Morgunblaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 27
Umræðan 27BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 VIÐ ERUM 55 manna hópur víðs vegar að úr atvinnulífinu, sem lýk- ur í vor MBA-námi frá HR. Við viljum við freista þess að útskýra með skýrum hætti valkosti Íslend- inga í peningamálum. Megininntak skilaboða okkar er að allir valkostir hafa kosti og galla. Fórnarkostn- aðurinn verður bara mismunandi eftir því hvaða leið er valin. Grundvallarstaðreyndir Það er ófrávíkjanleg staðreynd að ekkert ríki getur á sama tíma haft frjálsa fjármagnsflutninga, fast- gengisstefnu og rekið eigin pen- ingamálastefnu. Það gengur ein- faldlega ekki upp og því verður eitthvað eitt af þessu þrennu ávallt að víkja. Ísland verður því að velja á milli eftirfarandi leiða: 1) Frjálsa fjármagnsflutninga og fastgengi með upptöku annars gjaldmiðils einhliða. A) Evra B) US$. 2) Frjálsa fjármagnsflutninga og fastgengi með upptöku evru með ESB-aðild. 3) Sjálfstæða peningamálastefnu með ISK og fast gengi, en hefta fjármagnsflutninga til frambúðar. 4) Sjálfstæða peningamálastefnu með ISK og frjálsa fjármagnsflutn- inga, en fljótandi gengi. Íslenska krónan er ekki raunhæfur valkostur Íslenska krónan er því miður ekki framtíðargjaldmiðill í hnatt- væddum heimi ef Íslendingar vilja njóta góðra lífskjara og taka þátt á alþjóðlegum vettvangi. Kostir við að halda í krónuna: * Sjálfstæð peningamálstefna og stefna í ríkisfjármálum Fórn- arkostnaður miðað við fastgeng- isstefnu og höft á fjármagnsflutn- ingum: * Gjaldeyrishöft til framtíðar * Lítil eða engin erlend fjárfest- ing * Háir vextir vegna þess að Ís- land verður talið áhættusamt land til fjárfestinga * Hár viðskiptakostnaður. Fórn- arkostnaður miðað við flotgengi og frjálsa fjármagnsflutninga: * Landið er berskjaldað gagn- vart spákaupmennsku * Mikill óstöðugleiki og miklar gengissveiflur * Fjármagnsflótti * Háir vextir vegna þess að Ís- land verður talið áhættusamt land til fjárfestinga * Hár viðskiptakostnaður. Niðurstaða: Sú leið að halda í ís- lenska krónu er illframkvæmanleg. Hún leiðir af sér einangrun og fá- tækt. Raunhæfar leiðir, en ekki sársaukalausar Þá standa fyrstu tvær leiðirnar eft- ir, sem hafa þá kosti að leiða til lægra vaxtastigs og lægri verð- bólgu, auk þess sem Seðlabanki Ís- lands verður í raun óþörf stofnun. Á móti kemur kostnaður við að reyna að tryggja okkur fyrir áföll- um. Þá mun skipta miklu á hvaða gengi myntskiptin fara fram, en sú ákvörðun mun hafa ólík áhrif á ólíka þjóðfélagshópa og atvinnu- greinar. Einhliða upptaka evru eða US$ Kostir: * Fljótlegt og tiltölulega einfalt í framkvæmd * Höldum sjálfstæði í ríkisfjár- málum * Engin hætta á að missa yfirráð yfir náttúruauðlindum * Þetta hefur verið gert í öðrum smáríkjum með góðum árangri Fórnarkostnaður * Engin lánveitandi til þrautar, ekki hægt að aðstoða banka í lausa- fjárskorti * Engin sjálfstæð peningastefna * Líkur á að erlendir bankar verði að taka yfir stóran hluta af bankastarfsemi landsins * Ekki gert í samvinnu við við- komandi ríki og gæti því skapað óvild í garð Íslands. Við einhliða upptöku evru bætist við sá kostur að evrusvæðið er stærsti einstaki markaðurinn fyrir útflutningsvörur