Embla - 01.01.1946, Síða 49
skulum ekki ganga þessa götu,“ sagði hún, ,,þar er svínastían. Ég
er hrædd við fullu karlana". Hún benti á stórt hús. „Nei, Baula
komin,“ var sagt rétt hjá mér. Ég leit við. Þar var Helgi
Thorlacius, sonur Elínar Snorradóttur, gamallar grannkonu okk-
ar. Þau voru flutt til Reykjavíkur. Helgi vann við Thomsens-
verzlun. Þau mæðgin voru mér góð, og ég sótti mikið til þeirra.
Baulunafnið var gælunafn, sem Helgi gaf mér, þegar hann var að
bera mig á milli bæja. Það var heldur fagnaðarfundur. Ég lofaði
að koma heim til hans. Hann sagði mér, að mamma sín mundi
vilja finna mig.
Þegar til mömmu kom, var hún orðin dauðhrædd. Drengurinn
kom heirn og sagðist vera búinn að týna mér. En nú vildi ég óð
og uppvæg fara að verzla. Við fórum í tvær búðir. Mér fannst
ósköp til um varninginn. Eg sá rósótt sirz og margt, sem ég hafði
ekki séð áður. Svo voru það skórnir. Mamma mátaði á mig þá,
sem mér fundust fallegastir. Þeir voru mátulegir og kostuðu kr.
2,25. Ég keypti jrá. Ég vildi fá að halda á bögglinum út úr búð-
inni. Ég gat varla trúað því, að ég ætti svona fallega skó. Nú átti
ég 25 aura eftir og vilcli kaupa eitthvað handa systkinum mínum.
Það varð úr, að ég keypti rúsínur.
Við fórum lieim til Eh'nar Snorradóttur. Hún tók okkur ákaf-
lega vel, gaf okkur kaffi og alls konar kökur, sem ég liafði aldrei
séð, en þótti ákaflega góðar. Áður en við fórum, kom luin með
hvíta svuntu með rauðum leggingum og mátaði á mér. Hún
reyndist mátuleg. Elín sagðist liafa ætlað að senda mér hana í
afmælisgjöf, en fyrst ég hefði komið, væri bezt ég fengi hana strax.
Mér fannst ég aldrei haf séð svona fallega svuntu. Og ekki spillti
það gleði minni, þegar Helgi kom með döðlur, brjóstsykur og
súkkulaði í stórum poka, og sagði mér að liafa í nesti.
Það var nú farið að líða á daginn, en við áttum eftir að koma
til Katrínar frænku. Hún bjó við Laufásveg. Yngsti sonur hennar,
Gunnar (nú forstjóri í ísafold), var ákaflega þjóðlégur við mig.
Hann bauðst til að sýna mér kirkjuna og þinghúsið, og um tugt-
húsið sagði hann mér, að það væri liaft til að láta í það krakka úr
Hafnarfirði, og á götunum væru pólití nreð borðalagðar húfur,
sem væru að leita að þessum krökkum, en mér væri óhætt, af jrví
embla
*
47