Morgunblaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 34
34 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
NÚ kveðja þeir
einn af öðrum,
kántrílistamenn-
irnir sem bjuggu
formið til um
miðja tuttugustu
öld og gerðu
Nashville að tón-
listarlegu stór-
veldi. Í upphafi
vikunnar lést
Hank Locklin, kominn á tíræð-
isaldur, 91 árs gamall. Lést hann á
heimili sínu í Alabama. Locklin var
einn af upprunalegum fastagestum
Grand Ole Opry, útvarpsþáttarins
sem sendur var út frá samnefndri
tónleikahöll en að koma fram þar
þýddi að þú varst búinn að „meika“
það.
Locklin sló í gegn árið 1957 með
laginu „Send Me the Pillow You
Dream On“ en lagið er leikið reglu-
lega af sporförum Locklin, þ. á m.
Dwight Yoakam og Dolly Parton.
Lag hans „Please Help Me, I’m
Falling“ sat þá í fjórtán vikur sam-
fleytt á toppi kántrílistans í Banda-
ríkjunum árið 1960 og varð til þess
að Grand Ole Opry falaðist eftir
kröftum hans.
Locklin var þá brautryðjandi í
mótun hinna svokölluðu konsept-
platna. Hann hljóðritaði plötuna
Generations in Song árið 2001 þar
sem kántrístjörnur eins og Vince
Gill og Dolly Parton sungu með
honum en síðasta plata hans kom út
árið 2006. Kallast hún By the Grace
of God, er gospelplata eins og nafn-
ið gefur til kynna, og var það 65.
plata Locklin.
Risi
kveður
Kántrístjarnan
Hank Locklin öll
Hank Locklin
Tímabundnar
endurgreiðslur
vegna kvik-
myndagerðar á
Íslandi munu
hækka úr 14% í
20% verði frum-
varp, sem lagt
var fyrir á Al-
þingi í gær, að
lögum.
Í frumvarpinu segir að markmið
breytinganna sé að jafna sam-
keppnisstöðu íslensks kvikmynda-
iðnaðar gagnvart sambærilegri
starfsemi í öðrum ríkjum. Sam-
kvæmt núgildandi endurgreiðslu-
lögum er heimilt að greiða úr rík-
issjóði 14% framleiðslukostnaðar
sem fellur til við framleiðslu kvik-
mynda og sjónvarpsefnis hér á
landi
„Þetta myndi breyta mjög
miklu,“ segir Júlíus Kemp, sem hef-
ur framleitt fjölda mynda fyrir
Kvikmyndafélag Íslands. Hann seg-
ir þetta afar jákvæða þróun þar
sem Ísland hafi hingað til ekki verið
samkeppnishæft við önnur lönd og
því hafi verið lítið um að erlendir
aðilar tækju upp myndir eða þætti
hér á landi undanfarin ár.
„Þetta myndi gera okkur sam-
keppnishæf á alþjóðamarkaði því
það eru fleiri lönd sem bjóða sama
hlutfall eða jafnvel hærra. Við stæð-
um þá jafnfætis mörgum löndum en
við vorum töluvert fyrir neðan þau
og Ísland kom eiginlega ekki til
greina sem tökustaður.“ ylfa@mbl.is
„Myndi
breyta mjög
miklu“
Júlíus Kemp
Í KVÖLD kl. 20.00 verður
annað kvöldið í Sýna og sjá
dagskrá Nýlistasafnsins. Þar
stíga íslenskir og óháðir tón-
listarmenn og spekúlantar á
stokk og ræða tónlist sína og
hugsjónir. Þeir fara yfir feril
sinn, útgáfustarfsemi og
rannsaka forsendur sjálf-
stæðrar tónlistarsköpunar
við upphaf 10. áratugarins
Að þessu sinni mun tónlist-
armaðurinn og útgefandinn Magnús Hákon Ax-
elsson Kvaran; öðru nafni Maggi Strump,
koma með sitt stórskemmtilega hafurtask en
hann kann bílskúrs- og hljómsveitabarnings-
fræðin upp á tíu.
Tónlist
Sýna og sjá með
Magga Strump
Magnús „Strump“
Axelsson
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir
heldur fyrirlestur í sýn-
ingarýminu 101 Projects í dag
klukkan 17.00. Frú Vigdís mun
segja frá starfsemi Stofnunar
Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum og
ræða um gildi tungumála en
stofnunin er m.a. vettvangur
fræðilegrar umræðu um
tungumál, tungumálanám og
menningarfræði. Fyrirlest-
urinn er í samhengi við yfirstandandi sýningu
Susan Hiller í sýningarýminu en yfirstandandi
sýning Susan Hiller, The Last Silent Movie fjallar
um útrýmd tungumál. Spjall Frú Vigdísar er öll-
um opið og boðið verður uppá kaffiveitingar.
