Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 42
er lengi að semja og verk samanstendur jafvel af
um 80 hljóðfæraröddum. Slík verk hafa fengið
fleiri punkta meðan verk eins og sönglög, með ein-
földum undirleik, hafa fengið færri. Það sem lagt
hefur verið til grundvallar matinu er eingöngu
umfang verksins og tímalengd. Með því er alls
ekki verið að leggja neins konar listrænt mat á
tónsmíðarnar, enda er það afstætt.“
Óánægja meðal sumra félaga í FTT
Þetta fyrirkomulag olli óánægju meðal sumra
þeirra sem semja léttari tónlist, sem flestir eru í
FTT, en þess ber að geta að bæði fólk í TÍ og í ut-
anfélagahópnum semur líka létta tónlist og eru öll
verk metin á sömu forsendum óháð félagsaðild.
Kjartan segir að ekki séu allir á sama máli innan
FTT, þar sem þeim fari fjölgandi í því félagi,
sem semji verk í stærri formum..
„Að undanförnu hafa farið fram við-
ræður félaganna innan STEFs um
þetta mat, og fram komið tillögur um
að leggja núverandi úthlutunarkerfi
niður,“ segir Kjartan og bætir við að
það hefði verið á skjön við það sem
erlendis gerist; þar hafi matskerfin
ekki verið aflögð, en þróuð og betr-
umbætt í takt við tímann. „Það er
eðlilegt, að eftir því sem tónlistar-
umhverfið breytist og þróast, þá
breytist slíkar reglur með. Þegar á
viðræðurnar leið, kom í ljós að
ágreiningsefni milli FTT
og TÍ voru ekki mikil.
Fjárhagslega skiptir
þetta ekki svo miklu
máli og það að til-
tekið tónverk hafi
verið metið til
margra punkta og því
hærri greiðslna, þýðir
ekki að greiðslur
vegna annarra tón-
verka skerðist sem því
nemur. Punktarnir eru
bónus, og í því sambandi
skiptir máli hvernig
greiðslur skiptast á milli
íslenskra og erlendra
tónskálda. Meir en
helmingur allra tekna
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
KJARTAN Ólafsson tónskáld, sem jafnframt er
formaður Tónskáldafélags Íslands, TÍ og varafor-
maður STEFs, hafnar því að regluverk STEFs,
Samtaka tónskálda og eigenda flutningsréttar,
mismuni tónskáldum eftir því hvers konar tónlist
þau semji, og jafnframt sé það fjarri sanni að tón-
list sé metin æðri eða óæðri eftir því hvort um er
að ræða popptónlist eða svokallaða alvarlegri tón-
list. Um málið hefur verið rætt í fjölmiðlum að
undanförnu eftir að félagar í FTT, Félagi tón-
skálda og textahöfunda gagnrýndu svokallað
punktakerfi, matskerfi sem notað hefur verið til
að meta tónsmíðar til greiðslna og úthlutað er eft-
ir fyrir spilun tónlistar á Íslandi. Kjartan segir
rangfærslur hafi verið í fréttaflutningi af
málinu, því hvorki hafi verið um stríð
að ræða, né sigur. Félagar í TÍ eiga
fjölmargir verk í léttari flokkum,
þar á meðal sönglög og popplög.
Á sama hátt eiga félagar í FTT
sumir hverjir verk í þyngri
flokkum, svosem djass, kamm-
er- eða sinfónísk verk. Að
STEFi eiga þrír hópar aðild.
Auk FTT, sem að uppistöðu er
félag popparanna er það TÍ, en
þriðji hópurinn samanstendur af
rétthöfum utan félaganna
og í þeim hópi eru tón-
skáld, textahöfundar og
erfingjar látinna tón-
skálda.
