Morgunblaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 32
32 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að
þér elskið hver annan, eins og ég hef
elskað yður. (Jh. 15, 12.)
Tannlæknar eru ákaflega félags-lynt fólk og málglatt. Eða annað
verður Víkverji ekki var við í hvert
sinn sem hann fer á tannlæknastofu.
Tannlæknirinn er alltaf glaður að sjá
Víkverja og vill endilega ræða sem
mest við hann. Og meðan Víkverji
gapir sem mest hann má í tann-
læknastólnum beinir tannlæknirinn
til hans hverri spurningunni afann-
arri meðan hann potar í tennur Vík-
verja með alls kyns tólum. Hver
spurning byrjar á fullyrðingu en end-
ar í spurn: „Alveg er ég á móti Evr-
ópusambandinu, tóm della, hvað
finnst þér? „Jóhanna Sigurðardóttir
er flottasti stjórnmálamaðurinn okk-
ar, heldurðu ekki að hún verði örugg-
lega forsætisráðherra eftir næstu
kosningar?“
x x x
Víkverji er takmörkuð manneskjaog það er margt sem hann hefur
ekki lært í þessu lífi, eins og til dæm-
is að tala um leið og hann gapir. Frá
honum koma því bara alls kyns hljóð
eins og: „Oooohhh“, sem svar við
spurningu um Evrópusambandið.
Tannlæknirinn á hins vegar ekki í
neinum vandræðum með að túlka
þetta „Oooohhh“ og segir hneyksl-
aður: „Nei, þú getur ekki sagt að
Evrópusambandið sé okkur fyrir
bestu. Hvað með auðlindarnar og
sjávarútveginn?“ Og Víkverji svarar:
„Uuumm“. Þá segir tannlæknirinn:
„Nei, nei, þetta er ekki rétt hjá þér,
við náum ekki samkomulagi við
báknið í Brussel.“ Og þegar Vikverji
gefur svarið: „Oomph“ við spurningu
um Jóhönnu Sigurðardóttur svarar
tannlæknirinn: „Alveg vissi ég að þú
yrðir sammála mér.“
x x x
Víkverja þykja samtöl sín viðtannlækninn innihaldslausustu
samtöl sem hann á, og tekur hann þó
þátt í mörgum innihaldslausum sam-
tölum á viku. Víkverji veltir því oft
fyrir sér hvort ekki væri rétt af hon-
um að tala minna en áður en hann
veit af er hann farinn að blaðra. En
þegar hann situr í tannlæknastólnum
vill hann ekkert frekar en fá að
þegja. En fær það ekki.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 gamansemi, 4
kom við, 7 snúa heyi, 8
dans, 9 handæði, 11
groms, 13 geta gert, 14
drýsilinn, 15 krukku, 17
örlagagyðja, 20 hygg-
indi, 22 skrá, 23 fjand-
skapur, 24 eldstæði, 25
mannlaus.
Lóðrétt | 1 mjó lína, 2
árás, 3 teikning af ferli,
4 litur í spilum, 5 skyld-
mennið, 6 bik, 10 kækur,
12 gætni, 13 elska, 15
leggja inn af, 16 skrínu-
kostur, 18 amboðið, 19
sonur, 20 sigra, 21
munn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 munntóbak, 8 byrst, 9 áfram, 10 auð, 11 arður,
13 aumur, 15 flagg, 18 saggi, 21 Rut, 22 tuddi, 23 ísöxi,
24 snakillur.
