Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 49

Morgunblaðið - 11.02.2009, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2009 ÉG ræddi um það á dögunumí Ljósvakapistli hversugjarn ég væri á það að stilla á Gullbylgjuna 90,9. Ég geri þetta oft á morgnana heima og þegar ég er að keyra, er vísvitandi að sækja í einhvern einfaldleika. Þarna getur maður gengið að mörgum af helstu perlum dægurlagatónlistarinnar vísum, hvort heldur með Bítlum, El- ton John, Faces, Supremes, Jim Croce og svo mætti lengi telja. Smellir, slagarar og gullmolar all- an sólarhringinn. Þannig rúllar þetta og ekkert kjaftæði, engin dagskrárgerð og ekkert bull. Ja … eða svona næstum því.    Þannig er nefnilega að sambandmitt við stöðina eftir svona mikla samveru er eðlilega komið á ástar/hatursstigið. Og því lengur sem viðveran er, því fleiri gallar eru farnir að koma í ljós. Ég ætla að tæpa lítillega á þeim allra stærsta. Margvíslegir útvarpsþulir sjá um að kynna lögin til sögunnar. Í alltof mörgum tilfellum eru þeir ótrúlega óupplýstir um efni það sem þeir eru að kynna til sögunnar. Steininn tók úr um daginn, og það rak mig um leið í þessi pistilsskrif, þegar þulur einn kynnti titillagið á plötu Bítl- anna, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band. Hann hóf að lesa tit- ilinn, augsýnilega af skjá, líkt og hann væri að sjá þetta nafn í fyrsta skipti. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum á meðan lesturinn stóð yf- ir … „Sgt. … Pepper’s … Lo- nely …Heart (ath. Heart ekki He- art) Club … Band.“ Eftir þetta kom smá hik, eins og maðurinn væri hreinlega að jafna sig á því að hafa komið þessari runu út úr sér. Svo segir hann, svona til reddingar: „Langt nafn á … flottu lagi!“. Getur það virkilega verið að um- ræddur þulur hafi ekki þekkt lagið? Titillag plötu sem er almennt talið eitt mesta tímamótaverk gervallrar dægurtónlistarsögunnar? Og var þetta að gerast á útvarpsstöð sem gerir beinlínis út á að spila efni af slíkum toga? Það verður að segjast eins og er að oftast hefur maður á tilfinning- unni að þessir „dagskrárgerð- armenn“ á Gullbylgjunni hafi hreinlega ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um eða kynna. Þeir þekkja jú Bítlana og Stones og geta líkast til sönglað með í „Hey Jude“ en mikið lengra virðist vitneskjan ekki ná. En bíddu … ég er meira að segja að gefa þeim aðeins of mikið kredit hérna. Á dögunum voru Roll- ing Stones kynntir til sögunnar og þeir sagðir vera frá Liverpool!!!    Þessi hnakkavinkill, því að öðrunafni get ég ekki kallað þetta, á þessari annars ágætu ell- ismellastöð er til mikils vansa. Ef það á yfirhöfuð að kynna lögin, eitt- hvað sem er að mínu viti nauðsyn- legt á stöð sem þessari, er alger lágmarkskrafa að „fagmenn“ komi þar að, fólk sem hefur þó ekki sé nema grundvallarþekkingu á dæg- urtónlistarsögunni. Nóg er til af slíku fólki og þessi stutti tími á milli laga yrði fróðlegri, kjötmeiri og hlustendavænni en ella. Ég vil impra á því hérna í lokin að mér finnst tilvist svona stöðvar gefa ljósvakalandslaginu mikinn og góðan lit. Svona „classic radio“-snið er fasti í útvarspmenningu heims- ins og það ekki að ósekju. Formið virkar, fólk vill heyra þetta og ég vil ganga svo langt að kalla það menningarlega skyldu við okkur sjálf að gera helstu þrekvirki dæg- urlagatónlistarinnar aðgengileg með þessum hætti. En það er ekki þar með sagt að ekki megi bæta í og bæta úr. Megi því þessi vel meinti tuðpistill verða til góðs. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Það verður að segj-ast eins og er að oft- ast hefur maður á til- finningunni að þessir „dagskrárgerðarmenn“ á Gullbylgjunni hafi hreinlega ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um eða kynna. Hvað!? „John. Þeir vita ekki einu sinni hvað meistaraverkið okkar heitir!?“ „Sgt. Pe … eitthvað …“ Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is - S.V., MBL - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á MEÐAN AÐRIR FYLGDU SKIPUNUM... FYLGDI HANN SAMVISKU SINNI MEÐ STÓRLEIKURUNUM KENNETH BRANAGH, BILL NIGHY,TOM WILKINSON, TERENCE STAMP OG EDDIE IZZARD. METNAÐARFULLT STÓRVIRKI FRÁ LEIKSTJÓRA THE USUSAL SUSPECTS UM MORÐTILRÆÐI Á HITLER MEÐ TOM CRUISE Í AÐALHLUTVERKI. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI - S.V. Mbl. - E.E., DV - S.V., MBL - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI „Byggð á samnefndri bók sem slegið hefur í gegn um allann heim“ - S.V. Mbl. - K.H.G., DV - S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI HEIMILDAMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON - DÓRI DNA, DV - K.G., FBL - Ó.T.H., RÁS 2 - S.V., MBL OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Sýnd kl. 10:30 POWERSÝNING POWERSÝNING KL. 10:30 Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS MEÐ DIGITAL MYND OG HLJÓÐI Sýnd kl. 6Sýnd kl. 6, 8 og 10 TOPPMYNDINÁ ÍSLANDI BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA -bara lúxus Sími 553 2075 Frábær gamanmynd! Þegar tvö brúðkaup lenda upp á sama daginn fara bestu vinkonur í stríð! borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó He´s Just Not That Into... kl. 8 MasterCard forsýning - 2 fyrir 1 LEYFÐ Bride Wars kl. 4 - 6 - 8 - 10 DIGITAL LEYFÐ Bride Wars kl. 4 - 6 - 8 - 10 DIGITAL LÚXUS Hotel for Dogs kl. 3:40 - 5:45 LEYFÐ Valkyrie kl. 5:30 - 8 - 10:30 DIGITAL B.i. 12 ára Skógarstríð 2 kl. 3:45 550 kr. f. börn, 650 kr. f. fullorðna LEYFÐ Underworld 3 kl. 10:45 B.i. 16 ára Villtu vinna milljarð kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Skoppa og Skrýtla í bíó kl. 4 DIGITAL LEYFÐ MIÐVIKUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! 500 KR. Á ALLAR MYNDIR Í HÚSINU, ALLAN DAGINN! 500 kr. 500 kr. 500 kr. 500 kr. Sýnd kl. 8 MasterCard forsýning 2 FYRIR 1 (AF FULLU VERÐI) Gildir ekki á MasterCard forsýningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.