Morgunblaðið - 12.03.2009, Side 27

Morgunblaðið - 12.03.2009, Side 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 sinna skjólstæðinga. Mér fannst, eins og öðrum skjólstæðingum hans, ég vera í traustum og góðum höndum. Hann var hægur og yfirvegaður í fasi. Yfirbragðið bar þess merki að þar færi maður sem ávallt var hægt að treysta og endurspeglaði jafnframt meiri þekkingu í lækningum og sálu- hjálp en unnt væri að læra í lækna- skólum. Síðar þegar við kynntumst betur sem samstarfsmenn og vinir komu sterklega í ljós þeir eiginleikar sem gerðu það að verkum að hann varð fyrir mér einhverskonar hug- myndafræðileg fyrirmynd þess hvernig heimilislæknir ætti að vera. Í starfi sínu var Guðmundur eins og klettur í hafsjó, ávallt til staðar til að- stoðar, heiðarlegur, traustur og rétt- sýnn og mikill hugsjónamaður. Hann kunni þá gömlu list að lækna suma, líkna öðrum en hjálpa öllum. Guð- mundur hafði sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gaman var að spjalla við hann um pólitík. Enn skemmtilegra var þó að heyra hann segja frá gömlum atburðum og sög- um. Hans frásagnarlist átti rætur sínar í kjarngóðri íslenskri tungu sem hann hafði með sér úr sveitinni aust- ur af héraði. Myndlíkingar og málfar var með þeim hætti að óhjákvæmi- legt var að þeir sem á hlýddu heill- uðust af og hrifust með þegar hann með orðum einum dró upp hinar ýmsu myndir frá fyrri tímum. Húmor og kímni voru aldrei langt undan og á Sólvangi myndaði hann ásamt sínu nánasta samstarfsfólki hóp sem við sem honum tilheyrðum kölluðum oft „norðurljósin“, vegna staðsetningar á stöðinni. Haukur Heiðar heimilislæknir og Stefanía rit- ari þeirra félaga voru þau sem þenn- an samhenta hóp mynduðu. Sú vin- átta og virðing sem myndaðist meðal okkar í „norðurljósunum“ slokknaði aldrei. Guðmundur átti við heilsu- brest að stríða síðari árin en þegar „norðurljósin“ heimsóttu þau hjónin Lóu og Guðmund, voru það dýrmæt- ar stundir. Guðmundur fylgdist vel með öllu sem var að gerast í þjóð- félaginu og á heilsugæslustöðinni. Þrátt fyrir erfið veikindi var hugsun- in leiftrandi skýr, skoðanir ákveðnar en ákaflega stutt í gamansemina. Þau gildi og hugsjónir sem hann stóð svo sterkt fyrir alla tíð, heiðarleiki, jöfn- uður, rík réttlætiskennd auk andúðar á innihaldslausri græðgisvæðingu, hafa svo sannarlega reynst standast tímans tönn. Þessi gildi voru honum eðlislæg, en í dag, okkur hinum í besta falli slæm lexía. Fyrir hönd starfsfólks heilsugæsl- unnar á Sólvangi sendi ég eftirlifandi eiginkonu Guðmundar og ættingjum öllum innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Helga Þórðarsonar. Emil L. Sigurðsson yfirlæknir, Heilsugæslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði. Guðmundur Helgi Þórðarson, heimilislæknir og hugsjónamaður, er látinn. Saga hans er nátengd sögu heim- ilislækninga á Íslandi, sögu sam- félagslegra hugsjóna og hugmynda um velferðarkefið með frumheilsu- gæslu sem grunn góðrar heilbrigðis- þjónustu. Hugsjóna þar sem gagn- kvæm virðing, traust og trúnaður, þ.e. ábyrgð gagnvart sjúklingum, er í lykilhlutverki ekki síður en sam- félagsleg ábyrgð læknisins. Læknar eru nefnilega í þeirri