Embla - 01.01.1946, Qupperneq 11
Eitt lítið bros.
Drengurinn hlær og baðar út höndunnm. En unga konan liorl-
ir alvarlega á hann.
Það var aldrei tekin nema þessi eina mynd. Hún hafði engum
að gefa.
Hérna er hann fimm ára í fyrstu síðu buxunum sínum.
Hann kreppir hnefann utan um krönurnar, sem hann fékk í
afmælisgjöf.
Við erum að byggja stóran garð, mamma, sem nær langt, langt,
alveg á heimsenda.
Veiztu, itver getur borið alla stærstu steinana?
Það er ég.
Við erum að gral’a voða-voða stóra gryfju, mamma. Hún á að
verða stærri en sjórinn.
Veiztu, liver er duglégastur að moka?
Það er ég.
Veiztu, hver getur fellt alla hina strákana, mamma?
Það er ég.
Það er betra að liafa ónýta skó, mamma. Þá er sama, þó að mað-
ur vaði í pollum.
Stórir strákar eru aldrei í frakka, mamma, bara pínulitlir strák-
ar og stelpur.
Ofninn er alveg kaldur, mamma, en mér er samt ekkert kalt.
Ég skal kaupa sólina handa þér, þegar ég er orðinn stór,
mamma mín. Þá verður alltaf lieitast og bjartast hjá þér.
Gamla konan horfir á þessa ntynd, þangað til hún hverfur sjón-
um hennar. Þá lokar litin augunum og hvílist.
Svo tekur hún nokkrar máðar smámyndir.
Hérna hnyklar hann brýrnar með skólatösku á bakinu.
Það er stundum leiðinlegt í skólanum, mamma. Við fáum
ekki að gera neitt, verðum að sitja þarna grafkyrr og hlusta.
Reyndu að vera duglegur að læra, vinur minn, svo að þti getir
einhvern tíma orðið mikill maður.
Ég er orðinn stór og sterkur.
embla
9