Morgunblaðið - 12.03.2009, Page 29
aldamót, eftir langa útlegð. Afi dó
sama ár og við fluttum til útlanda
en hans brotthvarf bar að á annan
hátt eftir langvarandi veikindi. Afi
var góður og hlýr, klettur sem alltaf
var hægt að stóla á. Hvernig hann
hugsað og framkvæmdi hefur verið
og mun alla tíð verða mér til fyr-
irmyndar. Hann opnaði fyrir mér
áhuga á flestu sem ég elska og
kenndi mér hvernig á að annast þá
sem maður elskar. Að hann skyldi
falla frá svo snemma er eitthvað
sem ég mun aldrei verða sáttur við
og amma átti líka erfitt eftir að
hann kvaddi. En hún náði sér á
strik og blómstraði í sinni list, sem
var söngurinn, og sínu félagslífi
sem veitti henni svo mikið.
Ég gerði mér aldrei fyllilega
grein fyrir því hvort amma væri
trúuð en ég veit að hún vonaði að líf
væri eftir þetta líf í þeim eina til-
gangi held ég að hitta elskuna sína
aftur. Og ég vona að svo sé orðið.
Takk fyrir allt,
Karl Freyr Karlsson.
Minningar þyrlast upp í huga
minn þegar ég hugsa til Unnu Nikk,
eins og hún gjarnan kallaði sig. Ung
að aldri kom ég inn í fjölskylduna
sem kærasta Kalla og strax tóku
þau Einar mér opnum örmum.
Gleymi ég aldrei fyrstu kynnum
okkar Unnu þar sem hún breiddi
faðminn út á móti mér, feimnum
unglingnum og söng með tilþrifum
vísur Vatnsenda-Rósu, um augun
þín og augun mín. Frá upphafi var
gagnkvæm virðing og væntum-
þykja á milli okkar og alltaf stóð
ævintýralegt heimilið á Selló okkur
opið. Unna var mikil tilfinningavera
og jafnframt litríkur karakter sem
setti mikinn svip á umhverfið þar
sem hún fór. Það sást ekki síst á
viðbrögðum Spánverjanna þegar
hún gekk um götur Nerja, litla
Spánarþorpsins þar sem þau
dvöldu jafnan, en þangað var ég svo
heppin að ferðast með þeim hjónum
er þau buðu mér í mína fyrstu utan-
landsferð. Allir þekktu Unnu, það
var flautað og kallað og hún söng
alltaf óbeðin af tilfinningu fyrir
hvern þann sem heyra vildi. Hún
var engum lík.
Síðustu árin, eftir að við fjöl-
skyldan snerum til Íslands aftur
eftir langa dvöl erlendis, kynntumst
við Unna enn betur á nýjum for-
sendum og urðum góðar vinkonur.
Við vorum alltaf í góðu sambandi,
töluðum reglulega saman í síma um
heima og geima og treystum hvor
annarri fyrir ýmsum hjartans mál-
um. Hún var í raun ótrúlega víðsýn
og þrátt fyrir býsna háan aldur
fylgdist hún vel með því sem henn-
ar fólk aðhafðist og lét vera að
dæma. Oft dáðist ég líka að já-
kvæðninni sem geislaði af henni
þrátt fyrir sorgirnar sem ég vissi að
hún bar. Hún trúði því og treysti að
með gleðina að leiðarljósi kæmist
hún auðveldar í gegnum lífið.
Börnin okkar þrjú náðu að kynn-
ast langömmu sinni, sjálfri álfa-
drottningunni og er ég viss um að
þau kynni munu að einhverju leyti
hafa mótandi áhrif á þeirra hugsun
til framtíðar. Þau gleyma ekki
stundinni við eldinn í Karlsbergi
þegar Jökull var skírður, þar sem
langa stjórnaði fjöldasöng með log-
andi sykurpúða. Nýverið voru dæt-
ur okkar stálpaðar í skólaferðalagi í
Reykjavík og gáfu sér óbeðnar tíma
til að heimsækja langömmu á Sel-
vogsgrunni, tóku þær með sér vin-
konur sem urðu að fá að sjá Unnu
löngu því hún var öðruvísi en allar
aðrar ömmur. Þær voru stoltar af
henni og fannst hún einstök.
Ég þakka þér vináttuna, elsku
Unna mín og ég náði líklega aldrei
að segja þér að í mínum huga
varstu sönn stjarna.
Sigríður Örvarsdóttir.
Tilveran verður ekki söm án
Unnar Nikulásdóttur Eyfells. Lífs-
mottó hennar var að gleðjast með
öðrum og láta gott af sér leiða. Unni
var lífsgleði í blóð borin og enginn
var henni óviðkomandi. Hún fékk í
vöggugjöf glaðværð og einstaklega
gott skap og var síung til hinsta
dags.