Lóðrétt: 2 umráð, 3 notar, 4 ónáða, 5 aurum, 6 obba, 7
ámur, 12 ugg, 14 una, 15 fætt, 16 aldin, 17 grikk, 18
stíll, 19 glöðu, 20 iðin.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Stjörnuspá
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Tækifærin eru alltaf að berast,
það er bara spurning um að vera réttur
maður á réttum stað á réttum tíma. Þú
ert kappsamur og leggur hart að þér til
að ná settu marki.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú munt líklega eiga mikilvægar
samræður við maka þinn í dag. Reyndu
að halda smá tíma til haga fyrir þig.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er engin ástæða til þess að
þú gerir hvaðeina sem aðrir vilja. En þú
gerir þér jafnframt grein fyrir að þú vilt
sitja áfram í þessu hásæti og þá þarft þú
að kosta talsverðu til.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Til að afreka mikið þarf jafnmikið
átak. Þú leggur þig fram um að gera
heimili þitt að griðastað fjölskyldunnar.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Settu þér ákveðin takmörk til að
keppa að bæði í leik og starfi. Gættu
þess bara að ganga ekki of langt og
brjóta rétt á öðrum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Gættu þess að einhver augnabliks-
hrifning leiði þig ekki afvega svo þú ratir
ekki í áfangastað með verkefni þitt.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Beindu einlægni þinni og skynsemi
að aðstæðum sem þarfnast þeirra. Skoð-
aðu staði sem þú hefur ekki komið á áð-
ur.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Reyndu að gera ferðaáætl-
anir fyrir sumarið. Samræður við nána
vini og félaga eru skemmtilegar og upp-
örvandi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert draumastarfsmaðurinn
sem hefur það eitt að leiðarljósi að sjá
áætlanir verða að veruleika. Láttu ekki
hugfallast þótt þú hafir ekki sigrað í
fyrstu lotu.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Láttu ekkert koma þér á óvart
í dag. Mundu að hver er sinnar gæfu
smiður og allir þurfa að leggja sig fram.
Taktu núverandi fyrirstöðu með jafn-
aðargeði.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú átt gott með að umgangast
aðra um stundir og ert hrókur alls fagn-
aðar á mannamótum. Áreynsla sem þú
hefur gengið í gegnum skilar árangri.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú þarft að hugsa alvarlega um
hvað það er sem í raun skiptir máli í þínu
lífi. Ef þú kemst hinsvegar ekki hjá því,
skaltu vera vel á verði.
12. mars
1916
Alþýðu-
samband Ís-
lands, ASÍ,
var stofnað
og þar með
Alþýðu-
flokkurinn.
Fyrsti for-
maðurinn var Jón Baldvins-
son.
12. mars 1921
Eldingu laust niður í vitann á
Stórhöfða í Vestmannaeyjum.
Fólk sem þar var missti með-
vitund um tíma og eldur kom
upp í vitanum.
12. mars 1965
Breska hljómsveitin The Se-
archers kom fram á hljóm-
leikum í Austurbæjarbíói
ásamt Tónum og Sóló. „Ein
allra besta enska hljóm-
sveitin,“ sagði Svavar Gests í
Lesbók Morgunblaðsins. Með-
al þekktra laga þeirra eru
What have they done to the ra-
in, Love potion number nine
og Needles and pins.
12. mars 1965
Fyrsta íslenska bítlaplatan
kom út. Á henni voru tvö lög
með Hljómum, Bláu augun þín
og Fyrsti kossinn, bæði eftir
Gunnar Þórðarson en Ólafur
Gaukur gerði textana. Hljóm-
ar störfuðu frá 1963 til 1969.
12. mars 2001
Hverastrýtur á botni Eyja-
fjarðar voru friðlýstar, fyrstar
náttúruminja í hafi hér við
land. Strýturnar eru á 65
metra dýpi og er önnur 50
metra há en hin 30 metrar.
Þær fundust 1997 og 1998 og
þykja einstakar í heiminum.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
KRISTJÁN Bjarnason byggingafræðingur í
Reykjavík fagnar 40 ára afmæli í dag. Hann
áformar að taka daginn nokkuð rólega. Hann tel-
ur líklegast að hann muni reyna að fá frí í
vinnunni eftir hádegi til að geta varið deginum í
ró og næði „en ég mun halda almennilega uppá af-
mælið um helgina. Það er líklegt að ég bjóði fólki í
heimsókn til að gera sér glaðan dag.“
Kristján segist hafa reynt að halda almennilega
upp á afmælisdaginn og oftar en ekki er góðum
hópi fólks boðið á staðinn til að samfagna. Þá þyk-
ir oftar en ekki betra að færa fögnuðinn fram á
helgar til að ná betri mætingu og betri stemmningu.
Einn eftirminnilegasti afmælisdagurinn að mati Kristjáns er tví-
tugsafmælið. „Líkt og áður og aftur seinna var hópi fólks boðið í
heimsókn og eldað fondue en þó fór ekki betur en svo að þegar ég var
að koma með fondue-ið á borðið helltist það á hvítt teppi sem lá þar
nálægt. Það þótti kannski ekki mjög fyndið þá, en er vissulega gaman
að líta til baka á það í dag.“ Þetta fékk þó ekki meira á mannskapinn
en svo að um kvöldið var farið í heljarinnar veislu í Hollywood og
bærinn málaður rauður.
