Morgunblaðið - 12.03.2009, Síða 35
FORMAÐUR sjóðs sem kenndur
er við fæðingarstað Shakespeares,
The Shakespeare Birthplace
Trust, virðir átrúnaðargoðið fyrir
sér ánægður á svip. Þetta var stór
stund fyrir formanninn, Stanley
Wells, og hafði hann ærna ástæðu
til að kætast en málverkið sem
þarna sést er 300 ára gamalt og
uppgötvaðist fyrir stuttu. Er það
talið hið eina í heiminum sem sýn-
ir skáldjöfurinn eins og hann leit
út, enda málað á meðan Shake-
speare dældi út hverju meist-
arastykkinu á fætur öðru.
Svona leit
hann þá út!
Menning 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
eða... hvað sem þér viljið
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Þrettándakvöld
eftir William Shakespeare leikstjóri: Rafael Bianciotto. Í samstarfi við Nemendaleikhús LHÍ
Frumsýning í Þjóðleikhúsinu fös. 13. mars
Á ÞESSUM tón-
leikum voru mest
átján blásarar og
fjórir slagverks-
menn á sviðinu.
Verkin voru
sinfónískrar
gerðar, enda þótt
þau séu ekki
skrifuð fyrir full-
skipaða sinfón-
íuhljómsveit.
Átta árum fyrir dauða sinn samdi
Gounod Litlu sinfóníuna og sagt er
að með verkinu hafi hann viljað
heiðra hina glæsilegu frönsku blást-
urshljóðfærahefð og einnig að vitna
um aðdáun sína á Haydn. Verkið er
ritað fyrir sjö tréblásturshljóðfæri
og tvö horn.
Það er áheyrilegt fransk-
síðrómantískt, með einkar ljúfum 2.
þætti, einleiknum á þverflautu af
Petreu Óskarsdóttur af mikilli
smekkvísi.
Mér fannst að aðrir blásarar, sér-
staklega hornin, hefðu mátt leika
veikar á móti henni.
Heitið á verki Ólivers, Ad Lucem
(Til ljóssins), gefur leiðbeiningar um
stefnu þess. Dökkvinn á djúpu sviði
hljóðfæranna færir mann í rökk-
urstemmingu, en eftir því sem á
verkið líður verða bjartari og ljós-
sæknari tónar áberandi. „Ljósið
kemur langt og mjótt“, þjóðlagið er
fléttað inn í verkið og styrkir þessa
ferð frá dimmum dal til ljóstinda. En
í lokin lýsir ljósið með flaututónum á
kontrabassann og hvítu hljóði túb-
unnar.
Verkið er mjög áheyrilegt og vel
samið og Þórir fór á kostum í ein-
leiknum og sýndi feiknabreidd í
tjáningarhætti á tröllið í strokdeild-
inni.
Lokaverkið var svíta, samin af
bandaríska tónskáldinu Robert
Kurka og er úr óperu hans byggðri á
sögu Hasek um góða dátann Svejk
og ber heiti hennar. Kurak náði því
ekki að verða eitt af stóru tón-
skáldum Bandaríkjanna enda þótt
hann hafi fyrir ótímabæran dauða
sinn 36 ára skipað sér í flokk þeirra
efnilegustu. Óperan fyrrnefnda er
það verk sem mun halda nafni hans
lengst á lofti.
Verkið flengist á milli galdra-
kúnsta leikhústónlistarinnar, maður
hittir þar fyrir Kurt Weil, Katchat-
urian, Gershwin o.fl. Fyrirmynd-
irnar eru af betra taginu og í túlkun
Guðmundar Óla varð úr þessu ljóm-
andi skemmtun þannig að ég gæti
vel hugsað mér að heyra óperuna
alla.
Það jók á ánægju af tónlistinni að
Guðmundur Óli kynnti hana vel áður
og leikin voru meginstef til glöggv-
unar fyrirfram.
„Ljósið
kemur langt
og mjótt“
Óliver Kenthis
Samkomuhúsið, Akureyri
bbbbn
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Á efn-
isskrá var Lítil sinfónía (Petit Symp-
hony) fyrir blásara eftir Charles Gou-
nod, frumflutningur á Konsert fyrir
kontrabassa og kammersveit eftir Óli-
ver Kentish og Góði dátinn Svejk, svíta
fyrir blásarasveit, eftir Robert Kurka.
Einleikari á kontrabassa var Þórir Jó-
hannsson. Hljómsveitarstjóri var Guð-
mundur Óli Gunnarsson. Sunnudaginn
8. mars.
JÓN HLÖÐVER
ÁSKELSSON
TÓNLIST
Fréttir á SMS