Morgunblaðið - 12.03.2009, Síða 44
Ríkur Björgólfur T. Björgólfsson.
FJÁRFESTIRINN Björgólfur Thor
Björgólfsson hefur fallið um nærri
fjögur hundruð sæti á lista banda-
ríska viðskiptatímaritsins Forbes
yfir auðugustu menn heims.
Björgólfur er sem stendur í 701.-
793. sæti og eru eignir hans metnar
á 112 milljarða króna (einn milljarð
Bandaríkjadala). Á síðasta ári voru
eignir Björgólfs hins vegar metnar
á 393 milljarða króna (3,5 milljarða
dala) og var hann þá í 307. sæti
listans. Hann er því talinn hafa tap-
að sem nemur 280 milljörðum
króna á síðustu 12 mánuðum.
Eignir ríkasta fólks heims hafa
rýrnað verulega undanfarið ár og
nú eru 793 menn taldir eiga millj-
arð dala eða meira; í fyrra voru
þeir 1.125 talsins. Bill Gates, stofn-
andi Microsoft, er í efsta sæti
listans. andri@mbl.is
280 milljarðar
á 12 mánuðum
BÖRN af frístundaheimilinu Draumalandi í Austurbæj-
arskóla hittu borgarstjóra í gær með kröfuspjöld í
hönd, áður en þau héldu réttindagöngu sinni áfram.
Krakkarnir hafa síðustu vikurnar unnið með Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og nú síðast að því að öll
börn eigi rétt á að segja hvað þeim finnist.
Morgunblaðið/Heiddi
Draumalandsbörnin í réttindagöngu
FIMMTUDAGUR 12. MARS 71. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Eldur brann úr augum
og nösum
Forystugreinar: Nauðsyn réttlætis
| Færeysk samkeppni
Pistill: Persónukjör er þverpólitískt
Staksteinar: Vernd smærri hluthafa
Baugur gjaldþrota
Lífeyrissjóðir flúðu Straum
Ósamstaða um þátttöku ríkisins
Mesta hækkun frá upphafi
VIÐSKIPTI»
4
&5%(
/ #%,
#&
67889:;
(<=:8;>?(@A>6
B9>96967889:;
6C>(B%B:D>9
>7:(B%B:D>9
(E>(B%B:D>9
(3;((>'%F:9>B;
G9@9>(B<%G=>
(6:
=3:9
.=H98?=>?;-3;H(B;@<937?%I:C>?
J
J J"
"J!
J! "J J!
"J"
?#
##%%'%
% J J "J J" "J !J . B 2 (
!J!
J"
J
"J!
J"
"J"
"J"
Heitast 4° C | Kaldast 0° C
Norðaustan og norð-
an 8-15 m/s, hvassast
vestan og norðanlands.
Él fyrir norðan en
bjartviðri syðra. » 10
Handtöskur stækka
og stækka og verður
trauðla komið yfir
axlir, en eru bless-
unarlega í smekk-
legum litum. »38
TÍSKA»
Töskufræði
og vísindi
TÓNLIST »
Þungarokk, ég hef gefið
þér öll mín bestu ár. »37
Þrettán myndlist-
arnemar við LHÍ
verða með allsherjar
vesen og líkamsbrölt
á Nýló, föstudaginn
13. »36
MYNDLIST»
Líkamsmið-
uð list
KVIKMYNDIR»
Frá ræsisrakka til kvik-
myndastjörnu? »43
TÓNLIST»
Pete Doherty kann líka
að búa til tónlist. »39
Menning
VEÐUR»
1. Lenti undir sjónvarpi og lést
2. Kristinn kosinn formaður VR
3. Missti allt í eldi í Síðumúla
4. Eigendur fengu há lán
Íslenska krónan styrktist um 0,80%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Skoðanir
fólksins
’Með inngöngu í Evrópusam-bandið myndi íslenska ríkið ekkilengur innheimta virðisaukaskatt ápökkum frá Evrópu við komu til lands-ins. Reglan er að virðisaukaskatturinn
fer í ríkiskassa í landi seljandans ef
velta hans við land kaupandans er
undir ákveðnum mörkum. » 24
IAN WATSON
’Fréttin byggðist á glærum ogágripi af fyrirlestri, sem Gísli ogsamstarfsmenn hans héldu fyrirskömmu. Í fyrirlestrinum kom fram aðsamkvæmt vegnu meðaltali nam
þorskur 8% og ýsa 7% af fæðu hrefn-
unnar í umræddum rannsóknum. 24
SIGURÐUR SVERRISSON
’Við búum í siðuðu samfélagi, þarsem tónlist er leikin við formlegsem óformleg tækifæri, jafnt á gleði-og sorgarstundum. Ástæðan fyrir þvíer einföld. Tónlist snertir fólk. » 24
RÚNAR ÓSKARSSON
’Venjulega hljóðar áróðurinn á þáleið, að ósanngjarnt sé að há-tekjumenn greiði sömu prósentu aflaunum sínum í skatt og lágtekjumað-urinn, en þannig er það alls ekki í raun
með núverandi kerfi. » 25
AXEL JÓHANN AXELSSON
’Herra Davíð Oddsson og aðrirbankastjórar Seðlabanka Íslands,þið eruð hér með beðnir innilega af-sökunar á órökstuddum fullyrðingumog ósæmilegri framkomu hluta ís-
lensku þjóðarinnar. » 25
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON
„ÞETTA er viða-
mikið verk, við
fórum um allt
land og rúmlega
það í tökur og
heimildaleit,“
segir Andri Snær
Magnason rithöf-
undur um kvik-
myndina-
Draumalandið
sem frumsýnd
verður 8. apríl næstkomandi.
