Embla - 01.01.1946, Qupperneq 96
— ó! Helmingur ferðasjóðsins farinn í súginn á fyrsta degi ferða-
lagsins------
Við erum saddar, þegar við göngum út. Veðrið er óaðfinnan-
legt, en okkur vantar þak yfir liöfuðið. Við eigum mjög takmark-
aða peninga (sennilega minna en þrjátíu krónur samanlagt), enga
vini með gestaherbergjum og tjöldum, aðeins lauslega kunningja
með sand af máttvana ráðleggingum: „Þið skuluð gera þetta, —
Jrið skuluð reyna hitt.“ Fólkið er of þreytt til að ráða okkur heilt.
Loks þegar við erum næstum staðráðnar í að sofa undir blárri
himinfegurð miðsuinarsins, hittum við óvenju viti borinn mann:
„Getið þið sofið í hlöðu?“ Nema hvað! Erum við ekki gamlar
kaupakonur? Og maðurinn, sem hirti fyrstu heytugguna í fyrra-
dag, stendur nú andspænis tveim síðbuxnaungmeyjum, afburða-
vel skæddum, klyfjuðum bak- og svefnpokum. Hvað getur hann
svo sem sagt nema já?-----
Við liggjum grafnar í ilmandi heyi. Alls konar vingjarnleg
kropphljóð berast inn til okkar frá hænsnum, kúm, hundum og
köttum. Alls konar vingjarnlegar pöddur, — flugur, köngurlær,
gráloddur, — gera sér óþægilega dælt við okkur. Gaman, gaman!
— Þreytan yfirbugar okkur, og okkur kemur blundur á brá, aðeins
örlitla stund samt, Jdví að eitthvert nístandi hljóð rýfur Jrögnina.
Ég hrekk upp, og með naumindum get ég bælt niður óp. „Róleg,
góða, þetta er bara hæna að brýna gogginn.“ Það er Rúna, sem
talar, glaðvakandi og sallaróleg. Nú er hvorug okkar í skapi til
að sofna. Okkur verður liðugt um málbeinin, minnið skerpist, og
gömlum, hálfgleymdum draugasögum skýtur upp í huga okkar.
Við keppumst við að segja frá öllu Jdví hræðilegasta, sem við
Jrekkjum. —
Loftið í hlöðunni er heitt og kæfandi. Þögnin er alger útan
hvíslið í okkur, og daufar ljósrákir skera myrkrið inn um rifur
á hurðinni. Betra horror-umhverfi er ekki hægt að fá. —
Meðan ég segi söguna af manninum, sem sofnaði lijá líki í
ógáti og varð brjálaður, þegar hann vaknaði, hefur inér orðið
starsýnt á eitthvað livítt í myrkasta skúmaskoti hlöðunnar. „Ekk-
ert bölvað husterí," segi ég við sjálfa mig. „Auðvitað er ekkert
þarna í horninu." Mér verður litið á Rúnu, hún starir í sífellu
94
EMBLA