Morgunblaðið - 28.04.2009, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Flokkarnir,sem gengubundnir til
kosninga, eru nú
komnir með fimm
manna meirihluta á
Alþingi. Samfylkingin og Vinstri
græn kynntu reyndar ekki sam-
eiginlegan málefnasamning
þannig að kjósendur vissu ná-
kvæmlega að hverju þeir gengju
en gefið var til kynna að aðeins
yrði formsatriði að semja um
áframhaldandi stjórnarsam-
starf. Allt þar til á síðustu dög-
unum fyrir kosningar. Þá setti
Jóhanna Sigurðardóttir, for-
sætisráðherra og formaður
Samfylkingarinnar, aðild að
Evrópusambandinu á oddinn og
sagði að hún væri mikilvægasta
mál kosninganna. Þessi mál-
flutningur varð til þess að Stein-
grímur J. Sigfússon, fjár-
málaráðherra og formaður
Vinstri grænna, gerðist æ af-
dráttarlausari í andstöðu sinni
við Evrópusambandið.
Þegar kom að kosningunum
var málflutningur þeirra orðinn
svo afgerandi að ætla hefði mátt
að samstarf milli þessara flokka
væri útilokað. Það er hins vegar
ekki endilega svo. Samfylkingin
og Vinstri græn geta hæglega
setið áfram í stjórn þótt flokk-
arnir séu á öndverðum meiði um
Evrópusambandið.
Hið pólitíska umrót und-
anfarnar vikur og mánuði hefur
tekið einbeitingu og athygli frá
þeim brýnu verkefnum sem bíða
eftir bankahrunið. Á Íslandi
varð stórslys og rústabjörgunin
stendur enn yfir. Sennilega var
óhjákvæmilegt að hrunið hefði
pólitískar afleiðingar, en eftir
stjórnarskipti og kosningar er
tímabært að hér komist á póli-
tískur stöðugleiki til þess að
hægt sé að einhenda sér í það
erfiða verkefni að koma á efna-
hagslegum stöðugleika. Það er
ekki aðeins verkefni þeirra
flokka, sem mynda munu næstu
stjórn. Það er verkefni allra
stjórnmálaflokka á Íslandi og
gildir þá einu um flokkslínur.
Pólitískt karp er munaður sem
ekki er hægt að leyfa sér eins og
staðan er.
Aðild að Evrópusambandinu
er mikilvægt mál, sem nauðsyn-
legt er að útkljá. Ekki má hins
vegar gleyma því að það tekur
sinn tíma að fá aðild að Evrópu-
sambandinu og enn lengri tíma
að komast inn á evrusvæðið. Í
kosningabaráttunni talaði Jó-
hanna Sigurðardóttir um að það
tæki fjögur ár og það er langur
tími. Það er því skiljanlegt að
stuðningsmenn Evrópusam-
bandsins vilji hefja undirbúning-
inn strax.
Ýmis önnur mikilvæg verk-
efni þola enga bið. Ástæðan er
einföld. Með hverjum deginum
sem líður fjölgar fólki í röðum
atvinnulausra og fyrirtækjum í
fjárhagskröggum. Innganga í
Evrópusambandið eftir eitt og
hálft ár og aðild að evrusvæðinu
eftir fjögur ár hjálpar þessu
fólki ekki með beinum hætti,
þótt aðildarumsókn
muni væntanlega
strax stuðla að
auknum trúverð-
ugleika íslensks
efnahagslífs. Eigi
evran að koma að gagni verður
að vera hér efnahagslíf til að
njóta góðs af henni.
Samfylkingin og Vinstri græn
verða því að hafa hraðar hendur
um að ná lendingu í Evrópusam-
bandsmálinu. Sú lending gæti
verið í því fólgin að hefja þegar
undirbúning að umsókn um að-
ild. Ef það er ekki hægt án þjóð-
aratkvæðagreiðslu um hvort
sækja eigi um þarf það ekki að
vera frágangssök, fari hún fram
eins fljótt og auðið er. Nú eru
þannig tímar að skynsamlegt er
að svara kallinu um beint lýð-
ræði frekar en að efna að nauð-
synjalausu til orkufrekra um-
ræðna um að ekki eigi að virkja
lýðræðið.