stöðu að þekkja og standa mjög nálægt almenningi í landinu, eru ekki aðeins fagmenn sem greina og meðhöndla einkenni og sjúkdóma, heldur sífellt að hlusta á og reyna að styðja sjúklinga sína í lífsins ólgusjó. Guðmundur skildi þetta hlutverk manna best, tók hlutverk sitt alvar- lega og var ötull að skrifa í blöð um heilbrigðismál og önnur samfélagsleg málefni svo lengi sem hann hafði þrek til. Hann var víðsýnn baráttumaður, hógvær en fastur fyrir og þessir eig- inleikar hans ásamt mikilli reynslu og ágætri ritfærni gerðu hann að einum af lykilmönnunum í uppbyggingu heimilislækninga á Íslandi. Hann var gerður að heiðursfélaga Félags íslenskra heimilislækna 1997 og vil ég fyrir hönd félagsins votta fjölskyldu hans samúð okkar sem og Guðmundi virðingu okkar og þakkir. Elínborg Bárðardóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. ✝ Einar F. Stein-arsson fæddist í Reykjavík 5. sept- ember 1924. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Vífils- stöðum 4. mars 2009. Foreldrar hans voru Steinar Franklín Gíslason, járn- smíðameistari í Reykjavík, f. á Græn- hóli, V-Barðastand- asýslu 6. janúar 1897, d. 2. desember 1978, og kona hans Ingi- björg Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. í Reykjavík 14. des- ember 1900, d. 14. nóvember 1970. Einar átti tvo bræður, Óskar Ingi- berg Steinarsson, f. 5. september 1926, d. 1927 og Hallgrím Stein- arsson, f. 28. nóvember 1927, d. 2006. Foreldrar Steinars voru Gísli Kristjánsson, trésmiður á Vest- urgötu 57, áður bóndi og trésmið- ur í Kvígindisfirði, Fjarðarhorni, svo á Grænhóli og Fossi, Barða- strandarhreppi, svo í Öskubrekku Höfn í Siglufirði, síðar húsfreyja á Laxamýri og á Siglufirði. Börn Einars og Arnþrúðar eru: a) Steinar I. vélstjóri, f. 13. janúar 1949, kvæntur Gunnhildi M. Ey- marsdóttur, f. 12. nóvember 1953. Börn þeirra eru María Björk, f. 2. desember 1973, maki Konstantín Shcherbak, og Einar Ísfeld, f. 3. október 1978, maki Erin Jorgen- sen. b) Sigurður A. eðlisfræð- ingur, f. 11. ágúst 1953, kvæntur Bergljótu Stefánsdóttur, f. 26. febrúar 1959, sonur þeirra er Sigurgeir, f. 9. nóvember 1995. Einar ólst upp á Vesturgötu 30 og bjó þar fyrstu búskaparár sín ásamt foreldrum sínum en byggði síðan hús á Seltjarnarnesi og flutti þangað með fjölskylduna 1961, þar sem drengirnir komust á legg. Upp úr 1980 reisti hann hús í Grafarvogi og bjuggu hjón- in þar uns þau fluttu í hús eldri borgara á Skúlagötu 20. Síðustu árin bjó hann á Vífilsstöðum. Ein- ar stundaði nám í Verslunarskóla Ísland og lærði síðan rennismíði í Iðnskólanum í Reykjavík og í Stokkhólmi. Hann stofnaði ásamt föður sínum og bróður Kolsýru- hleðsluna s/f árið 1949 og rak hann fyrirtækið samfellt í 49 ár. Útför Einars fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 12. mars, kl. 13. og kona hans Stein- unn Guðmunds- dóttir húsfreyja, fædd í Gufudals- sókn, A-Barða- strandasýslu. For- eldrar Ingibjargar voru Einar Jónsson skósmíðameistari í Reykjavík, fæddur á Dufþaksholti, Keldnasókn, Rang- árvallasýslu og kona hans Sig- urjóna Jónsdóttir húsfreyja í Reykja- vík, fædd í Hjarðarneskoti, Kjal- arnesi. Einar kvæntist 5. janúar 1947 Arnþrúði