Morgunblaðið - 12.03.2009, Síða 24

Morgunblaðið - 12.03.2009, Síða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 FYRIR íslenska neytendur væri ein sýnilegasta breyting Evrópusambands- aðildar mun auðveldari póstverslun við Evr- ópulönd, sem myndi leiða til meiri sam- keppni í smásölu á Ís- landi og trúlega til verð- lækkana. Stundum heyrist talað um að þetta myndi gerast með því að „tollar myndu falla niður“ en í rauninni myndi þetta gerast vegna breytinga á virðisaukaskatts- innheimtu. Ég fann enga umfjöllun um þetta í greinum Morgunblaðsins um Evrópusambandið um daginn þannig að ég vil fjalla stuttlega um þetta sjálfur. Heimatilbúnar hömlur Þegar íslenskur neytandi pantar vöru frá netverslun í Bretlandi eða í Þýskalandi þá á ekki að þurfa að borga breskan eða þýskan virð- isaukaskatt við kaup hennar, vegna þess að Ísland er ekki í Evrópusam- bandinu. Hins vegar er varan stöðvuð við komu til Íslands, oftast af Toll- miðlun Íslandspósts. Kaupandinn fær seðil sem kveður á um að hann þurfi að borga íslenskan virð- isaukaskatt (7% eða 24,5%) af vörunni og sendingarkostnaði, og svo umsýslugjald (450 kr. hjá Íslandspósti). Þá þarf að sækja pakkann á pósthúsið. Þetta á við þó að virðisaukaskatts- upphæðin sé mjög lítil, t.d. 50 eða 100 kr. Þessi fyrirhöfn hindrar net- verslun Íslendinga mjög og er ein ástæða þess að margir Íslendingar á leiðinni heim frá útlöndum eru með fullar ferðatöskur. Ég get varla lýst þeim skaða sem Íslendingar verða fyrir með því að geta ekki auðveldlega tekið þátt í póstverslunarmenningunni sem hef- ur gjörbreytt smásölu í Norður- Ameríku og Evrópu. Verð á bókum, fötum, leikföngum, ritföngum, vara- hlutum, sérhæfðum vörum og öðru dóti sem oft er keypt í gegnum póst frá öðrum löndum er úr öllum bönd- um hér á Íslandi, og úrval í búðum af skornum skammti, vegna gervimúr- anna sem við höfum byggt þannig að neytendur geta ekki keppt við búðir í innflutningi. Erfitt er að reka fyr- irtæki, háskóla, og heimili á Íslandi þegar svo erfiðlega gengur að fá venjulegustu vörur og varahluti. Evrópska lausnin og íslenska lausnin Með inngöngu í Evrópusambandið myndi íslenska ríkið ekki lengur inn- heimta virðisaukaskatt á pökkum frá Evrópu við komu til landsins. Reglan er að virðisaukaskatturinn fer í rík- iskassa í landi seljandans ef velta hans við land kaupandans er undir ákveðnum mörkum; annars þarf selj- andinn að vera skráður í virð- isaukaskattskerfi landsins þar sem kaupandinn býr og skatturinn fer þangað. Fyrir neytendur myndi ESB-aðild þýða að ekkert umsýslu- gjald væri tekið fyrir virðisauka- skattsinnheimtu og að pakkar mundu koma tafarlaust til neytandans, eða að minnsta kosti til pósthússins, með stórlækkuðum kostnaði. Kaupandinn þarf aldrei að greiða skattinn sjálfur. En Ísland gæti innleitt sambæri- legar breytingar sjálft sem myndu setja Íslendinga í jafna samkeppn- isstöðu við önnur lönd án Evrópu- sambandsaðildar. Talsmaður neyt- enda lagði fram tillögu til fjármálaráðherra í ágúst í fyrra, eftir samráð við fjármálaráðuneytið, sem væri gott fyrsta skref í þessum mál- um: hann lagði til að minniháttar virðisaukaskattur á pökkum væri ein- faldlega felldur niður enda svari ekki kostnaði að innheimta hann. Grein- arhöfundur