Embla - 01.01.1946, Síða 20
Föðurætt afa míns var úr Skaftafellssý'Jum. Ali lians, Bárður Sig-
valdason, flýði ásarnt konu sinni og ungri dóttur austan þaðan í
Móðuharðindunum, og ílentust þau að lokum á Rangárvöllum.
Amma mín og nafna var ættuð af Rangárvöllum, fædd þar og upp
alin. Þau hjón, afi og amma, bjuggu allan sinn búskap í Kollabæ í
Fljótshlíð. Afi var hinn mesti bændafrömuður og langt á undan
sinni samtíð í jarðabótum og öllum búskaparháttum. Amma mín
var Ijósmóðir í Hlíðinni í rúm tuttugu ár. Lánaðist starfið henni
vel. (Hún var ljósa mín..) Amma var grandvör kona og gætin, talfá
og orðvör. Aldrei heyrði ég til hennar blótsyrði né last um nokk-
urn mann.
Þau afi minn og amma höfðu mig í fóstri til tíu ára aldurs.
Amma kenndi mér fyrstu versin mín og sagði mér um frelsarann.
Hún lagði trúarundirstöðu lífs míns. Afi söng marina bezt. Hann
hafði mig á knjám sér, þegar hann söng Passíusálmana við lnis-
lestra á föstunni. Þá lét hann mig fylgjast með hverju orði með
þeim liætti, að hann dró fingur með liverri línu í sálminum, unz
söngnum var lokið. Hann notaði jafnan flokkabókina, og gaf
liann mér hana síðar. Er hún enn í eigu minni. Afi gaf mér fyrstu
skrifbækurnar og ritföngin, og Nýju sálmabókina gaf liann mér,
er ég var rúmlega fimm ára. Nokkru seinna gaf hann mér Nýja-
testamentið, og las ég það spjaida milli og var oft látin lesa það
hátt fyrir fólkið í baðstofunni á kvöldvökunni. ]á, svona var afi
góður. Þau voru samtaka með gæðin við mig. Helgustu minning-
ar mínar frá bernskuárunum eru tengdar afa og ömmu á einhvern
hátt.
Pabbi var greindur vel, bókhneigður mjög og hagmæltur í
betra lagi, en lét lítið á þeirri gáfu bera og fór vel með hana. Hann
keypti íslendingasögurnar og las þær á kvöldvökunum, meðan
prjónað var, kembt og spunnið. Það var eiginlega lesið allt, sem
komizt var yfir. Húslestrar voru lesnir árið um kring að fráskild-
um sláttutímanum. Mamma mín var söngelsk mjög og kunni mik-
ið af Ijóðum og sálmum, var lagviss og hafði fallega rödd. Hún
var góð móðir og hafði vakandi anga á okkur börnunum, að við
lærðum aðeins það, sem gott væri og nytsamt og bærum ekki Ijótt
eða óvandað orðbragð i munni, enda var forðazt að viðhafa nokk-
18
EMJSI.A