Embla - 01.01.1946, Blaðsíða 73
ég upp. Unglrú F. byrjaöi á nýju lagi, og ég lagði af stað. Áður
en varði hafði ég dansað lagið út. Frú Petzsch brosti og kinkaði
kolli, en áhorfendurnir litu út fyrir að hafa verið við jarðarför.
Hversu oft eru það ekki okkar erfiðustu stundir, sem við vild-
um sízt missa. Þetta er sú reynsla, sem ég ávallt síðan lief þráð að
gefa öllum mínum leikfiminemendum. Þetta, að verða að dansa
„aleinn á beru svæði“. Það er'að læra að fara sínar eigin götur.
Ótrúlegt, að í miðri Berlín-Dahlem hafi einhvern tíma verið
i
kennt slíkt, finnst okkur nú, en þá var það hámark kennslu, að
liver nemandi fyndi sitt eigið lag, eins og það var orðað.
Haustdagar í Dahlem. Kringum stærri flöt skólans í Parkstrasse
liefur verið komið fyrir sætum handa boðsgestum. Nemendur
eiga að sýna unnendum skólans, livað þeir geti eftir sumarið, ný-
komnar frá æfingum á fjörusöndunum norður við Eystrasalt.
Flygillinn hefur verið fluttur að glerhurðinni, sem nú stendur
opin til beggja ldiða. Ungfrú F., sem alltaf lék blaðalaust, sló
nokkrar nótur eins og af handahófi. Þúsund augu .beindust að
einum punkti. Þarna komu þær, sólbrenndar, berfættar á gul-
brúnum silkikyrtlum. Þær voru gagnþjálfaðar og áttu þessa stund.
Þú manst þær komu dansandi út á völlinn. Hvað það var ganran.
EMRLA
71