Sigurðardóttur, f. á Laxamýri S. Þing. 17. janúar 1920, d. 9. febrúar 2005. For- eldrar Arnþrúðar voru Sigurður Egilsson, fæddur á Laxamýri, Reykjahr. S-Þing., síðar bóndi þar, kennari á Siglufirði og síðast kennari og fasteignamatsmaður á Húsavík og kona hans Rakel Jú- dith Pálsdóttir Kröyer, fædd í Í dag kveðjum við ástkæran föður og sendum okkar hinstu kveðju. Við erum mjög lánsamir að hafa átt með honum mörg yndisleg ár. Æskuárin á Vesturgötunni voru ógleymanleg. Leiksvæðið var stórt, slippurinn, höfnin, Landakotstún og endalausir garðar. Á meðan við uxum úr grasi reisti hann ásamt föður sínum og bróður húsnæði undir Kolsýruhleðsluna, fyr- irtækið sem hann rak í 49 ár. Seint á 6. áratugnum reisti hann hús á Sel- tjarnarnesi og áttum við bræðurnir þar heimili þar til við stofnuðum okk- ar eigin. Þrátt fyrir mikla vinnu höfðu mamma og pabbi nægan tíma fyrir okkur bræðurna og sinntu þau for- eldrahlutverkinu af mikilli alúð. Upp- eldisárin gengu átakalaust fyrir sig þar sem foreldrar okkar sýndu ótrú- lega yfirvegun og rósemd þegar ungir og orkumiklir drengirnir vildu ráða meiru en þeim var hollt. Einnig voru vinir okkar ávallt velkomnir inn á heimilið og var oft mikill skarkali þeg- ar leikar stóðu sem hæst. Þessu tóku foreldrar okkar samt af miklu jafn- aðargeði. Þetta traust sýndu þau okk- ur alla tíð. Pabba fannst mjög gaman að ferðast og eru margar skemmtilegar minningarnar úr ferðalögum um Ís- land. Sérstakt dálæti hafði hann á ferðalögum til sólarlanda og voru Kanaríeyjar þar efst á lista. Fyrir þremur árum fór hann í sína síðustu ferð til Kanaríeyja. Við bræðurnir og elsta barnabarn hans áttum þar ynd- islegar stundir með honum og eigum þaðan ljúfar minningar. Báðir störfuðum við bræðurnir í fyrirtækinu hjá pabba. Við byrjuðum í sendilsstarfi en fórum fljótlega að vinna flóknari störf. Sá fróðleikur og reynsla sem pabbi bjó yfir og miðlaði til okkar bræðranna á þessum árum var ómetanlegt veganesti inn í fram- tíðina. Síðustu 30 árin rak Steinar fyr- irtækið með honum. Barnabörnum sínum unni hann mjög og dekraði þau eins og öfum ein- um er lagið. Tengdadæturnar voru honum afar kærar og var samband þeirra mjög náið. Á efri árum greindist móðir okkar með parkinsonsveiki. Þurfi hún að fá lyf og sprautur árum saman til að halda aftur af sjúkdómnum. Pabbi sá um hana í mörg ár og gaf henni sprauturnar reglulega. Þegar sjúk- dómurinn ágerðist naut hún umönn- unar hans að nóttu sem degi en svo kom að því að hann gat ekki annast hana lengur. Fékk hún þá inni á hjúkrunarheimilinu Eir þar sem hún var í 5 ár. Öll árin sem móðir okkar dvaldi á Eir fór pabbi á hverjum ein- asta degi að heimsækja hana. Árið 2007 var pabbi lagður inn á öldrunardeild Landspítala Íslands í Fossvogi þar sem hann var í 6 mánuði við frábæra umönnun starfsfólks. Síð- an fluttist hann að Vífilsstöðum þar sem hann naut umönnunar af alúð og hlýju. Þar var umtalaður glampinn í augum hans og brosi og hvernig hann tók því af æðruleysi að hann gæti ekki talað eða tjáð sig síðustu árin. Í huga okkar allra er mikill sökn- uður því nú er genginn einstakur maður. Í júní er von á fyrsta langafa- barninu en því miður lifði