Morgunblaðið - 10.06.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 10.06.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ mun óska upplýs- inga frá olíufélögunum um tildrög verðbreytinga í tengslum við lagabreytingar á vörugjöldum, í því skyni að meta hvort farið hafi verið að samkeppn- islögum. Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri þess. Olíufélögin hafa síðustu tvo daga reiknað út og ákveðið hvernig þau hyggjast bregðast við því að hafa rukkað ný bensíngjöld ríkisstjórnarinnar á gamlar birgðir. Hugi Hreiðarsson, forstöðumaður kynningar- og markaðsmála hjá Atlantsolíu, gagnrýnir misvísandi upplýsingar sem félagið fékk í aðdraganda laga- breytinganna frá yfirvöldum: „Mín persónulega skoðun er sú að betur hefði mátt standa að þessum breytingum og komast hjá því að valda þessum óþægindum: Ekki aðeins fyrir viðskiptavini heldur einnig fyrir okkur. Þarna höfðu stjórnvöld geta far- ið þá leið að gefa út skýrari tilmæli með þessari lög- gjöf.“ Félagið hafi ákveðið að rukka gjöldin strax. Það hafi hvorki viljað tapa á nýju lögunum né græða. Atlantsolía ætlar að endurgreiða viðskipta- vinum sínum sjálfkrafa innan þriggja virkra daga og nemur heildarendurgreiðslan um 11 milljónum kr. Þeir sem hafa dælulykla geta skoðað endur- greiðsluupphæðina á netinu. Skeljungur ætlar einnig að endurgreiða sjálf- krafa til þeirra sem versluðu rafrænt við þá og end- urgreiðir þeim sem staðgreiddu gegn kvittun og nemur sú upphæð 15-17 milljónum kr. Olís hyggst fara sömu leið. Á sama tíma hefur N1 gefið út að þeir greiði níu milljónir króna vegna þessara mis- taka til góðgerðarmála. N1 er stærst á markaði og telur kunnáttumaður að greiðsla þeirra ætti að nema um 25 milljónum kr. Ekki náðist í Hermann Guðmundsson, forstjóra N1. Samkeppniseftirlitið vill svör um verðbreytingarnar  Atlantsolía gagnrýnir að hafa fengið misvísandi upplýsingar frá yfirvöldum Morgunblaðið/ Við dæluna Skeljungur, Olís og Atlantsolía end- urgreiða sjálfkrafa þeim sem versluðu rafrænt. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra reiknar með að frumvarp um að- gerðir í ríkisfjár- málum á þessu ári verði lagt fram öðrum hvor- um megin við næstu helgi. Með því á að ná fram sparnaði og auknum tekjum, m.a. með hærri sköttum, til að ná niður 20 milljarða kr. viðbótarhalla á rík- issjóði á þessu ári. Steingrímur segir ekki ólíklegt að ná þurfi a.m.k. um helmingi þessa með aukinni tekju- öflun. Því séu takmörk sett hvað hægt er að breyta miklu í rekstr- inum á miðju fjárlagaárinu. Það sé þó enn ekki komið endanlega í ljós hver hlutföllin verða. Menn séu m.a. að horfa á fjáröflun Atvinnuleys- istryggingasjóðs og Ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota. „Þeir þurfa báðir á auknu fé að halda vegna ástandsins. Þá er nærtækast að bera niður í þeim mörkuðu tekjustofnum sem þeir hafa,“ segir hann. Steingrímur segir að reynt verði að dreifa byrðunum með félagslega sanngjörnum hætti. omfr@mbl.is Ná helm- ingi með tekjum Steingrímur J. Sigfússon Hærra gjald í Ábyrgðasjóð launa? ÞRÍR íslenskir menn eru grunaðir um aðild að skipu- lagningu á innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefn- um til landsins auk peningaþvættis. Tveir þeirra voru handteknir í gær og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní næstkomandi. Þeir eru á fimmtugs- og sextugsaldri. Sá þriðji, sem er á þrítugsaldri, var fyrir í haldi lögreglu. Hann var handtekinn 22. maí og úrskurðaður í gæslu- varðhald til 12. júní. Mennirnir þrír eru jafnframt grunaðir um að vera í samstarfi við alþjóðleg glæpasamtök sem fást við fíkni- efnamisferli og peningaþvætti. Talið er að málið sé hluti af gífurlega umfangsmiklu fíkniefnamáli sem teygir anga sína til 13 landa. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er einn hinna þriggja grunuðu umsvifamikill á sviði fyrirtækja- reksturs og eignaumsýslu hér á landi. Hann hefur áður hlotið dóm fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins leikur grunur á að maðurinn hafi stundað hér peningaþvætti með fjárfest- ingum fyrir hagnað af fíkniefnaviðskiptum. Lögreglan framkvæmdi ellefu húsleitir í gær vegna málsins. Hún hefur ennfremur verið í samstarfi við Europol vegna málsins, sem hefur verið í rannsókn í eitt og hálft ár. Stórfellt fíkniefnamál EINN HANN SITUR OG SLÆR Á GONG Morgunblaðið/Kristinn Taktur Um hundrað manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla Icesave. Það gerði líka þessi maður, en hann lét fara vel um sig á garðbekk á meðan hann sló taktinn. Enda getur gongið verið verulega hávært og því líklegt að hljómurinn hafi borist inn í Alþingishúsið þar sem menn ræða málin. Námsmannahreyfingarnar hafa boð- að til samstöðufundar á Austurvelli á fimmtudaginn kl. 16 til að mótmæla úthlutunarreglum komandi árs. „Við hvetjum alla námsmenn og aðra sem láta sig málin varða til að sameinast okkur þar og krefjast þess að það verði eitthvað gert í þessum reglum svo þær verði leið- réttar,“ segir Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ. Í dag eru um 13.000 námsmenn á námslánum. „Það má búast við að fleiri verði í námi á næsta ári því það er minni vinnu að fá núna,“ segir Hildur og vonast því eftir góðri mæt- ingu á fundinn. Efna til sam- stöðufundar á Austurvelli Opinber útgáfa á mati greiningardeildar ríkislög- reglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum var birt í febrúar á þessu ári. Þar sagði meðal annars að ein af afleiðingum af hruni fjármálakerfisins hér á landi yrði sú að hagn- aði af fíkniefnaviðskiptum yrði í auknum mæli var- ið í fjárfestingar hér á landi. Greiningardeildin taldi sérstaka ástæðu til að vara við þessu. „Fyrir liggur að verð á fasteignum, fyrirtækjum og lausamunum ýmsum hefur fallið og á eftir að falla enn frekar, gangi spár eftir. Slíkar fjárfest- ingar, einkum fyrirtækjakaup, skapa margvísleg tækifæri til að fela ólögmæta starfsemi t.a.m. inn- flutning fíkniefna og peningaþvætti á bak við lög- legan rekstur.“ Í matinu sagði ennfremur að slík ráðstöfun hagnaðar kynni ekki síður að eiga við um erlenda glæpahópa sem hér starfa og flutt geta inn fíkniefni án þess að þurfa að greiða fyrir þau í er- lendum gjaldeyri. Afleiðing af hruni fjármálakerfis  Þrír menn í gæsluvarðhald  Grunur um samstarf við al- þjóðleg glæpasamtök  Peningaþvætti með fíkniefnagróða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.