Morgunblaðið - 12.03.2009, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
Vorhugur Nú eru átta dagar í jafndægur og farið að hilla undir vorið. Þá er kominn tími á reiðhjólið og að bera það ef ekki vill betur á næsta verkstæði.
RAX
Ingólfur H. Þorleifsson | 11. mars
Nóg komið af svindli
og svínaríi
Held að það hafi ekki verið
nein glóra í því að leyfa
þessum mönnum að halda
áfram með þetta. Nú geta
kröfuhafar gert kröfur um
greiðslur ef einhverjir pen-
ingar eru þá eftir í kass-
anum. Ætli það verði ekki niðurstaðan að
peningarnir eru allir horfnir fyrir löngu-
...Saga þessara fyrirtækja sem þessir svo-
kölluðu útrásarvíkingar áttu er að verða
eins og raunverulegt matadorspil. Pening-
arnir virðast aldrei hafa verið raunveru-
legir, alla vega veit enginn hvar þeir eru
niðurkomnir. ... hversu miklu hafa þessir
menn komið undan af peningum og eign-
um frá því í byrjun október.
Meira: golli.blog.is
Svanur Gísli Þorkelsson | 11. mars
Eldri feður eignast
heimskari börn
Eftir því sem vísindin færa
okkur meiri þekkingu
breytist samfélag okkar,
næstum því án þess að við
tökum eftir því.
Fólk talar um að ýmis
viðmiðunarmörk á æviferl-
inum hafi raskast og breyst þannig að fólk
geti í dag t.d. átt fyrri og seinni starfsferil
og stofnað fyrri og seinni fjölskyldu
o.s.frv.
Eftir því sem langlífi verður algengara,
gerir fólk kröfur til þess að lifa lífi sínu eft-
ir eigin vali og skipulagi, frekar en nátt-
úrulegu vali eins og áður virtist ráða.
En eitthvað hefur náttúran sjálf verið
sein að átta sig á þessum nýjungum í lífs-
hlaupi hins vestræna nútímamanns. . . .
Meira: svanurg.blog.is
OFT var þörf, en nú er
nauðsyn. Verðlagning ís-
lenskra fjarskiptafyrirtækja
hefur sjálfsagt aldrei verið
flóknari. Á sama tíma dynja á
neytendum auglýsingar með
gylliboðum, þannig fram-
settum að fólki er vorkunn að
reyna að átta sig á því hvað
þjónustan yfirleitt kostar.
Þessa upplifun fæ ég iðulega
staðfesta þegar ég tala við fólk
fyrir hönd Tals. Mín afstaða er skýr. Flóknar
verðskrár og blekkjandi sjónvarpsauglýs-
ingar eru neytendum síður en svo til hags-
bóta. Eitthvað verður að breytast. Áður en ég
hóf störf hjá fjarskiptafyrirtæki, þá taldi ég
mig skilja nokkuð vel þennan markað. Fljótt
kom í ljós, að það var misskilningur. Sú staða
blasti við að risarnir tveir á markaðnum voru
búnir að koma sér fyrir í þægilegri stöðu
gagnvart neytendum, enda eru þessi fyr-
irtæki með yfirburðastöðu á markaðnum. Það
gagnast þeim við að viðhalda þessari yfir-
burðastöðu, að neytendur skilja almennt ekki
símreikningana sína. Margir segja mér að
þeir hafi komið að tómum kofunum þegar þeir
hafa leitað nánari skýringa á því hvernig
verðskráin virkar. Það segir sína sögu, að
hvorki Síminn né Vodafone kjósa að birta
verðskrá á forsíðum vefsíðna sinna. ( www.si-
minn.is og www.vodafone.is). Hverju sætir
þessi hógværð risanna tveggja? Er verðskrá-
in e.t.v. eitthvað sem þarf að fela fyrir neyt-
endum?
Verðhækkanir
Verðhækkanir eru tíðar á fjarskiptamark-
aði þó þær séu yfirleitt kallaðar eitthvað ann-
að en verðhækkanir. Orð eins og verðskr-
árbreytingar og þjónustubreytingar heyrast
mun oftar í þessu samhengi. Sem dæmi má
nefna að Síminn hefur hækkað verðskrá sína,
í hinum ýmsu flokkum, fjórum sinnum á sl. 15
mánuðum. Nú síðast hækkaði Síminn verðið
1. mars og var meðaltalshækkunin 6,1% (skv.
vefsíðu Símans). En það segir ekki alla sög-
una. Sé hver liður brotinn niður, þá sést að
hækkunin á upphafsgjaldi í GSM-frelsi nemur
31%. Það stappar nærri þriðjungshækkun á
einn hóp viðskiptavina. Til útskýringar þá er
upphafsgjald gjald sem fjarskiptafyrirtæki
innheimta í upphafi allra símtala úr farsímum
og bætist það ofan á mín-
útuverðið. Þetta er gjald sem fáir
velta fyrir sér þegar farið er yfir
símreikninginn en getur munað
umtalsverðu.
