Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.2009, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/G.Rúnar Hætti Hreinn Loftsson var formaður einka- væðingarnefndar frá 1992 til ársins 2002. „ÞEGAR ég var í nefndinni þá vorum við upp- fullir af hugmyndum um að það ætti að nýta einkavæðinguna til að byggja upp þekkingu, reynslu og sambönd við erlenda aðila á sviði bankastarfsemi. Við töldum að þetta hefði ver- ið svo ófaglegt og pólitískt hérna árum saman og vildum breyta því. Við litum svo á að þarna væri um kjarnann í hverju efnahagskerfi að ræða og þess vegna væri mjög mikilvægt að það lenti ekki í höndunum á einhverjum æv- intýramönnum. Það hins vegar blasir við núna að það er það sem gerðist,“ segir Hreinn Loftsson, sem var formaður framkvæmda- nefndar um einkavæðingu frá árinu 1992 og fram í febrúar 2002. Hreinn tók þátt í því að reyna að selja Landsbankann til erlendra aðila áður en hann lét af störfum en kom ekki að söl- unni til íslensku kjöflestufjárfestanna. Hann segir að búið hafi verið að fresta frek- ari tilraunum til að selja bankana þegar hann hætti. „HSBC hafði unnið að sölunni í sam- starfi við okkur, en það var settur ákveðinn endapunktur á hana í desember [2001] vegna þess að viðunandi kaupverð náðist ekki. Næg- ur áhugi var heldur ekki fyrir hendi. Menn geta auðvitað selt allt ef þeir eru til- búnir að fara nógu langt niður í verði. En við unnum eftir verklagsreglum og það voru ákveðin markmið í gangi. Meginmarkmiðið var fólgið í því að fá inn erlenda bankastofnun til að tryggja að kjölfestufjárfestar í bönkunum væru með reynslu af bankarekstri. Eftir að ég hætti í framkvæmdanefndinni gerist það greinilega að öllum þessum reglum og mark- miðum er ýtt til hliðar.“ Hreinn segir að á þeim tíma sem hann sat í nefndinni hafi alltaf ríkt mikill skilningur á því að það mætti ekki blanda stjórnmálum inn í einkavæðingarferlin, þótt andstæðingar einkavæðingar hafi haldið öðru fram. „Við fórum meðal annars eftir al- þjóðlegum reglum sem sögðu að það væri ekki heppilegt að aðilar sem höfðu verið í stjórn- málum, eða nátengdir þeim, kæmu til greina sem kaupendur. Af þeirri ástæðu hefði aldrei komið til greina af minni hálfu, hefði ég enn verið í nefndinni, að S-hópurinn kæmi til greina sem kaupandi, eins tengdur og hann var stjórnmálunum, svo dæmi sé tekið. Þarna var fyrrverandi viðskiptaráðherra og seðla- bankastjóri [innsk. blaðam. Finnur Ingólfs- son]. Það er staðreynd.“ Lentu í höndunum á ævintýramönnum  Hreinn Loftsson var formaður einkavæðingarnefndar í tíu ár en hætti áður en bankarnir voru seldir  Telur að reglum og markmiðum hafi verið ýtt til hliðar  Hann hefði ekki selt S-hópnum 15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ hefur undan- farna daga birt áður óséðar upplýs- ingar úr einkavæðingarferli Lands- bankans og Búnaðarbankans. Af gögnum einkavæðingarnefndar að dæma var ýmislegt athugavert við söluna á kjölfestuhlut í báðum bönk- unum og ljóst að helstu markmið hennar náðust ekki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks eftir kosningarnar 1999 var lýst yfir eindregnum vilja til að selja hlutabréf ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Í máli ráða- manna á þeim tíma var iðulega lögð á það