Samfylkingin hafnaði slíkri
atkvæðagreiðslu í kosningabar-
áttunni á þeirri forsendu að lýð-
skrumarar gætu haft óeðlileg
áhrif á hana með staðlausum
fullyrðingum um niðurstöðuna
sem erfitt væri að hrekja áður
án þess að hafa samning í hönd-
um.
Það er hins vegar óþarfi að
óttast að kjósendur átti sig ekki
á muninum á atkvæðagreiðslu
um það hvort sækja eigi um að-
ild eða samþykkja inngöngu eða
hafna henni. Það sést best á því
hvað miklu fleiri styðja að geng-
ið verði til viðræðna en segjast
hlynntir því að ganga í ESB
samkvæmt skoðanakönnunum.
Ef Samfylkingin óttast nið-
urstöðu atkvæðagreiðslu um það
hvort sækja eigi um mun hún þá
nokkurn tíma þora í atkvæða-
greiðslu um sjálfa aðildina?
Þá væri það undarlegt ef
Samfylkingin hafnaði slíkri at-
kvæðagreiðslu ef það yrði til
þess að tefja málið enn frekar.
Á móti má spyrja hvers vegna
Vinstri grænum dugar ekki ein
atkvæðagreiðsla. Flokkurinn er
sannfærður um réttmæti and-
stöðu sinnar við Evrópusam-
bandið. Ef hann hefur málstað-
inn sín megin getur hann ekki
þurft að óttast niðurstöðu þjóð-
aratkvæðis um inngöngu í Evr-
ópusambandið – eða hvað?
Brýnt er að afgreiða Evrópu-
sambandsmálin en það er hættu-
legt að þau tefji fyrir öðrum mál-
um. Ef vinstriflokkarnir meina
það á annað borð að vilja starfa
saman í ríkisstjórn, eiga þeir að
semja um að vera ósammála um
aðild að Evrópusambandinu en
sammála um að hefja umsókn-
arferli þannig að sem fyrst verði
hægt að leggja málið undir dóm
þjóðarinnar.
Því fyrr, sem málið fær póli-
tíska afgreiðslu, verður hægt að
færa það í farveg skriffinnsku og
samningagerðar og snúa sér að
þeim verkefnum sem flokkarnir
segja að samstaða ríki um. Þau
hafa setið á hakanum í þágu lýð-
ræðisins en verða ekki vanrækt
lengur.
Deilunni um
ESB þarf að ljúka
sem fyrst}
Önnur verkefni
S
amfylkingin stendur uppi sem sig-
urvegari kosninganna. Að vísu er
það rétt, sem bent hefur verið á, að
flokkurinn fékk minna kjörfylgi en
árið 2003. Þá fór flokkurinn yfir 30%
múrinn en það tókst ekki núna.
Á það ber hinsvegar að líta að Samfylkingin
styrkti sig frá kosningunum árið 2007. Þá fékk
flokkurinn einungis 26,8% fylgi, sem auðvitað
var ósigur og töldu ýmsir að það hefði jafnvel
verið endir á formannstíð Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur ef flokkurinn hefði ekki komist í rík-
isstjórn. Í þeim hópi var forystufólk úr Samfylk-
ingunni.
En Geir H. Haarde forsætisráðherra treysti
sér ekki til að halda áfram stjórnarsamstarfi við
Framsóknarflokkinn með eins þingmanns meirihluta. Fyr-
ir vikið var mynduð Þingvallastjórn Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar og einkenndi það samstarf hversu góð sam-
vinna tókst með Geir og Ingibjörgu Sólrúnu, þveröfugt við
það sem margir höfðu spáð.
