Morgunblaðið - 11.02.2009, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009
TÍSKUSTRAUMAR í barnabókum
eru nokkuð fyrirsjáanlegir; þegar
galdrastrákur
slær í gegn snjó-
ar inn bókum um
slíka hnokka (og
hnátur líka til að
skera sig aðeins
úr). Að sama
skapi fjölgaði
drekabókum
gríðarlega í kjöl-
far langlokunnar
um Eragon og Saphira og líka bók-
anna vinsælu um Temeraire.
Ein slíkra bóka er sú sem hér er
gerð að umtalsefni og segir frá ungri
stúlku í landi sem svipar um margt
til Kína fyrri alda. Hún hefur dulbú-
ist sem piltur til að forðast þrældóm
og þrengingar og er í læri hjá manni
sem vill gera hana að þjóni eins
drekanna tólf sem verndað hafa kon-
ungdæmið í gegnum árin. Margt fer
öðruvísi en ætlað er og það er ekki
fyrr en stúlkan gengst við því að
vera stúlka sem hjólin taka að snú-
ast. Bókin er hressilega skrifuð, nóg
af blóði og dauða, djöfulgangi og lát-
um og meira að segja léttkrydduð
erótík. Víst hefði hún getað verið
styttri og sumt í fléttunni er full-
einfalt fyrir minn smekk þó það
gangi væntanlega betur í börn og
ungmenni. Höfundur veltir líka upp
forvitnilegum hliðum á því að vera
stúlka í dulargervi pilts og þá ekki
síst þegar Eon (Eona) er kominn inn
á gafl hjá keisaranum.
Galli við bókina er fulleinfaldar
fléttur, eins og getið er, en líka hve
persónur eru einsleitar, ýmist al-
vondar eða algóðar, þó hún taki
reyndar skemmtilega óvæntan
snúning í lokin sem lofar góðu um
framhaldið.
Hnokkinn
hnáta
Eon - Rise of the Dragoneye eftir Alison
Goodman. Dave Fickling Books gefur út.
430 bls. ób.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Associate - John Grisham
2. The Host - Stephenie Meyer
3. The Story of Edgar Sawtelle -
David Wroblewski
4. Plum Spooky - Janet Evanovich
5. What I Did For Love - Susan
Elizabeth Phillips
6. Dark of Night - Suzanne Brock-
mann
7. Agincourt - Bernard Cornwell
8. Black Ops - W. E. B. Griffin
9. The Guernsey Literary and
Potato Peel Pie Society - Shaf-
fer & Barrows
10. A Darker Place - Jack Higgins
New York Times
1. The Miracle at Speedy Motors -
Alexander McCall Smith
2. Revolutionary Road - Richard
Yates
3. The Other Hand - Chris Cleave
4. The Reader - Bernhard Schlink
5. The Secret Scripture - Sebast-
ian Barry
6. The Blood Detective - Dan
Waddell
7. The Gargoyle - Andrew
Davidson
8. Wetlands - Charlotte Roche
9. When Will There be Good
News? - Kate Atkinson
10. Remember Me? - Sophie
Kinsella
Waterstone’s
1. New Moon - Stephenie Meyer
2. Careless in Red - Elizabeth
George
3. The Reapers - John Connolly
4. The Broken Window - Jeffery
Deaver
5. The Sagas of the Icelanders -
Ritstj. Jane Smiley
6. Twilight - Stephenie Meyer
7. Change of Heart - Jodi Picoult
8. The Bourne Betrayal - Eric van
Lustbader
9. Independent People - Halldór
Laxness
10. The Tales of the Beedle Bard -
J.K. Rowling
Eymundsson
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Í HUGA manna er Hinrik VIII. Englandskonungur
bráðlyndi harðstjórinn sem sendi tvær ungar eig-
inkonur og ótal vitra ráðgjafa sína á höggstokkinn.
En það var annar Hinrik, ungur prins og konungur
sem var réttlátur, greindur, vel menntaður, list-
hneigður og afburða íþróttamaður.
Sérfræðingur í Tudorum
Það er breski sagnfræðingurinn David Starkey
sem dregur upp þessa mynd, sem lítið hefur farið
fyrir, í bók sinni um Hinrik VIII., Henry – Virtuous
Prince, sem gefin er út í tilefni af því að á síðasta ári
voru 500 ár liðin frá því Hinrik settist í stól Eng-
landskonungs. Starkey er þó ekki að leita fyrir sér á
nýjum slóðum því hann er sérfræðingur í Tudor-
tímabilinu, hefur áður skrifað bók um sex eiginkonur
Hinriks og dóttur hans Elísabetu I. og gert sjón-
varpsþætti um sama efni. Starkey er þakkað það að
hafa breytt sýn manna á Önnu Boleyn, móður El-
ísabetar I., sem Hinrik lét hálshöggva, en Starkey
telur hana hafa verið snjalla stjórnmálakonu og
leiftrandi hugsuð. Í framhjáhlaupi má geta þess að
Starkey, sem hefur ekki dálæti á nútímakóngafólki,
hneykslaði marga þegar hann kallaði Elísabetu II.
