Morgunblaðið - 12.03.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
ILLUGI Gunnarsson er með tvöfalt
fylgi á við Guðlaug Þór Þórðarson
meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík
til þess að leiða lista Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík í komandi
alþingiskosningum, samkvæmt nið-
urstöðum í skoðanakönnun Mark-
aðs- og miðlarannsókna (MMR) sem
gerð var í Reykjavík 6. til 11. mars.
52,6% þeirra sem segjast ætla að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi
kosningum segjast vilja að Illugi
leiði listann en 26,6% vilja að Guð-
laugur Þór leiði listann. 13,8%
þeirra sem svöruðu vildu hvorugan
og 7% vissu ekki svarið eða vildu
ekki svara. Ef aðeins þeir sem
hyggjast taka þátt í prófkjörinu eru
flokkaðir, vilja 50,4% þeirra að Ill-
ugi verði í fyrsta sæti listans, en
21,5% velja Guðlaug Þór. 604 höf-
uðborgarbúar á aldrinum 18-59 ára
svöruðu könnuninni, sem MMR
vann fyrir stuðningsmenn Illuga.
Afgerandi
forysta Illuga
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annei@mbl.is
HÚSAKYNNUM Íslensku tónverka-
miðstöðvarinnar í Síðumúlanum hef-
ur verið skellt í lás. Sigfríður Björns-
dóttir framkvæmdastjóri ITM segir
tryggingafélag miðstöðvarinnar hafa
í gær lýst húsnæðið ótryggt undir
starfsemina og að samstundis hafi
verið hafist handa við að flytja á brott
nótur og önnur verðmæti.
Fyrst í stað verður gögnunum
komið fyrir í raka- og hitastýrðu
geymsluhúsnæði á vegum fagaðila og
nótnasafnið svo flutt í Þjóðarbókhlöð-
una nú fyrir helgi. Þar verður hafist
handa við að taka gögnin úr kössum,
enda rakinn í þeim svo mikill að
hætta er á að þau mygli fljótt verði
ekki strax gripið til forvörsluaðgerða.
Á vel heima í handritadeild
„Við höfum verið í viðræðum áður
um að eitthvað af þessu efni kæmi
hingað inn því að það á vel heima hér í
handritadeildinni,“ segir Ingibjörg
Steinunn Sverrisdóttir landsbóka-
vörður. „Við viljum því gjarnan bjóða
fram húsnæði og hefjast síðan handa
við að móta samstarf okkar í milli um
það hvernig þessum gögnum verði
best fyrir komið í framtíðinni.“
Nótur um átta þúsund tónverka á
pappír voru geymdar í húsakynnum
ÍTM. Hefur á undanförnum fjórum
árum verið unnið að því að afrita nót-
urnar á rafrænt form og hafa þegar
verið afrituð um fimm þúsund verk.
Sigfríður segir eldsvoðann á þriðju-
dag sýna að brýnt sé að hraða afritun
þeirra nótna sem eftir eru.
Margir hafa sett sig í samband við
ÍTM og boðið fram aðstoð. „Við erum
að ræða hvernig við getum brugðist
við þessu,“ segir Sigfríður sem naut
aðstoðar forvarðar og fagmanna í
pökkun og frágangi við flutninginn í
gær. Vatn flaut þá á efri hæðum húss-
ins, rafmagnsblossar komu út úr inn-
stungum og raki leitaði niður á
nokkrum stöðum.
Framtíðarlausn á vanda ÍTM þarf
þó að finnast og tryggja þarf að þjón-
ustuhlutverki miðstöðvarinnar verði
haldið gangandi. „Við getum geymt
safnið annars staðar og verið í fjar-
sambandi í skamman tíma,“ segir
Sigfríður. Hefja verði hins vegar
þjónustustarfsemina aftur sem fyrst
og tekur Bjarki Sveinbjörnsson
forstöðumaður Tónlistarsafns Ís-
lands í sama streng. Margir, innan
lands sem utan, reiða sig á nótur frá
miðstöðinni fyrir tónleikahald. „Það
er löngu orðið tímabært að gera vel
við þessa stofnun og hún getur haft
miklu stærra hlutverk ef henni er
skapaður rammi til þess,“ segir
Bjarki.
Fundað var með Katrínu Jakobs-
dóttur menntamálaráðherra og ráð-
gjöfum hennar í gær og er nú unnið
að því að finna framtíðarlausn á hús-
næðisvanda ITM, sem verið hefur í
Síðumúlanum frá því í upphafi tíunda
áratugar síðustu aldar.
Bjarki bendir á að aðrar stofnanir
geri vel að kanna sín varðveislumál í
kjölfar brunans. „Segulbandsspólu-
safn Ríkisútvarpsins er gott dæmi
um slíkt. Þar er geymd sjötíu ára
saga þjóðarinnar án nokkurra afrita.“
Menningarverðmæti Sigfríður Björnsdóttir segir hjálp hafa borist úr ýmsum áttum eftir brunann.