Íslands og ís- lenska hagkerfið á meira sameig- inlegt með hagkerfi evrusvæðisins en öðrum hagkerfum, sem auðveld- ar sveiflujöfnun. Á móti kemur ein- dregin andstaða ESB-ríkja við hugmyndinni, sem gæti skapað verulega óvild í garð Íslands. Við einhliða upptöku US$ er það kost- ur að mikilvægar innflutnings- vörur, eins og t.d. olía, eru verð- lagðar í dollurum, eins og mikilvægar útflutningsvörur eins og ál. Þá hafa ýmis ríki tekið upp US$ einhliða án refsiaðgerða. US$ er jafnframt enn útbreiddasti gjaldmiðill heims. Á móti kemur að mikilvægar útflutningsgreinar nota evru fyrst og fremst í viðskiptum. Upptaka evru með ESB-aðild Kostir: * Evrópski seðlabankinn er bak- hjarl og lánveitandi til þrautar. * Ísland fær fullan aðgang að ákvarðanatöku ESB og verður full- ur þátttakandi í Evrópu. * Aukinn stöðugleiki og betra rekstrarumhverfi til lengri tíma lit- ið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. * Líkur á að hagsveiflur landsins verði meira í takt við Evrópu. Fórnarkostnaður * Tekur a.m.k. nokkur ár, en yf- irlýsingin ein og sér hefði einhver áhrif. * Tíminn sem tekur að fá fulla aðild að evru gæti verið mjög erf- iður fyrir íslenskt efnahagslíf. * Göngumst undir Maastrich- skilyrðin, sem hefta mjög sjálf- stæði Íslands í ríkisfjármálum. * Missum yfirráð yfir auðlindum þjóðarinnar og stjórnun á nýtingu þeirra – umdeilt atriði. Lokaorð Það er ljóst að íslenska krónan dugar okkur ekki lengur. Þá eru nokkrir kostir í stöðunni. Færa má rök með og á móti þeim öllum, en afstaða manna mun ráðast af því hversu þungt einstakir kostir og gallar vega í huga þeirra. Við tök- um ekki afstöðu hér, enda ólíkar skoðanir að finna í okkar hópi. Við hvetjum hins vegar til þess að upp- lýsingar um þessi mál séu settar fram með skýrum og fordómalaus- um hætti. Margar erfiðar ákvarð- anir eru framundan. Nú eftir kosn- ingar verður að vinna hratt og örugglega að því að koma peninga- málum Íslands í öruggan og trú- verðugan farveg. Aðgerðaleysi er dýrasti kost- urinn. F.h. 55 nema í HR, BELINDA ÞURÝ THERI- AULT, EYSTEINN JÓNSSON OG BJÖRG KJARTANSDÓTTIR, Valkostir með mismunandi fórnarkostnaði Frá hópi nema sem er í MBA- námi í HR HVAÐ þýðir sjálfbær nýting auð- linda? Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt og ritað um sjálf- bæra nýtingu náttúruauðlinda Ís- lands. Því miður er því þannig far- ið með þessa umræðu eins og svo marga aðra að það er ekki talað mannamál og almenningur áttar sig ekki á hvað sjálfbærni þýðir. Málið er einfalt. Sjálfbær nýting auðlinda okkar þýðir að við eigum að fara vel með landið okkar og það sem það hefur upp á að bjóða og koma því til skila með stolti til komandi kynslóða. Það þýðir að við eigum ekki að láta stund- argræðgi stjórna ákvarðanatökum, heldur standa vörð um menning- arauð okkar sem er ekki lítill. Við förum og aðrir koma í staðinn sem munu dæma verk okkar. Ég hvet alla Íslendinga og ekki síst fólk í þjóðfélagslegum ábyrgðarstöðum til að flykkjast á Draumalandið í bíó. HANNA LÁRA STEINSSON, félagsráðgjafi. Sjálfbærni Frá Hönnu Láru Steinsson SAMFYLKINGIN er undarlegur krataflokkur. Af einhverjum ástæð- um sem eru líklega flestum borg- urum þessa lands huldar (nema