Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.02.2009, Qupperneq 52
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 42. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SKOÐANIR» Pistill: Tekist á um hrun girðingarinnar Forystugreinar: Erlend fjárfesting? |Skortur á samhengi Ljósvakinn: Flett í gegnum albúmið Staksteinar: Ásakanir og afsakanir 4#%%$5 (# /  % ,  $ 67889:; (<=:8;>?(@A>6 B9>96967889:; 6C>(B B:D>9 >7:(B B:D>9 (E>(B B:D>9 (3;((>& F:9>B; G9@9>(B< G=> (6: =3:9 .=H98?=>?;-3;H(B;@<937? I:C>? J'  J J J J J J' ?#"%  %" & #/  J  J J J' J J J J .%B 2 (  J J J J' J' J' 'J J Heitast -1° C | Kaldast -11° C Fremur hæg norð- læg eða breytileg átt. Víða léttskýjað en dá- lítil él norðan- og aust- anlands. » 10 Formaður TÍ hafnar því að regluverk STEFs hafi nokkurn tímann mismunað höfundum eftir teg- und tónlistar. »42 MENNING» Engin mis- munun? FÓLK» Jennifer Hudson gráti næst á Grammy. »50 Einar Falur fjallar um sýningu Stein- gríms Eyfjörð, Ásýnd Guðs, er þyk- ir víðtæk og skemmtileg. »43 MENNING» Fjallað um Ásýnd Guðs FÓLK» Rihanna illa farin eftir líkamsárás. »45 TÓNLIST» Koma Tenderfoot saman aftur? »44 Menning VEÐUR» 1. Svakalegt að fá þetta í andlitið 2. Bankaráðsformenn segja af sér 3. Viðtalið tekið úr samhengi 4. Leynd verði aflétt  Íslenska krónan stóð í stað í gær »MEST LESIÐ Á mbl.is Morgunblaðið/Golli Mæðgurnar Guðný Kristjánsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir sögðu frá reynslu sinni af rafrænu einelti. Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is STELPUR stunda fremur rafrænt einelti en strákar. Talið er að þær séu markvissari, málvissari, geti fengið aðra til að gera hlutina fyrir sig og séu laumulegri við iðju sína. Strákar eru sagðir koma upp um sig og taka frek- ar þátt í „hefðbundnu“ einelti. Þetta er meðal niðurstaðna Kristrúnar Birgisdóttur og Heiðu Kristínar Harðardóttur úr eigindlegri rannsókn meðal fagfólks sem þær gerðu á raf- rænu einelti og skrifuðu um í lokarit- gerð sinni í námi í uppeldis- og menntafræðum. Rannsóknin var kynnt í gær á málþingi á vegum SAFT um rafrænt einelti. „Við lögðum upp með þá spurningu hvernig hægt væri að koma í veg fyrir rafrænt einelti og hvort kynin hegð- uðu sér á mismunandi vegu,“ segir Kristrún. „Niðurstaðan var sú að sof- andaháttur valdi þessu, við höfum sofnað á verðinum.“ Þetta segir hún að eigi við um alla þá sem koma á ein- hvern hátt að uppeldi barna, for- ráðamenn og þá sem sinna börnum í skólanum. Meðal niðurstaðna var að almennt er talið algengara að stelpur stundi rafrænt einelti en strákar. „Það á við bæði um gerendur og þolendur,“ segir Kristrún, „og þá frekar innan kyns en milli kynja.“ Viðmælendur í rann- sókninni; kennarar, skólastjórar, námsráðgjafar, forstöðumaður fé- lagsmiðstöðvar og eins aðilar sem unnið hafa mikið að æskulýðsmálum, telja rafrænt einelti alvarlegt og vax- andi vandamál hér á landi þrátt fyrir að ekki komi mörg slík mál inn á borð skóla. „Algengasti staðurinn, þar sem börn segja frá svona löguðu, er í fé- lagsmiðstöðvum,“ segir Kristrún. Það telur hún hugsanlega vera vegna þess að þar halda börnin að enginn leggi eyrun við. Þau séu tregari til að segja frá slíkum málum heima, af því að þau óttist tölvubann. „Sem er skelfilegt, af því að það er oft notað sem hegning,“ segir Kristrún.  „Ég mun alltaf muna“ | 6 Höfum sofnað á verðinum Rafrænt einelti alvarlegt og vax- andi vandamál ÞJÓFNAÐUR á matvöru hefur aukist töluvert undanfarna tvo mánuði eða frá því fyrir síðustu jól. Helst er aukning í stærri mál- um þar sem gengið er út úr mat- vöruversluninni með vörur í körfu eða kerru án þess að greitt sé fyr- ir. Í síðasta mánuði var tilkynnt um 350 þjófnaði, þar af 95 sem falla undir hnupl, skv. því sem kemur fram í bráðabirgðatölum lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. „Þetta er töluvert vandamál. Ég er reyndar ekki með tölur á hreinu en það hefur verið töluverð