Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Nudd
Frábært nuddtæki
Virkar vel á vöðvabólgur. Aðeins 2500
kr. Nálastungur Íslands ehf. Heilsu-
verndarstöðin við Barónsstíg 47.
www.rikki.is
Símar 561-9400 og 863-0180.
Húsnæði í boði
Til leigu 119 m² íbúð
auk 23 m² bílskúr í raðhúsi í 112 Rvk.
Laus: samkomulag, sanngjörn leiga.
Upplýsingar í síma 431 1881 og
698 2781, best eftir kl. 17.00.
2 herb. íbúð, Kópavogsmegin í
Fossvogsdal
Til leigu 2 herb. 54 m² íbúð Kópavogs-
megin í Fossvogsdal. Laus strax, verð
80 þús. á mánuði. Uppl. í síma
845-0304 / 554-3174 / 693-1404.
Sumarhús
Laugarvatn, nýtt sumarhús
Fallegt nýtt sumarhús til leigu að
Laugarvatni. Svefnpláss fyrir 9
manns. Heitur pottur. Helgin kr. 25
þús., vikan 55 þús. Sími 897-2264.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Stéttarfélag Vesturlands
auglýsir eftir sumarhúsi í Borgarfirði
(helst í Húsafelli) til leigu í allt að eitt
ár. Húsið þarf að vera í góðu standi
með svefnpláss fyrir 6 – 8 manns og
heitum potti. Æskilegt er að húsið sé
fullbúið húsgögnum og öðrum
búnaði. Félagið hefur einnig áhuga á
að leigja sumarbústað á Suðurlandi
frá maí til september.
Upplýsingar gefur formaður í síma
430 0432 eða 894 9804.
Stéttarfélag Vesturlands,
Orlofssjóður.
Iðnaðarmenn
Rafvirkjar
Rafverktaki getur bætt við sig
verkefnum. Nýlagnir, viðgerðir og
breytingar. Sími 893 5214.
Námskeið
Frábært, rafrænt námskeið í
netviðskiptum. Notaðu áhugamál
þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að
skapa þér góðar og vaxandi tekjur á
netinu. Við kennum þér hvernig!
Skoðaðu málið á
http://www.menntun.com
Leirkrúsin- Námskeið í leirmótun
Helgarnámskeið í febrúar - fyrir
byrjendur og lengra komna. Opin
vinnustofa alla virka daga. Uppl. og
skráning hjá leirkrus@leir.is og
s: 661 2179. www.leir.is
Þjónusta
Ljósmyndastofa Gunnars
Ingimarssonar Suðurveri - Stigahlíð
45, sími 553 4852. lgi.is - lgi@lgi.is
Fermingarmyndatökur - Fjölskyldu-
myndatökur - Skilríkjamyndatökur -
Myndatökur fyrir fjölskylduna.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari ætlar að bæta við
sig verkefnum. Inni og úti. Vönduð og
öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð.
Uppl. í síma 897 2318.
Ýmislegt
ÚTSALA
Triumph
Triumph bikiní í úrvali.
Hamraborg 7, 200 Kópavogi,
sími 564 0035,
gengið inn frá Hamrabrekku.
www.aquasport.is
Gæða skór fyrir góða menn.
Úrval af herramokkasíum úr leðri,
skinnfóðraðir og á vönduðum sóla.
Verð: 10.850.- 11.500.- 12.450.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18.
laugard. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Teg. OLIVIA - virkilega haldgóður og
flottur í D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH,J
skálum á kr. 8.850,
Teg. LOTTIE - mjög smart og heldur
vel í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990,
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Bílar
Opel Astra GL-97 vínrauður
Ekinn 106 þ. km. Vetrar- og sumar-
dekk fylgja. Skoðaður í nóv. '08, verð
170.000 kr. Uppl. í síma 659 2801.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla
- akstursmat - kennsla fatlaðra
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla .
8921451/5574975.Visa/Euro.
Húsviðhald
Eruð þið leið á baðherberginu?
Breytum, bætum og flísaleggjum.
Upplýsingar í síma 899 9825.
Stigahúsateppi
Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 533-5800.
Morgunblaðið í
morgungjöf
Farðu inn á
mbl.is/askrift
Farðu inn á
mbl.is og
skráðu þig
Hversu heppinn
getur maður verið að
hafa átt Kittý sem
systur, eina trúverð-
ugustu manneskju
sem hægt er að hugsa sér, systur,
vinkonu og móður í einni og sömu
manneskjunni, sem ekki brást í eitt
einasta skipti. Ekki var verra að hún
var gift Steingrími sem hefur verið
mikil stoð og stytta fyrir mig og
mína fjölskyldu í gegnum árin og
verður honum aldrei fullþakkað, ég
fæ tár í augun er ég hugsa um öll
hans góðverk. Einnig þykir mér afar
vænt um börnin þeirra, Bjarneyju,
Tryggva, Rósu og Jón Þór, ég hef
þekkt þau öll frá fæðingu og auðvit-
að passað þau hérna áður fyrr. Kittý
passaði svo aftur mín börn, en svona
var þetta og þótti ekkert til að tala
um.
