Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÍSLENSK stjórnvöld og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (IMF) vinna nú að því að hörðum höndum að afla upplýsinga og vinna úr þeim til að draga upp rétta mynd af stöðu efna- hagsmála hér á landi. Seinnipart vikunnar munu íslensk stjórnvöld senda gögn til IMF er varða stöðu ríkissjóðs og vinnu fyrir fjárlög næsta árs. Er þetta hluti af gagna- öflun fyrir skýrslugerð IMF sem lögð verður fyrir stjórn hans er varðar stöðu Íslands. „Samvinnan við sjóðinn hefur gengið vel. Það er unnið að því hörðum höndum að draga upp rétta mynd af stöðu rík- isfjármála sem er þó óvissu háð. Meðal annars vegna þess að ekki hefur verið samið um vexti á öllum lánum og þá liggur ekki fyrir enn hvernig takast mun að selja eignir upp í skuldir, m.a. vegna Icesave- reikninganna. Þetta er allt í ferli sem reynt er að hraða eins og kost- ur er,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hann greindi frá því í umræðu- þættinum Zetan á mbl.is í gær, að samninganefnd íslenska ríkisins undir forystu Svavars Gestssonar væri líklega að ná betri niðurstöðu varðandi vexti á lánum vegna Ice- save-skulda en reiknað hafði verið með í upphafi. Ekki er þó ljóst enn hvernig vaxtakjörin verða. Kjörin geta skipt miklu máli um framvindu efnahagsmála í landinu en gert er ráð fyrir því að tæplega fimmta hver króna samkvæmt fjár- lögum, eða um 87 milljarðar króna, fari í vaxtagjöld á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá An- gelu Gaviriu, talskonu IMF, liggur ekki fyrir hvenær stjórn sjóðsins getur afgreitt skýrslu um stöðuna á Íslandi sem starfsmenn sjóðsins vinna nú að því að klára. Þegar stjórnin hefur ályktað um stöðu Ís- lands verða næstu skref ákveðin, og þá hvort þörf er á því að endur- skoða efnahagsáætlunina sem unnið er eftir. Eftir þetta ferli getur IMF afgreitt lán til íslenskra stjórnvalda, sem í heild er áætlað að nemi um 2,1 milljarði dala. Allt kapp er nú lagt á að flýta mati á eignum og skuldum gömlu og nýju bankanna, svo hægt sé að birta efnahagsreikn- ing þeirra og leggja þeim til eigið fé. Gert var ráð fyrir því að bankarnir þyrftu um 385 milljarða innspýtingu frá ríkinu. Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra hefur upplýst að sú upphæð verði að líkindum umtals- vert lægri. Morgunblaðið/Kristinn IMF Poul M. Thomsen, hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sést hér kynna áætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Fjárlögin aðalmálið  Starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vinna að því að draga upp rétta mynd af stöðu ríkisfjármála  Mikil óvissa um vexti af lánum og skuldir „ÞAÐ er mjög skrýtið að bjóða sig fram til varaformanns og segja svo af sér rúmri viku seinna eftir að vera búin að fá fólk til að kjósa sig og treysta sér,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um þá ákvörðun Ásgerðar Jónu Flosadóttur að segja sig úr flokknum og láta þar með af öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ásgerður segir í tilkynningu að ástæða ákvörðunarinnar sé sú að hún sjái ekki neinn vilja til breytinga innan flokksins. Flokkur sem geti ekki haft stjórn á innri málefnum sé ekki nægjanlega trúverðugur til að taka þátt í þeirri endurreisn sem sé framundan í íslensku þjóðfélagi. Hún hafi gagnrýnt hvernig staðið sé að starfsmannamálum í yfirstjórn flokksins og ljóst sé að formaður flokksins ætli ekki að að gera nauð- synlegar breytingar á starfs- mannahaldinu. Þá hafi verið staðið ólöglega að uppstillingu á framboðs- lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Starfsmenn verða ekki reknir Stutt er síðan tveir þingmenn Frjálslynda flokksins sögðu sig úr honum. Guðjón svarar því neitandi hvort tíð mannaskipti bendi ekki ein- mitt til þess að flokkurinn hafi ekki stjórn á innri málefnum sínum. „Það stendur ekki til að reka starfsmenn þótt einhver einn í flokknum krefjist þess enda var ekki verið að velja hana til varaformennsku eða fram- boðs til þess að hún gæti reist ein- hverjar sérstakar kröfur um það.