Embla - 01.01.1946, Side 82

Embla - 01.01.1946, Side 82
gaf mér leifar, bar mér leifar, áður en ég fór í morgun. Hún getur skeint bónda sinn á roðum og tuggið í hann bein fyrir mér. En það skal enginn hafa gagn né gaman af henni, ef ég má nokkru ráða.“ Eg óskaði mér inn í eldhús til ömmu. En Hanna gamla sat sem fastast milli mín og frelsisins og þrástarði á bótina á svuntunni minni. Pokinn Iiennar lá við fætur hennar eins og flekkóttur hundur, svona þverröndóttir pokar voru ekki til á hverjum bæ. Pokinn var nær því hálfur af dóti. í þennan poka átti mamma einnig að láta eitthvað af hendi rakna, ef kerlingunni átti vel að iíka. „Og prestsdóttirin, næpan sti, samansaumuð eins og faðir iienn- ar, gaf mér ein bollapör, og galtóm voru þau eins og hún sjálf, alveg galtóm. Ég sagði henni, að ekki hefði mátt minna vera en þau væru full af sykri. Það hefði nú verið sómasamlega gert, en hún sneri bara upp á sig.“ Eins og mig varðaði nokkuð um þetta. Ég horfði með viðbjóði á kerlinguna. Hún var, þrátt fyrir vorblíðuna, klædd þykkunr vaðmálsfötum með ullarklút í skýlu og stórt, þykkt sjal á herðum. Hún hafði langar Jiendur, og neglurnar voru guiar og bognar eins og fuglsklær. Fram undan klútnum gægðist grár hárlokkur, iiðaður lokkur, sem var eins og hrím í sólskininu, og enni hafði hún hátt og furðu bjart. Augun lágu óeðlilega djúpt, og það var í þeim ógeðslegt rökkur, eins og maður sæi ofan í myrkan liyl. Ég óttaðist þau eins og kirkjugarðinn að kvöldlagi undir haust. Allt í einu stóð hún á fætur og kom til mín. Nú hlaut það að koma, þetta sem ég liafði óttazt, alltaf síðan ég sá Hönnu gömlu koma ofan tröðina. „Hvað ertu gömul?" spurði hún. „En það er nú það, sem ég man ekki.“ „Hefurðu sjálf saumað fötin þín?“ spurði nornin. „Nei,“ svaraði ég. „Og víst hefurðu gert það. Þú saumar og segir ósatt eins og hún móðir þín.“ Ég þorði ekki að mótmæla. Kerlingin færði sig enn nær mér. Ég var sannfærð um, að ég væri stödd í voðalegum lífsháska. Hún 80 F.MBLA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Embla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Embla
https://timarit.is/publication/759

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.