Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HEIMSVERSLUN mun dragast saman að meðaltali um 9 af hundraði í ár í kröppustu niðursveiflu versl- unarinnar frá lokum síðari heims- styrjaldar, að því er Alþjóðavið- skiptastofnunin (WTO) ráðgerir í efnahagsspá sem kynnt var í gær. Þótt útlitið sé þannig dökkt fram- undan benda sérfræðingar stofn- unarinnar á hinn bóginn á að ný gögn frá Asíuríkjum, einkum Kína, bendi til að botni niðursveiflunnar verði senn náð og að hagvöxtur taki þá við af skeiði hruns í eftirspurn. Sérstaklega er tekið fram að túlka beri þessar vísbendingar af varfærni Spáð er meiri samdrætti í þróuð- um hagkerfum, eða um 10 af hundr- aði að meðaltali, en í þróunar- löndum, þar sem áætlað er að verslun dragist saman um 2 til 3 af hundraði á árinu. Vonarglætur að vestan Eðlilega er fylgst með hverju skrefi í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi heims, sem miðar að því að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Eins og við var búist skýrði Tim- othy Geithner, fjármálaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama for- seta, frá áætlun í gær sem miðar að því að ríkið taki í samstarfi við einkaaðila yfir verðlitlar eignir og lán sem ekki er staðið í skilum með, í því skyni að koma útlánum illa staddra banka í gang á ný. Nær áætlunin til slíkra lána og eigna sem allar líkur eru á að þurfi að afskrifa að verðmæti frá 500 og upp í 1.000 milljarða dala. Bandaríkjadalur styrktist við tíð- indin og þær fregnir að aukning hefði orðið í veltu á húsnæðis- markaði í febrúar. Fjárfestar lýstu yfir ánægju sinni með aðgerðir stjórnvalda og helstu hlutabréfa- vísitölur hækkuðu á ný.  WTO spáir að viðskipti ríkja í millum muni dragast saman um 9 af hundraði í ár  Mesti samdráttur frá síðari heimsstyrjöld  Stjórn Obama kynnir bankaáætlun Heimsverslun í rénun Reuters Hvar eru kúnnarnir? Verslunar- kona í Shanghai við sölubás sinn. Í HNOTSKURN »Teikn eru á lofti um um-skipti í Asíu. » Innflutningur til Kína varum 17 af hundraði meiri í febrúar en janúar. » Í Víetnam jókst innflutn-ingur um 32 af hundraði á sama tímabili og um 22 af hundraði í Taívan. SVISS, Liechtenstein og Lúxem- borg hafa samþykkt að taka upp samstarf við önnur Evrópuríki vegna gruns um skattsvik og merkir það að bankaleynd verður að miklu leyti aflétt. Skattamálaráðherra Danmerkur, Kristian Jensen, fagnar umskiptunum, að sögn blaðsins Jyl- landsposten. Hann segist ekki vita hve mikið fé Danir hafi falið í skatta- skjólum erlendis. „Eðli málsins samkvæmt vitum við alls ekki hve umfangsmikið svindlið er í krónum talið. En enginn vafi er á því að þetta er mikið fé,“ segir Jensen. Hann álítur að margir muni nú vafalaust velja þann kost að flytja peningana sína aftur heim. Ekki verði eingöngu farið í saumana á einstaklingum heldur einnig fyr- irtækjum og peningasjóðum sem hafi notfært sér skattaskjól. Poul Nyrup Rasmussen, fyrrver- andi forsætisráðherra og nú leiðtogi hóps jafnaðarmanna á þingi Evrópu- sambandsins, segir að málið verði erfitt fyrir marga peningasjóði. Fjármálakreppan hafi þegar gert snúið að yfirtaka fyrirtæki með ódýru lánsfé. Og eigi stjórnendurnir þar að auki að borga skatta geti sjóðirnir þurft að endurskipuleggja allt viðskiptamódelið, segir Nyrup Rasmussen. kjon@mbl.is Vilja fá skattféð aftur heim Afnám skattaskjóla gott fyrir flesta Dani DÝR af mörgu tagi safnast sam- an í mikla flokka og er skýringin venjulega talin sú að þannig auki þau öryggi sitt gagnvart ýmsum óvinum. Vís- indamenn við há- skólana í Ed- inborg og Oxford hafa að sögn BBC notað stærð- fræðileg líkön til að rannsaka hegð- un slíkra hópa. Hefur m.a. komið í ljós að vísundar og sumar fiskateg- undir reyna að komast inn í miðju stórra hópa til að sleppa við árásir rándýra. Þótt dýr á flótta hreyfi sig oft eins og um samræmdar aðgerðir sé að ræða sé það missýn: þau séu í reynd að reyna að nota hin fyrir skjöld. Öðru máli gegnir um býflugur og maura. Hjá þeim virðist hópurinn vinna saman sem ein heild og hvert dýr reiðubúið að fórna lífi sínu fyrir hin, eigin hagsmunum fyrir heildina. Drottningin sér ein um að halda teg- undinni við í býkúpunni, hún er móð- ir allra og ef það gerist að önnur bý- fluga dirfist að verpa eggi sjá hinar um að eyða egginu. „Í býkúpu eru vinnubýflugurnar sáttar við að vinna fyrir heildina, jafnvel deyja fyrir hana, af því að