Það sem var mjög fyndið við Kittý
var að hún hélt því alltaf fram að hún
væri ekki trúuð kona, en ef hún vissi
um einhvern sem var í vanda var hún
fyrst til að bjóða fram hjálp sína, fór
jafnvel inn í alla skápa hjá sér til að
finna hvað hún gæti gefið af sínu.
Margir fóru frá henni bæði með mat
og annað nýtilegt sem hún naut
virkilega að gefa. Hún lifði nefnilega
eftir boðorðunum, meira en margur
Kristrún Hólmfríður
Jónsdóttir
✝ Kristrún Hólm-fríður Jónsdóttir
fæddist í Reykjavík
11. maí 1934. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
8. janúar síðastliðinn
og var jarðsungin frá
Langholtskirkju 20.
janúar.
sem telur sig mjög
trúaðan gerir. Ég var
kölluð Heimilisköttur-
inn, því að ég var þar
næstum daglega, það
var gott fyrir börnin
að hafa kött því ekki
gátu þau átt venjuleg-
an kött, af því að Rósa
var með astma.
En almáttugur hvað
við Kittý höfum átt
fallegar stundir sam-
an, svo mikil vinátta
og allur hláturinn þeg-
ar við vorum að fíflast,
Jafnvel eftir að hún vissi að hún væri
með sjúkdóm sem að lokum mundi
leggja hana að velli gat hún gantast
með það og sagði bara: „Það er bara
ekkert við þessu að gera og Soffía,
ég banna þér að væla ofan í sængina
mína þegar yfir lýkur.“
Elsku systir mín, hvað ég elska
þig heitt, takk fyrir samveruna. Við
hittumst hinum megin. Að lokum
sendi ég ljóð sem sungið var í jarð-
arför móður okkar.
Þér kæra sendi kveðju
með kvöldstjörnunni blá
það hjarta, sem þú átt,
en sem er svo langt þér frá.
Þar mætast okkar augu,
þótt ei oftar sjáumst hér.
Ó, Guð minn ávallt gæti þín,
ég gleymi aldrei þér.
(Bjarni Þorsteinsson.)
Elsku Steingrímur, Tryggvi,
Badda, Rósa, Jón Þór, barnabörn og
barnabarnbörn. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Soffía og Hafsteinn.
Ljúfsárt er orðið sem kemur upp í
hugann nú þegar komið er að hinstu
kveðju. Það er ljúft er þjáningum
lýkur en sárt að sjá á eftir persón-
unni, kveðja brosin, hláturinn, sam-
tölin og allt það sem tengist henni.
Og ljúfar eru minningarnar um
Kittý frænku okkar, t.d. minningin
um að setjast við eldhúsborðið í Goð-
heimunum „ef maður var stilltur“ og
fá kókómalt með ískaldri mjólk og
ristað franskbrauð með smjöri, eða
annað bakkelsi. Og Kittý varð hálf
miður sín ef uppáhaldssortin var
ekki til. Við systkinin eigum fleiri
minningar um Kittý sem okkur þyk-
ir afar vænt um og langar til að deila
með öðrum.
Jórunn: Ég man nettar skammir
þegar ég var hesturinn hans Nóna
(Jón Þór) þar sem hún hafði áhyggj-
ur af að bakið á mér myndi skaðast,
hve stolt ég var þegar hún leyfði
mér að halda á honum, ég held að ég
hafi verið fjögurra ára og hve hún
samgladdist mér þegar í ljós kom að
ég myndi eignast barn eftir allt sam-
an.
Lalli: Ég minnist Kittýjar fyrir
gjafmildi og hreinskiptni. En ef
þakka átti fyrir sig mátti það eig-
inlega ekki, það var eins og það væri
svo sjálfsagt að gefa og henni væri
gerður greiði með því að „hirða
þetta drasl“. Ég var nú ekki barna
stilltastur á unga aldri og lenti til
dæmis í því að klessukeyra bílinn
sem þau Steingrímur áttu. Og ým-
islegt annað gerði ég sem ekki var
fullorðna fólkinu alveg að skapi. Það
er mér því minnisstætt þegar Kittý
hótaði að flengja mig svo að rassinn
á mér færi upp í loftið og ég sá alltaf
rassinn uppi í loftinu fyrir mér.
