Embla - 01.01.1946, Blaðsíða 95
og ég sjálf liggjandi á grúfu í volgum sandinum í spánýjum síð-
buxum (Verð kr. 124,50). Ég finn ylinn úr sandinnm leggja upp
í magann á mér — það er næstum eins og liitapoki, sem farinn er
að kólna. Fyrir framan mig er gríðarstór rúlla af umbúðapappír.
Á þessa rúllu á að skrá atburði ferðarinnar, eftir því sem aðstæður
leyfa, og ekki má gleyma að skilja eftir eyður fyrir myndirnar,
senr Rúna ætlar að teikna inn á eftir. Síðan ætlum við að klippa
plaggið sundur í miðju og draga um, hvorn hlutann hvor á að
fá. -
Já, það er gott að liggja í sólskininu í saltlykt og þangi með
bláan himin fyrir ofan, og nú er Rúna búin að taka ástfóstri við
báta. Hamingjunni sé lof fyrir, að hún hefur látið öll fjós í friði
enn sem komið er. í gær var það kirkjan og helztu stórliýsi þorps-
ins, en þá vorum við ekki búnar að fá þennan forláta pappír, svo
að ég varð að láta mér nægja að liggja í kirkjugarðinum og reyna
að laða til mín nokkra útfjólubláa geisla.
En það er fleira, sem hefur breytzt síðan í gær. Þá vorum við
til dæmis allsæmilega útsofnar, dável fjáðar, fannst okkur — en
núna, hamingjan hjálpi okkur! Aldrei nokkurn tíma liafa neinar
tvær ungar stúlkur verið eins ósofnar og illa stæðar fjárhagslega
á ferðalagi uppi í sveit.
Og nú ætla ég að segja söguna eins og hún gekk til, ef lista-
mannseðlið leyfir Rúnu að doka við örlítið enn. Við vorum orðn-
ar allhungraðar, þegar fór að líða á níunda tímann. Við höfð'um
ætlað okkur að „éta kunningja" eins oft og mögulegt væri, en
allir voru í heyi á Stokkseyri í gær eins og í dag og því ógerningur
að troðast upp á neinn. En sulturinn svarf æ fastar að okkur, og
eftir langvinnt garnagaul og vöðvasamdrætti í mögum okkar,
gátúm við ekki á okkur setið, heldur settumst inn á Hótel Stokks-
eyri, báðum um mjólk og fjórar brauðsneiðar handa hvorri. Við
héldum satt að segja, að það yrði ekki eins kostnaðarsamt og full-
kominn kvöldverður. Munnvatnið streymdi, magasafinn rann,
og maðurinn kom með brauðið. Yndislegt — uhm — ah! Kræs-
ingarnar hurfu eins og dögg fyrir sólu, og ekkert var eftir nema
reikningurinn. Þá kom annað Idjóð í strokkinn: ægilegt — uss
EMBLA
03