Morgunblaðið - 11.02.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.2009, Blaðsíða 46
46 Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is BASSALEIKARINN Orlando „Cachaíto“ Ló- pez, sem lést í vikunni, var tónlistarleg kjöl- festa í félagsskapnum sem kallaðist Buena Vista Social Club; hljómsveit tónlistarmanna sem voru upp á sitt besta á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar en sneru svo aftur í sviðs- ljósið eftir nærfellt hálfrar aldar þögn og lögðu heiminn að fótum sér. Til fyrir tilviljun Ævintýrið hófst þegar bandaríski gítarleik- arinn Ry Cooder hélt til Kúbu að taka upp plötu með senegölskum tónlistarmönnum. Málin þróuðust þó á annan veg og svo fór að Cooder ákvað að leita til gamalla tónlistar- manna sem horfið höfðu úr sviðsljósinu ára- tugum áður. Meðal þeirra sem hann fékk til liðs við sig var bassaleikarinn snjalli Orlando Cachaíto López, náfrændi hins goðsagna- keppna bassaleikara Israel „Cachao“ López sem samdi lagið Buena Vista Social Club, en Cachaíto þýðir einmitt litli Cachao. Cachaíto, sem fæddist 1933, ætlaði sér alltaf að verða fiðluleikari, en afi hans lagði hart að honum að læra á bassa, enda hefð fyrir því í fjölskyldunni – sagan segir að það hafi verið 30 bassaleikarar í ættinni. Hann byrjaði því að plokka selló og síðan fullvaxinn kontrabassa þegar hann hafði líkamsburði til þess. Cachaíto er talinn meðal upphafsmanna descarga, bræðings af djassi og kúbutakti, og spilaði með ýmsum helstu hljómsveitum Kúbu á sinni tíð, þar á meðal Irakere sem margir þekkja. Ljúfur í viðkynningu og þægilegur Cachaíto spilaði með Buena Vista-hópnum í nokkur ár, var meðal annars á öllum plötum sem gefnar voru út undir því nafni, og fór um heiminn með ýmsum þeim Buena Vista-liðum, sem spreyttu sig í sólóferli, til að mynda með Omara Portuondo og Ibrahim Ferrer. Hann sinnti einnig sólóferli samhliða, gaf út fína plötu fyrir nokkrum árum, Cachaíto, og fór síðar um heiminn með trompetleikaranum Guajiro Mirabal, básúnuleikaranum Aguajé Ramos og gítarleikaranum Manuel Galbán. Þá hljómsveit sá ég spila í Lundúnum fyrir nokkrum árum með Cachaíto sem klettinn í hljómsveitinni. Ég hitti hann svo eftir tón- leikana; ljúfur í viðkynningu og þægilegur og gerði lítið úr tónlistarhæfileikum sínum, tón- listin kæmi af sjálfu sér og því engin kúnst að spila hana. Kjölfestan í Buena Vista Social Club Bassaleikarinn snjalli Orlando „Cachaíto“ López lést í vikunni – sjötíu og sex ára að aldri Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Orlando López Sagður ljúfur og þægilegur. í dag 11. febrúar kl. 20.00 2 fyrir 1 MasterCard korthafar fá tvo miða á verði eins í dag 11. febrúar kl. 20.00 í Laugarásbíói, Smárabíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri greiði þeir með kortinu. Meira á www.borgun.is/bio LEIKKONAN Katherine Heigl hefur ákveðið að hætta að leika í sjónvarpsþátt- unum Grey’s An- atomy til þess að einbeita sér að kvikmyndaferli sínum. Heigl sló í gegn í myndinni Knocked Up þar sem hún lék á móti hinum ómót- stæðilega Seth Rogen. Hún náði svo að fylgja eftir þeim vinsældum með gamanmyndinni 27 Dresses. Heigl hefur leikið Dr. Isobel Izzie Stevens í 90 þáttum, eða frá 2005 – 2009. Leikarinn T.R Knight, er leikur Dr. Georg ÓMalley hefur einnig ákveðið að yfirgefa þættina. Leik- ararnir eru víst bestu vinir og eiga víst að hafa reynt að finna leiðir til þess að komast hjá skyldum sínum við þættina í einhvern tíma. Næst sjáum við Katherine Heigl í gamanmyndinni The Ugly Truth. Hættir í Grey’s Anatomy Katherine Heigl Fegin að losna. ÞAÐ lítur út fyr- ir að það sé ekki alltaf jafn gaman „að gista hjá KFUM!“ eins og segir í laginu YMCA því fyrr- verandi for- söngvari The Vil- lage People, Victor Willis, hefur kært núverandi rétthafa að nafni sveitarinnar fyrir að misnota ímynd sína. Willis, er klæddist ávallt lögreglubúningi, segir fram- leiðslufyrirtækið sem á réttinn að nafni sveitarinnar hafa notað myndir af sér og rödd sína í leyf- isleysi til að kynna tónleika hinnar uppfærðu Village People. Hann fer fram á peningabætur auk þess sem hann vill fá lögbann á að efni þar sem hann kemur fram verði notað. Willis er einn þeirra sem sömdu slagarann klassíska YMCA er sló svo eftirminnilega í gegn árið 1979 og hefur verið eftirlæti samkyn- hneigðra æ síðan. Hann hætti árið 1983. Löggan kærir Victor Willis Í LJÓSI þess að tónlistarmennirnir sem skipuðu hljómsveitina Buena Vista Social Club voru upp á sitt besta á fimmta áratug síðustu aldar kemur varla á óvart að þeir séu teknir að týna tölunni. Manuel „Puntillita“ Licea  Söngvari. Hann lést 4. desember 2000, sjötíu og þriggja ára gamall. Compay Segundo  Gítarleikari, söngvari og lagasmiður (samdi meðal annars lagið Chan Chan sem allir þekkja sem þekkja Buena Vista Social Club). Hann lést 13. júlí 2003, níutíu og fimm ára gamall. Rubén González  Píanóleikari. Hann lést 8. desember 2003, áttatíu og fjögurra ára gamall. Ibrahim Ferrer  Söngvari - allir þekkja Dos gardenias og Silen- cio sem hann söng með Omara Portuondo. Hann lést 6. ágúst 2005, sjötíu og átta ára gamall. Pío Leyva  Söngvari og lagasmiður. Hann lést 22. mars 2006, sjötíu og þriggja ára gamall. Orlando „Cachaito“ López  Bassaleikari og sá eini ofangreindra sem var á öllum Buena Vista-plötunum. Hann lést 9. febr- úar sl. sjötíu og sex ára gamall. Horfnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.