vann að þeirri tillögu fyr- ir hönd talsmanns neytenda. Neyt- endur myndu ekki lengur borga t.d. 450 kr. umsýslugjald til þess að borga t.d. 50 kr. skatt, sem virðist vera þjóð- félagslegt tap og tímaskekkja. Ísland er eina landið í Evrópu án slíkrar nið- urfellingarreglu (Noregur og Sviss meðtalin). Fjármálaráðherra hefur enn ekki brugðist við tillögunni en ráðuneytið hefur svarað að málið sé í skoðun. Þó að við veltum Evrópusam- bandsaðild fyrir okkur, eigum við ekki síður að breyta eigin reglum til að lifa betur þau ár áður en við ger- umst aðilar. Stjórnsýslusamkeppni Aðgerðarleysi í póstversl- unarmálum virðist einungis vera þeim örfáu í hag sem græða af því að hindra frjálsa verslun Íslendinga við útlönd. Þetta eru aðallega verslunar- eigendur og stórkaupmenn. Óljóst er hvort flutningafyrirtækin Íslands- póstur, DHL eða UPS hafa nettó- tekjur af umsýslu pakka (samkvæmt alþjóðlegra póstsamþykkta eiga gjöld fyrir tollmiðlun að byggjast á raun- kostnaði en við vitum ekki hvort það gerist í raun). En þúsund ára baráttu Íslendinga við einokunar- og fá- keppnisveldin sem stjórna vöruflæði til landsins er greinilega ekki lokið. Spurningin um Evrópusam- bandaðild snýst um margt til viðbótar við póstverslun. En ákvörðunin bygg- ist að einhverju leyti á einhvers konar hugmyndasamkeppni á milli íslenskr- ar stjórnsýslu og þeirrar evrópsku. Ef íslenska ríkið getur ekki knúið fram breytingar sem eru næstum því öllum til bóta og eru nú þegar til stað- ar í Evrópusambandinu, þá virðist betri og betri kostur að Evrópusam- bandið taki þátt í stjórnun landsins. Þeir sem eru andsnúnir Evrópusam- bandinu verða meðal annars að sýna að þeir geti bætt vanda póstverslunar á Íslandi. Ef það verður ekki gert á það ekki að koma þeim á óvart að margir vilji fá Evrópusambandið til að setja reglur fyrir Ísland í þessum málum. Evrópusambandið og póstverslun Ian Watson skrifar um Evrópumál »Ég get varla lýst þeim skaða sem Ís- lendingar verða fyrir með því að geta ekki auðveldlega tekið þátt í póstverslunarmenn- ingunni sem hefur gjörbreytt smásölu í Norður-Ameríku og Evrópu.Ian Watson Höfundur situr í ráðgjafaráði tals- manns neytenda. ÞAÐ hefur verið erfitt fyrir tónlistarfólk að fylgjast með umræðu um tónlistarhús og menningu síðustu vikur. Það heyrast raddir um að leggja eigi niður Sinfóníuhljómsveitina (SÍ), skilja tónlistar- húsið eftir óklárað og ein og ein rödd vill líka leggja niður Listaháskólann, listin er hvort sem er fyrir fámenna elítu. En er það virkilega svo? Eru þeir tæplega 4.000 áheyrendur sem mættu á Vínartónleika SÍ fámenn elíta? Hvað þarf marga áheyrendur til að þeir hætti að vera fámenn elíta og verði í staðinn venjulegt fólk sem nýtur lista? Nóg er af fólkinu til að fordæma listina þegar kreppir að. Og lítið heyrist frá okkur tónlistarmönnum og -unnendum til að koma með and- stæð sjónarmið. Víst er að vel var í lagt þegar ákveðið var að fara þessa leið sem farin var við byggingu tónlistarhúss. Og víst er líka að margir tónlist- armenn taka andköf yfir þeim upp- hæðum sem ævintýrið kostar. En menning og listir færa sam- félaginu peninga, gjaldeyri. Það hef- ur verið reiknað út af virtum hag- fræðingi og útreikningarnir gefnir út í bók. En alltaf