Morgunblaðið - 12.03.2009, Page 2

Morgunblaðið - 12.03.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÉG hef lagt áherslu á að efla það hlutverk VR að standa vörð um hagsmuni launþega. Félagið hefur staðið sig vel í öflun og miðlun upplýsinga til fé- lagsmanna, en ég hef gagnrýnt markaðslauna- stefnuna. Hún virkar í þenslu en hún virkar ekki í kreppu,“ segir Kristinn Örn Jóhannesson, sem velti Gunnari Páli Pálssyni úr formannsstóli VR í gær. Kristinn hlaut 41,9% atkvæða en Gunnar Páll minnstan stuðning allra, aðeins 28%. Á milli þeirra var Lúðvík Lúðvíksson með 30%. Búast má við hefðbundnari kjarabaráttu í VR eftir formannsskiptin, en Kristinn hefur m.a. talað fyrir vinnustaðasamningum í auknum mæli. Þetta þýðir þó ekki endilega að aukin harka færist strax í kjarabaráttu VR. „Hagsmun- ir launþega og atvinnurekenda fara alltaf saman í því að fyr- irtæki séu arðvænleg og líf- vænleg. Það er útgangspunkt- urinn í allri minni nálgun,“ segir Kristinn. Unir niðurstöðunni „Það er ljóst, í kjölfar gagn- rýni á mig eftir fall bankanna í haust að það hefur vegið þungt og það val mitt að axla ábyrgð og stytta kjör- tímabil mitt skilar þessari niðurstöðu, svo maður verður bara að una henni,“ segir Gunnar Páll um niðurstöðuna. „Ég taldi mig hafa þekkingu og reynslu til að verða að liði í baráttunni, en það er greinilega ekki eftirspurn eftir þeim starfskröft- um.“ Nýr formaður ætlar ekki að þiggja sömu laun og forverinn, heldur miða við meðallaun stjórn- enda í launakönnun VR. Kristinn kveðst ekki hafa mótað afstöðu sína til þess hvort breyta þurfi skip- un í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hann hafi lagt áherslu á önnur atriði hingað til. Hann segir jafnframt vonbrigði hversu fáir tóku þátt í kosningunni. „Ég hefði viljað sjá fleiri taka þátt. Þetta sýnir hversu fólk er farið að taka sínum gömlu réttindum sem sjálfsögðum.“ Hann vill því virkja félagsmenn VR enn frekar og vekja til vit- undar um að réttindi þeirra séu ekki sjálfsögð. Kristinn Örn Jóhannesson tekur við sæti for- manns á næsta aðalfundi VR hinn 2. apríl næst- komandi. Lítil kjörsókn í sögulegu VR-kjöri Kristinn Örn Jóhannesson Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞÉTT var setið og stóðu sumir á borgarafundi sem haldinn var í Iðnó í gærkvöldi. Góður rómur var gerð- ur að ræðum frummælenda og ófáar spurningar spruttu af vörum gesta að þeim loknum. Flestar beindust þær að fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. Áður en að spurningum kom fór Bjarni yfir það sem honum þótti að betur hefði mátt fara þegar kom að fjármálakerfinu og þá bönkunum helst. Sagðist hann m.a. telja að strangari reglur hefðu þurft að gilda um eignarhald á bönkum við einka- væðingu bankanna á sínum tíma. Þá sagði Bjarni að taka þyrfti til skoðunar heimildir þeirra sem færu með stærstu eignarhluta í bönkum til að fá lán hjá þeim og að strangari reglur þyrftu að gilda um lántökur þeirra aðila en annarra. Hann telur einnig ástæðu til að endurskoða reglur um heimildir bankanna til að taka veð í eigin hlutabréfum og lána út á þau. Varða við hlutafélagalög Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, var einnig á meðal ræðu- manna. Hann talaði þó fremur á lög- fræðilegum nótum en pólitískum. Fór hann yfir fréttir liðinna vikna af lánum banka til eigenda sinna og sagðist telja að þar væri um klár rannsóknarefni að ræða. Hann sagði að lánin kynnu að varða við 76. grein hlutafélagalaga en þar segir m.a.: Félagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.