Málvísindi
Vigdís og staða
tungumálanna
Vigdís
Finnbogadóttir
JAZZKLÚBBURINN Múlinn
heldur áfram starfsemi sinni á
þessum vetri eftir stutt hlé og
verða fyrstu tónleikar vor-
annar haldnir í kvöld. Múlinn
hefur flutt sig um set og mun
starfsemi hans fara fram í nýj-
um og glæsilegum sal í kjall-
aranum á Caffé Cultura við
Hverfisgötu.Á dagskránni
verða tólf tónleikar með sextán
atriðum.
Á fyrstu tónleikum Múlans kemur saxófónleik-
arinn Sigurður Flosason fram en með honum
leika Eyþór Gunnarsson, Valdimar Kolbeinn Sig-
urjónsson og Einar Valur Scheving. Þeir munu
leika ný, nýleg og nokkur eldri lög eftir Sigurð.
Tónlist
Sigurður Flosason
á Múlanum
Sigurður
Flosason
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„HVERT er hlutverk hugvísinda-
manna í samfélagsumræðu?“
Með þeirri spurningu hefst Hug-
vísindaþing Hugvísindastofnunar
Háskóla Íslands á föstudag. Að
vanda verður boðið upp á úrval fyr-
irlestra af öllum sviðum hugvísinda
og endurspegla þeir fjölbreytni í
rannsóknum á Hugvísindasviði.
Sem dæmi um fjölbreytnina má
nefna málstofur um velferð og
kreppu, Njáluslóðir, bragfræði, fær-
eyskan framburð, Platon, knattleiki
og bókmenntir, femíníska hug-
myndasögu, fornleifafræði og kynja-
myndir í frumkristni.
Nýjustu fréttir frá fyrri öldum
Það er ekki óeðlilegt að blaðamað-
ur nemi staðar við málstofu sem ber
yfirskriftina Nýjustu fréttir frá fyrri
öldum og meðal þeirra sem þar tala
er Halldór Bjarnason sagnfræð-
ingur. „Mér finnst að 17. og 18. öldin
og fram á þá 19. hafa orðið svolítið út-
undan í rannsóknum á stöðu kvenna
og viðhorfum til þeirra. Menn hafa
beint sjónum að miðöldum, og því
hvað staða kvenna þá var að mörgu
leyti sterk, og svo aftur að tímanum
um 1900 þegar kvenfrelsishreyfingin
fer af stað. Þarna á milli eru að vissu
leyti myrkar aldir og það sem menn
hafa talið sig vita er að staða kvenna
þá hafi verið mjög léleg. Mig langar
að ögra því viðhorfi og segja að hún
hafi ekki verið léleg og að mörgu
leyti betri en talið hefur verið.“
Takmarkað athafnafrelsi
Halldór segir að frá um 1850 og
framyfir 1900 hafi konur fengið borg-
araleg réttindi, en athafnafrelsi
þeirra hafi þó verið takmarkað. „Það
var ekki nóg að þær fengju borgara-
leg réttindi ef svigrúm þeirra var
minnkað, og það ætla ég að ræða í
fyrirlestrinum.“
Halldór segir ekki svo erfitt að
finna heimildir um stöðu kvenna á
þessum tíma, þótt gögn um stöðu
karla séu mun fyrirferðarmeiri. „Það
er ekki endilega lítið til af heimildum,
en það þarf að finna réttu heimild-
irnar sem upplýsa um þetta, rann-
saka vel og spyrja réttu spurning-
anna, en stundum þarf líka hug-
kvæmni við að lesa út úr heimildum
og kunna að púsla saman. Það er þó
helst skortur á rannsóknum um
stöðu kvenna á þessum tíma sem
bæta þarf úr – kvenna- og kynjasögu
almennt, sérstaklega á þessum öld-
um.“
Það kemur varla á óvart að á þess-
um tíma voru áhrif og völd kvenna
mest innan veggja heimilisins. „Sam-
kvæmt hugmyndafræði þessara alda
áttu konur að vera undirgefnar hús-
bónda sínum eða eiginmanni. Það
átti ekki bara við um konur, allt sam-
félagið var rækilega bundið í stig-
veldi þar sem hver manneskja hafði
sinn sess í pýramídanum. Konur
voru því undir sinn eiginmann seldar,
en það má ekki einfalda hlutina þann-
ig að þær hafi verið eintómar fóta-
þurrkur. Heimildir sýna að til voru
konur sem voru býsna áhrifamiklar,
einkum þær sem voru tengdar valda-
mestu mönnum landsins. Þær voru í
sterkri stöðu til að ráða því sem þær
vildu.“
Konur gengu oft í útiverk
„Hjá almúgafólki var ákveðin
verkaskipting milli karla og kvenna,
að því leyti að þær voru hæstráðandi
innanstokks. Þetta voru ekki lítil völd
á þeim tíma. Konan stjórnaði vinnu-
fólki, matargjöfum og slíku og tók því
ekki vel ef eiginmenn skiptu sér af
þeirra málum. Starfssvið karla og
kvenna sköruðust þó, þar sem konur
gengu oft í útiverk, sérstaklega þar
sem karlmenn fóru í ver. Þá voru bæ-
irnir eftir í höndum kvenna.“
Þetta voru ekki lítil völd
Hugvísindaþing er haldið á morgun og laugardag með 140 fyrirlestrum í 30 málstofum
Halldór Bjarnason talar um konur, völd og kynhlutverk á 17. og 18. öld og fram á þá 19.
