Morgunblaðið - 10.06.2009, Síða 4
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
VERULEGAR tafir hafa orðið á
djúpborun við Kröflu og er verkefnið
orðið meira en mánuði á eftir áætlun.
Borinn er nú fastur í fimmta skipti
síðan byrjað var að bora í lok mars.
Þrisvar hefur tekist að losa hann, en í
eitt skipti þurfti að skilja krónuna eft-
ir og bora framhjá festunni. Kostn-
aður við hvern dag í úthaldinu hleyp-
ur á nokkrum milljónum króna.
Festan nú er nánast á sama dýpi
og borinn festist 21. apríl síðastliðinn
eða á 2.103 metrum. Þá tókst ekki að
losa borkrónuna, sem er 42 sentí-
metrar í þvermál. Var því steyptur
tappi í holuna á um 1.900 m dýpi og
borað út úr holunni þar þannig að ný
hola varð til, samhliða þeirri eldri.
Stálröri var komið fyrir í holunni frá
1.958 m dýpi til yfirborðs og það
steypt fast áður en borað var áfram
með grennri borkrónu, 31 cm í þver-
mál. Á þann hátt er komið í veg fyrir
hrun í holunni, en veruleg hætta hef-
ur verið á slíku.
Alls fóru um 400 tonn af steypu til
að loka holunni fyrir ofan gömlu
krónuna, sem er mun meira en áætl-
að var að nota. Samsvarar það steypu
í tvö meðalstór einbýlishús.
Á mánudag festist borinn nánast á
sama stað og í fyrra skiptið og eru
örfáir metrar á milli borkrónanna.
Erfiður og krefjandi kafli
„Við gerðum ráð fyrir ákveðnum
töfum við þessa framkvæmd, en nú
erum við að nálgast það sem við töld-
um okkur þola,“ sagði Bjarni Pálsson,
verkfræðingur hjá Landsvirkjun
Power í gær. „Jarðlögin þarna hafa
gert okkur erfitt fyrir, en þau eru
bæði lagskipt og hrungjörn á þessu
dýpi,“ segir Bjarni.
„Þessi kafli hefur vægast sagt ver-
ið mjög krefjandi, en vonandi tekst
okkur að komast í gegn fljótlega,“
sagði Bjarni Pálsson.
Enn eru erfiðleikar við djúpborun
Fastir í fimmta skipti í Vítismóum við Kröflu Steypu sem dygði í tvö einbýlishús dælt í holuna
Úthaldið kostar nokkrar milljónir króna á hverjum degi Tafir nálgast mörk sem verkefnið var talið þola
Í HNOTSKURN
»Týr, bor Jarðborana,er notaður til verksins
í Vítismóum við Kröflu.
»Bora á allt að 4.500metra holu niður í eld-
virkt háhitasvæði.
»Markmiðið er að virkjayfirmarkshitaðan
vökva á þessu mikla dýpi.
»Vegna erfiðleika hefurholan ekkert dýpkað á
tæplega tveimur mán-
uðum.
Ljósmynd/Magnús
Við Kröflu Starfsmenn Jarðborana
hf. vinna við borkrónuna.
„ÞAÐ er erfitt að skilgreina það
sem eitthvert hlutfall og þaðan af
síður einhverjar fastar stærðir,
þetta er eitthvað sem verður alltaf
að skoða í samhengi við horfur þjóð-
arbúskaparins og horfur ríkissjóðs
til lengri tíma,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon, fjármálaráðherra, um
skuldaþol ríkisins en í nýgerðum
Icesave-samningi er ákvæði um end-
urskoðun bresti það þol.
„Gagnaðilar okkar hafa skilning
á því að þetta þarf að vera viðráð-
anlegt,“ segir Steingrímur en með
ákvæðinu er ríkinu forðað frá gjald-
þroti minnki greiðslugetan stórlega.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis-
ráðherra, segir útgangspunkt
samninganefndarinnar hafi verið að
lánstíminn, kjörin og vextir mættu
ekki vera með þeim hætti að of
nærri gengi greiðslugetu ríkissjóðs.
Ákvæðið sé afurð þessa útgangs-
punkts. Endurskoðunarákvæði
samningsins er miðað við skuldaþol
ríkisins í nóvember 2008 að sögn Jó-
hönnu. Hún segir þó erfitt að meta
nákvæmlega hvert þolið verði. „Við
vitum ekki hvernig gengið verður
þá […], það er mjög margt sem
þarna kemur til.“ skulias@mbl.is
Samið að
nýju bresti
skuldaþol
Ákvæði Icesave forð-
ar ríki frá gjaldþroti
Jóhanna
Sigurðardóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Eftir Þorbjörn Þórðarson
og Þórð Snæ Júlíusson
SKIPTAR skoðanir eru um þau
vaxtakjör sem felast í samkomulagi
við Breta og Hollendinga vegna Ice-
save-reikninganna.
