Morgunblaðið - 12.03.2009, Page 8

Morgunblaðið - 12.03.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SKRÁÐ atvinnuleysi í febrúar síð- astliðnum var 8,2% eða að meðaltali 13.276 manns, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysið eykst um 27% að meðaltali frá jan- úar eða um 2.820 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.631 manns. Atvinnuleysið milli janúar og febr- úar jókst um 32% svo að heldur hef- ur hægst á atvinnuleyisskráningum. Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnumálasviðs Vinnumálastofn- unar, kveðst hafa það á tilfinning- unni að enn hafi hægt á nýskrán- ingum á atvinnuleyisskrá, það sem af er þessum mánuði. Í tölunni hér að framan er búið að reikna inn þá sem eru í hlutastörfum og fá því hlutabætur. Fjöldi atvinnu- lausra á skrá í febrúar er því hærri tala eða 15.485. Þar af eru 9.849 karlar og 5.636 konur. Fjölmennasti hópur atvinnulausra er á bilinu 25-29 ára, eða 2.537 manns. Ef atvinnuleysi ungs fólks er skoðað, þ.e. aldurshópurinn 16 til 29 ára, kemur í ljós að fjöldinn er 5.845. Eru það 37,7% af þeim sem skráðir eru. Sambærileg tala fyrir janúar var 39%. Atvinnuleysi er nú mest á Suð- urnesjum 13,5% en minnst á Vest- fjörðum 1,8%. Atvinnuleysi eykst um 31% á höfuðborgarsvæðinu en um 20% á landsbyggðinni. Atvinnu- leysi eykst um 28% meðal karla og 25% meðal kvenna. Atvinnuleysið er 9,4% meðal karla og 6,6% meðal kvenna. Flestir eru atvinnulausir í Reykja- vík, eða 6.383. Næst koma Kópavog- ur (1.487), Hafnarfjörður (1.251), Reykjanesbær (1.228) og Akureyri (1.189). Þeir sem verið hafa á skrá lengur en 6 mánuði voru 1.205 í lok febrúar en 1.023 í lok janúar. Alls höfðu 296 verið atvinnulausir lengur en eitt ár í febrúar en 273 í lok janúar. Þegar atvinnuleysi eykst eins mikið og nú, er mesta aukningin meðal þeirra sem hafa verið atvinnulausir í nokkrar vikur og mánuði, segir í yf- irliti Vinnumálastofnunar. Oft er frekar lítil breyting á at- vinnuleysi frá febrúar til mars. Í fyrra var atvinnuleysið svipað í báð- um mánuðum og mældist 1%. Nú er hins vegar mun meiri samdráttur í hagkerfinu og má gera ráð fyrir aukningu milli mánaða. Horfurnar eru dökkar „Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í mörgum atvinnugrein- um, einkum verslun, mann- virkjagerð og þjónustugreinum, á næstu mánuðum, auk þess sem mörg minni fyrirtæki eiga við mik- inn fjárhagsvanda að stríða m.a. vegna mikils fjármagnskostnaðar og erfiðleika við öflun lánsfjár. Erfitt er að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna mikillar óvissu í efna- hagslífinu, en líklegt er að atvinnu- leysið í mars 2009 muni aukast og verða á bilinu 9,1%-9,6%,“ segir Vinnumálastofnun. Alls voru 1.956 erlendir ríkisborg- arar án atvinnu í lok febrúar. Þar af voru 1.264 Pólverjar eða um 65% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok febrúar. Langflestir hinna er- lendu ríkisborgara voru starfandi í byggingariðnaðinum eða 778. Eru það um 40% erlendra ríkisborgara á skrá. Aðrar fjölmennar greinar eru verslun og ýmis þjónustustarfsemi. Atvinnuleysi 8,2%  Fjöldi ungs fólks á atvinnuleysisskrá er 5.485 eða tæp 38%  1.956 útlendingar voru án atvinnu hérlendis í lok febrúar SAMTALS voru 3.052 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok febrúar í hlutastörfum, þ.e. þeir sem eru í reglubundnum hlutastörfum eða með til- fallandi eða tímabundið starf á síðasta skráningardegi í febrúar. Eru þetta 19,7% af þeim, sem skráðir voru atvinnulausir í lok febrúar. Einstaklingum sem fá greiddar hlutabætur hefur fjölgað eftir að lögin um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli voru samþykkt á Alþingi í nóvember. Í febrúar voru 1.017 sjálfstætt starfandi skráðir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í atvinnurekstri, samkvæmt áður nefndum lögum. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, voru 586 í lok janúar og 264 í lok desember. Fólki í hlutastörfum fjölgar Morgunblaðið/Golli Atvinnuleysi Mest er atvinnuleysið í byggingariðnaði en einnig er talsvert atvinnuleysi meðal starfsfólks í verslun. 16.666 á atvinnuleysisskrá í dag ) &&%   &    #0         12 13 14 15 22 23 24 25 52 53 54 55 62 63 64 65 72 73 74 75 81 83 ) 9            Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞAÐ sem þarf að gera er að sam- ræma reglur, hafa þær gagnsæjar og hafa þær einfaldar. Því miður er það víða þannig í almannatrygginga- kerfinu að mis- munandi reglur gilda eftir því hvaða tekjur þú hefur og hvaðan,“ segir Ásta Ragn- heiður Jóhannes- dóttir, félags- og tryggingamála- ráðherra. Hún segir að vinna við endur- skoðun á þessum málum sé í gangi í ráðuneytinu og segist eiga von á að fá tillögur á næstunni, sem verða síðan bornar undir hagsmunaaðila. Ásta Ragn- heiður segist telja mikilvægt að hafa mikið samráð í þessum efnum, líkt og fyrirrennari hennar hafi einnig lagt áherslu á. Ráðherra var spurður út í nýleg mótmæli framkvæmdastjórnar Landssambands eldri borgara vegna endurkrafna Tryggingastofnunar sem byggðust á óréttlátum reglu- gerðum og lögum um að tekjutengja vexti og verðbætur eins og um tekjur væri að ræða. Ásta Ragnheiður segir jafnframt að ráðuneytið hafi óskað eftir því að nefnd undir forystu Stefáns Ólafs- sonar, prófessors, héldi áfram störf- um og skoðaði ýmsa fleiri þætti í ljósi efnahagsástandsins, en nefndin vinnur að endurskoðun almanna- tryggingakerfisins. Fjárhagslegt sjálfstæði Spurð um greiðsluþátttöku ein- staklinga í daggjöldum á dvalar- og hjúkrunarheimilum sagði Ásta Ragnheiður að í sínum huga væri daggjaldakerfið tímaskekkja. „Þetta fyrirkomulag er hvergi viðhaft leng- ur,“ sagði ráðherra. „Nú er það þannig í nágranna- löndunum að fólk heldur sínu fjár- hagslega sjálfstæði þó það flytji á dvalar- eða hjúkrunarheimili og þannig á það að vera. Hjá okkur er það þannig að ef þú kemur inn á öldr- unarheimili þá hættirðu að fá greiðslur frá Tryggingastofnun, hættir að fá lífeyrinn þinn. Í fyrsta lagi eigum við að vinna að því að aldraðir geti verið sem lengst heima hjá sér, en ef fólk þarf að flytja á hjúkrunarheimili á það að halda sínu fjárhagslega sjálfstæði. Þessu er búið að breyta hjá fötluðum sem búa á sambýlum,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra. Samræma þarf reglur − tillögur á næstunni Daggjaldakerfið tímaskekkja, segir félags- og tryggingamálaráðherra Morgunblaðið/Golli Útivist Golf og pútt er skemmtileg og vin- sæl íþrótt fyrir alla aldurshópa. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 nÚ RÝMUM VIÐ FYRIR NÝJUM VÖRUM 50%afslátturaf völdum vörum Hornsófar, tungusófar sófasett, rúm, borðstofusett ofl. aðeins í eina viku takmarkað magn SKIPVERJAR á netabátnum Arnari í Hákoti SH 37 komu í land með vogmey sem þeir fengu í netin um 5 mílur norður af Ólafsvík. Var hún 117 cm löng, 17 cm breið en ekki nema 1,8 kg enda þunnvaxin. Vogmær heldur sig suður af land- inu en finnst stundum á fjörum. Fundust tvær í fyrra, við Ólafsvík og Hellissand. Fengu vogmey í netin Morgunblaðið/Alfons Með vogmeyna Skipverjarnir Sigurður Garðarsson og Ástgeir Finnsson með vogmeyna sem þeir fengu í netið fimm mílur norður af Ólafsvík. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir síbrota- manni. Maðurinn braut margsinnis af sér á tímabilinu ágúst 2008 til febrúar sl. þegar hann var handtek- inn. Maðurinn sætir varðhaldi til 1. apríl nk. eða þar til dómur fellur í máli hans. Ákæra hefur verið gefin út á hendur manninum. Hann er aðallega sakaður um auðgunarbrot og önnur fjármunabrot, þ. á m. fjölda nytja- stulda á bifreiðum. Hann á að baki töluverðan sakarferil og hefur marg- oft verið dæmdur, oftast fyrir auðg- unarbrot. andri@mbl.is Brotamanni haldið í gæslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.