eru einhverjir sem ekki vilja hlusta. Við búum í siðuðu samfélagi, þar sem tónlist er leikin við formleg sem óformleg tækifæri, jafnt á gleði- og sorgarstundum. Ástæðan fyrir því er einföld. Tónlist snertir fólk, tónlist snertir líka þá sem hafa hæst um að leggja eigi niður listaháskóla og sin- fóníuhljómsveitir. Tónlistin snertir alla þá sem hafa til- finningar, okkur öll. Hver getur ekki tengt tónlist við ákveðin tímabil í lífi sínu? Jafnvel eitt kvöld, eða eina mann- eskju? Tónlistin snert- ir hjörtu okkar allra svo djúpt að ekkert okkar kemst hjá að eiga uppáhaldslag, uppáhaldsflytjanda – og minningar sem gleymast aldrei renna saman við uppáhaldslagið, gömlu rykföllnu jakkafötin minna á David Bowie og snjáða lakkrísbindið á rokk og ról. Og fallega melódían eftir Bach, hún var víst spiluð í jarð- arförinni hjá ömmu. Á tímum þegar kreppir að hefur aldrei verið mikilvægara að þroska tilfinningarnar, halda samfélaginu siðuðu og heilbrigðu. Þar hjálpar tónlistin, hún hjálpar okkur að skynja og deila tilfinningum, deila gleði og sorg. Gott tónlistarhús var aldrei góðærisdraumur, heldur hefur verið draumur tónlistarunnenda í meira en hálfa öld og því megum við ekki missa sjónar á langtímamark- miðinu – að í landinu búi upplýst menningarþjóð sem kunni að njóta lista. Í nýju tónlistarhúsi verður pláss fyrir allar tegundir tónlistar, djass, popp, sínfóníur, óperur og kóra. Óvíða er tónleikasókn meiri en á Íslandi og þátttaka í tónlist- arsköpun er einsdæmi. Þúsundir Ís- lendinga eru í kórum og enn fleiri mæta á kórtónleika. Í Reykjavík eru um 300 hljómsveitir, bílskúrsbönd og atvinnufólk. Ekki má gleyma ferðaþjónustunni, sem sárvantar hús sem getur hýst stærri ráðstefnur og hús af þessu tagi eykur framboð menningar og getu okkar til að hafa tekjur af ferða- mönnum. SÍ hefur lengi verið kjölfestan í ís- lensku tónlistarlífi. Þar er fólk sem hefur haft tækifæri til að helga sig starfinu. Tónlistarfólkið hefur þurft að færa fórnir til að ná árangri, leggja hönd á plóg við byggingu Há- skólabíós, vinna aukastörf til að hafa í sig og á og svo mætti lengi telja. Þetta fólk hefur verið knúið áfram af áhuga og sannfæringu um að það væri að gera Íslandi gott. Ekki Nýja Íslandi eða Gamla Íslandi, heldur bara Íslandinu góða sem við öll eig- um. Þetta fólk hefur náð að helga sig listinni og miðla henni áfram til kom- andi kynslóða sem eiga eftir að miðla henni áfram til næstu kynslóða um aldur og ævi. Og öll þjóðin nýtur góðs af, jafnvel þótt hluti hennar viti ekki, eða vilji ekki vita af því. SÍ er, þrátt fyrir ungan aldur á al- þjóðlegan mælikvarða, ein af elstu og rótgrónustu stofnunum lýðveldistím- ans, búin til af hugsjónafólki og kom- in á þann stall að geta státað af frá- bærum árangri. Enn ein staðfestingin á gæðum hljómsveit- arinnar var fengin á dögunum þegar tilnefning til Grammy-verðlauna varð kunn. Þar er hljómsveitin í fé- lagsskap með bestu hljómsveitum heimsins. Þetta er raunveruleg út- rás, byggð á langtímaárangri og þol- inmæði, en ekki skyndigróða og við- skiptatrixum. Slíkur árangur lítillar þjóðar eykur traust á þjóðinni, bæði í menningarlegu og efnahagslegu til- liti. Viðskipti snúast um traust. Og í framhaldi af því getum við spurt okkur, hvaða