hann ekki til að sjá það. Elsku pabbi, hvíl í friði. Steinar og Sigurður. Ljúfsár er sjálfsblekking æskuár- anna er vér piltar héldum okkur ósigrandi, ódauðlega og farnir að dreypa tungu í lífsins bikar. Stundum var sprettur. Á menntaskólaárum var ég ómannblendinn en eignast tvo vini, sem hafa fylgt mér alla tíð í blíðu og stríðu, Karl Gústaf Kristinsson og Sigurð Arnar Einarsson. Foreldrar beggja bjuggu á Seltjarnarnesi og voru sérdeilis elskulegir og áhuga- samir um heilabrot okkar og skemmt- analíf. Ég kom fyrst á heimili Dúddu og Einars á öðru ári í MR. Móttök- urnar voru einlægar og höndin beggja hlý sem brosið. Vér piltar brutum heilann um allt milli himins og jarðar. Einar sat þá gjarna í hæg- indastól sínum með pípuna í annarri hendinni og grænn tópaspakki aldrei langt undan. Stundum varð mér litið á hann í hita leiksins og sá hæglátt bros í björtum augum. Ég minnist þess að stundum fengum við okkur ögn neðan í því áður en brunað var á ball. Á heimili Dúddu og Einars voru okkur borin dýrindis glös, og oft var tígulegt smurbrauð á borðum. Húsbóndinn var fróður um viskí og koníak. Þau kenndu okkur að umgangast áfengi sem gleðigjafa og njóta þess í sam- neyti við annað fólk í stað þess að súpa af stút undir húsvegg. „Þá er betra að sleppa því,“ sagði Einar og horfði dreymnum augum á tóbaks- reykinn sem leið uppúr pípunni eins- og véfrétt. Skólapiltar eru ævinlega blankir. En Einar og Dúdda áttu Kolsýru- hleðsluna á Seljavegi. Þar fengu strákar alltaf vinnu; þolprófuðu amm- oníakskúta, ryðhreinsuðu, máluðu, unnu við hleðslu slökkvitækja, sóttu þau og sendu. Ég man enn þegar við fórum slíka ferð á Kleppsspítalann. Þar sá ég fyrst sorgarhlið lífsins. Við ræddum þetta við Einar og Dúddu nokkru síðar. „Við þurfum ekki mikið að kvarta,“ sagði Einar. Ég man mörg slík svör og athugasemdir. Hann var ekki margmáll, en sann- máll, einlægur og hollráður. Vinahópurinn, þrenningin, brá sér á ball 18. september 1971. Þar hitti ég stúlkuna mína. Henni var líka tekið með kostum og kynjum, einsog end- urheimtri dóttur. Anna Kristín og Kristinn Michel- sen, foreldrar Karls Gústafs og Dúdda og Einar, foreldrar Sigurðar Arnars, voru alla tíð sannir hollvinir. Þetta fólk er nú látið. Einar missti af- ar mikið er Dúdda dó í febrúar 2005, en tók veikindum hennar af karl- mennsku og æðruleysi ástar og um- hyggju. Við fráfall hennar blómstraði fjölskyldan í kærleiksljósi hans og hljóðri gleði. Einar var í raun nettur vexti en kraftvaxinn, teinréttur í baki, hárið silfrað og snöggklippt, höndin breið og sterk, andlitið svipmikið og karl- mannlegt. Í minningunni eru augun tindrandi blá og brosið aldrei langt undan. Hann var ekki fámáll maður en talaði aldrei af sér, en sú íþrótt gerist nú sjaldgæfari. Hann var spaugsamur í góðra vina hópi en allt var það hófstillt. Aldrei heyrði ég hann segja hnjóðsyrði um nokkurn mann. Vann hvorki hratt og aldrei hægt en lauk öllu í tæka tíð nú kallað að taka það á kúlinu. Nú biðjum við fjölskyldum, börnum og afkomendum Dúddu og Einars blessunar og styrks. Guð blessi ykkur. Haraldur G. Blöndal og María Aldís Kristinsdóttir. Einar Franklín