Samkomulagið felur sem kunnugt
er í sér 5,5% vexti árlega sem gæti
þýtt að tugir milljarða króna leggist
ofan á höfuðstólinn í vexti á ári
hverju. Á móti kemur að ríkissjóður
er ekki ábyrgur fyrir greiðslu skuld-
arinnar fyrstu sjö árin á meðan
skilanefnd Landsbankans mun
greiða af láninu.
Óviðunandi vextir
Ólafur Arnarson, hagfræðingur
og höfundur bókarinnar Sofandi að
feigðarósi, segir vaxtakjörin óvið-
unandi. „Ég fellst ekki á að þessir
OECD-vextir séu notaðir sem
grunnur með vaxtaálagi. Þeir eru
ekki notaðir á markaði sem slíkir,
þeir eru notaðir í einhverjum til-
fellum í yfirþjóðlegum lánum eins og
hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og nú
í þessu tilviki,“ segir Ólafur. Hann
segir eðlilegra að horfa á þá vexti
sem eignasafn Landsbankans sé að
safna í Bretlandi. „Mér skilst að það
séu vextir upp á um 3,5%. Mér finnst
að það ætti algjörlega að vera há-
markið sem við ættum að greiða,“
segir Ólafur. Hann segist leggja
áherslu á að um nauðasamning sé að
ræða. Íslendingar séu að taka á sig
að greiða fyrir galla á regluverki
Evrópusambandsins. „Undir þeim
kringumstæðum er algjörlega óvið-
unandi að við séum að greiða vexti
eins og um venjulegan viðskipta-
samning sé að ræða.“
Ódýrari fjármögnun
Hægt er setja kjörin á Icesave-
láninu í samhengi við þau kjör sem
eru á ríkisskuldabréfum til jafn
langs tíma. Lánið er samsett af 1,1
milljarði evra og 2,2 milljörðum
punda. Breska ríkið borgar núna 4,3
prósent í vexti á ríkisskuldabréfum í
pundum til fimmtán ára, samkvæmt
Bloomberg-fréttaveitunni. „Ég hef
tekið eftir því að sumir virðast hafa
mistúlkað þau vaxtakjör sem felast í
samkomulaginu. Það er einfaldlega
ekki hægt að bera útlánasafn Lands-
bankans, sem er líklega að mestu á
fljótandi vöxtum, saman við fasta
vexti til fimmtán ára og nota það til
að rökstyðja að vextirnir séu of há-
ir,“ segir Agnar Tómas Möller, verk-
fræðingur og sérfræðingur í skulda-
bréfum hjá Gam Management hf.
Agnar bendir á að ekki sé hægt að
tala um neikvæðan vaxtamun. Lang-
tímavextir séu svona háir því það
séu væntingar um að skamm-
tímavextir hækki.
„Ég túlka þetta þannig að 1,2%
álag ofan á fasta vexti sé margfalt
ódýrari fjármögnun en íslenska ríkið
hefði sjálft fengið á mörkuðum. Á
móti er hægt að færa rök fyrir því að
það sé ekki sanngjarnt að íslenska
ríkið sé að greiða álag. Hvað sé
sanngjarnt álag við lausn á erfiðum
málum af þessu tagi er erfitt að full-
yrða um. Menn geta einnig spurt
sig, áttu þeir að gefa okkur álagið og
láta okkur fá vexti sem þeir gætu
fjármagnað sig á?“ spyr Agnar.
Hann bendir á að ef menn telji að
vaxtakjörin séu óhagstæð, þ.e. of há-
ir vextir til of langs tíma, þá ætti að
vera hægt að breyta láninu í lán á
fljótandi skammtímavöxtum með
vaxtaskiptasamningum þegar að-
stæður bjóða upp á það.
Morgunblaðið/Eggert
Þorskur Tæplega þúsund manns voru á Austurvelli á mánudag til að mótmæla Icesave-samkomulaginu. Einn mótmælandi greip til nærtæks samanburðar.
Betri en markaðskjör
Hagstæð vaxtakjör á Icesave-samkomulagi borin saman við kjör á ríkisskulda-
bréfum „Algjörlega óviðunandi“ Má breyta með vaxtaskiptasamningum
Sérfræðingur í skuldabréfum
segir að svo virðist sem menn
misskilji vaxtakjör Icesave-
samkomulagsins. 1,2% álag ofan
á fasta vexti sé ódýr fjármögnun
fyrir íslenska ríkið.