„Punktakerfið er
nokkurs konar bón-
uskerfi fyrir þær
tónsmíðar sem
kosta meiri
vinnu og eru
viðameiri,“
segir Kjart-
an. „Þetta á
við til
dæmis um
verk fyrir
sinfón-
íuraddir, þar
sem tónskáld
STEFs af stefjöldum fer til útlanda, vegna þess að
hér er líka spiluð útlensk tónlist, og STEF inn-
heimtir þau gjöld fyrir fyrir samtök erlendra rétt-
hafa.“
Kjartan ítrekar að fjárhagslega skipti punkta-
kerfið ekki máli fyrir tónskáld, því um litlar upp-
hæðir sé að ræða. „Þá stóð það eftir, að ástæðan
fyrir því að sumir vildu breyta punktakerfinu, var
frekar huglæg. Mönnum fannst óréttlátt að vera
settir í ákveðinn flokk, þannig að þetta var meira
tilfinningalegs eðlis. Þegar búið var að finna út
hver ásteytingarsteinn var, reyndist ekki erfitt að
leysa málin. Ef menn búa við kerfi sem þeim
finnst óréttlátt, er sjálfsagt að breyta því.“
Tónskáldin standa jöfn frá upphafi
Samkvæmt samkomulagi milli aðildarfélaga
STEFs verður punktakerfið tekið úr sambandi og
öll verk metin jöfn. Tónskáld geta þó óskað eftir
mati telji þau verk sín það umfangsmikil. „Það er
réttlátt sjónarmið. Með þessu er einungis komið í
veg fyrir að matið sé sjálfvirkt. Það mikilvæga er,
að allt gengur jafnt yfir alla, óháð því hvaða félagi
þeir tilheyra, og þannig hefur það verið. Tón-
skáldum hefur ekki verið mismunað eftir félögum,
þótt því hafi verið haldið harkalega fram.“
En hverjar eru þær upphæðir sem um er rætt,
og Kjartan segir að ekki hafi skipt miklu máli í
vasa tónskálda. „Þetta er 1,5 milljón á ári, sem
deilist niður á tónskáldin öll, 2000 manns.“
Ekkert stríð, enginn sigur
Punktakerfi STEFs verður aftengt Tónskáldum hefur ekki verið og verður
ekki mismunað eftir félagsaðild, segir formaður TÍ Öll verk verða metin jöfn
Punktakerfið byggist upp á lengd verka og
umfangi. Punktar eru gefnir fyrir mín-
útufjölda, en auk þess er innbyggt í kerfið að
því viðameira sem verkið er, því fleiri punkta
fær það. Því fleiri punkta sem tónverk er met-
ið á, því hærri verður greiðslan frá STEFi fyrir
flutning á útvarpsstöðvum og annars staðar.
Með nýja samkomulaginu verður punkta-
kerfið tekið úr sambandi, og öll verk standa
jöfn í mati. Hvert og eitt tónskáld, óháð fé-
lagsaðild, getur þó farið fram á mat á verki
sínu, telji það verkið verðskulda það vegna
umfangs, út frá því matskerfi sem áður var til
staðar.
Hvernig eru tónverk metin?
42 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
BANDARÍSKA
barnabóka-
forlagið Scolastic
Inc. hefur meðal
annars gefið úr
bókaraðirnar um
Harry Potter og
er atkvæðamikið
í útgáfu skóla-
bóka. Að sögn
The New York
Times er Scolas-
tic nú sakað um að nota bóka-
klúbba, sem börn í Bandaríkjunum
geta verið meðlimir í innan skól-
anna, til að auglýsa tölvuleiki,
barnaskartgripi, leikfangabíla og
annars konar vörur.
Þrýstihópur sem kennir sig við
„auglýsingalausa æsku“ segist hafa
kannað fréttabréf Scolastic og kom-
ist að því að þriðjungur hlutanna
sem boðnir eru séu annaðhvort ekki
bækur eða bækur sem eru seldar
með öðrum hlutum.
Talsmaður hópsins segir að þeim
hafi borist kvartanir um að verið
væri að selja börnum leikföng og
snyrtivörur í nafni bókaklúbbs sem
væri leyfður í skólastofum. „Að fá
að kynna vörur í skólum er forrétt-
indi, ekki sjálfsagður réttur,“ segja
þau.