mikil áhersla að bankarnir tveir yrðu annars vegar seldir í dreifðri eignaraðild og hins vegar að erlendir eigendur kæmu að þeim. Hvorugt þessara lykilmarkmiða náðist þar sem kjölfestufjárfestar urðu ráðandi í báðum bönkum og sá erlendi banki sem kom, að minnsta kosti til málamynda, að kaupum á Búnaðarbankanum seldi sig fljót- lega út úr honum. Af gögnum einka- væðingarnefndar virðist reyndar greinilegt að hún hafi verið blekkt af bjóðendum til að halda að annar og stærri banki, Société Général, væri hluti af tilboðinu þegar svo var alls ekki. Önnur helstu markmiðin með söl- unni áttu að vera að draga úr um- svifum ríkisrekstrar, auka hag- kvæmni í opinberum rekstri, efla innlendan hlutabréfamarkað og bæta fjárhagsstöðu ríkissjóðs. Það má segja að þessum markmiðum hafi verið náð tímabundið á undanförnum árum. Í dag, sex árum eftir að bank- arnir voru seldir, er hins vegar erfitt að sjá að nokkurt þeirra eigi við. Báð- ir bankarnir sem seldir voru eru komnir aftur í fangið á ríkinu. Met- halli er fyrirsjáanlegur á ríkissjóði og ljóst að víða þarf að skera niður í þjón- ustu við borgarana. Þá er innlendur hlutabréfamarkaður algjörlega hrun- inn og líklega hægt að fullyrða að skuldir ríkisins hafi aldrei verið meiri en í kjölfar bankahrunsins. Markmiðin náðust ekki  Markmið um dreifða eignaraðild og aðkomu erlendra eigenda náðust ekki  Önnur náðust til skamms tíma Morgunblaðið/Kristinn Skrifað undir Fjármála- og viðskiptaráðherra skrifa undir samning við Samson. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu stendur fyrir aftan. Í HNOTSKURN »Í verklagsreglu einkavæð-ingarnefndar númer fjögur segir að „fyrirtæki, sem til stendur að selja, skulu ávallt auglýst almenningi til kaups, þannig að öllum sem áhuga hafa sé tryggðurr jafn réttur til að bjóða í þau“. »Í verklagsreglu númer sexsegir að „taka skal því til- boði sem gefur öruggustu greiðslurnar og hæst stað- greiðsluverð“. Tilboð Samsonar í Landsbanka var ekki hæst. „ÉG tel að við höfum ofmetið þörfina fyrir stóra kjölfestu- fjárfesta. Við ætt- um að hafa reglur sem gera ráð fyr- ir því að enginn einn fari með of stóran eignarhlut í fjármálafyr- irtæki. Það mætti hugsa sér 20 prósent hlut í þeim efn- um. Það þyrfti jafnframt að setja mun strangari reglur um viðskipti eigenda fjármálafyrirtækja við þau og taka til skoðunar reglur um lán gegn veði í hlutabréfum bankanna sjálfra. Ég tel eftir sem áður að við eigum að líta á eignarhlut ríkisins sem tímabundna ráðstöfun og að til lengri tíma litið sé ótvírætt skyn- samlegt að fjármálafyrirtækin kom- ist aftur í hendur einkaaðila.“ Bjarni Benediktsson Ofmátum þörf á kjölfestueign „MÉR finnst illa hafa tiltekist með einkavæðinguna. Við í Frjáls- lyndum höfum margsinnis kallað eftir því að fá að sjá gögn einka- væðingarnefndar í þinginu en ekki fengið. Það er fagnaðarefni að það skuli hafa verið opnað fyrir það. Nú liggur þetta á borðinu og menn sjá að ýmislegt hefði betur mátt fara. En það sem er auðvitað hinn sári lærdómur íslensku þjóðarinnar er að sitja uppi með afleiðingarnar af þessari einkavæðingu bankanna.