Morgunblaðið - 28.04.2009, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2009
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
STATE OF PLAY kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
OBSERVE AND REPORT kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
17 AGAIN kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
FAST AND FURIOUS kl. 8 B.i. 12 ára
KNOWING kl. 10:10 B.i. 12 ára
I LOVE YOU MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
FAST AND FURIOUS kl. 10:20 B.i. 12 ára
BOY IN THE STRIPED PYJAMAS kl. 8 B.i. 12 ára
EMPIRE
SKY
SAMbio.is
Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss
....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR
TIL AÐ SEGJA ÞAÐ?
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND
SEM KEMUR ÖLLUMTIL AÐ HLÆJA
HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA
UNGUR EINU SINNI? EIN AF BESTU MYNDUM ALLRA TÍMA
SAMKVÆMT IMDB.COM
„AFHVERJU GETA BANDARÍKJAMENN EKKI
GERT SVONA MYNDIR LENGUR?“ CNN
SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP
OG FORGETTING SARAH MARSHALL
“ÞESSI MYND HÉLT MÉR ANNAÐ HVORT
GLOTTANDI EÐA SKELLI- HLÆJANDI ÚT
ALLA LENGDINA. MÆLI VEL MEÐ HENNI.”
VIP SALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA
CHRIS EVANS, DAKOTA
FANNING OG DJIMON HUNSOU
ERU MÖGNUÐ Í FRUMLEGUSTU
SPENNUMYND ÞESSA ÁRS!
GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR
VINSÆLASTA
MYNDIN Á ÍSLANDI
2 VIKUR Í RÖÐ!
25.04.2009
5 14 16 26 33
9 5 2 1 3
6 2 9 8 4
20
22.04.2009
2 8 13 39 43 47
1925 31
Ég veit ekki hvort það geng-ur nærri helgispjöllum aðsegja þetta, en ég læt það
vaða. Mér finnst sumartískan í ár
ljót … já, eða svona mestmegnis.
Ég fór einn rúnt um helstu fata-
verslanir borgarinnar um daginn
og sá fátt girnilegt. Það sem blasti
við mér á slánum virkaði tuskulegt
og litir eins og laxableikt, grátt og
húðlitað voru of áberandi. Laxa-
bleikur er án efa einn ljótasti litur
sem til er á fatnaði og minnir mig
bara á níunda áratuginn og þar
kem ég að kjarna málsins. Níundi
áratugurinn og upphaf þess tíunda
hefur tekið tískuna yfir, því miður.
Samfestingarnir sem sjást nú
eru gott dæmi um það, þá er ég að
tala um víða og tuskulega jogging-
samfestinga sem var klassískt að
klæðast með belti, legghlífum og
vöfflur í hárinu hér áður fyrr.
Annað sem stakk í augu í búð-
unum var kögur sem hefur aldrei
náð að vera flott eftir hippa-
tímabilið, nú er það í sinni ýktustu
mynd, á skóm og kjólum og erm-
um og töskum og er bara ljótt að
mínu mati, Kate Moss ber það ekki
einu sinni.
Eitt furðulegasta tískufyrirbærisíðustu ára hefur mátt sjá á
ungstirnum Hollywood í vetur og
er án efa eitt það ljótasta sem ég
hef séð. Það eru rifnar sokkabuxur
og leggings. Hverjum datt eig-
inlega í hug að það gæti verið töff
að vera með lykkjufall? Ekki einu
sinni hörðustu rokkgellur ná að
gera þetta flott.
Rifnar gallabuxur eiga líka sína
endurkomu, nú enn rifnari en áð-
ur, nánast svo að sá sem klæðist
þeim gæti kallast berleggjaður.
Öfgar sem líta ekki vel út.
Snjóþvegnar gallaflíkur sjást
líka mikið og sem betur fer hefur
sú útgáfa af snjóþvegnu heppnast
vel og er bara eitt af því fáa úr
tískufortíð níunda áratugarins sem
á góða endurkomu.
Stórir karlmannlegir jakkar meðaxlapúðum er annað sem hefði
mátt kyrrt liggja. Reyndar hafa
sumir hönnuðir aðeins tremmað
niður fyrirmyndina, gert þá að-
sniðnari, minnkað axlirnar og
brett upp ermarnar en aðrir fara
með þetta alla leið, því miður. Eins
og með annað frá níunda ára-
tugnum bætir þessi jakkatíska á
alla nokkrum kílóum og gerir þær
sem ekki eru horaðar himnalengj-
ur eins og kassa í laginu, ef ekki
er farið rétt að.
Annað sem ég hef hryllt mig
yfir eru axlapúðar, stutt-
buxnadragtir, víðar klofbuxur og
ber magi. Ber magi er einmitt
eitt af því hræðilega sem sást á
tískupöllunum á vor/sumar sýn-
ingunum, það er tíska sem er oft
illa misnotuð og vandmeðfarin, ég
vona bara að það verði of kalt hér
á landi í sumar til að stúlkur fari
að bera magann niður á Aust-
urvelli.
Reyndar má mæla þessari sum-artísku bót með því að þó hún
líti illa út á slánni fer hún vel á
sumum, hún er samt ekki vinkona
kvenlegra lína. Bæði efnin og snið-
in ýkja allar línur og það verður
að passa samsetninguna því hætta
er annars á að verða kerlingarleg.
Þótt ég hallmæli hér ákveðnum
flíkum í sumartískunni geri ég mér
fyllilega grein fyrir því að á réttu
manneskjunni og rétt samsett er
allt flott og sem betur fer er miklu
meira í boði í búðunum svo ég þarf
ekki að klæðast þessum flíkum.
Mér finnst þetta bara ekkert flott
» Annað sem ég hef hrylltmig yfir eru axlapúðar,
stuttbuxnadragtir, víðar klof-
buxur og ber magi.
Getty Images
Rifin Cameron Diaz sást nýlega í
þessari vægu útgáfu af rifnu-
gallabuxnatísku sumarsins.
ingveldur@mbl.is
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
Reuters
Jogging Breski fatahönnuðurinn
Hannah MacGibbon sækir mikið í
níunda áratuginn eins og sést á
þessari mynd af henni.
Reuters
Kassajakki Fatahönn-
uðurinn Stella
McCartney hannaði
þennan jakka sem ger-
ir ekki neitt fyrir lín-
urnar, ekki einu
sinni fyrir þessa
fíngerðu fyr-
irsætu. Ekki smart Lindsey Lohan í
rifnum leggingsbuxum.
Reuters
Samfest-
ingur
Grár,
gugginn
og gam-
aldags.
Reuters
MacGibbon Kann að vera flott á tískupöll-
unum en vandmeðfarið er í er komið.