Forstjóri bókaklúbba Scolastic
segist samþykkja allt sem boðið er
til sölu í klúbbunum. Hluti af því sé
t.d. bækur sem eru seldar með
litlum límmiðum, sem eiga að hvetja
börn sem „eru ekki hefðbundnir les-
endur“ til að taka sér bók í hönd.
Auglýsa
í skólum
Forlagt sagt auglýsa
í barnaklúbbi
Harry Potter Gef-
inn út af Scolastic.
BANDARÍSKA
leikkonan Jane
Fonda lék síðast
á sviði árið 1963,
þegar hún var 25
ára gömul. Núna,
meira en 45 árum
síðar, stígur hún
á svið að nýju, er
hún leikur í verk-
inu 33 Variations
efir Moises Kaufman á Broadway,
leikriti sem fjallar um sköp-
unarmátt listamanna undir lok æv-
innar.
Fonda, sem er orðin 71 árs gömul,
lék í fyrsta sinn fyrir framan áhorf-
endur í gærkvöldi, í röð forsýninga
á verkinu. Í viðtali í The Guardian
segir leikonan, sem hefur hlotið
tvenn Óskarsverðlaun, fyrir The
Klute, árið 1971, og Coming Home,
árið 1978, að hún líti á fjögurra og
hálfs mánaðar sýningatímabilið sem
er framundan sem mikið ævintýri.
„Þannig kýs ég að hugsa um það.
Ég gæti verið dauðhrædd. Ég
meina, átta sýningar á viku eftir 45
ár! En ég lít á þetta sem áskorun.“
Fonda lék á sínum tíma í fjórum
Broadway-sýningum en fylgdi síðan
í fótspor föður síns, Henrys Fonda,
inn í heim kvikmyndanna. Hún sló í
gegn í Cat Ballou, árið 1965, og varð
enn frægari sem Barbarella þremur
árum síðar.
Þegar Fonda hafði samþykkt að
snúa aftur á sviðið benti enn eldri
vinur hennar henni á að á þessum
aldri ætti fólk að setjast í helgan
stein. „Ég er því ekki sammála,“
segir Fonda og bætir við að hún sé
að skrifa bók, sem mun heita The
Third Act: Entering Prime Time.
Fonda
aftur á svið
Jane Fonda
GAMMABLOSSAR er ný fyr-
irlestraröð í Reykjavíkuraka-
demíunni. Fyrirlestrar verða
mánaðarlega, og í dag kl. 12.05
ríður dr. Gunnþóra Ólafsdóttir
á vaðið með fyrirlestur sem
hún kallar „Náttúrutengsl og
upplifanir ferðamanna á Ís-
landi. Fjögur tengslamynstur
vellíðunar.“ Þar kynnir Gunn-
þóra niðurstöður doktorsverk-
efnis, rannsóknar á heilunar-
áhrifum ferðalaga um náttúruna. Breskir
ferðamenn í tveimur skipulögðum hópferðum til
Íslands voru til rannsóknar. Kannað var ferlið frá
draumi ferðamannsins um að fara í ferðina, ferða-
lagið sjálft og aftur heim í hið venjubundna líf.