Í samtali sem ég átti við Ingibjörgu Sólrúnu í upphafi
samstarfsins spurði ég hana hvort hún hefði farið heim með
sætasta stráknum af ballinu. Hún svaraði að bragði: „Ég
fór heim með þeim strák af ballinu sem mér fannst vera
traustastur.“
Á svipuðum tíma tók ég viðtal við Þórunni Sveinbjarn-
ardóttur umhverfisráðherra og þar talaði hún um þetta yrði
„ríkisstjórn aðgerða“. Það er því kunnuglegt orðalag sem
aftur heyrðist við myndun sitjandi ríkisstjórnar.
Loks má nefna viðtal sem ég tók við Björgvin
G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Þar sagði
hann: „Að sjálfsögðu er alltaf hætta á því að að-
stæður myndist fyrir óeðlilega starfshætti í við-
skiptum. Það er eftirlitsstofnana að fylgjast
með því og mitt að veita þeim umfang til þess.
Pólitísk ábyrgð okkar er að framfylgja því og
þess vegna er viðskiptaráðuneytið gert sjálf-
stætt á ný auk þess sem málaflokkarnir sem
undir ráðuneytið heyra hafa stækkað gífurlega
hratt á fáum árum eins og margföldun banka-
kerfisins og útrás fjármálastofnana ber vitni
um.“
Ástæðan fyrir því að Samfylkingin er sig-
urvegari kosninganna að mínum dómi er sú að
flokknum tókst það sem lagt var upp með, að
breiða nokkurskonar huliðsskikkju í anda töframannsins
Harrys Potter, yfir þátttöku sína í ríkisstjórn undanfarin
tvö ár. Ef til vill kristallaðist það skýrast í orðum Árna Páls
Árnasonar í Silfri Egils þegar hann talaði af vandlætingu
um „ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins“.
Auðvitað er það sigur að ráðherra úr þeirri ríkisstjórn,
Jóhanna Sigurðardóttir, hafi síðan orðið sameiningartákn
þjóðarinnar, nokkurskonar holdgervingur búsáhaldabylt-
ingarinnar, þrátt fyrir að hafa fylgst með henni eins og aðr-
ir ráðherrar út um glugga Alþingis og Stjórnarráðsins. Það
gerðu líka ráðherrarnir Össur Skarphéðinsson, Björgvin G.
Sigurðsson og Kristján L. Möller, sem allir héldu stöðu
sinni sem oddvitar Samfylkingarinnar í sínum kjördæmum.
Þetta kalla ég sigurvegara. pebl@mbl.is
Pétur Blöndal
Pistill
„Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins“
Fylgistap kostar
flokkana milljónir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
M
enn sitja uppi með
skuldir,“ segir Guð-
jón A. Kristjánsson,
formaður Frjáls-
lynda flokksins,
spurður um skuldastöðu flokksins nú
þegar hann hefur misst þingmenn
sína. Flokkurinn hefði aðeins þurft
0,3% atkvæða til viðbótar við þau
2,2%, sem hann hlaut í kosningunum
á laugardag, til að njóta framlaga rík-
is og sveitarstjórna um næstu ára-
mót.
Framlögunum er úthlutað árlega
til starfsemi stjórnmálasamtaka sem
hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn
á Alþingi eða hafa hlotið a.m.k. 2,5%
atkvæða í alþingiskosningum. Upp-
hæðinni, sem ákveðin er á fjárlögum
hverju sinni, er úthlutað í hlutfalli við
atkvæðamagn. Um síðustu áramót
nam hún 371,5 milljónum króna.
Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Hvorki Samfylkingin né Fram-
sóknarflokkurinn þurfa að hafa
áhyggjur af fjárframlaginu til sín.
Hvor flokkur fær hlutfallslega um 3%
meira af úthlutaðri upphæð en þeirri
síðustu. Vinstrihreyfingin – grænt
framboð jók fylgið um 7,2% sem eyk-
ur einnig þeirra hlut. Fylgi Sjálfstæð-
isflokksins lækkaði hins vegar um
12,9% milli kosninga. Flokkurinn
hafði 26 þingmenn en þeir verða nú
sextán. Hann fékk um síðustu áramót
tæpar 136 milljónir króna en missir
þrettán prósentustig af þeirri upp-
hæð sem næst verður úthlutað af.
