Morgunblaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands
fagnar því að meirihluti flokkanna,
sem nú taka sæti
á Alþingi, er með
jafna kynjaskipt-
ingu í þing-
flokkum sínum.
Þetta eru Sam-
fylking, Vinstri-
hreyfingin –
grænt framboð
og Borg-
arahreyfingin.
Einnig fagnar Kvenréttindafélagið
því sögulega háa hlutfalli kvenna á
Alþingi, en tæp 43% þeirra sem
taka þar sæti eru konur.
Fagna fjölgun
kvenna á Alþingi
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
gefið út reglugerð um breytingu á
skilyrðum rétthafa til lækkunar á
vörugjaldi af bifreiðum til fólks-
flutninga og bifreiðum sem ætlaðar
eru til ökukennslu. Í reglugerðinni
er kveðið á um að vörugjald af slík-
um bifreiðum skuli lækkað hafi
rétthafi tekjur að lágmarki 70% af
reiknuðu endurgjaldi í staðgreiðslu
skv. viðmiðunarreglum sem fjár-
málaráðherra hefur gefið út. Upp-
fylli rétthafi ekki sett skilyrði ber
honum að endurgreiða mismuninn
á fjárhæð vörugjalds sem greitt var
og þeirri fjárhæð sem borið hefði
að greiða ef ekki hefði komið til
lækkunar.
Breytingar á vöru-
gjöldum leigubíla
LANDBÚNAÐAR- og sjáv-
arútvegsráðuneytið hefur ákveðið
að taka boði byggingafélagsins
Mótás um leigu á 3.800 fermetra
húsnæði fyrir Matís ohf., að Vín-
landsleið 12.
Húsnæðið sem nú er fokhelt er á
þrem hæðum ásamt kjallara og
mun leigusali innrétta og skila því
fullfrágengnu. Leigusali hefur
áætlað að mannaflaþörf, þ.m.t. af-
leidd störf við að fullgera hús-
næðið, séu um 200 ársverk.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dýrt hús fyrir ríkið
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur
staðfest breytingar á reglugerð um
ÍSL-veðbréf og íbúðabréf. Meðal
nýmæla er m.a. að nú þurfa aðeins
að líða 10 ár frá því að íbúðar-
húsnæði er fokhelt þar til unnt er
að sækja um lán til orkusparandi
breytinga á húsnæðinu. Þá er nú
heimilt að kaupa ÍLS-veðbréf
vegna lóðabreytinga svo sem vegna
hellulagna eða smíði sólpalla. Lánin
geta verið til styttri tíma en áður,
allt niður í 5 ár. Tíminn sem má líða
frá úttekt að lánsumsókn lengist úr
6 í 12 mánuði. Byggingaraðila er nú
heimilt að yfirtaka tímabundið lán
frá Íbúðalánasjóði sem hvílir á íbúð
sem byggingaraðilinn tekur upp í
íbúð sem hann er að selja.
Rýmri reglur um lán
vegna endurbóta
HÁTÍÐARSTEMMNING ríkti á
Siglufirði um helgina þegar fjórar
stórar rútur ferjuðu fólk á milli
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í gegn-
um Héðinsfjarðargöngin. Talið er að
yfir þúsund manns hafi nýtt sér
þetta einstaka tækifæri sem var í
boði Fjallabyggðar og Metrostav.
Rúturnar fóru á klukkustundar
fresti en auk þeirra var dísilknúnum
einkabílum leyft að aka um göngin.
Áð var í Héðinsfirði þar sem nem-
endur 10. bekkjar Ólafsfjarðar báru
fram drykki. Það var því margt um
manninn á Ólafsfirði á sunnudag og
fólk nýtti sér sundlaugina, heimsótti
Náttúrugripasafnið eða frum-
kvöðlasetur Rauðku.
Akstur um Héðinsfjarðargöng
tekur um 10 mínútur og ættu þau því
að efla samgöngur milli bæjarfélag-
anna. Gert er ráð fyrir að göngin
verði tekin í notkun síðsumars á
næsta ári. jmv@mbl.is
Ekið í rútum um
Héðinsfjarðargöng
Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson
Bíltúr Siglfirðingar fögnuðu boði Fjallabyggðar um bílferð um Héðinsfjarð-
argöng og er talið að yfir þúsund manns hafi nýtt sér tækifærið.
Siglfirðingar skelltu sér til Ólafsfjarðar