“ Atli fór einnig yfir 249. gr. al- mennra hegningarlaga sem tekur á umboðssvikum, en hann telur að það ákvæði geti einnig átt við í ein- hverjum tilvikum. Að lokum fór Atli yfir störf sér- staks saksóknara, sagði að hann hefði átt að yfirtaka rannsóknar- heimildir og kæruheimildir Fjár- málaeftirlitsins og benti á að hann ætti jafnt að taka til rannsóknar mál sem bærust og hafa frumkvæði að rannsóknum mála. Hreint og klárt rannsóknarefni  Góð stemning var á borgarafundi sem haldinn var í Iðnó  Rætt var um bankana, eigendur þeirra og óeðlileg lán Morgunblaðið/Ómar Rannsóknarefni Atli Gíslason, þingmaður VG, lagði út frá frétt Morgunblaðsins um lán Kaupþings til eigenda sinna. RAGNA Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, ætlar að láta endurskoða ákvæði laga um að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélög móð- ur. Ráðherrann svaraði fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Ráðherrann var spurður hvort ekki væri ástæða til að breyta fyr- irkomulaginu þannig að forsjáraðilar tækju sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúfélag, þegar og ef þeir kysu svo. Árni benti jafn- framt á að Jafnréttisstofa teldi að ekki mætti sjá neina hagsmuni af því fyrir nýfætt barn að það væri sjálfkrafa skráð í trúfélag við fæð- ingu. Ráðherrann sagði málið verða skoðað í víðu samhengi og út frá fleiri sjónar- miðum en jafnréttis, s.s. siðferðileg- um og uppeldislegum sjónarmiðum. Sjálfvirk skráning í trúfélag til skoðunar Ragna Árnadóttir ÖSSUR Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra segist geta tekið undir margt sem fram kemur í áhættu- matsskýrslu um Ísland, sem starfs- hópur undir forystu Vals Ingimund- arsonar sagnfræðings skilaði í gær. Í fyrsta lagi tekur hann undir að endurskoða þurfi varnaráætlun fyrir Ísland á neyðartímum. Skilgreina þurfi betur stöðu varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Einnig segist Össur vera sammála því að skoða þurfi vel að efla samvinnu og samstarf allra stofnana á sviði ör- yggis- og varnarmála hér á landi. Koma þurfi í veg fyrir að skörun verði á verksviðum. „Þetta getur bæði eflt okkar starf á þessum sviðum og einnig sparað töluverða fjár- muni,“ segir Öss- ur. Hann segist vera að endur- skoða þætti eins og loftrýmis- gæslu yfir Íslandi og skilur skýrslu- höfunda þannig að þeir leggi ekki mikla áherslu á mikilvægi loft- rýmisgæslu til landvarna heldur frekar til að halda tengslum við NATO. Þá er hann sammála skýrslu- höfundum um að styrkja samskipti við grannríkin við N-Atlantshaf á sviði öryggis- og varnarmála og sam- hæfa allar aðgerðir. bjb@mbl.is | 20 Loftrýmisgæsla yfir Ís- landi til endurskoðunar Össur Skarphéðinsson Kosningaskrifstofa Ármúla 18 , 108 Reykjavík - sími 568 4876 gth@gudlaugurthor.is - www.gudlaugurthor.is Efni borgarafundarins í gær var „500 milljarðar til eigenda – glæp- ur eða vinargreiði“. Var þar lagt upp úr frétt Morgunblaðsins laugardag- inn 7. mars sl. um lán Kaupþings til stærstu eigenda og tengdra aðila. Frummælendur voru þeir Bjarni Benediktsson, Atli Gíslason og Björn Þorri Viktorsson. Auk þeirra voru í pallborði þeir Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur og Jó- hann G. Ásgrímsson viðskiptafræð- ingur, einnig voru þar nýju ráðherr- arnir tveir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Gylfi Magn- ússon viðskiptaráðherra. Milljarðar til eigenda – glæpur eða vinargreiði Lítil þátttaka kom Gylfa D. Að- alsteinssyni vinnumarkaðs- fræðingi mest á óvart. Nið- urstaðan sé þó skýr, Gunnari Páli sé refsað. „Ég held að við munum sjá uppbrot á hagsmunasamtökum sem eru orðin mikil bákn. Fyrsta krafan er þá uppstokkun á for- ystunni,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir vinnumark- aðsfræðingur. Gunnari Páli refsað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.