Verði hún sú sama og nú má því
áætla að upphæðin til flokksins verði
um 90 milljónir króna og lækki því
um 46 milljónir króna.
Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, segir 371,5 millj-
ónirnar ekki það eina sem flokkarnir
fái. Þingflokkar skipti einnig á milli
sín 65 milljónum króna af fjárlögum
þingsins. Þær skiptast eftir þing-
mannafjölda auk þess sem flokkurinn
sjálfur telji eina einingu. Greitt sé
ársfjórðungslega út. Sjálfstæðis-
flokkurinn fái því tvær greiðslur sam-
kvæmt gamla þingmannafjöldanum
og tvær samkvæmt þeim nýja. Það
þýði að flokkurinn fái gróflega reikn-
að um fimm milljónum króna lægri
upphæð á árinu en hefði hann haldið
sama þingmannafjölda og tíu millj-
ónum króna minna á næsta ári.
Samkvæmt þessu og með þeim fyr-
irvara að upphæðin til skiptanna
verði sú sama og er í ár verður flokk-
urinn af 56 milljónum króna á næsta
ári í framlögum frá ríki og sveitar-
félögum.
Frjálslyndir greiða úr skuldum
Í árslok 2007 skuldaði Frjálslyndi
flokkurinn tæpar 30 milljónir króna,
en Guðjón segir að við síðustu áramót
hafi flokkurinn verið skuldlaus og
skuldirnar nú því þær sem stofnað
var til í þessari kosningabaráttu. „Við
skuldum kosningabaráttuna. Við
fengum ekki mikla styrki og höfum
ekki fengið svör frá öllum þeim sem
við sendum styrkbeiðni til.“ Stundum
berist styrkir eftir kosningar. Því sé
ekki ljóst hver skuldin verði eftir
þessa baráttu.
Hefði Frjálslyndi flokkurinn fengið
0,3% fleiri atkvæði og upphæðin til
skiptanna hefði verið sú sama rynnu
rúmar níu milljónir til þeirra.
Morgunblaðið/Ómar
Breytt staða formanns Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki úr jafn-
miklu að spila og forverinn. Þingmönnum flokksins fækkaði um níu. Fjár-
framlagi hins opinbera til flokksins lækkar að sama skapi um tæp 13%.
Breytt fylgi flokkanna hefur áhrif á
framlögin til þeirra. Við 12,9% fylg-
istap Sjálfstæðisflokksins er útlit
fyrir að hann missi nærri 60 milljóna
króna framlag frá ríki og sveitar-
félögum, verði upphæðin til skiptana
sú sama. Þá hefðu fá atkvæði tryggt
frjálslyndum milljónir króna.
Alls kusu 13.519 Borgarahreyf-
inguna í kosningunum á laugardag
sem gera 7,2% á landsvísu. Flokk-
urinn fékk fjóra þingmenn kjörna. Í
viðtali við forsvarsmenn flokkanna
á RÚV sagði Jóhann Kristjánsson,
kosningastjóri hreyfingarinnar, frá
því að kosningabarátta flokksins
hefði kostað um 1,5 milljónir króna.
Með lögum um fjármál stjórn-
málasamtaka og frambjóðenda og
um upplýsingaskyldu þeirra á
Borgarahreyfingin nú rétt á fjár-
framlagi frá hinu opinbera um
næstu áramót. Fjárhæðin ákveðst á
fjárlögum en verði hún sú sama og
síðasta ár, 371,5 milljónir króna,
má gera ráð fyrir því að hreyfingin
fái tæpar 27,5 milljónir króna. Auk
þess fær hún úthlutað fé frá skrif-
stofu Alþingis og verði sú heildar-
upphæð sem skiptist á milli flokk-
anna 65 milljónir króna á næsta ári
eins og í ár, fær flokkurinn tæpar 5
milljónir króna á næsta ári þar, 2,5
tryggar á þessu ári.
FÆR 32,5
MILLJÓNIR››