Kristján Bjarnason byggingafræðingur 40 ára
Fondue fór út um allt
Sudoku
Frumstig
1 4
2 5
7 4 2
2 4 5 3
5 8 6 2
4 8
6 3
9
8 7 1 4
3 8 7
2
4 9 6
8 6 7
3
9 2 6 1
5 7 1
6 5
2 4 7
1
3 7
2 5 9
1 7
6
5 3 8
5 9 7
1 6 8 2
9 2 6 3
8 4 3 2 9 1 5 6 7
1 7 5 6 4 3 2 9 8
2 9 6 7 8 5 4 1 3
7 6 1 4 5 9 8 3 2
3 5 8 1 2 6 7 4 9
9 2 4 3 7 8 6 5 1
6 8 2 9 1 4 3 7 5
4 1 7 5 3 2 9 8 6
5 3 9 8 6 7 1 2 4
2 3 6 9 5 1 7 4 8
8 7 9 3 2 4 5 6 1
4 1 5 6 8 7 2 9 3
3 6 2 4 7 5 8 1 9
5 9 8 2 1 3 6 7 4
1 4 7 8 6 9 3 2 5
9 5 4 7 3 2 1 8 6
6 2 1 5 4 8 9 3 7
7 8 3 1 9 6 4 5 2
4 2 1 6 8 7 3 9 5
6 3 8 9 4 5 1 7 2
7 5 9 3 2 1 6 4 8
2 8 4 5 7 3 9 1 6
3 1 6 2 9 8 7 5 4
5 9 7 4 1 6 8 2 3
9 6 3 7 5 2 4 8 1
1 4 5 8 3 9 2 6 7
8 7 2 1 6 4 5 3 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 12. mars, 71. dag-
ur ársins 2009
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. O-O Be7
8. a4 Rc6 9. Be3 O-O 10. f4 Dc7 11.
Kh1 He8 12. Bf3 Bf8 13. Dd2 Hb8
14. Df2 e5 15. fxe5 dxe5 16. Rb3 Rb4
17. Ba7 Ha8 18. Bb6 De7 19. Had1
Be6 20. Rd5 Bxd5 21. exd5 e4 22. d6
De6 23. Rc5 Df5 24. Be2 Dxf2 25.
Hxf2 Rbd5 26. a5 Rxb6 27. axb6
Hab8 28. Hxf6 gxf6 29. Rd7 f5 30. c4
a5 31. c5 Bg7 32. Rxb8 Hxb8
Staðan kom upp á ofurmótinu í
Linares á Spáni sem lauk fyrir
skömmu. Norska undrabarnið Magn-
us Carlsen (2.776) hafði hvítt gegn
Rússanum Alexander Grischuk
(2.733). 33. Ba6! Bf6 34. Bxb7! Hxb7
35. c6 Hxb6 36. Hc1! Bxb2 37. d7 og
svartur gafst upp enda ræður hann
ekki við frípeð hvíts.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Toppur.
Norður
♠874
♥K2
♦7543
♣G1075
Vestur Austur
♠D9 ♠K105
♥Á64 ♥DG108753
♦K108 ♦Á
♣K9632 ♣D8
Suður
♠ÁG632
♥9
♦DG962
♣Á4
Suður spilar 2♥.
„Eftir fimm botna í röð fengum við
loksins topp.“ Sá sem hér talaði hafði
ekki sést við græna borðið í nokkur ár,
en var nú mættur til leiks á ný til að
spila í Íslandsmótinu um síðustu helgi.
Vestur vakti á Standard-laufi og aust-
ur svaraði á 1♥. „Tvö hjörtu,“ sagði
sögumaður í suður í viðleitni til að sýna
spaða og láglit til hliðar.
„Ég hef ekki fengið nokkurn mann
til að spila þetta sem eðlilega sögn, svo
ég gerði bara það sem ég hélt að væri
venjan,“ útskýrði suður: When in
Rome, do what the Romans do. En
venjurnar í Róm breytast eins og ann-
að og norður sagði pass á 2♥. Og aust-
ur passaði líka, enda allir á hættu. Með
trompásnum „réttum“ fékk suður þrjá
slagi, sem þýddi 500 til mótherjanna,
en toppur til sögumanns, því á öðrum
borðum var talan 620 í AV fyrir 4♥.
;)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is