Morgunblaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 Morgunblaðið/Árni Sæberg VERJA á 367 milljónum króna til umferðarörygg- isáætlunar fyrir árið 2009. Sú upphæð er að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra hátt í 100 milljónum króna lægri en ráðgert var fyrir efna- hagshrun. Engu að síður hefur, að sögn Kristjáns L. Möllers samgönguráðherra, tekist að halda mikilvægustu verkefnum á sviði lagfæringa á svartblettum og umferðareftirliti. „Fé sem lagt er í forvarnir í umferðarmálum er verðmæt fjárfesting,“ sagði ráðherra sem undir- ritað hefur tveggja ára samning um sérstakt um- ferðareftirlit og sjálfvirkt hraðaeftirlit milli Rík- islögreglustjóra annars vegar og hins vegar Vegagerðarinnar og Umferðarstofu. Almenn ánægja virðist meðal forsvarsmanna þessara stofnana um samstarfið, sem komið var á fót 2005, og sagt er hafa skilað umtalsverðum árangri. Stærstu liðir umferðaröryggisáætlunarinnar í ár eru aðgerðir á sviði öryggis vega og umhverfis þeirra. 110 milljónum kr. skal þannig veitt til að eyða svartblettum í þjóðvegakerfinu, 100 millj- ónum kr. til að lagfæra umhverfi vega og koma upp vegriðum og 10 milljónir kr. fara í gerð hvíld- arsvæða við þjóðveginn. Eftirlitið skilar árangri Samningurinn við Ríkislögreglustjóra nemur 76 milljónum kr. Hann tekur til eftirlits lögreglu með ökuhraða, eftirlits með ölvunarakstri og ann- ars hefðbundins eftirlits með umferðinni. Har- aldur Johannessen ríkislögreglustjóri leggur áherslu á að um viðbót við hefðbundið eftirlit lög- reglu sé að ræða. „Við beinum okkar aðgerðum að þeim stöðum á landinu þar sem mest hætta er á slysum og ég tel að það hafi skilað miklum árangri á undanförnum árum,“ sagði Haraldur. anna- ei@mbl.is 367 milljónir til umferðaröryggismála Í HNOTSKURN »Sumarökuhraði á þjóðveg-inum hefur lækkað veru- lega frá árinu 2004. Er það mat þeirra sem að umferð- aröryggisáætluninni standa að árangur sl. þriggja ára megi rekja til samstarfs Vega- gerðar, embættis Ríkislög- reglustjóra og Umferðarstofu. » 36,5 milljónum kr. verðurvarið í áróður og fræðslu samkvæmt umferðarörygg- isáætluninni 2009. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EF fólk lætur duga að fylgjast með daglegum fréttum af málum Ísraela og Palestínumanna er hætt við að menn fyllist algeru vonleysi, ekkert virðist þokast í rétta átt,“ segir Michael Eligal, nýr sendiherra Ísr- aels á Íslandi. „En lesi menn bækur og kynni sér söguna verða þeir, þrátt fyrir allt, vonglaðari. Eftir margra ára gagnkvæma andúð tókst okkur að semja um frið við Egyptaland, stórt arabaríki sem er í forystu fyrir mörgum arabaþjóð- um. Sá friður heldur enn. Við sömdum líka við Jórdaníumenn og allt er ró- legt á austurlandmærum okkar. Lít- um á Palestínumenn og þá sjáum við að minnst helmingur þeirra við- urkennir nú tilvistarrétt Ísraels. Þess vegna segi ég að við eigum að hafa áhyggjur en ekki fyllast algeru vonleysi.“ – Ráðamenn hér hafa gagnrýnt hernaðinn á Gaza, hvað segir þú um þá gagnrýni? „Ég vil leggja áherslu á að við metum tengslin við Ísland mikils. Við studdum af einurð framboð ykk- ar í öryggisráðið og gerðum það op- inberlega, við töldum að það væri gott að Ísland fengi sæti í ráðinu. Við viljum efla tvíhliða samskipti okkar og Íslendinga. Þrátt fyrir nokkurn ágreining eigum við margt sameig- inlegt. Við erum litlar lýðræð- isþjóðir, í báðum löndum er fullt tjáningarfrelsi og markaðsskipulag.“ – En hvað viltu segja við þá Ís- lendinga sem hafa fyllst hryllingi við að fylgjast með sjónvarpsfréttum af árásum Ísraelshers á Gaza og finnst þið beita mikilli harðneskju? Mannfallið á Gaza „Í fyrsta lagi vil ég segja að við hörmum að saklausir borgarar skuli hafa fallið, fjendur okkar á Gaza eru Hamas-mennirnir, ekki óbreyttir borgarar. Við teljum að þriðjungur þeirra 1200 sem féllu á Gaza hafi verið saklausir borgarar, hinir tengdust Hamas með einum eða öðr- um hætti. En ábyrgðin er hjá Hamas. Þeir notuðu á kaldranalegan og miskunn- arlausan hátt óbreytta borgara sem mannlega skildi, komu t.d. flug- skeytapöllum sínu fyrir á lóðum íbúðarhúsa, skóla og spítala. Og ég minni á að við höfum þurft að sæta flugskeytaárásum Hamas í gegnum mörg ár og höfum eins og önnur ríki rétt til að verja okkur.