Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 11

Morgunblaðið - 28.04.2009, Page 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 Kærar þakkir! Samfylkingin þakkar kjósendum sínum innilega fyrir stuðninginn. Þessi sögulegi sigur verður okkur hvatning til að leggja okkur öll fram í baráttunni fyrir hugsjónum jafnaðarmanna. Einnig viljum við sérstaklega þakka öflugum hópi sjálfboðaliða sem vann ötult og óeigingjarnt starf á undanförnum vikum. Árangurinn er augljós: Með samhentu átaki er Samfylkingin orðin stærsti stjórnmálaflokkur landsins! www.xs.is www.xs.is Kjörfundur í Hveragerði Valgarð Runólfsson segir myndina ,,Komið á kjörstað,“ á bls. 2 í Les- bókinni á laugardag tekna á kjör- stað í Barnaskólanum í Hveragerði og sýni kjörstjórnina þar að störf- um; Stefán Guðmundsson, húsa- smíðameistari, hreppstjóri og for- maður kjörstjórnar til margra ára, situr fjærst á myndinni, við hlið hans er Þórður Ögmundur Jó- hannsson, kennari og fræðimaður, og þá Sæmundur Jónsson, garð- yrkjubóndi á Friðarstöðum. Kjós- andinn er ein af mörgum fegurð- ardísum í Hveragerði bæði fyrr og síðar! LEIÐRÉTT Þau mistök urðu við vinnslu kosn- ingakálfsins sem fylgdi Morg- unblaðinu í gær að myndir nokkurra þingmanna víxluðust. Hér eru nöfn þingmannanna birt í réttu kjör- dæmi. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Myndir víxluðust f. 1950 Guðbjartur Hannesson þm. frá 2007 f. 1958 Ólína Þorvarðardóttir nýr þingmaður Norðausturkjördæmi 3 þingmenn f. 1953 Kristján Möller þm. frá 1999 f. 1961 Sigmundur Ernir Rúnarsson nýr þingmaður f. 1958 Jónína Rós Guðmundsdóttir nýr þingmaður Norðvesturkjördæmi 2 þingmenn Samfylkingin DAVÍÐ Oddsson, fyrrverandi for- maður stjórnar Seðlabanka Íslands, segir í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph að hann hafi margvarað við útþenslu íslensku bankanna, áður en þeir hrundu í byrjun október í fyrra. Í viðtalinu við blaðið segir Davíð að ríkisstjórnin, sem þá var undir forsæti Geirs H. Haarde, hafi ekki hlustað á viðvaranir sínar heldur hafi stjórnin frekar hlustað á bankamennina. „Stjórnendur nýju bankanna sögðu, að Seðlabankinn væri allt of gamaldags og ekki ætti að hlusta á menn þar. Ríkisstjórnin ákvað að hlusta á þá, ekki okkur,“ segir Davíð meðal annars í viðtal- inu. Þá er haft eftir Davíð í viðtalinu að hart hafi verið að honum sótt, þegar sem mest gekk á hér á landi eftir að bankarnir hrundu. Nú sé hins vegar annað uppi á teningnum. Hann geti gengið um göturnar, glaður í bragði, án þess að vera með verði sér við hlið. „Í fyrstu beindist mikil reiði að mér, en í dag fæ ég mjög vingjarnleg viðbrögð.“ Davíð segist ætla að fara að snúa sér að því að skrifa smásögur og planta trjám við sumarhús sitt að Móeiðarhvoli. Segir ríkisstjórnina hafa hlustað á bankamennina Davíð Oddsson segist í viðtali við Daily Telegraph hafa margvarað við ofþenslu íslensku bankanna Morgunblaðið/ValdísThor Á Alþingi Davíð Oddsson sést hér koma á fund viðskiptanefndar Alþingis. Prestastefna 2009 hefst með messu í Kópa- vogskirkju í dag kl. 18. Meginefnin á dagskrá að þessu sinni eru tvö. Annars veg- ar er umræða um stöðu sam- félags og kirkju út frá umræðu í þjóðfélaginu um endurmat á öllum sviðum og nýja framtíðarsýn. Síðara meginefni þessa kirkjuþings eru samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar sem einnig voru ræddar á síðustu prestastefnu. Prestastefnu lýkur á fimmtudag kl. 16 með messu í Kópavogs- kirkju. Staða kirkju og samfélags Karl Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.