Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 10
EIGANDI óvátryggðs vélsleða var
í gær í Héraðsdómi Reykjaness
dæmdur til að greiða konu átta
milljónir kr. í skaðabætur vegna
tjóns sem hún varð fyrir við akstur
vélsleðans. Dómurinn taldi að eig-
anda sleðans hefði verið skylt að
sjá til þess að öryggisbúnaður væri
fyrir hendi og notaður en konan
var ekki með öryggishjálm.
Slysið varð við Hafravatn vorið
2002. Þá var stúlkan 17 ára og fór í
ferðina með manninum og kærasta
sínum, syni mannsins. Ágreiningur
var um aðdraganda ferðarinnar og
atvik á staðnum. Fyrir liggur að
hún kastaðist af sleðanum og hlaut
þungt höfuðhögg. Hún hlaut brot
víðsvegar á höfuðkúpu og blæð-
ingu. Þá greindist mar á heila og
þurfti stúlkan vegna þess að und-
irgangast nokkrar aðgerðir og m.a.
var fjarlægt skemmt svæði úr heila
hennar. Afleiðingar slyssins á
heilsufar stúlkunnar urðu veru-
legar, bæði líkamlegar og andleg-
ar.
Dómurinn féllst ekki á það með
manninum að stúlkan bæri sjálf
sök á slysinu þar sem hún hefði
ekki notað hjálm og sýnt stórkost-
legt gáleysi. Talið var ósannað að
stúlkan hefði ekið ógætilega.
Stúlkan var ekki látin bera tjón sitt
að hluta eða öllu leyti vegna eigin
sakar eða fyrir að taka áhættu.
Ábyrgðin hjá eiganda vélsleðans
Eigandi tækis dæmdur til að greiða hjálmlausum ökumanni skaðabætur
Morgunblaðið/Kristján
Öryggi Hjálmur er nauðsynlegur.
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009
Við lestur minnisblaðs SeðlabankaÍslands, sem skrifað var eftir
fundi starfsmanna bankans með al-
þjóðlegum matsfyrirtækjum og bönk-
um í London í fyrra, má skynja annað
viðhorf gagnvart stöðu Landsbank-
ans en bæði Kaupþings og Glitnis.
Moody’s lýsir yfir áhyggjum af öll-um íslenskum bönkunum, „en
þó mest af einum þætti, sem snýr að
Landsbanka Íslands, en þar er um að
ræða hve hinn mikli innlánsreikn-
ingur Icesave kunni að vera kvikur og
háður trausti og trúnaði á markaði.“
Þessum áhyggjumvildu seðla-
bankamenn eyða og
„fóru yfir þau rök
sem væru gegn því
að þessi innláns-
reikningur væri jafn
ótraustur og Moody’s hefði áhyggur
af, en ekki er líklegt að öllum efa-
semdum þeirra hafi verið eytt,“ að
því er fram kemur í minnisblaðinu.
Spjótin beindust frekar að öðrumþví „mikið vantraust ríkti á
markaðnum vegna bankanna, eink-
um þó vegna Glitnis og Kaupþings“.
Einnig voru skýringafundir Lands-bankans „vel heppnaðir og for-
ustumenn hans komu fram með trú-
verðugum hætti og virtust geta
svarað spurningum leikandi og und-
anbragðalaust“. Ólíka einkunn
fengu Kaupþings- og Glitnismenn.
Niðurstaðan í minnisbréfinu erþessi: „Það er ljóst að íslensku
bankarnir, Kaupþing og Glitnir al-
veg sérstaklega, hafa stefnt sér og
það sem verra er, íslensku fjármála-
lífi, í mikla hættu …“
Ekki skal það dregið í efa hvertKaupþing og Glitnir stefndu ís-
lensku fjármálalífi. Hins vegar má
spyrja hvert Icesave-reikningar
Landsbankans drógu þjóðina? Hún
borgar reikninginn.
Davíð Oddsson
Undanbragðalaus svör
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
! ! "! !
!
!"
! "!
!
!
"! "! "!
! !
!
! !
*$BC
!" # $
%
%& *!
$$B *!
# $%&'
'%
' ( )
<2
<! <2
<! <2
# &
'* +',-.
CD
/
' %
<
87
( %
)
*)
!%
+ %
&% *
,
%)!
-.( / #
&
/0'$'11
'($'2 -('*
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
Eftir Ólaf Bernódusson
Skagaströnd | Nýtt aðalskipulag
fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd er
í vinnslu um þessar mundir. Áætl-
anir gera ráð fyrir að þetta nýja
skipulag taki gildi í janúar 2010 og
mun þá taka við af öðru eldra sem
gilti fyrir tímabilið 1998-2008.
Samhliða skipulaginu er unnið að
Staðardagskrá 21 fyrir Skaga-
strönd. Er hér um tilraunaverkefni
Skipulagsstofnunar og Lands-
skrifstofu Staðardagskrár 21 að
ræða í samvinnu við sveitarfélagið.
Út úr þessari vinnu á að koma
áætlun sem tekur ekki eingöngu til
hefðbundinna umhverfisþátta held-
ur líka til félagslegra og efnahags-
legra þátta þannig að útkoman
verður bæði skipulags- og velferð-
aráætlun fyrir Skagaströnd til árs-
ins 2020.
Til að kynna þessa vinnu alla var
boðað til íbúafundar þar sem þessi
mál voru reifuð af þeim sérfræð-
ingum sem að málinu koma.
Heimamenn mættu ágætlega á
fundinn og urðu nokkrar umræður
um þær hugmyndir sem fram
komu í þeim tillögum sem sýndar
voru.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Samráð Íbúafundurinn var ágætlega sóttur af heimamönnum.
Vinna saman aðalskipu-
lag og Staðardagskrá 21