“ – PLO voru hryðjuverkasamtök en þið sömduð loks við Arafat. Er ekki rétt að reyna samninga við Ha- mas? Gæti farið svo að Obama ræddi við Hamas og þið yrðuð einangraðir? „Ég held ekki að það muni gerast að við verðum einangraðir. Ég er sannfærður um að það verður engin breyting á afstöðu Bandaríkja- manna. Hvað varðar Evrópu þá fylg- ist ég áhyggjufullur með umræðum þar. Ef alþjóðasamfélagið fellur frá fyrri afstöðu sinni sem er að ræða ekki við Hamas eru það mistök sem munu hafa afar slæm áhrif á frið- arferlið í Miðausturlöndum. Hafa menn raunverulega lesið stefnuskrá Hamas? Þetta eru trú- arofstækismenn og markmiðið er ekki að ná bara völdum á hernumdu svæðunum. Þeir vilja stofna íslamskt lýðveldi á öllu svæðinu, sem nær yfir allt svæði Palestínu og núverandi Ísraels. Þeir líta ekki á okkur sem aðila sem rétt sé að ræða við. Það tók okkur á sínum tíma mörg ár að skapa aðstæður sem gerðu mögulegt að eiga viðræður við ver- aldlega sinnaða ráðamenn Palestínu. Hamas er trúarhreyfing, þeir eru í beinu sambandi við Allah og telja sig þekkja vilja Múhameðs. Ég held ekki að þeir geti samið um breyt- ingar við Múhameð, þeir telja sig vita nú þegar nákvæmlega hvað heil- ögu textarnir merki, hvernig beri að túlka þá. Þeir segja að í ritum íslams sé hvergi gert ráð fyrir að veraldlegt ríki gyðinga megi vera til staðar í Miðausturlöndum,“ segir Michael Eligal sendiherra. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GEORG Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að þau sambönd sem Gæslan hafi komið sér upp við erlenda sjóheri í tengslum við leit og björg- un á hafinu í kringum Ísland séu í uppnámi sökum þess að ís- lensk stjórnvöld hafi látið þau boð út ganga að Varn- armálastofnun sé fulltrúi landsins gagnvart öllum erlendum hernað- aryfirvöldum. Nú sé nánasti og mikilvægasti sam- starfsaðili Gæslunnar, danski sjó- herinn, orðinn hikandi við að eiga í beinum, milliliðalausum samskiptum við Landhelgisgæsluna og það valdi miklum áhyggjum. Georg bendir á að herir fari eftir stífum samskiptareglum. Þau sam- bönd sem Gæslan hafi komið sér upp við erlenda heri, jafnvel með form- Danski sjóherinn hikar í samstarfi Varnarmálastofnun óþarfur milliliður Georg Kr. Lárusson legum samningum, séu í mikilli hættu. Samstarf við Dani mikilvægast Gæslan er í samstarfi við norska sjóherinn, þann breska, kanadíska og bandaríska. Mikilvægasti sam- starfsaðilinn er danski sjóherinn en Georg segir að samstarfið við Dan- ina sé svo náið að stundum sé erfitt að greina á milli hvort tiltekin að- gerð sé í höndum Íslendinga eða Dana. Það hik sem sé komið á Dan- ina vegna þess að Varnarmálastofn- un sé kynnt sem fulltrúi Íslands gagnvart erlendum herjum, sé ekki bara óþægilegt heldur geti þetta ástand verið hreint og beint hættu- legt. Hið sama gildi um samskipti við aðra sjóheri. „Við teljum að það sé algjörlega nauðsynlegt að við eigum beint og milliliðalaust samband við þessa aðila.“ Varnarmálastofnun sé óþarfur milliliður og eðlilegast sé að Landhelgisgæslan taki a.m.k. yfir þá starfsemi hennar sem felst í vöktun á hafinu og samskipti við sjóheri. Georg tekur fram að samskiptin við Varnarmálastofnun séu góð en skipulag þessara mála sé „algalið“. Nýr sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Ósló, Michael Eligal, er fæddur 1948 og var áður yfirmaður einnar af Evrópudeildum utanrík- isráðuneytisins í Tel Aviv. Hann hefur áður verið sendiherra á Kýpur og var fyrsti sendiráðsritari í Madrid árið 1991 þegar þar voru haldnar fyrstu friðarviðræður þar sem fulltrúar bæði Ísraela og Frelsishreyfingar Palest- ínu, PLO, tóku þátt. Þeir fundir voru upphafið að Óslóarsamningunum 1993 sem enduðu með því að Palestínumenn undir forystu Yassers heitins Arafats mynduðu heimastjórn er tók við völdum á stórum hluta hernumdu svæðanna. Síðar syrti þó álinn, frekari viðræður sigldu í strand, uppreisn hófst á hernumdu svæðunum gegn Ísraelsher. Síðustu árin hafa Palest- ínumenn verið klofnir, Fatah-hreyfingin, hinn gamli flokkur Arafats, ræð- ur á Vesturbakkanum en Hamas-hreyfing trúarofstækismanna stýrir Gaza sem Ísraelar yfirgáfu fyrir fáeinum árum í von um að auka líkur á friði. Þrátefli í Miðausturlöndum Morgunblaðið/Heiddi Sendiherrann Michael Eligal um Hamas-liða: „Þeir notuðu á kaldranalegan og miskunnarlausan hátt óbreytta borgara sem mannlega skildi, komu t.d. flugskeytapöllum sínu fyrir á lóðum íbúðarhúsa, skóla og spítala.“ Haldið í vonina Sendiherra Ísraels minnir á að tekist hafi að semja frið við sum arabaríki en sér ekki möguleika á að Hamas slaki til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.