„Það var náttúrlega lagt af stað
með Draumalandið, við fylgjum
mörgum þráðum …“ segir Andri.
„Þetta er með stærri heimild-
armyndum sem hafa verið gerðar
hér á landi og maður á að sjá hana í
bíói. Hún nýtur sín langbest á
stærsta tjaldinu í Háskólabíói.“ | 36
Draumalandið
sýnt 8. apríl
Andri Snær
Magnason
FJÖLMENNASTI hópurinn án
vinnu er á bilinu 25-29 ára, en alls
eru 2.537 á þeim aldri atvinnulaus.
Ef atvinnuleysi ungs fólks er
skoðað, þ.e. aldurshópurinn 16 til
29 ára, kemur í ljós að fjöldinn er
5.845. Það eru 37,7% þeirra sem
skráðir eru án vinnu. | 8
Unga fólkið
atvinnulaust
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„BARA það nauðsynlegasta,“ segir
Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir, íbúi
við Traðarland í Bolungarvík, að-
spurð hvað hún taki með sér þegar
snjóflóðahætta hrekur hana af heim-
ili sínu. Guðlaug Rós býr í Traðar-
landinu ásamt manni sínum og ungri
dóttur og þurfti í gær að flytja sig
um set, eins og íbúar fjögurra ann-
arra húsa.
Upplýsingar frá Veðurstofunni
hermdu í gær að snjóflóð hefði fallið
nær daglega frá því hús voru rýmd á
svæðinu í síðustu viku og í gær hefði
fallið snjóflóð úr Hádegisfjalli.
Guðlaug kveðst hvorki hafa séð né
heyrt í flóðum falla undanfarna
daga. „Mér líður ekki eins og ég sé í
stórhættu þarna.“ Guðlaug segir að
sér sýnist heldur lítill snjór í Trað-
arhyrnu miðað við oft áður, en eft-
irlætur fagmönnunum þó að meta
hættuna. „Nei, það borgar sig ekki
að vera með mótþróa,“ segir hún létt
í lund og tekur ónæðinu af mikilli ró.
Fjölskyldan gistir hjá ættingjum en
Guðlaug segist búast við því að fá að
fara heim í dag.
Varðskipin bíða fyrir utan
Varðskip Landhelgisgæslunnar
og danskt varðskip voru í nágrenni
við landið í gærkvöldi, en voru beðin
um að færa sig nær Vestfjörðum
vegna hættuástands út af snjóflóð-
um. Veðurstofan segir að undir snjó
sem fallið hafi undanfarna sólar-
hringa sé afar veikt snjólag sem far-
ið hafi á hreyfingu og valdið snjóflóð-
um á svæðinu. Í nótt var spáð
nokkuð stífum vindi og úrkomu á
Vestfjörðum.
Rýmdu heimilin
Íbúi við Traðarland í Bolungarvík segist ekki upplifa sig í
stórhættu, en fer að ráðum þeirra sem meta hættustigið
Ljósmynd/www.mats.is
Hætta Snjóflóðavarnir eru að hluta
komnar upp í hlíðum Traðarhyrnu.