Morgunblaðið/Golli
Halldór Bjarnason „Heimildir sýna að til voru konur sem voru býsna
áhrifamiklar, einkum þær sem voru tengdar valdamestu mönnum landsins.“
LAGT hefur verið til á Alþingi að þeim mán-
aðarlaunum sem úthlutað er sem starfslaunum
listamanna fjölgi á þriggja ára tímabili um alls
400. Árið 2012 yrðu þannig 1.600 mánaðarlaun til
ráðstöfunar í stað 1.200 mánaðarlauna nú.
Mælst er til að tveimur nýjum launasjóðum,
fyrir hönnuði og sviðslistafólk, verði bætt við en
fyrir eru Launasjóður rithöfunda, Launasjóður
myndlistarmanna, Listasjóður og Tónskálda-
sjóður. Þá er lagt til að mánaðarlaun starfslauna
verði ákveðin upphæð, 266.737 kr., sem taki mið af
breytingum á fjárlögum hvers árs en hingað til
hafa starfslaunin verið miðuð við lektorslaun II
við Háskóla Íslands.
Í frumvarpinu, sem samið var að undangengnu
samráði við Bandalag íslenskra listamanna, segir
að á þeim tæpu tveimur áratugum sem liðnir eru
frá setningu gildandi laga hafi Íslendingum fjölg-
að um rúm 23% en listamönnum talsvert meira.
„Ásókn í starfslaun listamanna hefur því aukist og
hlutfall þeirra sem hafa átt kost á starfslaunum
því í raun farið lækkandi […]. Þrátt fyrir fjölgun
listamanna og listgreina hefur fjöldi mánaðar-
launa sem eru til ráðstöfunar við úthlutun starfs-
launa verið óbreyttur í rúman áratug. Samtök
listamanna, bæði Bandalag íslenskra listamanna
og einstök fagfélög listamanna, hafa undanfarin
ár ítrekað þrýst á stjórnvöld um að fjölga mán-
aðarlaunum.“
Í lok frumvarpsins segir að ekki sé gert ráð fyr-
ir þessum auknu útgjöldum í fjárlögum ársins
2009 eða í áætluðum útgjöldum næstu fjögur árin.
Vegna mikils halla á ríkissjóði mun því þurfa að
fjármagna útgjöldin með lántökum. ylfa@mbl.is
1.600 mánaðarlaun til ráðstöfunar
Morgunblaðið/Ásdís
BÍL Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri er
forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Lagt til að starfslaun listamanna verði veitt úr sex sjóðum í stað fjögurra áður
Hvað er Hugvísindaþing?
Hugvísindaþing er árlegt þing þar
sem fræðimenn Hugvísindastofn-
unar Háskóla Íslands koma saman
og flytja erindi byggð á rannsóknum
þeirra innan stofnunarinnar.
Hvernig fer það fram?
Nokkrir fyrirlestrar eru haldnir innan
hverrar málstofu, og heldur hver
málstofa því utan um ákveðið þekk-
ingarsvið. Málstofurnar verða þrjátíu
talsins og fyrirlestrarnir yfir 140.
Hverjir sækja Hugvísindaþing?
Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á
Hugvísindaþing, og aðsókn er ekki
bundin við fræðimenn eina.
Hvar og hvenær fer þingið fram?
Þingið er haldið í Aðalbyggingu Há-
skóla Íslands og hefst kl. 13 á föstu-
dag, en lýkur kl. 17 á laugardag.
Ítarlega dagskrá má finna hér:
www.hugvis.hi.is
S&S
Alveg ágæt ... en ansi
langt frá því að vera
sú besta úr smiðju þessa
mikla meistara 39
»