Flutt út með hraði
Húsnæði ÍTM ótryggt undir starfsemina Nóturnar
geymdar í Þjóðarbókhlöðu Vantar lausn á húsnæðismálum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðveisla Breytt var yfir nótur í varðveislu ITM áður en slökkviliðið hófst
handa við að slökkva eldinn til að verja þær skemmdum.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÖRLÖG dvalarheimilisins Helga-
fells á Djúpavogi ættu að ráðast
fyrir lok næstu viku. Starfsfólki
heimilisins var sent uppsagnarbréf
fyrir síðustu mánaðamót og ótt-
uðust íbúar bæjarins að rekstri
yrði hætt og vistmenn fluttir á
Egilsstaði eða Höfn. Ráðist var í
undirskriftasöfnun og var heil-
brigðisráðherra í gær afhentur
listi með nöfnum fjölmargra íbúa.
Ráðherrann segist vongóður um
að niðurstaða náist sem íbúar á
Djúpavogi geti sætt sig við.
Allt þar til í janúar 2008 rak
Djúpivogur dvalarheimilið og án
undantekninga með halla. Þegar
sveitarfélagið sjálft lenti í fjár-
hagsvandræðum var leitað til rík-
isins sem tók það undir sinn
verndarvæng. Var heimilið inn-
limað í starfsemi Heilbrigðisstofn-
unar Austurlands (HSA).
Þrír möguleikar ráðuneytis
Í nýlegri stjórnsýsluúttekt Rík-
isendurskoðunar á HSA er sér-
staklega vikið að dvalarheimilinu
og því beint til heilbrigðisráðu-
neytisins að taka reksturinn til
gagngerrar endurskoðunar. Bent
var á að vistmenn væru í raun
hjúkrunarsjúklingar sem ekki
fengju þá faglegu þjónustu sem
þeim bæri. „Aðstaða á Helgafelli
og mönnun tekur ekki tillit til
þessarar staðreyndar né heldur sú
fjárveiting sem HSA fær fyrir
rekstrinum. Þetta veldur bæði
heimilismönnum og starfsmönnum
Helgafells, sem allir eru ófaglærð-
ir, óöryggi og vanlíðan að eigin
sögn,“ segir í skýrslunni.
Ríkisendurskoðun sagði ráðu-
neytið hafa þrjá möguleika; að
leggja reksturinn niður, tryggja að
þar séu einungis einstaklingar sem
heima eiga á dvalarheimili eða
skilgreina heimilið sem hjúkrunar-
heimili.
Ekki fæst fjármagn
Andrés Skúlason, oddviti,
Djúpavogshrepps, fundaði í gær
með Ögmundi Jónassyni heilbrigð-
isráðherra. Hann sagði fundinn
hafa verið málefnalegan.
„Málin verða skoðuð í samstarfi
við HSA í næstu viku. Taka á mál-
ið upp til betri skoðunar og hugs-
anlega búa til nýtt módel um
þessa stofnun. Það er því hvorki af
né á í þessu,“ segir Andrés.
Hann segir rýmin á dvalarheim-
ilinu bitbeinið, það er hvort skil-
greina eigi þau sem hjúkr-
unarrými líkt og bærinn hefur
viljað. Farið hefur verið fram á að
fá sólarhringsvakt á dvalarheimilð
en ekki fæst fjármagn til þess.
Einar Rafn Haraldsson, for-
stjóri HSA, segir eininguna of litla
til að standa undir sér. Auk þess
eru þarna vistmenn sem þurfa á
meiri hjúkrun að halda en hægt er
að láta í té.
„En það er margt í bígerð og
við erum að skoða hvað við getum
gert í þessari stöðu.“
Dvalarheimilið var ekki byggt
fyrir hjúkrun og því er hætta á að
einhverja vistmenn verði að flytja
annað. „Það er eins á öllum dval-
arheimilum. Þegar fólk er orðið of
veikt til að geta verið á heimilinu,
miðað við þá þjónustu sem er
veitt, er því boðið upp á önnur úr-
ræði.“
Líkur á að flytja
þurfi veika
vistmenn annað
Örlög Helgafells ráðast á næstunni
!"
$%
&%
#&%%&&
' ()*
(+,-
. - ///$%%&$
Í HNOTSKURN
»Ögmundur Jónasson heil-brigðisráðherra fundaði
með starfsfólki dvalarheim-
ilisins Helgafells, bæjaryf-
irvöldum á Djúpavogi og
stjórnendum HSA í gær.
»Ögmundur segir málið ískoðunarferli, reynt verði
að koma í veg fyrir uppsagnir
starfsfólks og tryggja þjón-
ustu við íbúa Djúpavogs.
»Fyrri ákvarðanir verða þvíendurskoðaðar.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
42
04
0
04
.2
00
8
HÚN varð heldur fámenn í gærkvöldi, blysförin sem boðað var til svo þrýsta
mætti á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um framboð til formanns-
embættis Samfylkingarinnar. Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur
boðaði til göngunnar með skömmum fyrirvara í gær en enginn mætti til að
ganga með honum aðrir en blaðamenn og ljósmyndarar.
Enginn mætti í blysförina
Morgunblaðið/Ómar
Þórhallur Vill ekki túlka mætinguna svo að stuðningur við Jóhönnu sé
hverfandi, heldur hafi verið boðað til göngunnar með mjög litlum fyrirvara.