Grenitúninu: Færðu Dísu þetta! sagði hann. Sá þegar maðkurinn var lagstur á brekkuvíðinn í garðinum okkar: Á ég ekki að úða hjá ykkur í kvöld þegar lygnir? Og við hjónin hurfum inn í sumarnóttina við lágvært suðið í dælubrúsanum hans. Brekkuvíðir- inn tók gleði sína á ný. Við heyrðum glaðværðina í leik ungu fjölskyld- unnar handan götunnar. Bolta ber af og til yfir limgerðið en miklu ofar er þó sólin sem hellir geislum velþókn- unar yfir leikinn. Kappsöm lífsgleðin smitar yfir götuna. Gleður okkur líka. Löngu fyrr sé ég hann fyrir mér í kennslustofu á Hvanneyri: Sat hann ekki gluggamegin? Hress og æsku- kvikur. Áhugasamur. Dugmikill. Skaut inn glettnum athugasemdum í bland við spurningar og ábendingar sem ýmsar urðu mér, töflumegin við púltið, ofviða. Naut sín í hópnum. Varð enda vinmargur. Ég heyri líka óm af kennarafundi; leggur málum gott til, ögn fljótmæltur er hann því hann ræðir málin aldrei í hálfvelgju, hvorki í sókn né vörn: vanur því úr boltanum með séra Pétri og öðrum Hörgdælum. Hörgdælum já. Þar stóð draumaland hans. Í Hörgárdal átti hann sæla æskudaga, sitt heima, með afa sínum og nafna, að ógleymdri ömmu, sem líka átti hlut í nafni hans. Hver vegur að heiman er vegur heim: veröld þeirra gaf honum visku og festu fyrir lífið. Þaðan spann hann þráð sinn svikalaust til barnanna sinna, ekki bara með létt- um leik heldur sem góð fyrirmynd í öllu dagfari og einstakur félagi þeirra. Stoltur af þeim og mátti sannarlega vera það, svo efnileg og öflug sem þau eru. Föðurarfurinn verður þeim nú styrkur og vísun til vegar þegar illskiljanlegt mein líf- heims hefur með grimmilegum hætti hrifið hann burt úr blóma lífsins, hann sem líka var félagi okkar, ná- granni og vinur. Í vanmætti okkar og skilnings- leysi á gangi tilverunnar biðjum við góðan guð að leiða Emmu og börnin tvö, Álfheiði og Birgi Þór, og ástvin- ina hina alla; að minningarnar góðu um hann og forsögnin hans vinni líka á sorginni. Sverrir Heiðar skildi eftir minningu um góðan dreng; minn- ingu, sem aldrei verður frá okkur tekin. Blessuð sé hún. Bjarni og Ásdís, Lækjartúni. Elsku Sverrir okkar. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú varst okkur miklu meira en bara þjálfari, þú varst okkur góð fyrir- mynd og átt stóran þátt í því hver við erum í dag. Þú varst alltaf hreinskil- inn við okkur án þess að særa nokk- urn mann og hrósaðir okkur öllum alltaf út í eitt. Þú varst mjög metn- aðarfullur þjálfari og gerðir allt fyrir okkur, eyddir miklu af þínum eigin tíma í okkur, sem við metum mikils. Við munum aldrei gleyma þér. Elsku Emma, Álfheiður og Birgir, megi guð fylgja ykkur og styðja á þessu erfiðu tímum. Fyrir hönd þinna fótboltakrakka, með saknaðarkveðju, Birna Ósk Aradóttir. Á grámyglulegu síðdegi fyrir ári síðan keyrði ég fram á vin minn Sverri Heiðar. Stoppaði og bauð honum far. „Sama og þegið, Hella mín,“ svaraði hann, „ef ég ætla að sigra þennan krabbafjanda, veitir mér víst ekki af að safna þreki.“ Ég sat hugsi um stund og fylgdist með manni í bláum kraftgalla ganga til móts við örlög sín. Sigur var ekki unninn í þessu stríði og nú hefur hann kvatt þetta líf, Sverrir Heiðar, vinur minn og samstarfsmaður til fjölda ára, sterkur persónuleiki og leiðtogi. Þó við fæðumst í þennan heim ráð- um við litlu um þann tíma við höfum, en hvernig við nýtum hann, fáum við miklu um ráðið og víst er að Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.