Þjónustubreytingar
Annar hluti frumskógarins eru
svokallaðar þjónustubreytingar,
sem eru í raun og veru verð-
hækkanir. Bæði Vodafone og
Síminn hafa með lítt kynntum
þjónustubreytingum breytt skil-
málum á nettengingum sínum,
þannig að viðskiptavinir fá nú
minna erlent niðurhal á mánuði en áður.
Margir halda að erlent niðurhal snerti ein-
göngu þá sem hala niður tónlist, kvikmyndum
og slíku. En svo er alls ekki. Í hvert sinn sem
farið er inn á vefsíður eins og Facebook, Go-
ogle, YouTube, Gmail og aðrar vinsælar síður
sem eru með aðra endingu en .is, þá telst það
vera erlent niðurhal. Meira að segja vinsælir
íslenskir vefir eins og Leikjanet.is snúast um
erlent niðurhal, þar sem flestir leikirnir eru á
erlendum vefsíðum. Sama má segja um MSN-
notkun. Hún er erlent niðurhal.
Það skipir líka máli að Vodafone takmarkar
erlent niðurhal í svokölluðum Gullpökkum.
Öll umframnotkun kostar hjá þeim 1.341 kr/
GB. Þetta getur þýtt himinháa bakreikninga,
ef netnotkun á heimilinu fer yfir mörkin.
Síminn er með samskonar takmarkanir á
sínum netpökkum. Hjá Símanum kostar um-
framnotkunin 2.560 kr/GB. Og það sem verra
er, þá skammtar Síminn niðurhalið niður á
vikur, sem þýðir í raun að viðskiptavinur sem
kaupir 40GB erlenda notkun á mánuði, getur
einungis notað 10 GB á viku. Fjölskylda sem
fer í vikuferð til útlanda, fær einungis 30 GB
þann mánuðinn, en greiðir áfram sama mán-
aðarverð.
Þess ber að geta að kannanir sýna, að með-
alnotkun nettenginga er einungis 10GB á
mánuði.
Vodafone Gull og Betri leiðir Símans
Vodafone kynnti á haustdögum nýjar þjón-
ustuleiðir sem heita Gull með slagorðinu „Það
besta sem við bjóðum“. Það er auðvelt að falla
fyrir tilboði um að hringja frítt í alla heima-
síma og farsíma úr heimasímanum sínum.
Verðið fyrir þessa þjónustu er 3.390 kr. á
mánuði og er verðið háð því að viðskiptavin-
urinn sé einnig með nettengingu hjá Voda-
fone og a.m.k. eitt GSM-númer. Í Gullþjón-
ustunni greiða viðskiptavinir afar háa upphæð
fyrirfram fyrir væntanlega notkun á heima-
síma. En hvað, lesandi góður, fæst svo fyrir
þessar 3.390 kr.? Jú. Það samsvarar 29,7
klukkustunda löngu samtali í annan heima-
síma eða 3,7 klukkustunda löngu samtali í far-
síma. Það eru sárafáir sem hringja svo mörg
og löng símtöl úr heimasíma í farsíma á ein-
um mánuði.
Meðal viðskiptavinur sem velur þetta tilboð
Vodafone, þarf skv. verðskrá Vodafone að
greiða 10.660 kr. á mánuði. Eða 127.920 kr. á
ári.
Viðskiptavinur sem velur Betri leiðir hjá
Símanum í heimasíma, neti og farsíma þarf
miðað við sömu forsendur að greiða 12.320 kr.
mánaðargjald. Eða 147.840 kr. á ári.
Til upplýsingar þá býður Tal sama pakka á
7.380 kr. á mánuði eða 88.560 kr. á ári, fyrir
heimasíma, net og farsíma.
Aðgerðaáætlun Símans fyrir Símann!
Í frétt sem birtist á vefsíðu Símans 1. mars
sl. kom fram að verðbreytingar yrðu á þjón-
ustu Símans. Hækkanirnar voru réttlættar
með auknum rekstrarkostnaði vegna geng-
isfalls íslensku krónunnar. Þetta stenst ekki.
