Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 15

Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009 Sjá innfellt kort SKÝRINGAR EVRÓPA Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að nýtt afbrigði svínaflensuveiru, sem talið er að hafi orðið yfir 100 manns að aldurtila í Mexíkó, geti leitt til heimsfaraldurs. Veiran hefur þegar borist til Bandaríkjanna og Kanada. VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VEGNA SVÍNAFLENSU Lýst yfir hættuástandi Hert eftirlit á flugvöllum, leit að fólki með flensueinkenni Birgja sig upp af flensulyfjum Annað Takmarkanir/bann við svínakjöts- innflutningi Spánn Farþegar í flugvélum til Mexíkó með andlitshlífar og hanska Danmörk Áætlun um viðbúnað vegna hættu á fugla- flensusmiti. Nægar birgðir af tamiflu Grikkland Hefur safnað nægum birgðum af tamiflu og öðrum flensulyfjum Frakkland Heilbrigðisráðuneytið myndar aðgerðahóp Bretland Nægar birgðir af flensulyfjum til að lækna allt að helming íbúanna Tékkland Austurríki Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Venesúela El Salvador Suður-Kórea Filippseyjar Malasía Nýja- Sjáland Japan Hong Kong Bandaríkin Mexíkó Argentína Brasilía Chile Panama Kólumbía Ekvador Perú Kanada ASÍURÍKIN sum eru betur búin undir hugsanlegan flensufaraldur en mörg önnur vegna þeirrar reynslu, sem þau búa að eftir glímuna við SARS-sjúkdóminn svokallaða og fuglaflensuna. Varð sá fyrrnefndi um 800 manns að bana og öll tilfelli þess síðarnefnda hafa verið í Asíu auk Egypta- lands. Er viðbúnaðurinn mestur og bestur í Hong Kong og er nú hafður til hliðsjónar annars staðar um heim. Í Hong Kong eru nú þrjár manneskjur á sjúkrahúsi vegna gruns um svínaflensu en hver einasti farþegi, sem kemur til borgarinnar með flugvél eða ferju, verður að ganga um hlið og framhjá tækjum sem sýna með inn- rauðum geislum hvort viðkomandi er með sótthita. Þá á borgin 20 milljónir skammta af flensulyfinu Tamiflu en íbúar hennar eru um sjö milljónir. Þá er fylgst vel með því að ólöglegt og eftirlitslaust húsdýrahald sé ekki stundað og bannað er að vera með hænsn eða annan fugl í bakgörðum. Í Hong Kong þarf ekki að kenna fólki að vera með grisju fyrir vitum og mörg fyrirtæki eru búin undir að fólk geti unnið heima. Reuters Eftirlit Mælitæki í alþjóðlegu flugstöðinni í Hong Kong sýna vel hvort far- þegar eru með hita og ef svo er, þá er strax tekið í taumana. Fólk með sótthita er stöðvað við komu þess til Hong Kong Svínainflúensan er næm fyrir veiru- lyfjunum Tamiflu og Relenza og hafa þau reynst vel. Bóluefni verður komið á markað eftir 3 til 6 mánuði eftir fyrstu bylgjuna en veirulyf eru- notuð til að vinna tíma á meðan beðið er. Á Íslandi eru til lyfjabirgðir af Tamiflu og Relenza fyrir þriðjung þjóðarinnar. Lyf fyrir þriðjung Komið getur til þess að hafin verði skimun ferðamanna í Leifsstöð. Þá kemst enginn inn í landið án þess að gengið hafi verið úr skugga um að hann sé ósýktur. Áður verður þeim tilmælum beint til ferða- manna að þeir gefi sig fram séu þeir veikir eða hafi verið á áhættu- svæðum. Skimað í Leifsstöð Heilbrigðisráðherra er heimilt, að fenginni tillögu sóttvarnarlæknis, að takmarka ferðafrelsi með því að grípa til afkvíunar byggðarlaga. Þeg- ar spænska veikin geisaði var t.a.m. lokað fyrir umferð um Holtavörðu- heiði og yfir Mýrdalssand til að hindra útbreiðslu til Norðurlands og Austurlands. Ferðatakmarkanir FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á ÍSLANDI er nú unnið eftir landsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu frá síðasta ári. Meg- inmarkmið hennar er að hindra að faraldur berist til landsins, draga úr útbreiðslu, lágmarka smithættu og styrkja nauðsynlega starfsemi og treysta innviði samfélagsins. Samkvæmt háskastigum við- bragðsáætlana ríkir óvissustig og eru aðgerðir í samræmi við það. Í áætluninni er m.a. áhættumat og í því gert ráð fyrir að um helm- ingur þjóðarinnar muni sýkjast á tólf vikna tímabili berist heimsfar- aldur skæðrar inflúensu hingað til lands. Gert er ráð fyrir að allt að þrjú prósent þeirra sem sýkjast muni láta lífið. Viðbragðsáætlanir miða að því að tefja útbreiðslu far- aldursins en ólíklegt er að full- komlega verði hægt að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar hér á landi. Með háskastigum viðbragðsáætl- ana er alvara og umfang hættunnar skilgreint. Samkvæmt þeim er ástandið á óvissustigi. Það er þann- ig skilgreint að nýr undirflokkur inflúensuveiru hafi greinst í mönn- um en sýking milli manna sé ekki þekkt nema í undantekning- artilfellum og þá við náið samband. Meðal þeirra aðgerða sem fara í gang er athugun á birgðastöðu matar, lyfja og annarrar nauð- synjavöru. Jafnframt athugun á boðleiðum og fjarskiptum. Náið samráð við WHO Upplýsingum frá Mexíkó um svínaflensuna ber ekki saman við þær frá öðrum löndum þar sem til- vik hafa komið upp. Flensan sem greinst hefur utan Mexíkó hefur reynst mjög væg og allir sýktir náð sér að fullu. Hins vegar er vel fylgst með framgangi mála og náið samráð heilbrigðisyfirvalda hér á landi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO), sóttvarnarstofnanir Evr- ópu (ECDC) og Bandaríkjanna (CDC) og framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins. Komi til þess að ástandið versni verður það fært á hættustig. Þá verður m.a. reynt að koma í veg fyrir að sýktir einstaklingar komi til landsins og komi þeir frá sýkt- um svæðum fari fyrsta lækn- isskoðun fram á flugvöllum eða í höfnum. Næsta skref fyrir ofan hættustig er jafnframt það efsta, neyðarstig. Því er lýst yfir ef stofn veirunnar hefur fundist í einum eða fleiri ein- staklingum hér á landi eða heims- faraldri lýst yfir. Á því stigi mun viðbragðskerfið verða að fullu virkjað. Þá er skoðað hvort setja eigi samkomubann, hvort skólum verði lokað auk þess að farið er yfir hvort þörf sé á afkvíun byggðarlaga eða landsins alls. Heilbrigðisráðherra kveður á um samkomubann og takmörkun ferða- frelsis, að fenginni tillögu sóttvarn- arlæknis. Í samkomubanni felst að fjöldasamkomur eru óheimilar s.s. fundarhöld, skólastarf, skemmtanir á borð við dansleiki, leiksýningar og kirkjuathafnir. Enn á óvissustigi  Tilfelli flensunnar utan Mexíkó hafa aðeins reynst væg  Hérlendis unnið eftir landsáætlun vegna heimsfaraldurs Samráðsferli í gangi hér á landi. Ekki hefur verið gripið til beinna aðgerða. Farið er yfir birgðastöðu matar og lyfja. Meginmarkmið að hindra að faraldur verði. Meðal sóttvarnarúrræða er samkomubann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.