Við hverja var íslenska samninga-
nefndin að semja í Icesave-
viðræðunum?
Viðmælendur íslensku sendinefnd-
arinnar, sem laut forystu Svavars
Gestssonar, voru að mestu embætt-
ismenn í nefndum. Í bresku nefnd-
inni voru alls fjórir og var hún undir
forystu Garys Roberts, aðalsamn-
ingamanns Breta. Roberts kemur frá
breska fjármálaráðuneytinu. Auk
hans sátu í nefndinni fulltrúi frá ut-
anríkisráðuneytinu og aðilar frá
breska sendiráðinu. Til viðbótar
komu lögfræðilegir ráðgjafar.
Hollensku nefndinni var stýrt af Joh-
an Barnard, sem starfar í hollenska
fjármálaráðuneytinu. Í henni voru allt
að átta manns og komu þeir úr svip-
uðum áttum og þeir sem sátu í hinni
bresku.
Þurfa þjóðþing þessara landa að
samþykkja Icesave-samkomu-
lagið?
Nei. Tryggingasjóðir innstæðueig-
enda í báðum löndunum hafa þegar
greitt út til innstæðueigenda Ice-
save. Þeir eru að endurheimta fjár-
magnið, ekki að fá það lánað. Þeir
voru því með fullt umboð sinna þjóð-
þinga í viðræðunum. Hollenska
sendinefndin mun þó skila skýrslu
um ferlið til þingsins.
Hvenær verður frumvarp um
ríkisábyrgð vegna Icesave-
samkomulagsins lagt fram á Al-
þingi?
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins verður það strax eftir
helgi, væntanlega á mánudag eða
þriðjudag. Ástæða þess að það er
ekki gert fyrr er sú að fyrst þarf að
taka málið fyrir í utanríkismálanefnd.
Það verður gert á morgun.
Hvaða gögn verða lögð fram á
þeim fundi?
Heimildir Morgunblaðsins herma að
þar verði lagt fram frægt minnisblað
Árna Mathiesens frá 10. október
2008 þar sem lagt er til að Hollend-
ingar láni Íslendingum fyrir Icesave-
skuldbindingum okkar í landinu.
Lánið átti að vera til íslenska ríkisins,
til tíu ára og á 6,7 prósenta vöxtum.
Auk þess á að leggja fram minn-
isblöð, bréfasendingar og önnur
gögn sem eiga að sýna fram á þann
þrýsting sem alþjóðasamfélagið á að
hafa beitt íslenska ríkið í viðræðun-
um.
S&S
Hinn 11. október
2008 var skýrt
frá því á vef fjár-
málaráðuneyt-
isins að það hefði
náðst „sam-
komulag milli
Hollands og Ís-
lands um Ice-
save“.
Í fréttinni seg-
ir að Árni M. Mathiesen, þáverandi
fjármálaráðherra, og Wouter Bos,
hollenskur starfsbróðir hans, hefðu
tilkynnt þetta. Árni bætti við að
„aðalatriðið væri að málið væri nú
leyst“. Samkomulagið miðaði við að
Hollendingar myndu lána íslenska
ríkinu fyrir sínum hluta af Icesave-
skuldbindingunum til tíu ára á 6,7
prósent vöxtum. Sama dag var birt
„sameiginleg yfirlýsing“ fulltrúa
Íslands og Bretlands. Þar stendur:
„Verulegur árangur náðist um
meginatriði fyrirkomulags sem
miðar að því að flýta fyrir
greiðslum til sparifjáreigenda Ice-
save.“ Heimildir herma að það fyr-
irkomulag hafi átt að innihalda
sömu lánskjör.
Tilkynntu um
lausn í haust
Árni MathiesenNýr vefur helgaður ferðalögum og
ferðamennsku var opnaður á mbl.is
í gær. Á vefnum eru fréttir tengdar
ferðamennsku, upplýsingar um
helstu áfangastaði innlenda sem er-
lenda, myndasyrpur, viðburðadaga-
tal, leit að gistingu víða um heim,
m.a. á Íslandi, og ferðasögur úr
ýmsum áttum svo dæmi séu tekin.
Í sumar verður vefurinn aðallega
helgaður ferðalögum innanlands,
en er annars ætlaður sem alhliða
upplýsingavefur fyrir ferðamenn.
Á vefnum stendur nú yfir sam-
keppni um bestu ferðasöguna og
eru veglegir ferðavinningar í boði.
Keppnin stendur til 31. ágúst og
verða kynnt í byrjun september.
Ferðavefur mbl.is er á slóðinni
mbl.is/ferdalog.
Ferðavefur á mbl.is