Morgunblaðið - 10.06.2009, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. J Ú N Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
155. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«GREASE Í LOFTKASTALANUM
NÁLÆGÐIN VIÐ ÁHORFENDUR
EINKENNIR UPPFÆRSLUNA
«ÍÞRÓTTIR
VEIGAR PÁLL FÆR
GÓÐ SKILABOÐ
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
GUÐNI A. Jóhannesson orku-
málastjóri greindi frá nýjum virkj-
unarkostum, sem metnir verða í
rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma, í gær. Þar á meðal eru
fimm nýir staðir í Hvítá í Árnessýslu,
allt frá Selfossi næst sjó, upp að Búð-
artungu ofan Gullfoss. Þar á milli yrðu
Haukholtsvirkjun, neðan Gullfoss, þá Vörðufellsvirkjun og
Hestvatnsvirkjun. Samanlögð aflgeta þeirra er áætluð 227
megavött. Aðrir nýir kostir eru Eyjadalsárvirkjun á
vatnasvæði Skjálfandafljóts og Þverárvirkjun við Ísafjarð-
ardjúp. Þá hefur möguleg vatnsaflsvirkjun við Hágöngur
fengið nýtt nafn og nefnist nú Skrokkölduvirkjun til að-
greiningar frá jarðvarmamöguleikum á sama svæði.
Nokkur ný háhitasvæði hafa skotið upp kollinum sem
sérstakir virkjunarkostir, en ekki er búið að áætla afl-
möguleika á neinum þeirra. Þau eru á þremur ólíkum
stöðum. Í fyrsta lagi má nefna Stóru-Sandvík á Reykja-
nesskaga. Í öðru lagi Ölfusvatnslendur, Hagavíkurlendur
og Meitil á Hengilssvæðinu. Í þriðja lagi er það svokölluð
Blautakvísl í nágrenni Torfajökuls.
Skýrslu 2. áfanga rammaáætlunar verður skilað um
næstu áramót, en þar verða 80 virkjunarkostir metnir til
virkjunar- og verndargildis. Ekki er annað tekið með í
áætlunina en það sem orkufyrirtæki hafa sýnt áhuga. Tek-
ið skal fram að Gullfoss sjálfur er ekki þar á meðal.
80 virkjunarkostir eru með í næsta áfanga rammaáætlunar
Gullfoss á milli virkjana?
Guðni A.
Jóhannesson
UNGA fólkið sem gekk fylktu liði upp Laugaveginn í gær með spjöld á lofti
var ekki í mótmælaham heldur gladdist yfir opnun miðstöðvar, þar sem því
gefst kostur á að virkja krafta sína í hvetjandi umhverfi. Miðstöðin hefur
fengið nafnið Hús unga fólksins, og er til húsa í Austurbæjarbíói. Þar fá
ungmennin aðstöðu og aðstoð við að framkvæma hugmyndir sínar og verð-
ur spennandi að sjá hvað framtíðarfólkið okkar hefur fram að færa.
VIRKJA KRAFTA EN KREFJAST EINSKIS
Morgunblaðið/Golli
„Íslendingar
eiga betra skilið
af ráðamönnum
sínum,“ segja
hagfræðingarnir
Gylfi Zoëga og
Jón Daníelsson í
grein um hugs-
anlega brottvikn-
ingu Sigríðar
Benediktsdóttur
hagfræðings úr
rannsóknarnefnd Alþingis um
bankahrunið. Ummæli Sigríðar í
skólablaði Yale-háskóla hafi kannski
verið óheppileg en þau réttlæti ekki
brottvikningu úr nefndinni. »18
Brottvikning myndi trufla
og tefja störf nefndarinnar
Sigríður
Benediktsdóttir
Alexander
Stubb, utanríkis-
ráðherra Finn-
lands, gaf í skyn,
er hann var innt-
ur eftir því hvers
vegna Norð-
urlandaþjóðir
hefðu ekki stutt
að Íslendingum
bæri ekki að
greiða upp Icesave-skuldirnar, að
lausn málsins væri forsenda ESB-
aðildar. „Rök mín eru þau að fagna
beri sérhverri þeirri ákvörðun sem
greiði götu Íslands að Evrópusam-
bandsaðild.“ »6
Tengir lausn Icesave-
deilunnar við ESB-aðild
Alexander Stubb
Án hvíts sykurs
Án sætuefna
Með agavesafa
KE A skyrdrykkur
– fyrir heilbrig ðan lífsstíl
Nýjung með
bláberjum
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
FRAMFÆRSLULÁN Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hækka ekkert og verða áfram rúmar
100 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling,
samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fulltrúi
stúdenta segir að með þessu sé námsmönnum ýtt
úr námi og á atvinnuleysisbætur því tekjumögu-
leikar þeirra með námi séu nú litlir sem engir.