Lilja: Fyrst má nefna peysurnar
sem Kittý prjónaði á mig og mér
fannst sem hér ætti ég ömmu. En
þannig upplifði ég Kittý, sem ömmu.
Ég vildi óska að ég hefði getað sagt
henni hve glöð ég er yfir að hún
skyldi koma í brúðkaupið mitt eins
veik og hún var orðin. Ég vildi líka
að hún hefði náð að sjá son minn.
Í fyrra áttum við Badda ógleym-
anlega stund með henni en hún
ákvað að kenna okkur að baka hina
frægu Kittýjarköku. En svo vildi
hún engan veginn smakka kökuna
góðu því henni þótti hún vond …
Það fór reyndar illa fyrir uppskrift-
inni því hún lenti í þvottavélinni. Svo
jólin í ár urðu dálítið skrýtin því eng-
in var Kittýarkakan.
Öll: Það voru bara engin jól fyrr
en Kittýjarkaka – kaka sem Kittý
bakaði alltaf handa okkur – var
komin í hús. Jólin og Kittý tengdust
ekki bara í gegnum kökur. Hið ár-
lega jólaboð hjá Jóu ömmu og afa í
Fossvoginum kemur sterkt inn og
það brást ekki ár eftir ár að Kittý
þótti börnin vera allt of hávær. Mik-
ið var nú gott þegar við sluppum úr
þeirri deild!
Við vitum ekki hvort Kittý gerði
sér nokkra grein fyrir því hve mikið
öryggi hún veitti okkur systkinun-
um með því einu að vera til en að
eiga hana að var eins og að eiga
aukaömmu. Það er erfitt að hugsa til
þess að nú sé ein kjölfestan í lífinu
horfin en að eiga svona minningar
fær mann til að brosa í gegnum tár-
in. Hvíldu í friði, okkar kæra frænka
(amma).
Elsku Steingrímur, Badda,
Tryggvi, Rósa, Jón Þór og aðrir að-
standendur.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur,
Jórunn, Lárus, Lilja
og fjölskyldur.
Elsku Kittý mín. Ég man svo vel
eftir góðu tímunum í Goðheimunum,
við systkinin og mamma að koma í
heimsókn. Í þá daga komum við að
ég held bara daglega í heimsókn.
Kittý mín, þú varst okkur sem
amma því Bjarney amma dó svo
ung. Ég hugsa með hlýhug um allar
peysurnar sem þú prjónaðir bæði á
mig og börnin mín.
Ég man hvað þú bakaðir góðar
kökur og slóst upp allavega tveimur
ef ekki fleiri veislum fyrir mig. Ég
man líka þegar þú gafst mér mjólk.
Hún var svo köld að ég hríðskalf því
ísskápurinn kældi svo vel. En af ein-
stakri natni geymdir þú alltaf mjólk-
ina á borðinu um leið og ég kom til að
ég fengi volga mjólk. Ég man þegar
þið mamma voruð að setja perm-
anent hvor í aðra, hvað þið gátuð
hlegið og grínast. Og hvað þú reynd-
ist mömmu góð vinkona og í raun
mamma. Eins og mamma orðar það,
enginn stóð eins þétt með henni eða
sýndi henni jafn mikla hlýju og þú en
hún var aðeins þriggja ára þegar
móðir ykkar dó.
Kittýjar-kakan, nammi namm.
Það var einstök upplifun að fá að
vera með þér í desember 2007. Við
Lilja komum til þín og fengum að
læra hvernig Kittýjar-kaka væri bú-
in til. Það var skrítið að þessi jól,
2008, var engin Kittýjar-kaka sem
var svo sannarlega táknrænt fyrir
þennan missi en nú ertu komin á
stað þar sem þér líður betur.
Elsku Steingrímur, Tryggvi,
Badda, Rósa, Jón Þór, barnabörn og
barnabarnabörn, við fjölskyldan
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Bjarney Oddrún Hafsteins-
dóttir og fjölskylda.
Fyrir meira en hálfri öld varð til
vináttusamband ungra íslenskra
manna í öðru landi. Eftir að heim var
komið, og við þessir ungu menn bún-
ir að festa ráð okkar, treystum við
vináttuböndin með því að hittast
reglulega til skiptis hver heima hjá
öðrum og hafa þessir fundir staðið
fram á þennan dag. Á fundunum
kom það í hlut eiginkvenna okkar að
dekra við okkur og láta okkur líða
vel. Þannig kynntumst við Krist-
rúnu. Hún var kona Steingríms og