“ Miðstjórn flokksins muni nú ákveða hver taki við varaformanns- stöðunni. „Fyrst og fremst er sorg- legt hvað Ásgerður gerir lítið úr því fólki sem studdi hana,“ segir hann. ben@mbl.is Varafor- maður í rúma viku Guðjón Arnar Kristjánsson Ásgerður Jóna Flosadóttir Ásgerður Jóna hætt í Frjálslynda flokknum Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÆTLUN bankanna, sem hófu að bjóða húsnæðislán 2004, var að ganga á milli bols og höfuðs á Íbúðalána- sjóði, að mati Ingibjargar Þórðar- dóttur, formanns Félags fasteigna- sala. „Þeir litu á hann sem sinn helsta óvin og honum þyrfti að koma fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Ingibjörg á morgunverðarfundi Fé- lags fasteignasala á Grand Hóteli í Reykjavík í gær. Þar kynntu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, og Árni Páll Árnason, alþingismaður í Sam- fylkingunni og formaður allsherjar- nefndar Alþingis, stefnu flokka sinna varðandi fasteignamarkaðinn og skuldamál almennings. Ræðumenn bentu á ólíkar leiðir til lausna á vanda fasteignamarkaðarins og húseig- enda. Ingibjörg sagði að sér þætti ósann- gjarnt að húsnæðiseigendur þyrftu nú að horfa á ævisparnað sinn brenna á báli sturlunar í fjármálakerfinu. Hún sagði að leiðrétta þyrfti stöðu Íbúðalánasjóðs svo hann gæti hjálpað fólki til að kaupa og selja fasteignir. Þá þyrfti að afnema ESA-reglurnar um sjóðinn sem komið hefði verið á fyrir tilstilli bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hugmynd Framsóknar- flokksins um 20% niðurfellingu skulda væri úthugsuð. Nokkrir kunn- ustu hagfræðingar Bandaríkjanna væru nú farnir að tala fyrir flötum niðurskurði húsnæðislána þar í landi. „Ísland er annars vegar það land í heiminum þar sem á líklega best við að fara þessa leið. Auk þess er það það land í heiminum sem á auðveld- ast með að fara þessa leið. Ástæðan er sú að hér hrundi fjármálakerfið,“ sagði Sigmundur. Hann velti upp þeirri hugmynd að húsnæðislánasöfn íslensku bankanna yrðu boðin upp á alþjóðlegum markaði. Hann kvaðst gera ráð fyrir að íslenska ríkið gæti keypt þessi lán á mjög hagstæðu verði og flutt þau yfir í Íbúðalánasjóð. Árni Páll Árnason sagði að greiðslugeta fólks hefði ekki hrunið almennt, en ákveðinn hópur fólks stæði frammi fyrir miklum vanda vegna skulda. Hann benti m.a. á að reynslan úr fyrri kreppum sýndi að þótt eiginfjárstaða fólks yrði neikvæð um tíma þá stæðu um 90% fjöl- skyldna það af sér. Árni Páll benti á að íbúðalánastarfsemi væri nú öll komin aftur á eina hendi. Það tæki- færi mætti nota til að skapa heil- brigðari markað fyrir íbúðalán og stofna heildsölufyrirtæki íbúðalána í eigu ríkisins. Það mætti síðar selja stofnanafjárfestum. Heildsölufyrir- tækið sæi um veitingu íbúðalána og telur Árni Páll að það geti skapað grunn fyrir nafnvaxtalán. Smásalan yrði svo í höndum bankanna og gagnsæi tryggt í lánakerfinu. Félag fasteignasala hefur boðað fund 17. apríl þar sem fulltrúar Frjálslynda flokksins, Sjálfstæðis- flokksins og VG munu kynna sín sjónarmið varðandi fasteignamark- aðinn. Bankar litu á ÍLS sem óvininn  Leiðrétta þarf stöðu Íbúðalánasjóðs svo að hann geti hjálpað fólki að kaupa og selja fasteignir  Ísland þykir vel fallið til niðurfellingar skulda  Nota má tækifærið og stokka upp húsnæðislánakerfið Morgunblaðið/Heiddi Fasteignir Fasteignasalar og stjórnmálamenn ræddu leiðir til að leysa vanda fasteignamarkaðarins og þeirra sem eru að sligast undan skuldum. Í HNOTSKURN »Á Íslandi eru um 130.000fasteignir, að sögn Ingi- bjargar Þórðardóttur, for- manns Félags fasteignasala. »Atvinnuleysi er nú 10,5%eða meira en í kreppunni miklu, að sögn Sigmundar D. Gunnlaugssonar. »Á höfuðborgarsvæðinueru óseldar um 2.200 til- búnar íbúðir og um 800 á loka- stigi, að sögn Árna Páls. Hversu mikið þarf að skera niður á næsta ári? Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt að ekki sé ljóst enn hversu mikið ís- lenska ríkið þurfi að skera niður á fjár- lögum næsta árs. Líklega sé talan þó á bilinu 35 til 55 milljarðar. Hann hef- ur talað fyrir því að ríkið fari ekki bara í niðurskurðaraðgerðir heldur reyni „blandaða leið“ þar sem tekjur rík- isins eru hækkaðar með hækkun skatta, þá sérstaklega á hátekjur. Nið- urskurðurinn, 35 til 55 milljarðar, nemur heildarkostnaði við 10 til 15 Héðinsfjarðargöng sem áætlað er að kosti um 3,9 milljarða. Liggur fyrir hvernig niður- skurðurinn mun koma fram? Ekki liggur fyrir hvernig niðurskurð- urinn mun koma fram á næsta ári. Viðræður IMF og íslenskra stjórnvalda hafa meðal annars snúist um það hvernig mögulegt sé að ná markmið- inu um að ríkið verði ekki rekið með halla árið 2011. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 153 milljarða króna halli verði á fjárlögum. Umtalsverðar breytingar á ríkisfjármálum þarf því að gera til að ná markmiðinu um hallalausan rekst- ur eftir árið 2011. Verkefni nýrrar rík- isstjórnar verður því að forgangsraða eftir mikilvægi. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.