Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 SÉRA Gunnar Björnsson, sem á dögunum var sýknaður í Hæstarétti af ákæru um kyn- ferðislega áreitni, snýr aft- ur til starfa í Sel- fosskirkju 1. maí skv. upplýsingum Biskupsstofu. Á sínum tíma óskaði sóknarnefnd eftir því að sá, sem nú gegnir embættinu, yrði við störf þar til fermingum lyki. Síðasta ferming vorsins á Selfossi verður 10. maí. Séra Gunnar snýr aftur til starfa 1. maí Gunnar Björnsson FRÆÐSLUFUNDUR og aðal- fundur ADHD-samtakanna verður haldinn nk. miðvikudag kl. 20 á Háaleitisbraut 13 á 4. hæð. Á fræðslufundinum mun Dagmar K. Hannesdóttir kynna námskeiðið „Snillingarnir“ sem er þjálfun í samskiptum, tilfinningum, sjálfs- stjórn og athygli barna með ADHD. Á aðalfundinum kl. 20.30 verða venjuleg aðalfundarstörf. Nánari upplýsingar um ofvirkni og athyglisbrest má nálgast á www.adhd.is. ADHD-samtökin Nýr vefur Veður- stofu Íslands VEÐURSTOFA Íslands kynnti í gær nýjan vef sinn og nýtt merki. Um er að ræða vef og merki nýrrar stofnunar sem tók til starfa um síð- ustu áramót þegar Vatnamælingar og eldri Veðurstofa Íslands voru sameinuð í nýja stofnun. 120 starfs- menn starfa því hjá stofnuninni. Hlutverk stofnunarinnar er vöktun lofts, láðs og lagar með öflun, greiningu, gæðaeftirliti og varð- veislu upplýsinga og rannsóknum. Ennfremur miðlun upplýsinga og þjónusta við notendur. Nýjum vef stofunnar er ætlað að verða helsti miðill upplýsinga stofn- unarinnar. Slóðin er sem fyrr www.vedur.is Veigamestu breytingarnar á vefnum eru á forsíðunni og efni hennar nú skipt fernt: veðurspá, veðurathuganir, jarðskjálftar og vatnafar. Í takt við breytt hlutverk stofnunarinnar verður vinda-, hita- og úrkomuspám gert hærra undir höfði. Notendur eru hvattir til að skoða nýja vefinn og senda inn ábendingar og tillögur. UNDIRRITAÐUR hefur verið lána- samningur milli landstjórnar Fær- eyja og íslenska ríkisins. Skrifað var undir í Þórshöfn í Færeyjum í gær og samkvæmt samningnum lána Færeyingar íslenska ríkinu 300 milljónir danskra króna. Lánið er veitt til langs tíma og er á hagstæðum kjörum. Það er viðbót við lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er lánunum ætlað að efla gjaldeyr- isvarasjóð Íslands. Þetta er fyrsta tvíhliða lánið til Ís- lands af þessu tagi, en Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa sameiginlega gefið fyrirheit um að veita Íslandi gjaldeyrislán sem nem- ur 2.500 milljónum bandaríkjadala. Viðræður við löndin standa nú yfir og lýkur væntanlega á næstu vikum. Skrifað undir lánið frá Færeyingum Morgunblaðið/Eyþór Samið Steingrímur J. Sigfússon og Joannes Eidesgaard skrifuðu undir. FYRIRTÆKI sem flutt hafa vörur til landsins með Atlantsskipum geta ekki nálgast vörur sínar þessa dag- ana vegna skulda Atlantsskipa við Eimskip. Enginn hefur verið til svara hjá Atlantsskipum undanfarin miss- eri, að sögn forsvarsmanna fyr- irtækja sem skipt hafa við fyrirtækið. Þeir vildu ekki tjá sig um vandamálin undir nafni þar sem þeir voru að reyna að vinna að því að fá vörurnar sínar afhentar. Atlantsskip hafa flutt vörur hingað til lands með skipum Eimskips und- anfarin misseri. Þetta hefur verið gert á grundvelli samnings milli fyr- irtækjanna. Atlantsskip skuldar Eimskip umtalsverðar fjárhæðir, um 200 til 300 milljónir króna. Fyr- irtækið hefur ekki getað greitt fyrir flutninginn til landsins og því hafa gámar á vegum fyrirtækisins staðið með vörum á svæði Eimskips óhreyfðir. Þetta hefur valdið fyrirtækjunum sem flutt hafa vörur til landsins á Vörur fyrirtækja fastar í gámum Morgunblaðið/RAX Höfuðstöðvar Ekki náðist í for- svarsmenn Atlantsskipa í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.  Atlantsskip skulda Eimskip 200 til 300 milljónir króna  Fyrirtæki búin að borga fyrir flutning en fá ekki vörur  Eimskip má ekki afhenda vörur beint vegum Atlantsskipa, og greitt fyrir það að fullu, umtalsverðu tjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Eim- skip hefur fyrirtækið ekki heimild til þess að afgreiða vöruna beint til við- skiptavina Atlantsskipa, heldur ein- ungis til fyrirtækisins. Því stendur upp á Atlantsskip að greiða úr stöð- unni, þá helst með því að greiða skuld sína við Eimskip. Fyrirtækið er hins vegar ekki í stöðu til þess, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, vegna fjárhagsvandræða. magnush@mbl.is INNSTÆÐUR AÐ FULLU TRYGGÐAR Að tilmælum stjórnvalda hafa allar innstæður hjá SPRON og nb.is verið færðar yfir í Nýja Kaupþing. Innstæðurnar eru að fullu tryggðar sam- kvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórninni. Engin útlán viðskiptavina SPRON og nb.is hafa færst yfir til Nýja Kaupþings. NETBANKI, DEBET- OG KREDITKORT Viðskiptavinir SPRON og nb.is geta stundað öll almenn bankaviðskipti í gegnum netbanka sína. Debet- og kreditkort virka eins og áður. AÐGENGI AÐ NETBANKA FYRIR VIÐSKIPTAVINI SPRON Viðskiptavinir SPRON hafa aðgengi að netbanka SPRON næstu daga en þeir fá jafnframt aðgengi að netbanka Kaupþings. VIÐ ERUM REIÐUBÚIN AÐ VEITA ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Starfsfólk Kaupþings svarar almennum fyrirspurnum í síma 444 7000 og í útibúum Kaupþings. Jafnframt geturðu nálgast frekari upplýsingar á vefsíðu okkar, www.kaupthing.is Með vinsemd og virðingu, Starfsfólk Kaupþings TILKYNNING TIL VIÐSKIPTAVINA SPRON OG nb.is www.kaupthing.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.