Hið rétta er að aðeins einn lítill liður í nýjustu
hækkunum Símans tengist gengi krónunnar á
einhvern hátt. Það er kostnaður við SMS-
skeyti sem send eru til útlanda. Gengi krón-
unnar hefur hins vegar ekkert að gera með
upphafsgjöld í farsíma, upphafsgjöld í heima-
síma eða símtöl úr heimasíma í farsímanúmer.
Þeir liðir hækkuðu samt allir líka. Og snerta
almenna viðskiptavini mun meira en SMS-
skeyti send til útlanda. Gengið hefur heldur
ekkert með tímamælingar Símans að gera.
En þær breyttust þannig að þeir rukka nú
fyrir heila mínútu í einu í stað sekúndna áður.
Svo má líka spyrja: Er það tilviljun að í
hvert skipti sem Síminn hækkar verð eða
skerðir þjónustu án þess að verðið lækki á
móti, þá fari samtímis af stað rándýr auglýs-
ingaherferð til að breiða yfir þessar hækkanir?
Ný herferð Símans, Aðgerðaáætlun heim-
ilanna, er slík blekking. Þar bjóða þeir við-
skiptavinum að hringja frítt í 6 vini óháð
kerfi. Síminn segir ekki frá því að þessi þjón-
ustuleið kostar í raun 1.990 kr. á mánuði. Fyr-
ir þá upphæð er hægt að hringja í ansi marga,
í langan tíma og óháð kerfum.
Einnig kynnir Síminn lægsta mínútuverðið,
11,9 kr. mínútan. Það sem þeir segja ekki, er
að upphafsgjaldið er líka 11,9 kr. sem bætist
ofan á fyrstu mínútuna í öllum símtölum.
NOVA – rukkar þó að ekki sé svarað
Að lokum skal stuttlega minnst á Nova.
Nova er tiltölulega nýtt félag á fjar-
skiptamarkaði, líkt og Tal. En sumir velta því
fyrir sér hvers vegna það kostar mun meira
að hringja í viðskiptavini hjá Nova en hjá
Símanum, Tal og Vodafone. Eru það sam-
antekin ráð Símans, Tals og Vodafone að hafa
verðið svona hátt? Nei. Staðreyndin er sú
Nova stýrir verðinu sjálft.
Nova á sitt eigið fjarskiptakerfi og í hvert
skipti sem viðskiptavinir annarra símafyr-
irtækja hringja í viðskiptavini hjá Nova, þá
fær Nova af því tekjur. Þetta kallast lúkning-
artekjur. Nova rukkar Símann, Tal og Voda-
fone í hverjum mánuði, fyrir öll þau símtöl
sem koma frá viðskiptavinum þessara félaga
til þeirra. En þetta er ekki eina sértekjuleið
fyrirtækisins. Nova býður viðskiptavinum sín-
um að hafa tónlist í símanum sínum í stað
hringitóns. En fáir vita að þegar hringt er í
númer hjá Nova og tónlist heyrist í stað hefð-
bundins hringitóns, þá hefst gjaldtaka um leið
fyrir þann sem hringir. Ef viðkomandi svarar
ekki, en tónlistin heyrist, þá er engu að síður
tekið gjald fyrir það líkt og símtal hafi átt sér
stað. Því ber að varast að hringja oft í við-
skiptavini Nova, ef þeir eru staddir í bíó eða
sundi og geta ekki svarað. Því það kostar pen-
inga.
Fjarskipti á mannamáli
Það er kominn tími til að fjarskiptafyr-
irtæki, viðskiptavinir og neytendasamtök
komi sér saman um almennt gagnsæi á mark-
aði. Neytendur eiga heimtingu á því að skilja
símreikningana sína.
Lágmarkskrafa er að öll fjarskiptafyrirtæki
birti verðskrá sína á forsíðu vefsíðu sinnar
með skýrum og gagnsæjum hætti.
Eftir Sigmar
Vilhjálmsson » Það er kominn tími til að
fjarskiptafyrirtæki, við-
skiptavinir og neytendasamtök
komi sér saman um almennt
gagnsæi á markaði. Neytendur
eiga heimtingu á því að skilja
símreikningana sína.
Sigmar Vilhjálmsson
Blekkingaleikur símafélaganna
Höfundur er forstöðumaður sölu-
og markaðssviðs Tals.
BLOG.IS