lík- lega innvígðum og innmúruðum samfylking- armönnum) telur flokkurinn að helsta bjargráð Íslands í efna- hagsmálum sé innganga í ESB. Það má í sjálfu sér kalla kenn- ingu að hagur landsins myndi batna við inngöngu í ESB. Rökin fyrir þeirri kenningu hafa hins veg- ar verið einstaklega fátækleg. Svo sem samfylkingarmenn hafa hamr- að á árum saman innleiða Íslend- ingar tilskipanir frá Brussel í ís- lensk lög af miklu kappi vegna EES-samningsins. Þær Evrópu- reglur dugðu ekki til þess að bjarga Íslandi frá hruninu. Eigum við svo að trúa því að ástæða þess að evrópsk löggjöf hafi ekki bjarg- að Íslandi hafi verið sú að skammt- urinn var ekki nógu stór? Hvað er þá hægt að segja um ástandið víða í Evrópu? Hvernig er ástatt um þá sem tóku skrefið til fulls og eru fullgildir meðlimir í ESB? Skemmst er fá því að segja að gríðarlegt atvinnuleysi er víða í ESB, bankar hafa hrunið þar eins og á Íslandi. Getur verið að eina bjargráð Samfylkingarinnar sé að flytja inn evrópska kreppu í stað hinnar íslensku? En evran hún bjargar er þá við- kvæðið. Eins og atvinnumálum á Íslandi er háttað nú er krónan í raun helsta bjargræði Íslands. Þessi veika mynt eflir mjög ís- lenskt atvinnulíf gagnvart erlendu. Væri Ísland með evru væru raun- laun himinhá og aðlögun að evr- ópsku launastigi tæki mörg ár. Með evru væri langvarandi fjölda- atvinnuleysi líklegt með tilheyrandi fólksflótta. Eins og ástandið er núna þarf bjargráð sem duga en ekki ein- hverjar innfluttar skyndilausnir. Samfylkingin eins og reyndar rík- isstjórnin öll þyrfti að hysja upp um sig buxurnar og grípa til að- gerða sem duga í efnahags- og at- vinnumálum nú þegar. STEFÁN S. GUÐJÓNSSON, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur. Frá Stefáni S. Guðjónssyni: Stefán S. Guðjónsson Þurfum við ESB í stærri skömmtum? Í tilefni menningarvors í Mosfellsbæ stendur Mosfellsbær í samvinnu við mosfellska listamenn fyrir viðburðum til að efla mannlífið á erfiðum tímum. Mosfellskir listamenn leggja fram vinnu sína, starfsfólk Mosfellsbæjar vinnur að undirbúningi og Menningarsvið Mosfellsbæjar kynnir og auglýsir viðburðina. Menningarvor verður haldið þrjá þriðjudaga í Bókasafni Mosfellsbæjar og Listasal Mosfellsbæjar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Heitt á könnunni. Komum og upplifum saman menningarvor í Mosfellsbæ – og styðjum hvert annað með því að njóta þess besta sem bærinn hefur upp á að bjóða. Þriðudagskvöldið 28. apríl kl. 20-21.30 Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarkona og bæjarlista- maður fumsýnir heimildamynd sína “Forystufé” og spjallar við gesti. Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og fleiri flytja létta tónlist. Þriðjudagskvöldið 12. maí kl. 20-21.30 Jón Kalman stefánsson rithöfundur Spjallar við gesti um verk sín og fleira. Kristjana Helgadóttir flautuleikari og Hrönn Helgadóttir píanóleikari flytja létta tónlist. Þriðjudagskvöldið 26. maí kl. 20.-21.30 Leikfélag Mosfellssveitar slær á létta strengi. Gréta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari og fleiri flytja létta tónlist. Menningarvor í Mosfellsbæ VIRÐING JÁKVÆÐNI FRAMSÆKNI UMHYGGJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.