Það ríkti ákveðinn glæsileiki yfir
hjónunum Unni og Einari. Það var
einstakt að horfa upp á jafn ólíkar
persónur, listakonuna og verk-
fræðinginn, ná svo vel saman og
bæta hvort annað upp. Þau lögðu
mikið upp úr heilbrigðu líferni og
iðkun íþrótta og voru ávallt tilbúin
til að hvetja aðra til að taka þátt.
Þau áttu saman litríka og ævin-
týralega ævi, ferðuðust víða og
bjuggu vel. Margar stórar veislur
voru haldnar í glæsilega húsi
þeirra við Selvogsgrunn. Þau hjón-
in bjuggu við góðan hag og Unnur
var eins og drottning í ríki sínu.
Heimilið var Unni svo kært að það
kom ekki til greina að færa sig um
set eftir að Einar féll frá. Það er
auðvitað auðveldara að vera já-
kvæður og geta gefið af sér þegar
allt leikur í lyndi og efnahagurinn
er góður. Hinn sanni styrkur Unn-
ar kom þó í ljós eftir að Einar féll
frá. Þó að þau hafi verið samrýnd
og unnið einstaklega vel saman þá
byrjaði bara nýr kafli í lífi Unnar
þar sem hún blómstraði ekki síður.
Tekjur Unnar voru fremur knapp-
ar á seinni árum en hún lét þær að-
stæður ekki stjórna tilfinningum
sínum og hélt sinni geislandi gleði
og félagslyndi. Hún var ófeimin við
að syngja, dansa og spila alveg
fram í rauðan dauðann. Við getum
margt lært af Unni og við þurfum
svo sannarlega fleira fólk eins og
hana.
Líklega kveður Unnur okkur
sátt og fer héðan eins og hún hefði
sjálf best kosið. Eftir langt og far-
sælt líf eiga þau Unnur og Einar
stóran hóp af dugandi og glæsileg-
um afkomendum. Ég er innilega
þakklátur fyrir að hafa átt Unni að
og björt minning hennar mun lifa í
hjörtum okkar.
Ingólfur H. Eyfells.
Hún langamma var alveg sér-
stök amma. Hún var hressasta
amman sem við höfum átt. Hún var
skemmtileg og var mjög góð söng-
kona og frábær píanóleikari. Þrátt
fyrir að hún missti manninn sinn
hélt hún áfram að vera skemmtileg
og syngja og spila. Hún langamma
var líka mjög góð á skautum og
mig minnir að hún hafi verið kölluð
skautadrottningin. Já, það var ekk-
ert sem hún langamma gat ekki
gert. Hún trúði á Guð, kunni að
dansa, spila, skauta og svo var hún
góð í að elda. Hún söng svaka hátt
og við munum sakna hennar mjög,
mjög mikið.
Arnaldur Karl Einarsson,
Eyjólfur Jóhann Einarsson,
Ólafía Elísabet Einarsdóttir.
Unnur Eyfells var stórfrænka
mín og ég var stórfrænka hennar,
allavega kynnti hún mig ávallt
þannig fyrir öðrum. Þótt mörg ár
væru á milli okkar áttum við margt
sameiginlegt og vorum góðar vin-
konur þar til yfir lauk. Hún var líka
frænkan sem tók mig með í dans-
skóla Þjóðdansafélagsins þar sem
hún spilaði undir á píanó, hún tók
mig með í Kerlingarfjöll þar sem
hún var tíðum á sumrin og svo var
hún frænkan sem var svo dugleg að
halda boð fyrir okkur krakkana í
fjölskyldunni. Hún var örlát kona
sem hafði gaman af að gleðja aðra.
Unna átti viðburðaríka ævi. Árið
sem seinni heimstyrjöldinni lauk
flaug hún með herflugvél til
Bandaríkjanna, en Einar var þar
við nám í verkfræði. Þar giftu þau
sig og bjuggu í Berkeley í 2 ár.
Hún lagði hún stund á píanónám og
átti eftir að spila undir ballett,
söng og í dansskóla. Annars var
hún heimavinnandi húsmóðir að
mestu eins og konur af hennar
kynslóð voru gjarnan og átti glæsi-
legt heimili sem alltaf var opið ef
maður vildi koma í heimsókn. Hún
gerði margt skemmtilegt og öðru-
vísi en almennt gerðist og verður
það ekki allt tíundað hér en helst
kemur upp í hugann söngkona, pí-
anóleikari, kórstjórnandi, hljóm-
sveitardama, álfadrottning, skau-
tadís, skíðadama, sunddrottning og
síðast en ekki síst frænkan sem
ræktaði frændgarðinn og vinátt-
una.
Og hún var líka þátttakandi í
ýmiss konar félagsskap og má þar
t.d. nefna Þjóðdansafélagið þar
sem hún var þátttakandi áratugum
saman, Vinabandið og Gerðuberg-
skórinn sem hún söng með og spil-
aði undanfarinn rúman áratug og
var mjög stolt af. Það er ánægju-
legt að minnast þess þegar hún var
heiðruð í Ráðhúsi Reykjavíkur fyr-
ir félagsstörf sín en fyrir utan of-
antalið hafði hún það hlutvert að
klæða fjallkonuna fyrir Reykjavík-
urborg frá 1969. Hún var vel að
þessum heiðri komin og er ég
ánægð fyrir hennar hönd. Megi
minning hennar lengi lifa.