“ Birting gagna fagnaðarefni Guðjón Arnar Kristjánsson „MÉR sýnist þessi umfjöllun undirbyggja mjög þá gagnrýni sem ég og margir fleiri settum strax fram á vinnubrögðin í kringum söluna á bönkunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra. „Það er margt skrýtið sem þarna kemur í ljós, til dæmis veruleikinn um þennan erlenda banka sem átti að vera með í kaupunum á Bún- aðarbankanum svo dæmi sé nefnt.“ Hann segir ekki nokkurn vafa leika á því í sínum huga að hrun íslenska fjármálakerfisins í október síðast- liðnum megi að einhverju leyti rekja aftur til einkavæðingar á bönkunum. „Þar urðu til þær aðstæður að rangir aðilar fá hlut í bönkunum, þeir voru síðan með önnur fyrirtæki og gátu lánað sér sjálfir. Þessir aðilar höfðu ekki þekkinguna og reynsluna sem til þurfti og lýstu því meira að segja yfir að þeir ætluðu ekki að eiga bankana lengi. Mér er alltaf minnisstætt þegar Björgólfur Thor útlistaði að hann væri umbreytingarfjárfestir og þess vegna stæði ekki til af þeirra hálfu að eiga bankann nema í um fjögur ár. Það var öll kjölfestan. Það var oft skipt um aðferð við söluna og útgáfan var jafnógæfuleg og raun ber vitni. Ég tel þó að það megi læra af þessu hvernig eigi ekki að gera hlutina. Við þurfum ekki nýja kennslustund í því.“ Hrunið rekjanlegt til einkavæðingarinnar Steingrímur J. Sigfússon „AUÐVITAÐ dettur mér ekki í hug að það hafi ekki verið gerð einhver mistök. Það tel ég alveg ljóst. Hins vegar er ómögulegt að fullyrða að þau hafi verið svo al- varleg að það hefði breytt ein- hverju um það sem við stöndum frammi fyrir núna,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, en hún var við- skiptaráðherra þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir. Valgerður sat auk þess í ráðherranefnd um einkavæð- ingu. Hún bendir á, líkt og kom fram í Morgunblaðinu á sunnudag, að það hafi verið vilji fyrir því hjá Fram- sóknarflokknum að selja ekki jafn- stóran hlut í Landsbankanum og síð- ar var gert. „Ef það hefði verið selt eitthvað minna á þessum tíma þá veit maður ekki hver þróunin hefði orðið. Hvort þetta hefði komist í fárra manna hendur á stuttum tíma engu að síður. Það er erfitt að fullyrða um það núna. Ekki seldum við Íslands- banka með þessum hætti en Glitnir var nú samt fyrsti bankinn sem féll.“ Valgerður segir ýmislegt hafa komið fram í umfjöllun Morgunblaðsins sem hún vissi ekki um. „Þarna kemur ým- islegt fram varðandi söluna á Lands- bankanum sem hefur ekki komið fram áður. Eins og það að ég gerði kröfu um að ferlið yrði opnað og aug- lýst eftir áhugasömum kaupendum, en að ekki hafi verið selt við fyrsta boð.“ Hún segir það ljóst að miðað við þau skilyrði sem sett höfðu verið í við- skiptaráðuneytinu fyrir væntanlega kjölfestufjárfesta í bönkunum hafi Samson-hópurinn ekki verið hæfur til að kaupa slíkan hlut. „Samson- hópurinn fullnægði ekki skilyrðunum. Þess vegna var málið opnað aftur með auglýsingu. En svo eru hlutir sem maður veit ekki um. Hvað varðar þetta ráðgjafarfyrirtæki [HSBC] finnst mér eins og þeir hafi ekki verið með sömu áherslur við sölu á bönk- unum tveimur. Í Landsbankasölunni er eins og það hafi ekki verið stórt at- riði hver bauð hæst, en í Bún- aðarbankasölunni var það orðið aðal- atriði. Það vekur spurningar.“ Samson-hópurinn fullnægði ekki settum skilyrðum Valgerður Sverrisdóttir Einkavæðing bankanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.