Hugvísindi
Náttúrutengsl
og vellíðun
Dr. Gunnþóra
Ólafsdóttir
STOPPLEIKHÓPURINN
sýnir í kvöld í Leikhúsinu,
Funalind 2 í Kópavogi, nýtt ís-
lenskt leikrit byggt á lífi og
ljóðum Hjálmars Jónssonar í
Bólu, Bólu-Hjálmars. Sýningin
hefst kl. 20. Verkið nefnist:
Brunað í gegnum Bólu-
Hjálmar en það var frumsýnt í
maí sl. í Iðnó. Hefur það síðan
verið á leikferð um landið þar
sem sýningar fóru fram bæði í
grunnskólum og á hjúkrunarheimilum eldri borg-
ara. Nú gefst almenningi því tækifæri til að berja
verkið augum. Höfundar verksins eru Ármann
Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sig-
urgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
Leiklist
Bólu-Hjálmar
í Funalind 2
Hjálmar
Jónsson
STÓRSVEIT Reykjavíkur
heldur tónleika í Iðnó í kvöld
kl. 20.30. Stjórnandi og höf-
undur tónlistar á þessum tón-
leikum verður Nikolaj Bent-
zon, fyrrverandi píanóleikari
og aðalstjórnandi Stórsveitar
danska ríkisútvarpsins. Í tón-
list sinni leitar Bentzon áhrifa í
arabískri tónlist en slíkt verður
teljast mjög óvenjulegt í djass-
tónlist. Jass- og funktónlist
blandast því ýmsum arabískum straumum í ein-
stakri efnisskrá eins af fremstu tónlistarmönnum
Dana. Nikolaj Bentzon lék með Stórsveit danska
ríkisútvarpsins frá 1990 og stjórnaði frá 2001.
Hann leiðir einnig fleiri eigin hljómsveitir.
Tónlist
Danskur djass með
arabískum ilmi
Nikolaj
Bentzon
VÖNDUÐ verk eftir nokkra
kunnustu myndlistarmenn þjóð-
arinnar voru boðin upp hjá Gallerí
Fold á mánudagskvöldið. Dýrasta
verkið sem seldist var Miðsum-
arnótt, olíumálverk frá árinu 1944
eftir Svavar Guðnason, sem var
slegið kaupanda á 4,4 milljónir
króna.
Tryggvi P. Friðriksson upp-
boðshaldari sagði uppboðið hafa
gengið vel, en um 80 af 92 verkum
seldust.
Meðal annarra verðmætra
verka sem seldust má nefna mál-
verk eftir Nínu Tryggvadóttur
sem var slegið á 1.350.000 krónur
en var metið á um tvær milljónir,
abstraktverk eftir Þorvald Skúla-
son frá árinu 1962 var slegið á eina
og hálfa milljón, á matsverði, tvö
verk eftir Kristján Davíðsson seld-
ust á 650.000 og 800.000, þau voru
metin á 1,6 og 1,2 milljónir, og
módelmynd eftir Gunnlaug Blön-
dal var slegin kaupanda á 950.000,
sú var metin á 1,6 milljónir.
Tryggvi segir þetta hafa verið
gott uppboð og fínar myndir sem
voru að koma inn.
„Í fljótu bragði sýnist mér þetta
hafa verið bærilegt. Sum aldýr-
ustu verkin fóru ekki en annað
seldist,“ segir hann.
„Þau verk sem voru metin undir
milljón seldust langflest. Þá seld-
ust verkin í ódýrari kantinum, upp
að hálfri milljón króna, öll. Á því
hefur ekki orðið nein breyting á
síðustu uppboðum. Verk sem eru
komin vel yfir milljón seljast hins
vegar verr.“
Húsfyllir var á uppboði Gallerís
Foldar á mánudagskvöld en þeir
sem buðu í dýrari verkin nýttu sér
margir símatæknina og voru fjar-
staddir.
Ofan á verð á uppboðum sem
gefin eru við hamarshögg bætist
uppboðsgjald, 10%, og höfund-
arréttargjald, sem er 5-10%, eftir
verði verksins. efi@mbl.is
Svavar á 4,4 milljónir
Abstrakt Verk eftir Þorvald Skúlason var
slegið kaupanda á 1,5 milljónir króna.
„Gott uppboð“
segir Tryggvi Frið-
riksson í Gallerí Fold
Það var ákveðið að
svissa nafni sveitar
og nafni plötunnar til að
koma í veg fyrir útgáfutafir
og aukinn kostnað.44
»
Morgunblaðið/Golli
Kjartan Ólafs-
son Ekki erfitt
að leysa málin.