þjóðum treystum við? Hvað er það sem býr til traust einnar þjóðar á annarri? Getur verið að þjóð sem er í fararbroddi í menn- ingum og listum hafi forskot á aðrar þegar kemur að trausti? Ég er sannfærður um að frábær árangur SÍ og allra íslenskra lista- manna á alþjóðlegum vettvangi kem- ur til með að vera hluti af því verk- efni sem bíður okkar Íslendinga, að byggja upp trúverðugleika á ný. Við skulum því ekki ráðast að því sem við eigum þó óskaddað eftir hrun bankakerfisins. Íslenskir lista- menn koma til með að bera sömu byrðar og aðrir landsmenn þegar kemur að kjaraskerðingu og nið- urskurði, en allt tal um sparnað við að leggja niður okkar helstu menn- ingarstofnanir er ábyrgðarlaust og byggt á því sem varð okkur að falli, skyndilausnum og skammtímasjón- armiðum. Hvers virði er tónlistin? Rúnar Óskarsson skrifar um hlut tón- listar í samfélaginu » Tónlist er nauðsyn í siðuðu samfélagi, tónlistarhús eykur tekjur ferðaþjónust- unnar, Sinfóníuhljóm- sveit Íslands er kjölfest- an í íslensku tónlistarlífi.Rúnar Óskarsson Höfundur er klarínettuleikari og for- maður Starfsmannafélags Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. GÍSLI Víkingsson, sérfræðingur hjá Haf- rannsóknastofnuninni, fer rangt með í at- hugasemd, sem hann birti í Morgunblaðinu í gær, 11. mars. Þar vís- ar hann í frétt Morgunblaðsins frá 6. mars sl. og segir: „Útreikningar á heildaráti hrefnu á þorski og ýsu eru ekki komnir frá Hafrannsóknastofn- uninni eins og haldið er fram í frétt- inni.“ Þessu er hvergi haldið fram í umræddri frétt. Frétt Morgunblaðsins, sem Gísli vísar til í athugasemd sinni, var byggð á frétt af vefsíðu LÍÚ deg- inum áður. Þar sagði einfaldlega: „Niðurstöður hrefnurannsókna Haf- rannsóknastofnunarinnar á árunum 2003-2007 benda til þess að hrefnan éti ár- lega allt að 300.000 tonn af þorski og ýsu.“ Fréttin byggðist á glærum og ágripi af fyrirlestri, sem Gísli og samstarfsmenn hans héldu fyrir skömmu. Í fyrirlestrinum kom fram að samkvæmt vegnu meðaltali nam þorskur 8% og ýsa 7% af fæðu hrefnunnar í umræddum rannsóknum. Samtals 15%. Í ágripi sem fylgdi fyrirlestrinum sagði: „Heildarafrán hrefnustofnsins við Ísland er talið vera um 2 milljónir tonna á ári.“ Mér er það fyllilega ljóst að Haf- rannsóknastofnunin fann ekki upp prósentureikninginn. En eru 15% af 2 milljónum ekki 300.000, hvort sem reiknað er við Skúlagötu eða Borg- artún? Eða er einhver önnur nið- urstaða réttari? Eru 15% af 2 millj- ónum ekki 300.000 hjá Hafró? Sigurður Sverr- isson gerir at- hugasemd við at- hugasemd Gísla Víkingssonar Sigurður Sverrisson »Eru 15% af 2 millj- ónum ekki 300.000, hvort sem reiknað er við Skúlagötu eða Borgar- tún? Eða er einhver önnur niðurstaða rétt- ari? Höfundur er upplýsinga- og kynning- arfulltrúi LÍÚ. Vesturröst | Laugaveg 178 | S: 551 6770 | www.vesturrost.is TILBOÐ Remington 700 SPS með 3-9x50 Bushnell sjónauka, leupold stálfestingum og Harris tvífótur. Til í cal 243, 270 win, 300 win, 7mm rem mag. Verð kr. 139.900.- HREIN SNILLD Drjúgt, fjölhæft og þægilegt... Gott á: gler plast teppi flísar stein ryðfrítt stál fatnað áklæði tölvuskjái omfl. ATH. frábært á rauðvínsbletti og tússtöflur S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.