Menntamálaráðherra segir stöðuna alvarlega.
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, fulltrúi Stúd-
entaráðs Háskóla Íslands í stjórn LÍN, segir útlit-
ið svart. „Miðað við verðlagsþróun þýðir þetta gíf-
urlega kaupmáttarskerðingu,“ segir hann. „Þetta
eykur hættu á að fólk flosni úr námi og fari á bæt-
ur því eins og vinnumarkaðurinn er í dag hafa ekki
allir möguleika á að stunda vinnu með skóla. Eins
og staðan er í dag er háskólanám að verða forrétt-
indi hinna ríku.“
Morgunblaðið hefur einnig heimildir fyrir því að
drög að úthlutunarreglum LÍN geri ráð fyrir að
námsmenn geti haft allt að eina milljón í tekjur á
ári án þess að það skerði lánin, en það sem sé um-
fram skerði lánin um 25%. „Það er ansi gott tíma-
kaup fyrir námsmann að vinna sér inn milljón á
þremur mánuðum, ef hann fær þá sumarvinnu á
annað borð,“ segir Ingólfur inntur eftir þessu og
bætir því við að stór spurning sé nú hvort sjóð-
urinn standi með þessu undir lögbundnu hlutverki
sínu, að tryggja jafnrétti til náms óháð efnahag.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir
að miðað við núverandi forsendur verði framlög til
Lánasjóðsins ekki skert, en hins vegar sé heldur
ekki svigrúm til hækkana, enda von á fjölgun
námsmanna. „Hins vegar er spurning hvort megi
skoða þetta í samhengi við almennar tilfærslur í
kerfinu. Ég tel að þetta þurfi að ræða í ríkisstjórn-
inni allri því að ég lít á þetta sem mjög alvarlega
stöðu.“ Hún muni kynna stöðuna í ríkisstjórn á
föstudag en málið verður tekið fyrir í stjórn sjóðs-
ins á fimmtudag. „Ef forsendur breytast geri ég
ráð fyrir að það hljóti að vera hægt að koma eitt-
hvað til móts við sjóðinn, jafnvel þótt úthlutunar-
reglur séu samþykktar á vorin.“
„Forréttindi hinna ríku“
Grunnframfærsla LÍN hækkar ekkert þrátt fyrir verðbólgu Námsmönnum
ýtt úr námi og á bætur, segir fulltrúi þeirra Alvarleg staða, segir ráðherra
„Við tökum þessa skýrslu mjög
nærri okkur og erum slegnir yfir
henni,“ segir Gestur Valgarðsson,
formaður Framsóknarfélags Kópa-
vogs, um greinargerð Deloitte um
viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa
miðlun.
Framsókn stefnir að fulltrúaráðs-
fundi á morgun. „Ég horfi til Sjálf-
stæðisflokksins um lausn á málinu í
ljósi þess að við framsóknarmenn og
sjálfstæðismenn höfum átt gott sam-
starf í Kópavogi í fjöldamörg ár. […]
Þessi lausnartillaga sem við vonum
að þeir komi með getur ekki falið í
sér tillögu að óbreyttu ástandi,“ seg-
ir hann, aðspurður hvort samstarfið
verði að öðrum kosti endurskoðað.
Hann vill þó ekki nefna hvaða
lausn Framsókn vilji sjá.
„Okkur finnst sanngjarnt að birta
ekki okkar niðurstöðu fyrr en þeirra
tillögur liggja fyrir.“ »8
Samstarf í hættu finni
sjálfstæðismenn ekki lausn