Morgunblaðið - 12.03.2009, Síða 15

Morgunblaðið - 12.03.2009, Síða 15
Fréttir 15ALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is EFTIR miklar umræður og á köfl- um harðar deilur lauk fyrstu um- ræðu um frumvarp forsætisráðherra til stjórnskipunarlaga kl. 16 í gær og gekk það til sérnefndar. Umræður höfðu þá staðið yfir í alls rúmlega 12 stundir. Ekki varð annars vart við um- ræðuna en að þingmenn stjórn- arflokkanna og bæði Framsóknar og Frjálslynda flokksins stæðu einhuga að baki frumvarpinu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa á hinn bóg- inn haft uppi mjög harða gagnrýni á frumvarpið og ekki síður tildrög þess og vinnubrögð. Verði breyting- arnar samþykktar á þingi eftir kosn- ingar og efnt verður til kjörs á stjórnlagaþing, bendir fátt til annars en að það verði í óþökk sjálfstæð- ismanna og í harðvítugar deilur stefni allt fram á síðari hluta ársins. Við umræðurnar á Alþingi kom þó stöku sinnum fram vilji til að ná sátt- um um breytingar á stjórnarskrá. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem sló ekkert af gagnrýni sjálf- stæðismanna á málið, sagði að ná þyrfti samkomulagi og sátt um breytingar á stjórnarskránni. Sjálf- stæðismenn væru tilbúnir til þess ef látið yrði á það reyna en það væri ekki fullreynt. ,,Takið í okkar út- réttu sáttahönd,“ sagði hún. Fleiri þingmenn flokksins töluðu á sama veg og sögðu skynsamlegra að setj- ast niður og reyna að finna sem víð- tækasta sátt um breytingar. Björn Bjarnason orðar málamiðlun í pistli á heimasíðu sinni og segir að sjálf- stæðismenn gætu fellt sig við þá til- lögu að 79. grein stjórnarskrárinnar yrði breytt þannig að samþykkt Al- þingis um breytingu á stjórn- arskránni skyldi borin undir þjóðina í sérstakri atkvæðagreiðslu og tæki ekki gildi, nema hún væri samþykkt í slíkri kosningu. Atli Gíslason, Vinstri grænum, tók í streng sátta undir lok umræðunnar í gær og sagði að unnt ætti að vera að ná sátt um málið í þingnefndinni. Sjálfstæðismenn gagnrýna öll fjögur efnisatriði frumvarpsins, þó með nokkuð mismunandi áherslum. Það hefur verið sem rauður þráður í gagnrýni þeirra að ekki var haft samráð við þá um samningu frum- varpsins. Þá sé allt of skammur tími ætlaður til að afgreiða svo mikils- háttar breytingar og aðdragandinn hafi verið allt of stuttur. Einnig gagnrýna þeir harðlega forgangs- röðun ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði það illa til fundið hjá ríkisstjórninni að ætla að hrapa að slíkum breytingum á síð- ustu dögum þingsins, án þess að um slíkt mál hefði verið haft eðlilegt samráð og samstarf eins og æv- inlega hefði verið gert þegar slík mál hefðu verið á ferðinni á und- anförnum áratugum. Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra mót- mælti og rifjaði upp að árið 2007 fluttu þáverandi formenn stjórn- arflokkanna tillögu til breytingar á stjórnarskrá án þess að allir flokkar kæmu þar að máli. Margir þingmenn Sjálfstæð- isflokks vöruðu mjög við ákvæði um þjóðareign á auðlindum, orðalagið væri slíkt að það ylli mikilli rétt- aróvissu. Gagnrýnin beindist ekki síður að stjórnlagaþinginu. Sjálf- stæðismenn hefðu þó alls ekki hafn- að hugmyndum um stjórnlagaþing en þeir tækju ekki í mál að Alþingi gæfi frá sér hlutverkið að vera stjórnarskrárgjafi og yrði í staðinn aðeins ráðgefandi. Gagnrýna frumvarpið en vilja sátt ANNIR hafa færst mjög í aukana á Alþingi seinustu daga. Þingfundir hafa staðið yfir langt fram eftir kvöldi