ómenntaða húsmóður og líkti menningarsjónarmiðum
hennar við hugmyndir Josefs Göbbels.
Prins í kvennaheimi
Starkey segir bókina um Hinrik VIII. eiga að vera
fyrra bindið af stóru verki. Þegar þessu fyrra bindi
lýkur er Hinrik enn ungur að árum og í hjónabandi
með fyrstu eiginkonu sinni af sex og virðist vera hin
geðugasti maður.
Hinrik var tæplega átján ára þegar hann varð kon-
ungur. Fram að þeim tíma hafði hann að mestu lifað
og hrærst í heimi sem var skapaður af konum. Móðir
hans og systur voru þær manneskjur sem stóðu hon-
um næst og hann var fjarlægur föður sínum og Arth-
ur bróður sínum. Höfundur leggur mikið upp úr að
lýsa því umhverfi sem Hinrik ólst upp í. Honum tekst
ekki eins vel að vekja persónur verksins til lífsins og
þær verða því allan tímann nokkuð fjarlægar. Þetta
er helsti galli bókar sem er þó um margt athygl-
isverð.
Í bókinni er sjónum beint að hinum góða Hinriki
og verkið er því að nokkru leyti hetjusaga. Persónu-
leiki Hinriks gjörbreyttist með árunum og hann varð
grimmur og hefnigjarn harðstjóri. Starkey mun
skýra hvernig það gerðist í næsta bindi. Síðasti kafli
þessarar bókar nefnist Wolsey en þar er sagt frá hin-
um volduga ráðgjafa Hinriks. Höfundur segir að það
hafi verið Wolsey sem sýndi Hinriki fram á hvað
hann gæti gert sem konungur en ekki hvað hann ætti
að gera. Wolsey hafi því átt þátt í að skapa hinn
vonda Hinrik sem sagan þekkir svo vel.
Forvitnilegar bækur: Ný sýn á Hinrik VIII.
Góði prinsinn
Hinrik á þrítugsaldri Þá voru óheppileg áhrif helsta
ráðgjafa hans, Wolsey kardinála, farin að segja til sín.
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
AUKASÝNINGA
R Á
VINSÆLUSTU M
YNDINNI
FRÁ FRANSKR
I HÁTÍÐ
Refurinn
og barnið
m. ísl. texta
Fyrsti kafli
Underworld myndanna.
Hrikalegri og flottari
enn nokkru sinni fyrr!
550 kr. fyrir b
örn
650 kr. fyrir f
ullorðna
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI
- S.V., MBL
- DÓRI DNA, DV
650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
HÖRKUSPENNANDI MYND
ÚR SMIÐJU LUC BESSON
650k
r.
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
He´s Just Not That Into You kl. 8 MasterCard fors. - 2 fyrir 1 LEYFÐ
Bride Wars kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Revolutionary Road kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára
Underworld 3 kl. 10:30 B.i. 16 ára
Seven pounds kl. 5:30 LEYFÐ
Australia kl. 8 B.i. 12 ára
Taken kl. 6 - 10:45 B.i. 16 ára
Frá leikstjóra The Hours og Billy Elliott
BRÁÐSKEMMTILEG MYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Þegar tvö brúðkaup lenda upp á sama
daginn fara bestu vinkonur í stríð!
Frábær
gamanmynd!
Hve langt myndir þú ganga
til að varðveita leyndarmál?
650k
r.
Hrikalegri og flottari
enn nokkru sinni fyrr!
3650
kr.
650k
r.
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
He´s just not that... kl. 8 MasterCard forsýning - 2 fyrir 1 LEYFÐ
Bride Wars kl. 10:15 LEYFÐ
Skógarstríð 2 kl. 6 550 kr. f. börn, 650 kr. f. fullorðna LEYFÐ
Underworld 3 kl. 10:10 B.i.16 ára
Villtu vinna milljarð kl. 8 B.i.12 ára
Sólskinsdrengurinn kl. 6 LEYFÐ
The Reader kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.14 ára
Valkyrie kl. 8 - 10:30 B.i.12 ára
Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 - 8 -10:10 LEYFÐ
Refurinn og barnið ísl. texti kl. 6 LEYFÐ
Revolutionary Road kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 LEYFÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
2 fyrir 1 ef greitt er
með MasterCard
650k
r.
650k
r.
Bráðfyndin rómantísk gamanmynd sem
sviptir hulunni af samskiptum kynjanna
2 fyrir 1 ef greitt er
með MasterCard