drottningin varðveitir genin þeirra og sér um að þau lifi áfram,“ segir dr. Andy Gardner við Edinborg- arháskóla. En samfélög af þessu tagi séu afar sjaldgæf í náttúrunni og úti- lokað að heimfæra megi lærdóma af því upp á mannlífið. kjon@mbl.is Bý fórna sér fyrir heildina Býfluga safnar hunangi í blómi. En flest hópdýr nota hin fyrir skjöld RÁÐAMENN í olíuvinnsluríkjum verða að búa sig undir að verðið á olíufatinu á heimsmarkaði geti farið í 10 dollara á þessu ári, að sögn Rich- ards Yamarone, aðalhagfræðings hjá fyrirtækinu Argus Research. Jyllandsposten hefur eftir Yam- arone að Sádi-Arabar ráði í reynd verðinu og þeir séu ein fárra olíu- þjóða sem getið lifað af svo lágt verð til lengri tíma. „Þeir munu því þvinga verðið svo langt niður að samkeppnin á markaðnum hverfi og síðan munu Sádi-Arabar ákveða olíuverðið einir um langa hríð.“ Verðið hefur lækkað mikið síðan í fyrrasumar er það fór í um 147 doll- ara fatið en hefur sveiflast mikið að undanförnu. Það var í gær um 53 dollarar í New York. kjon@mbl.is Olían í 10 dollara? INDÓNESÍSKUR sjómaður sem þjáðst hefur af afar sjaldgæfum sjúk- dómi, svokölluðum hörundshornum sem lýsa sér í því að horn- og jafnvel kóral- laga æxli úr keratíni, undir- stöðuefnis horna, nagla og hára vaxa út úr húðinni með skelfilegum af- leiðingum fyrir útlit sjúklingsins. Maðurinn, Dede Koswara, hefur verið kallaður trjámaðurinn en eftir að konan hans fór frá honum sá hann börnum sínum farboða með þátttöku í sýningum. Nú hefur læknir hins veg- ar talið sig hafa fundið skýringuna fyrir óvenjumiklum vexti æxlanna og er útlitið því nú bjartara fyrir Dede. baldura@mbl.is Trjámaður á batavegi SLÖKKVILIÐSMENN við flak flutningavélar sem hrapaði í miklu roki, allt að 72 km vindhraða á klukku- stund, á Narita-alþjóðaflugvellinum í Chiba í Japan í gær. Um hálftíma tók að slökkva eldinn sem kom upp en flugmennirnir tveir, báðir bandarískir, fórust báðir. Vélin var á vegum póstflutningafyrirtækisins FedEx, af gerðinni McDonnell Douglas MD-11 og á leið frá Kína til Japans. Að sögn Kyodo-fréttastofunnar er um að ræða fyrsta mannskæða flugslysið á Narita- flugvellinum frá því að hann var tekinn í notkun 1978. Hrapaði á Narita-flugvöll Reuters Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is DALAI Lama, útlægur leiðtogi Tíbeta, fær ekki að koma til Suður-Afríku til að taka þátt í friðarfundi í Jóhannesar- borg. Á fundinum á að ræða hvernig nýta megi knattspyrnu til að berjast gegn rasisma og útlendingahatri en heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram í Suður-Afríku árið 2010. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins, ANC, er nú sökuð um að láta undan þrýstingi af hálfu kommúnistastjórn- arinnar í Peking sem hefur áratugum saman átt í harka- legum deilum við tíbetska leiðtogann er fordæmt hefur hernám þeirra í Tíbet í hálfa öld. Suður-afrísk stjórnvöld bera því við að Dalai Lama hafi ekki verið á lista yfir opinbera boðsgesti. En Thabo Ma- sebe, talsmaður forseta landsins, sagði að nú beindust augu heimsins að Suður-Afríku vegna væntanlegrar heimsmeistarakeppni og þyrftu að gera það áfram. „Heimsókn núna af hálfu Dalai Lama myndi færa athygl- ina frá Suður-Afríku yfir til Tíbets,“ sagði Thabo Ma- sebe, talsmaður forseta landsins. Friðarverðlaunahafinn Desmond Tutu hyggst ekki mæta á fundinn og segir framkomu stjórnvalda „hneykslanlega“. En tveir aðrir friðarverðlaunahafar, F.W. de Klerk og Nelson Mandela, íhuga afstöðu sína. Látið undan Kína? Dalai Lama fær ekki að fara á friðarfund í Suður-Afríku Dalai Lama FJÓRÐUNGURINN af öllum gagnabönkum breskra stjórnvalda er ólöglegur og ætti að vera lagður nið- ur, segir í skýrslu Joseph Rowntree- stofnunarinnar sem berst fyrir borg- aralegum réttindum. Notkun á bönk- unum hafi haft í för með sér að hópar sem oft eiga undir högg að sækja, s.s. ungir blökkumenn, einstæðir for- eldrar og börn, sæti stöðugum mann- réttindabrotum. Fram kemur að Bretland sé að verða „ríki gagnabankanna“ sem verji milljörðum punda í gagnasöfnun af þessu tagi og brjóti í leiðinni oft mannréttindi. Talsmenn stjórnvalda segja að fullyrðingar skýrsluhöfunda séu illa rökstuddar. Bresk stjórnvöld verja árlega 16 milljörðum punda í þúsundir banka af þessu tagi og hyggjast auka enn stuðninginn á næstu árum. kjon@mbl.is Ólögleg gagnasöfn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.