með löngum umræðum um umdeild mál hvert kvöld vikunnar. Í gær lauk fyrstu umræðu um stjórnskipunarfrum- varp ríkisstjórnarflokkanna og Framsóknarflokks og Frjálslynda flokks- ins. Síðdegis var boðað til þingfundar á ný þar sem mælt var fyrir stjórn- arfrumvörpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um atvinnuleysistrygg- ingar, Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um auknar heimildir sérstaks saksóknara vegna efnahagshrunsins. Þá fór af stað heit umræða um mál iðnaðarráðherra um samninga um álver í Helgu- vík. Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag. Morgunblaðið/Golli Fundir fram á hvert kvöld og þingstörfin þenjast út Hvar er stjórnlagafrumvarpið nú niðurkomið á þinginu? Sérnefnd Alþingis sem fjallar um tillögur að breytingum á stjórn- arskránni hefur nú fengið frum- varpið til meðferðar. Í henni sitja níu þingmenn. Hverjir standa að frumvarp- inu? Forystumenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins. Hvað felst í frumvarpinu? Ákvæði um náttúruauðlindir og umhverfismál, um þjóð- aratkvæðagreiðslur, um breyttar aðferðir við að breyta stjórn- arskránni og tillaga um stjórn- lagaþing. S&S „EVA [Joly] hef- ur bent á að rann- sóknin komi til með að verða al- þjóðleg og hún býr yfir miklum samböndum og reynslu á þeim vettvangi. Myndi hún geta nýst og bent þeim yfir- völdum sem með rannsóknina fara bæði á þær leiðir sem unnt er að fara og einnig að koma með sambönd við saksóknara og aðra sem eru í henn- ar tengslaneti,“ sagði Ragna Árna- dóttir dómsmálaráðherra á Alþingi í gær um hlutverk Evu Joly og ráð- gjöf hennar við rannsóknir í tengslum við bankahrunið. Safna saman fólki sem vinnur við rannsóknina Ragna mælti fyrir frumvarpi sem eykur heimildir sérstaks saksókn- ara. Vék hún m.a. að þeim ummæl- um Evu Joly að fjölga þurfi starfs- mönnum sérstaks saksóknara. „Ég bendi á í því sambandi, að töluverður fjöldi fólks vinnur þegar að rann- sókninni, [en] á ýmsum stöðum. Ég get vel ímyndað mér að það sé hægt að koma því þannig fyrir að safna einhverju af þessu starfsfólki saman á einn stað og þannig stuðla að fjöl- mennri rannsókn, sem tekur á öllum þáttum málsins,“ sagði hún. Sambönd við erlenda saksóknara Ragna Árnadóttir „ÉG dreg ekki dul á andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við stóriðjuna og það verkefni sérstaklega sem hér er á ferð. En ég hlýt að benda á að það er ótrúlegt ábyrgðarleysi sem kemur hér fram í orðum hæstvirts ráðherra og þeirra tveggja þing- manna Suðurkjördæmis sem hér hafa talað þegar þeir eru að vekja falsvonir, sem ég vil kalla, um að þetta verkefni muni bjarga at- vinnuástandi á Suðurlandi og Suð- urnesjum og skila á næstu árum allt að 8 til 9 þúsund ársverkum […].“ Þetta sagði Álfheiður Inga- dóttir, Vg, um ummæli í ræðu Öss- urar Skarphéðinssonar iðn- aðarráðherra við umræður um heimild til samninga um álver í Helguvík. Verkefnið væri „í bull- andi óvissu“. Skoraði hún á Össur að aflétta leyndinni af orkuverði til stóriðjunnar. Össur lofaði að bera þau boð til fjármálaráðherra að af- létta leyndinni, því það væri hann sem færi með hlut ríkisins í orku- fyrirtækinu. omfr@mbl.is „Ótrúlegt ábyrgðarleysi“ 570 2400 og fáðu öruggari öryggishnapp!Hringdu í P IP A R • S ÍA • 9 0 1 0 2 Ertu ekki örugglega með öruggari öryggishnapp? Hjá Öryggismiðstöðinni eru hjúkrunarfræðingar á vakt allan sólarhringinn. www.oryggi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.