aukning frá því fyrir jól,“ segir Pétur Magnússon, öryggisstjóri hjá Norvik, sem rekur m.a. Krón- una og Nóatún. Pétur segir að gripið hafi verið til frekari ráð- stafana vegna þessa, gæsla aukin og tilmælum beint til starfsfólks um að fylgjast betur með. Pétur segir engan þjóðfélagshóp frekar en annan brjóta af sér. Hjá Högum fengust engar upplýsingar enda sú regla í gildi að ræða ekki öryggis- mál fyrirtækisins. Þjófnaðir tilkynntir lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru færri í janúar en í desember, þegar til- kynnt var um 450 þjófnaði. Fjölgunin er hins vegar mikil ef litið er til síðustu ára. Í janúar á síðasta ári var tilkynnt um 204 þjófnaði, 212 árið 2007 og 204 árið 2006. andri@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Stuldur Svo virðist sem fleiri séu farnir að stela sér til matar. Fleiri og stærri þjófnaðir úr matvöruverslunum LANDNÁMSSETUR Íslands hlaut í gær Eyrarrósina þegar hún var afhent í 5. sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Eyrarrósin er sér- stök viðurkenning fyrir framúrskar- andi menningarverkefni á lands- byggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flug- félag Íslands standa að. Auk Land- námssetursins voru tilnefnd til verðlaunanna Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, og Eyr- byggja, sögumiðstöð í Grundarfirði. Dorrit Moussaieff forsetafrú og verndari verðlaunanna afhenti for- svarsmönnum Landnámsseturs verðlaunafé að upphæð 1,5 milljónir kr. og verðlaunagrip sem Steinunn Þórarinsdóttir hefur gert. silja@mbl.is | 8 Eyrarrósin afhent í 5. sinn Mæðgurnar Guðný Kristjánsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir sögðu frá reynslu sinni af rafrænu einelti á málþingi SAFT í gær. Guðný sem foreldri og Kristín Rán sem þolandi. Báðar hafa þær fyrirgefið gerand- anum en hann gaf sig fram eftir að tilkynnt var að lögregla yrði látin rannsaka ummæli sem færð voru á bloggsíðu Kristínar. Það kom á óvart að sú sem átti færsluna var, að því er Kristín taldi, góð vinkona hennar. Kristín segir að þó að hún hafi fyrirgefið muni hún aldrei gleyma. „Við erum ekki beint vinkonur í dag en ég hef mætt í afmælin hennar og hún í afmælin mín,“ segir Kristín. Gerandinn gaf sig fram Skoðanir fólksins ’Snemma í stjórnarmyndunarferl-inu tóku framsóknarmenn að sérþað vafasama hlutverk að slá út afborðinu allar hugmyndir um að eiguryrðu kyrrsettar. Samfylkingin tók þá undir þau falsrök að þetta væri vita- skuld ekki hægt vegna stjórnarskrár- varinna réttinda. » 22 BJARNI HARÐARSON ’Ég ákæri ekki þá sem skópu þettakerfi nýfrjálshyggjunnar, heldurþá sem nýttu sér svigrúmið í gróðafíknsinni og græðgi. Ekki þá sem trúðu áósýnilega hönd sem héldi markaðnum í skorðum. Vegna þess að ég trúi sjálf- ur á opinn markað. » 25 SIGURÐUR V. SIGURJÓNSSON ’Velt hefi ég fyrir mér, hvort eitthvaðgott hafi komið út úr þessu hrunifyrir fólkið í landinu. Víst er um það, aðÍsland er nú betur þekkt í útlöndum ennokkru sinni fyrr. Fólki fannst spennandi að lesa um það, hvernig þessi litla þjóð fór frá því að vera ein ríkasta þjóðin í heimi í eina af þeim fátækustu, og líka úr þeirri hamingjusömustu í að vera ein sú daprasta. » 25 ÞÓRIR S. GRÖNDAL ’Eru Jón og Gunna líka í ábyrgðfyrir þessum ósköpum? Í viðbótvið Icesave og allt hitt. Okkur er sagtað stýrivextir verði að vera svona háirtil að hamla á móti verðbólgunni. Und- ir það taka verklýðsforingjar sem vita að þeim mun hærri vextir þeim mun meiri verðbólga og þeim mun hærri verðtrygging á lífeyrissjóðslánin. » 26 SIGURÐUR ODDSSON ’Vissulega neyðumst við til aðreisa efnahag landsins úr rústum,en við eigum að gera það upprétt oghalda sjálfstæði okkar. Við þurfumnýtt óspillt blóð og við skulum láta þá svara til saka sem sekir eru. ESB mun ekki leysa okkar vanda og nýr gjald- miðill er annað mál. Látum ekki hugs- unina um Urðarsel Bjarts hræða okk- ur. » 24 BJÖRN GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.