Ragnheiður Þyri.
Unnur var ásamt Einari manni
sínum ein af stofnendum Þjóðdans-
afélags Reykjavíkur. Hún var lengi
mjög virkur og góður félagi.
Hún hafði líka mikið fram að
færa, var góður dansari lagði mikið
til söngsins í söngdönsunum og þar
sem hún var góður píanóleikari var
hún liðtæk við undirleik, þegar á
þurfti að halda. Hún var glæsileg
kona, átti fallegan upphlut og hafði
aðgang að glæsilegum skautbún-
ingi, sem tengdamóðir hennar átti.
Seinna eignaðist hún sinn eigin
skautbúning og reyndar líka fald-
búning.
Það voru glæsilegar margar sýn-
ingarnar á íslensku dönsunum,
þegar þær Unnur og Sigurveig
Hjaltested komu fram, báðar
klæddar skautbúningum og sungu
fyrir og dönsuðu líka með.
Unnur fór með í margar af utan-
landsferðum félagsins og var ávallt
glæsilegur fulltrúi.
Það að Unnur renndi sér á
skautum á Reykjavíkurtjörn frá
unga aldri vita margir, enda átti
hún heima þar nálægt og eftir að
hún kynntist Einari fóru þau sam-
an á skauta og ekki síður á skíði,
því þau voru útivistarfólk. Mest
munu þau hafa tekið þátt í Kerl-
ingafjallaævintýrinu.
Og Unnur hélt áfram að renna
sér á skautum þó hún væri orðin 80
ára, þá var hún m.a. fengin til að
sýna það í sjónvarpinu.
Unnur tók að sér að klæða fjall-
konuna í Reykjavík 17. júní og ann-
aðist það í 25 ár. Hún lagði oft til
skautbúning áður en borgin eign-
aðist sinn eigin búning.
Þeir félagar í Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur, sem átt hafa samleið
með Unni og þeim hjónum báðum,
sakna þeirra. Það verður alltaf
skarð fyrir skildi, þegar góðir fé-
lagar hverfa á braut.
Fyrir stuttu var hún heiðruð í
Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir þau
störf, sem hún hefur innt af hendi í
Gerðubergi í sambandi við Vina-
bandið og var það vel við hæfi.
Félagar í Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur kveðja Unni og votta
fjölskyldu hennar innilega samúð.
Kveðja frá Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur.
Dóra Jónsdóttir.
Afkomendur hjónanna Páls Ein-
arssonar og Gyðu Sigurðardóttur
og makar þeirra vilja með þakklæti
kveðja hana Unni hans Einars,
eins og hún var nefnd þeirra á með-
al. Vilja þakka henni allar gleði-
stundirnar sem þau upplifðu með
henni. Unni sem söng og spilaði á
píanó undir fjöldasöng í fjölskyldu-
SJÁ SÍÐU 30
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
✝
Útför okkar elskulegu
ÓLAFS KRISTJÁNS VILHJÁLMSSONAR
og
RAGNARS ÓLAFSSONAR
fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 13. mars kl. 15.00.
Millý Birna Haraldsdóttir,
Líney Ólafsdóttir, Karl Tómasson,
Ólafur Karlsson, Erla Hrund Halldórsdóttir,
Birna Karlsdóttir,
Valey Guðjónsdóttir.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR BERGMANN GÍSLASON,
Hvanneyrarbraut 36,
Siglufirði,
andaðist föstudaginn 27. febrúar.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
14. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög.
Gísli Jóhann Sigurðsson, Karólína Margrét Thorarensen,
Erna Sigríður Gísladóttir.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar
eiginmanns míns, föður, afa og langafa,
ELÍASAR MAGNÚSSONAR,
Stangarholti 2,
Reykjavík.
Sigþóra Jónsdóttir,
Guðný Elín Elíasdóttir,
Elías G. Magnússon, Ragnheiður Jónsdóttir,
Einar Þór Magnússon, Elín Haraldsdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÖRN INGÓLFSSON,
Heiðarvegi 21a,
Keflavík,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 3. mars, verður jarðsunginn frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 13. mars kl. 14.00.
Lovísa Jóhannsdóttir,
Ingólfur Arnarson,
Linda Arnardóttir, Sveinn Sveinsson,
Pétur Jónsson,
Signý Arnardóttir, Sigurður Heimisson,
Elín Arnardóttir, Bjarni Gunnólfsson
og barnabörn.
✝
Hjartkær bróðir okkar, mágur og frændi,
VIGFÚS SIGTRYGGSSON,
Mosfelli,
Ólafsvík,
sem andaðist fimmtudaginn 5. mars á
St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi,
verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugar-
daginn 14. mars kl. 14.00.
Systkini hins látna og aðrir aðstandendur.