Steinarsson Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Saknaðarkveðjur Gunnhildur Eymarsdóttir. HINSTA KVEÐJA Takk fyrir allar yndislegu stund- irnar. Kveðja, Sæborg Reynisdóttir og Steinberg Reynisson. Elsku afi Dolli Ekki grunaði mig að viku eftir að pabbi var jarðsunginn mundi ég kveðja þig. Þú kvaddir með reisn á af- mælisdegi sonar míns, og nafna sonar þíns. Hugurinn reikar til baka, fyrst til Svalvoga og síðan til Þingeyrar. Það var alltaf svo gaman að heimsækja ykkur ömmu, þið voruð svona ekta amma og afi, svo góð hvort við annað, kærleikurinn á milli ykkar einstakur og þið voruð eins og eitt. Alltaf var stutt í húmorinn og glettnin skein úr augunum þínum. Þú varst svo áhugasamur um allt og vildir vita hvað maður var að gera, mundir allt sem þér var sagt, einstak- lega minnugur! Ættfræði var þér hugleikin og gastu endalaust frætt mig um hana. Seinna þegar þið amma fluttuð á Dalbrautina var enn sami bragurinn á móttökunum og þú fylgdist enn sem áður vel með öllum í fjölskyldunni þó svo hún hefði stækkað mikið. Mér þótti svo vænt um þegar Agn- ar bróðir gifti sig í ágúst í Grundar- firði og þú varst svaramaður í stað pabba, því hann komst ekki vegna veikinda. Missir þinn var mikill þegar amma lést fyrir rúmu ári og fyrir rúmri viku kvaddir þú son þinn, það var þér mjög þungbært. Ég veit að pabbi og amma hafa tek- ið vel á móti þér. Elsku afi minn, kysstu pabba og ömmu frá mér. Þín sonardóttir, Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir. Það er ekki auðvelt að setjast niður og skrifa minningargrein um elsku Dolla afa, sem féll mjög snögglega frá sl. sunnudagskvöld. Okkar síðasta samverustund var í jarðarför frum- burðar afa og ömmu, Gulla frænda, 2. mars sl. Það hvarflaði ekki að mér þá að ég væri að kveðja hann í hinsta sinn. Ég er svo þakklát fyrir allar sam- verustundirnar sem ég og mín fjöl- skylda höfum átt með afa og ömmu í gegnum tíðina. Það var ætíð notalegt að heimsækja þau hjónin á Dalbraut- ina og svo afa á Hrafnistu eftir að amma féll frá. Það var aldrei skortur á umræðuefni enda afi með stálminni. Við ræddum um gömlu dagana hans, stjórnmál, veðrið og önnur málefni sem voru í brennidepli hverju sinni. Hann hafði mjög svo sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og við vorum kannski ekki alltaf sammála. Afi fylgdist mjög vel með öllum sín- um afkomendum alveg fram á síðasta dag. Hans er sárt saknað á mínu heim- ili en Dolli afi er kominn í faðm Dísu ömmu og það er notaleg tilhugsun. Hildur Ísfold Hilmarsdóttir. Þú ert ljós á vegi þinna þel og brosin verma kinn. Allt það góða á þig minna þegar kem og ylinn finn. Ýmsar gafstu óskir mér ekki má þær dylja. Marga átti og þakka þér þegar leiðir skilja. Í augum vonar ein er dáð við ýmis kynni svanna. Það má spinna gull í þráð úr þeli minninganna. (Magnús Hagalínsson.) Elsku afi og langafi. Takk fyrir allan hlýhug og ást. Þín minning lifir í hjörtum okkar. Þórdís Hafrún, Ásthildur Gyða. Sigmar Örn, Ástrós Elma, Þorlákur Ingi, Þorbjörg Lilja. Gunnhildur Þorbjörg, Ingibjörg Rún, Þóra Rún, Ólafur Þór. Guðrún Snæbjörg, Jóhanna Jörgensen, Lísbet Óla.                         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.